Þjóðviljinn - 20.03.1988, Page 15
DAGVIST BARNA
Guðlaugur Guðlaugsson á Chevrolet 1932, R-514
Jóhannes Hannesson á Chevrolet 1934.
sögðu næsta slæmir. Eg varð t.d.
að tjakka bílinn minn 12 sinnum
upp í einni ferð austur í Holt. f
einni ferð þangað brotnuðu all-
flestar lækjarbrýr undan bílnum,
en þá flutti ég sement að Berg-
þórshvoli en komst ekki lengra
en að Hlíðarenda. Bændur buð-
ust til þess að gera samdægurs við
brýrnar eða rennurnar, eins og
þessj mannvirki voru þá oft
nefnd, og það gerðu þeir. Þá var
ekki heiglum hent að aka austur.
Hvolsvöllur var eitt moldarhaf en
í miklum rigningum stóð þar hálfs
meters vatn.
Ég var fyrstsur manna til að
flytja kjöt frá Djúpadal við Eystri
Rangá fyrir bændur þar eystra.
Gisti þá oftast á Brekkum."
Bitið stykki
úr hakaskafti
Bifreið Péturs Guðfinnssonar, Chevrolet 1935, í bændaför. „Boddý“ hefur
verið sett á pallinn.
'
mrn
Guðlaugur Þorgeirsson á Volvo 1982 - Y-991.
„Margt er mér minnisstætt frá
þessum árum og þá ekki síst bens-
ínverkfallið í desember 1935. Þá
átti að hækka bensín um 4 aura
lítrann án þess að verðhækkanir
kæmu til utanlands frá. Stóðu bíl-
stjórar einhuga að því að hrinda
slíkri hækkun af höndum sér og
gerðu allsherjar verkfall. Settu
verði, 20-50 menn, við Elliðaár.
Þar var verið dag og nótt í þrár
vikur og engum bíl hleypt úr bæn-
um með vörur eða farþega. Einn-
ig voru verðir við Öskjuhlíð og
síðan við Baldurshaga og víðar,
t.d. við Skíðaskálann. Ólafur
Ketisson fékk undanþágu fyrsta
daginn með því skilyrði að vera
kominn aftur kl. 4 en hann kom
fyrst kl. 6. Var hann þá stöðvaður
og kveikjan tekin úr bíl hans, svo
fór unt fleiri í þeim átökum.
Mynduðust um þessi átök sögur,
sem margar hverjar voru all
þjóðsögukenndar. Áttu þær þó
yfirleitt einhvern sannleiks-
neista. Vörur úr þesum bílum,
sem kyrrsettir voru, voru fluttar
aftur í bæinn með hestvögnum en
bílarnir urðu að bíða betri tíma.
Ekki stoðaði þó að yfirvöld segð-
ust aka í laganna nafni, þeim var
leyft að ganga til baka í nafni
sinna laga.
Menn stóðu saman á varðstöð-
unni og fyrir kom að þeim hlypi
kapp í kinn, svo að dæmi voru til
að menn bitu stykki úr haka-
skafti, en það var eitt aðal vopn-
ið. Sá sem það gerði, var Sigvaldi
stóri, fyrrverandi lögregluþjónn.
Bílstjórar unnu sigur og bensín-
verðið hélst óbreytt.
Margt hefur breyst til hins
betra á síðari árum og aðbúnaður
nokkuð annað en þegar ég ók tvö
ár á húslausum bíl Garðars Gísla-
sonar, sumar og vetur. Hafði þá
að vísu augnhlífar en oft var ærið
kalt. Saðan tók við vinnan við
flutninga fyrir Kveldúlf, Arastöð
og Færeyinga. Kaupið komst nið-
ur í kr. 3,50 á tímann, en þá var
hart í böggum. Nú er ævin önnur,
sem betur fer.“ - mhg
Gæsluvellir
Starfsfólk óskast til afleysinga á gæsluvelli
borgarinnar.
Upplýsingar gefa umsjónarfóstrur í síma 21496
fyrir hádegi.
Hjúkrunarfræðingar -
sjúkraliðar
Hjúkrunarfræöinga og sjúkraliða vantar til
sumarafleysinga.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97-
71403.
Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað
Bæjarritari
Staöa bæjarritara í Neskaupstaö er laus til um-
sóknar. Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. Um-
sóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist
undirrituöum sem jafnframt veitir allar nánari
upplýsingar.
Bæjarstjóri.
íbúð óskast
Barnlaus hjón, blaöamaöur viö tímaritið Nýtt líf og
eðlisfræðingurhjá löntæknistofnun íslands, óska
eftir aö taka íbúö á leigu fyrir 1. júní nk. Vinsam-
legast hafiö samband í síma 77179 á kvöldin, eöa
á daginn við Halldóru Sigurdórsdóttur í síma
685380 eöa Heiðar Jón Hannesson í síma
687000.
Barn sem situr í barnabílstól
getur sloppið við meiðsl
í árekstri!
UUMFERÐAR
RÁÐ
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur
AÐALFUNDUR
Aöalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur
veröur haldinn í samkomusal Holiday Inn hótels-
ins mánudaginn 28. mars og hefst kl. 20.30.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur
Sunnudagur 20. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15