Þjóðviljinn - 26.03.1988, Page 18

Þjóðviljinn - 26.03.1988, Page 18
NÓA Nr. 1 298.70 4 í pakka Nr. 2 149.40 Nr. 3 289.80 Nr. 4 453.20 Nr. 5 711.90 Nr. 6 1098.20 Laugalæk, sími 686511 Garðabæ, sími656400 Garðyrkjuskóli ríkisins Reykjum, Ölfusi Innritun fyrir námstímabilið 1988-1990 stendur nú yfir. Umsóknarfrestur er til 1. maí 1988. Umsóknir eru afgreiddar eftir því sem þær berast. Garðyrkjunámið er þriggja ára nám, bæði bók- legt og verklegt. Nýir nemendur eru teknir beint inn í II bekk bóknámsdeildar, annaðhvert ár, næst nú 1988. Inntökuskilyrði almennt eru að viðkomandi hafi lokið a.m.k. einni önn í framhaldsskóla og tólf mánaða verknámi. Boðið er upp á eftirfarandi námsbrautir: 1. Ylræktun og útimatjurtaræktun. 2. Garðplönturæktun. 3. Skrúðgarðyrkju, sem er lögfest iðngrein. 4. Umhverfis- og náttúruvernd, sem er ný námsbraut. Kennsla hefst 1988 ef næg þátt- taka fæst. L nsóknarfrestur um þessa náms- braut er til 20. maí 1988. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans, í síma 99-4340. Skólastjóri Heldur syfjulegursvipur á sigurveranum ískákspjalli við Sovétmanninn Dolmatov. Friðrik Ólafsson horfir á. Skákmótið á Akureyri Sannfærandi sigur Jóhanns Eftir glæsilegan sigur Jóhanns Hjartarsonar í einvíginu við Vikt- or Kortsnoj í Saint John á dögun- um kom það ekki á óvart að hann bar sigur úr býtum á 1. alþjóðiega skákmótinu sem haldið er á Ak- ureyri. Því lauk sl. mánudag og þá var Ijóst að Jóhann hafði einn hreppt efsta sætið eftir harða keppni. Hann tefldi af öryggi á mótinu og lenti tæpast í nokkrum erfið- leikum nema ef vera skyldi gegn Sovétmanninum Gurevic. Eink- um var það í byrjun móts að Jó- hann tefldi vel þegar hann lagði Lev Polugajevskí að velli með svörtu og síðar fylgdu sigrar yfir Jonathan Tisdal, og Karli Þor- steins. Eftir því sem leið á mótið virtist keppnin um efsta sætið ætla að standa á milli Jóhanns, Margeirs og Gurevic en síðan komst Polugajevskí upp á milli þeirra síðarnefndu. Lokaniður- staðan varð þessi: 1. Jóhann Hjartarson 8 v. (af 11) 2. Polugajevskí (Sovétríkin) 7Vi v. 3. Margeir Pétursson 7 v. 4a.- 5. Jón L. Arnason og Gurevic (So- vétríkjunum) 6V2 v. 6.-7. Tisdall (Noregi) og Adorjan (Ungvcrja- landi) 6 v. 8.-9. Dolmatov (So- vétríkjunum) og Helgi Olafsson 5Vi v. 10. Karl Þorsteins 5 v. 11. Jón Garðar Viðarsson IV2 v. 12. Ólafur Kristjánsson 1 v. Akureyringar áttu tvo fulltrúa og eins og lokaniðurstaðan ber með sér stóðu þeir öðrum kepp- endum alllangt að baki. Jón Garðar stóð sig ágæta vel á Reykjavíkurmótinu þar sem hann lagði m.a. Larry Christian- sen að velli og gerði jafntefli við Gurevic. Hann tefldi ekki eins vel á heimavelli en öðlaðist hins- vegar dýrmæta reynslu. Er hann tvímælalaust sterkasti skákmað- ur Norðlendinga um þessar mundir. Ólafur Kristjánsson átti við ramman reip að draga. Hann var ekki í mikilli æfingu fyrir mótið. Hinsvegar tefldi hann flestar skákir sínar vel og var hvað eftir annað með vænlegar stöður en glopraði þeim oft niður í tímahraki. Þá tvo skorti greini- lega sjálfstraust í þessari hörðu keppni. Af efstu mönnum er það að segja að Margeir Pétursson tefldi vel allt mótið í gegn en slakaði á í lokin. Jón L. Arnason var ekki í formi en náði að bæta stöðu sína alveg í lokin. Mótið er merkilegt fyrir þær sakir að stórmeistarar sem tvímælalaust eru í framvarð- arsveit sovéska skákskólans ná ekki að slá landanum við. Er það óræk sönnun þess að íslenskt skáklíf stendur með miklum blóma. Um aðstæður og framkvæmd alla er það að segja að Akur- eyringar með þá Pál Hlöðversson og Gylfa Þórhallsson í broddi fylkingar unnu mikið og gott starf og kom mönnum saman um að framkvæmdin væri til fyrirmynd- ar og stæði ekki því að baki sem gerist meðal mótshaldara sem hafa meiri reynslu. Er ástæða til að óska þessum mönnum til ham- ingju með vel heppnað mót enda hyggja þeir á annað að tveim árum liðnum. Yfirleitt var hart barist á Akur- eyri þó keppendur hafi verið í daufara lagi, þeir Dolmatov og Adorjan sem hefði sómt sér vel í einhverri samninganefndinni þarna fyrir norðan. Ef undan eru skildar skákir þessara manna var hart barist í svo til hverri einustu skák, ég nefni t.d. lengstu skák sem tefld hefur verið á íslandi, viðureign mína og Margeirs sem stóð í u.þ.b. 14 klst. og tók 163 leiki. Margeir er í aðalhlutverki í eftirfarandi skák við Sovétmann- inn Gurevic sem er að mínu viti ein best teflda skák mótsins. Margeir Pétursson - Mikhael Gurevic Drottningarindversk vörn 1. d4-Rf6 20. h4-f5 2. c4-e6 21. exf6-Bxf6 3. Rf3-h6 22. He3-Rc7 4. g3-Ba6. 23. Dd3-Hxe3 5. b3-Bb4+ 24. Bxe3-Re6 6. Bd2-Be7 25. Bg5-Df7 7. Rc3-0-0 26. Bxf6-Dxf6 8. e4-d5 27. De3-Rd8 9. cxd5-exd5 28. Re5-Dd6 10. Kxfl-exd5 29. Rd3-De6 11. c5-Re4 30. Hel-Dxe3 12. De2-Rxc3 31. Hxe3-Kg8 13. Bxc3-Dd7 32. b4-Hf6 14. Kg2-Rc6 33. Re5-h5 15. Hhdl-RdS 34. Ha3-Re6 16. Hd3-Rc6 35. Hxa7-Rxd4 17. Hadl-Hac8 36. a4-c5 18. Bb2-Kh8 19. Bcl-c6 37. bxc5-bxc5 38. Hd7-Rc6 39. Hxd5-Rxe5 40. Hxe5-Hc6 41. Hxh5-c4 42. He5-c3 43. Hel-Kf7 44. a5-Kf6 45. Kf3-Kf5 46. Hal-c2 47. Hcl-Hc3+ 48. Ke2-Kg4 49. a6-Kh3 og 50. a7-Ha3 51. Hxc2-Hxa7 52. Ke3-Ha4 53. Hc7-Ha3+ 54. Kf4-Ha2 55. Hxg7-Hxf2+ 56. Ke3-Ha2 57. h5-Ha3+ 58. Kd4-Ha4+ 59. Kc3-Ha3+ 60. Kb4-Ha6 61. g4 Gurevic gafst upp. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.