Þjóðviljinn - 23.04.1988, Síða 5

Þjóðviljinn - 23.04.1988, Síða 5
INNSYN Verslunarmenn í harðri kjarabar- áttufyrir rökrétt- um kröfum, - hin- um sömu og allir kjarahópar hafa haft uppi síðan í haust: mannsœmandi lágmarkslaun. Verkfallið er eitt af teiknum um nýja samfélagsstrauma, - núreyniráfag- lega hreyfingu og samtök vinstri- manna Úr húsum verslunarmanna í gær. Verkfallsstjórn VR við borðið. (Mynd: Sig.) Verslunarmenn í fararbroddi! Þegar Verslunarmannafelag Reykjavíkur felldi nýgerðan kjarasamning frá Garðastrætinu á um fjögurhundruð manna fundi fyrir nokkrum vikum var helst á riddurum samningaborðsins að heyra að hér hefðu átt sér stað smávægileg mistök. Forystumenn í VR sögðust ekki hafa tekið nægi- legt tillit til afgreiðslutíma í stór- mörkuðum, og Þórarinn V. Þór- arinsson lét á sér skilja að það þyrfti hið bráðasta að setja lög gegn venjulegu lýðræði í verka- lýðsfélöguin þarsem það gæti leitt til þess að nokkur hundruð manns mættu á fund og eyðilegðu samninga sem góðir menn og gegnir hefðu vakað yfir langar nætur. Síðan voru gerðir aðrir samn- ingar, lagaður afgreiðslutíminn og launatölur rúnnaðar af á hundraðinu, - og til að koma til móts við Þórarin Vaff var efnt til allsherjaratkvæðagreiðslu. Og öllum á óvart, - kannski líka verslunarmönnum sjálfum - kol- féll seinni samningurinn enn verr en sá fyrri, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni. Heimtufrekja og ókurteisi Nú urðu menn fyrst hissa. í fyrsta lagi virtist afgreiðslutími á laugardögum ekki skipta meg- inmálinu heldur kauptölurnar í heild. f öðru lagi höfðu versl- unarmenn greinilega ekki komið því inní kollinn á sér að það var löngu búið að semja fyrir þá, og þeir áttu ekkert erindi uppá dekk. Ekki frekar en VMSÍ- félögin eftir samningana sem Karvel og Guðmundur J. gerðu. Magnús L. Sveinsson hleypti í sig fítonsanda og ákvað að gerast verkalýðsforingi, en Þórarinn V. Þórarinsson varð forviða og spurði bæði í Sjónvarpinu og Stöðinni hvort pöpullinn héldi að það væri barasta hægt að borga kaup eins og mönnum langaði til, - og gleymdi alveg tillærðu þol- fallsreglunni. Kröfur verslunarmanna jafngiltu ekki aðeins skilnings- leysi á gangi kjaramála heldur væru þær bæði heimtufrekja og hrein ókurteisi. Eðlilegar kröfur Kannski er það meðal annars vegna þess að verslunarmenn hafa hingaðtil ekki verið áber- andi í kjarabaráttunni, og því ekki eins fastir og sumir aðrir í fjötrum samningahefða, að þeir gefa skít í þann „gang mála“ sem Þórarinn hjá VSÍog félagar hans telja hinn eina rétta, - það að aðrir urðu að lúffa, fyrst VMSÍ og Iðjufélögin, síðan Akureyrar- samsteypan, þýðir ekki að við þurfum að gera það líka, segja verslunarmenn, og setja fram sömu kröfur og aðrir sem staðið hafa í fararbroddi í kjaraátökum síðustu mánaða: mannsæmandi lágmarkslaun. Og hver eru þau? Jú, segja verslunarmenn, - samkvæmt skilgreiningu hæstvirtrar ríkis- stjórnar íslands eru þau ekki lægri en 42 þúsund krónur á mán- uði, launin sem opinberlega eru talin svo lág að ekki sé gustuk að heimta af þeim skatt. Mjög ein- falt, mjög eðlilegt. Og í fullu samræmi við kröfur þeirra félaga sem ekki vildu hlíta Akureyrarsamningunum, - og reyndar margra þeirra sem féllust á hann nauðug, meðal annars á forsendum nauðsynlegrar sam- stöðu í héraði. Pólitískur sálfræöingur óskast Það er svo undarleg staða að forystumaður verkfallsmanna skuli vera Magnús L. Sveinsson, sá sami og gerði samningana tvo sem felldir voru, sá sami og hefur verið forseti borgarstjórnar fyrir Davíð Oddsson í sex ár, og hreykti sér nýlega af því í blaða- viðtali að hafa tekist sem borgar- fulltrúi að láta launamál hjá borg- inni alveg eiga sig. Forystumaður sem ekki minnist á kauplækkan- ir, matarskatta og vinnuþrælkun fyrren hann þarf að fara að telja fram ástæður fyrir því að samn- ingarnir hans eru felldir. Magnús virðist frá verkfalls- boðun hafa verið nokkuð bratt- ur, þótt ef til vill hefði verið eðli- legra að hann drægi sig aftar á völlinn eftir að hafa verið hafnað tvisvar. En dæmi hans sýnir vel að launamenn þurfa að fara að skoða betur hverja þeir velja sér til fprystu í kjaradeilum og hvunndegi, og það ekki bara hjá VR. Af hverju verslunarmenn? Einsog áður var getið urðu margir hissa þegar verslunar- mannafélög fóru að taka uppá þeim skratta að fella samninga, meira að segja samninga svipaða þeim sem gróin félög og fræg að baráttukjarki og stéttvísi höfðu fallist á. Menn hafa bent á til skýringar að stór hluti verslunarmanna er láglaunafólk, einkum ef litið er á raunverulegt tímakaup. Og það á örugglega sinn þátt að stór hluti af þessum stóra hluta er konur sem þessi misserin eru í óðaönn að flytja jafnréttisbaráttuna svo um munar á svið kjaramálanna. Það skiptir líka máli að versl- unarmenn eru verslunarmenn. Það þýðir lítið fyrir viðsemjendur þeirra að hefja sama barlómsvæl- ið og gráthviðurnar og til dæmis viðsemjendur fiskvinnslufélag- anna. I veg fyrir það kemur eitt hús í Reykjavík, Kringlan, tákn fyrir verslunargróðann síðustu árin. Verslunarmenn vita ósköp vel sjálfir um hag viðsemjenda sinna og þýðir ekki að ráða línu- ritafræðinga til að villa um fyrir þeim. Mikilvægar breytingar En verslunarmenn eru ekki einir í heiminum; Eyjafélögin tvö standa enn í ströngu, og kennarar eiga ósamið - þótt varla verði í alvöru fyrren í haust. Það er kannski ekki eingöngu tilviljun að þessir þrír hópar skuli vera all- ir í senn í kjaraslag. Þeir sýna nefnilega nokkur helstu átaka- svæðin í kjaramálunum, þau svið þarsem reynt er að halda launun- um sem lengst niðri: í fjöl- mennum starfshópum í opinberri þjónustu, í lágstéttum ört vax- andi vinnumarkaðar í viðskiptum og þjónustu, og í fiskvinnslunni sem höfð er á hausnum vegna lé- legrar stjórnunar valdhafa og samtengdra hagsmuna. Og í öllum þremur hópunum eru kon- ur í meirihluta, stundum yfirgnæfandi meirihluta. Miöfflóttaafl og ný skipulagsfform Á vissan hátt er þessi staða til marks um breytingarnar í hreyf- ingu launamanna, breytingar sem margirsvonefndirverkalýðs- leiðtogar virðast ekki hafa áttað sig á eða vilja ekki átta sig á. Á- takapunkturinn hefur hreyfst til meðal launamanna og aðrir hóp- ar eru líklegri til frjórrar forystu en áður var. Það skiptir miklu að skrif- finnska, smákóngaveldi og stirð- nuð skipulagsform standi ekki í vegi fyrir því að nýir straumar finni sér þann farveg að öll hreyf- ing launamanna geti notið góðs af. Þróunin undanfarið í skipul- agsmálum hefur stjórnast af miðflóttaaflinu. Einstök sam- bönd og félög í ASÍ semja sjálf, landsbyggðarfélög vilja semja í héraði, það er skipulagslegt los á ýmsum starfshópum í opinbera geiranum, miðstjórnartilhnei- gingum efst úr pýramídunum er hafnað. Orðið „þjóðarsátt" hefur snúist í merkingarlega andhverfu sína. Þessi tilhneiging getur endað í stjórnleysi og sérhyggju, en sé rétt á haldið gætu þessar sveiflur leitt til nýrrar samstöðu launa- fólks, nýrra skipulagsforma, nýrra baráttuaðferða. Pólitíkin Þessar breytingar varða ekki aðeins einstaka hópa launa- manna og félög þeirra heldur koma þeir einnig við þeim pólit- ísku öflum sem tengjast einkum hrevfingu launamanna. A það hefur verið bent, bæði í ritstjórnargreinum hér í Þjóðvilj- anum og annarstaðar, að greini- leg tengsl megi finna milli kjara- baráttunnar í vetur og gríðarlegs könnunarfylgis Kvennalistans. Hvorttveggja sé til vitnis um upp- reisn gegn hinu viðtekna kerfi, krafa um að það verði gefið uppá nýtt í íslensku samfélagi. fslenskir sósíalistar verða að svara af sannfæringu þessu kalli eftir nýjum tímum. Tækni- kratastefna Alþýðuflokksins hef- ur reynst ófær um það, og hætt er við að hinn velmeinandi femín- ismi Kvennalistans muni ekki síður valda vonbrigðum. Verði nýsköpuð vinstristefna hjá Al- þýðubandalagi ekki til aðdráttar á félagslegum væng stjórnmál- anna gætu uppreisnarstraumar beinst í aðrar áttir. Kannski er ekki tilviljun að í Noregi eflist Framfaraflokkur, í Frakklandi Le Pen. Þessi höfðun fæst ekki nema með sjálfstæðri stefnu í kjaramál- um og því viðmóti að viðræður og samskipti milli hinnar pólitísku og faglegu hreyfingar séu fullkomlega hreinskiptin, - ástar- hót sýnd þegar það á við, hrúts- hornin dregin upp þegar ekki er ástæða til annars. Með þann veg- vísi að vinur sé sá sem til vamms segir. Slík vinnubrögð eru einnig forsenda nánara samstarfs félags- hyggjuafla í pólitíkinni. Ný kjarastefna Meðal annars í þessu ljósi er vert að fagna þeirri kjarastefnu sem Alþýðubandalagið hefur nú mótað í nokkrum áföngum, og kemur glöggt fram í ályktun ný- legs aðalfundar verkalýðsmála- ráðs flokksins um kjaramálin. Þar er rætt um að lægstu laun séu ekki lægri en 45-55 þúsund krónur, og að auki lögð áhersla á að halda launamuninum í skefjum. Að minnka fimmtán- faldan launamun er fyrst og síðast krafa um jafnrétti á íslandi. En virkt aðhald með launabilinu, með samkomulagi í samningum, með lögum, og gegnum skattak- erfið, gæti líka verið mikilvæg verðtrygging. Með þessum áherslum er flokkurinn bæði að taka undir kröfur samtaka launa- manna og leggja til nýjar leiðir. En þarvið situr ekki. Ráðið, - sem í sitja virkir félagar og for- ystumenn fjölmargra stéttarfé- laga -, segir að nú þurfi líka „bar- áttu fyrir lýðræðislegri byltingu í starfsháttum samtaka launa- fólks“, -„rækilega endurskoðun á vinnubrögðum, starfsháttum og skipulagi", -„skilning á mikil- vægi samstöðunnar og víðtækan stuðning við sameiginleg hagsmunamál launafólks“. Eftir svona skorinorðar álykt- anir búast menn við að vel verði fylgt eftir í starfi flokksins og í verkum flokksmanna í sam- tökum launafólks. Samstaða í verki En þessa helgina eru pólitískir flokkar ekki þar sem orrustan er hörðust, heldur standa verslunar- menn í eldlínunni, og þessvegna er við hæfi að pistillokum að taka undir við verkalýðsmálaráðið þar sem það „skorar á launafólk um allt land að sýna í verki samstöðu með baráttu VR og annarra fé- laga verslunarfólks og með bar- áttu verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum. Ef VR, Vestmannaeyjafélögin og versl- unarmannafélög víða um land ná fram kröfum sínum þá mun það koma öllu láglaunafólki í landinu til góða. Þessvegna þarf að sýna samstöðuna í verki." Mörður Arnason Laugardagur 23. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.