Þjóðviljinn - 23.04.1988, Side 18

Þjóðviljinn - 23.04.1988, Side 18
RARIK Ólafsvík Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsókn- ar staf skrifstofumanns á skrifstofu Rafmagns- veitnanna í Ólafsvík. Um er að ræða 1/2 starf. Umsókn er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist á skrifstofu Rafmagnsveitnanna Sand- holti 34 Ólafsvík sem jafnframt veitir allar upplýs- ingar um starfið. Einnig liggja upplýsingar fyrir á svæðisskrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins í Stykkishólmi. Umsóknum skal skilað fyrir 3. maí næstkomandi. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS HAMRAENDUM2 STYKKISHÓLMI FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Starfsmaður Laus er staða starfsmanns við Fjölskylduheimili fyrir unglinga. Um er að ræða vaktavinnu á sam- býli fyrir 5-6 unglinga. Menntun og/eða reynsla á sviði uppeldismála æskileg. Umsóknum sé skilað til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á umsókn- areyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar í síma 681836 eftir kl. 16.00 Umsóknarfrestur er til 9. maí n.k. —ÖRFRÉTTIR — Eldey hf. Byrjunin lofar góðu Framkvœmdastjórinn: Útgerðin hefur gengið vel. Fiskiríið mœttiþó vera meira. Kaup á þriðja skipinu í athugun „Útgerð bæði Eldeyjar-Hjalta og Eldeyjar-Boða hefur gengið vel það sem af er, þó svo að fl- skiríið mætti vera mun vera. Bæði skipin selja allan sinn fisk á Fiskmarkaði Suðurnesja og hafa fengið gott verð fyrir hann,“ sagði Bragi Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Eldeyjar hf., við Þjóðviljann. Eldeyjar-Boði hefur verið á dragnót og aflað vel en áður var báturinn á línu og beitti ma. vestfirskum kúfiski sem reyndist vel á grunnslóð. Sömu sögu er að segja af Eldeyjar-Hjalta; afli hans hefur verið þokkalegur, en hann hefur verið á útilegu. Bragi sagði að góður afli hefði fengist í kringum páskana en síðan dottið niður og væru menn syðra að vonast eftir almennilegri fisk- göngu hvað úr hverju. Sameigin- legur afli bátanna tveggja er orð- inn ríflega 500 tonn frá febrúar- byrjun til marsloka. Suðurnesjamenn hafa tekið fyrirtækinu vel og hafa þegar safnast vel yfir 100 miljónir króna í hlutafé og nú um þessar mundir er verið að skrifa út bréf til 7 þús- und einstaklinga í öllum sjö sveitarfélögunum á Suðurnesj- um, og stefnt að því að auka hlut- afé fyrirtækisins upp í 150 miljón- ir króna. -grh Vinna I verkföllum Hverjum er heimilt aö vinna í verkfalli og þá hvaða störf? Eina lagaheimildin sem f jallar um hverjum er heimilt að vinna í verkfalli og hverjum ekki er 18.gr. laga, nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilurog hljóðarþannig: "Þegar vinnustöbvun hefur veriö löglega hafin, er þeim, sem hún aö einhverju leytibeinistgegn, óheimilt aö stuöla aöþvlaöafstýra henni meö aöstoö einstakra meölima þeirra félaga eöa sambanda sem aö vinnustöövuninni standa." Vinnustöðvun nær eingöngu til félagsmanna þess félags sem stendur að verkfallsboðuninni og starfa á vinnustöðum og við störf sem verkfallsboðunin nær til. Þeimstarfsmönnumsem ekkieru íverkfalli, erheimiltað vinnasínvenjulegustörf, enstarfsskyldurþeirrahvorkiaukast nóminnkavegnaverkfallsaðgerðanna. Sem dæmi má taka bifvélavirkja eða kjötiðnaðarmenn, sem starfa við afgreiðslu í krafti sérþekkingar sinnar. Verkfall raskar ekki stöðu slíkra manna á neinn hátt. Eigendum fyrirtækja er heimilt að vinna við fyrirtæki sín, hvort sem þeir hafa unnið þar að staðaldri eða ekki. Á það einnig við um maka, börn og nánustu ættingja. Hluthöfum er óheimilt að vinna í verkfalli nema að hlutafjáreignin sé grundvöllur lífsafkomu þeirra og starfið jafnframt grundvallaö á hlutafjáreigninni. Verkfall nær ekki til stjórnenda fyrirtækja, svo sem framkvæmdastjóra, fjármálastjóra, starfsmannastjóra, skrifstofustjóra, verslunarstjóra og annarra sambærilegrayfirmannameðstjórnunarábyrgð. Slíkumyfirmönnum beraðsinna stjórnunarstörufm sínum og er tvímælalaust heimilt að ganga inn í störf aðstoðarmanna sinna, svo sem fulltrúa, ritara, símavarða og umsjónarmanna húsakynna. ©Tnj Vinnuveitendasamband íslands Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl 1988 kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Kjaramál 3. Tillaga um takmörkun yfirvinnu 4. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. »i| REYKJNJÍKURBORG IFWI T Aaum.’i Stödcvi 't' Árbæjarsafn - sumarstörf Árbæjarsafn óskar eftir leiðsögumönnum og starfsfólki í miðasölu. Málakunnátta nauðsynleg. Einnig vantar fólk til starfa við veitingasölu. Um er að ræða fullt starf og/eða afleysingar um helgar. Laur. samkv. kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Árbæjarsafns í síma 84412. Umsóknir óskast sendar til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar eða á skrifstofu Árbæjarsafns á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 1. maí 1988. LANDSVIRKJUN Vinnubúðir til sölu Landsvirkjun áformar að selja ef viðunandi tilboð fást, vinnubúðir við Búrfellsstöð. Um er að ræða tvö hús af Moelven gerð. Stærð annars hússins er 82,5 m2 og hins 63,0 m2. Dagana25. og 26. apríl munú starfsmenn Lands- virkjunar sýna væntanlegum bjóðendum húsin frá kl. 10.00-18.00. Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri Lands- virkjunar. Tilboð þurfa að berast Landsvirkjun, innkaupa- deild, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 29. apríl nk. Þjóðarbókhlaðan Tilboðs óskast í frágang forhýsis, glugga og glerj- un aðalhúss, múrverk og frágang í stigahúsum ofl. í húsi Þjóðarbókhlöðunnar við Birkimel. Verkinu skal lokið fyrir 30. apríl 1989 en þó skal hluta þess lokið á árinu 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík, til og með 6. maí 1988 gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 16. maí 1988 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.