Þjóðviljinn - 15.05.1988, Side 2

Þjóðviljinn - 15.05.1988, Side 2
Dándimaður vikunnan I rósa- garðinum HIN TORVELDA LEIT AÐ VANDAMÁLUM En hvað er það þá sem Jóhann hefur svona á móti skákinni? Jú, hann segir að hún ýti undir stétta- skiptingu og kynþáttahatur. Kæri Jóhann minn. Það er bara tilviljun að litirnir skuli vera hvítt og svart, því það má alveg eins leika skák með litunum gult og rautt og blátt eða bleikt. Og þar að auki vil ég benda þér á að hinir svörtu hafa sömu réttindi og hinir hvítu, þeas þeir mega dvelja jafnt á svörtum sem hvítum reitum. Morgunblaðið. HIÐ SANNA MÆÐRAVELDI Að lokum vil ég benda þér á eitt sem þú hefur ekki tekið eftir og það er það hve mikið skákin styrkir kvenímyndina, því að öfl- ugasti maður borðsins er engin önnur en drottningin. Morgunblaðið. JAFNRÉTTIS- KRÖFUR MARKAÐS- LÖGMÁLANNA Persónan sem hann leikur er hið fullkomna afsprengi bland- aðs hagkerfis glæpa og græðgi: samviskulaus morðingi í þjón- ustu stórfyrirtækis. Hann er hreykinn af atvinnumennsku sinni og sér enga ástæðu fyrir því af hverju hann ætti ekki að fá sömu meðferð hjá fyrirtækinu og yfirmennirnir í söludeildunum: hátt kaup, ýmis forréttindi, stöðu- hækkanir. Morgunblaðið. FUNDIN SKÝRING Mér finnst það lýsa miklum skorti á skilningi hjá íbúum Reykjavíkur að þeir skuli vera að þrasa út af því þótt hann Davíð vilji byggja ráðhús í eina tjarnar- pollinum sem til er í borginni. Ég skil Davíð vel því strákar hafa alltaf haft gaman af að leika sér í pollum. Morgunblaðið BARA AÐ VIÐ VISSUM ÞAÐ NÚ Ég gleymdi einni spurningu: hvort er meiri óstjórn - á alþjóð- legan mælikvarða - á fram- kvæmdastjórn sjávarútvegsmála miðað við ríkjandi aðstæður - eða á framkvæmdastjórn pen- ingamála í Seðlabankanum? Morgunblaðið MARGT AÐ VARAST Ég leyfi mér að fullyrða að um- fjöllun um íþróttir í fjölmiðlum miðar að því að sannfæra fólk um að sá sé með annan fótinn í grö- finni sem verður þrítugur... Lesbók Morgunblaðsins SKAÐI SKRIFAR Ósæmilegt írafár út af bifreið Það er svolítið sem er að veltast og byltast og hrærast um í mínum gamla en þó skarpa kolli. Og það er þetta: hve margt leiðinlegt mundi aldrei gerast ef eitthvað annað gerðist í stað- inn, eða gerðist alls ekki Þeta er líka tengt spurningunni um frelsi viljans og annað þessháttar sem við (slendingar höfum alltaf átt erfitt með allt frá því að Skarphéðinn Njálsson (eða var það ekki hann?) sagði: Eigi má sköpum renna. Tilefnið er þetta smámál sem öfundarblöð hafa verið að blása út með sinni venjulegu frekju og yfirgangi. Ég á náttúr- lega við Grandabílsmálið hans Ragnars Júlíussonar, flokksb- róður míns. Mér hefur alltaf þótt vænt um Rangnar fyrir það hvað hann er einarður í slagnum við þessa komma sem allt þykjast vita og geta og jarma eitthvað í sinni náttúrulausu öfund um réttlæti og jöfnuð. Ragnar hefur alltaf látið þetta eins og tíkargjólu um eyru þjóta enda var það hann sem orti eftir frægan fund í Fræðsluráði Reykjavíkur: Ef kommar þér senda klögunarbréf á kili réttum þú siglir Nú, þetta fjölmiðlapakk fór eitthvað að ergjast út í Ragnar rétt eins og aldrei hefði verið keyptur bíll hér á landi. Og eins og kannski kom fram áðan þá finnst mér þetta langt fyrir neðan allar hellur. Er ekki keyptur bíll undir stelpuna á Bessastöðum og Steingrím framsóknarmann og náttúrlega vin minn Davíð Oddsson og marga aðra, verðuga og óverðuga? Af hverju má ekki kaupa bíl undir Ragnar Júlíusson? Á enginn jöfnuður að vera í þessu þjóðfélagi eða hvað? Þarf Ragnar ekki að keyra eins og aðrir, þessi starfsami maður með kolvitlausa krakka í sínum skóla á herðum sér, upp æsta af laumubyltingu rauðliða í menntakerfinu, og svo þarf hann að þjóta niður í Granda á stjórnarfund og tala þar við kerlingar sem eru úttútnaðar allar af jafnréttiskjaftæði. Á maðurinn kannski að hjóla eins og sumir og ýmsir uppgerðarflibbaöreigar? Eg segi nú bara svona. Og Ragnar átti sitt þjóðlega og hnyttna svar við þessum ofsóknum í svofelldri vísu: Nú moka þeir upp moldviðri menn lítilla sanda en ég er bæði hreinn og beinn og ég brýst út úr vanda ég niður lít á nöldurpakk úr nýjum bíl frá Granda. En þegar fjölmiðlapakkið var semsagt að þessum sínum fjarstýrðu fólskulátum, þá benti Ragnar minn á merkilegan hlut sem ég hafði satt best að segja ekki hugleitt áður sem skyldi. Það skal á það minnt að fyrst lenti Ragnar í bílslysi (það var svosem ekki verið að kaupa Grandabíl fyrst, nei fyrst skemmdi Ragnar sinn eigin bíl og sjálfan sig líka þar sem hann ók um og var að hugleiða veg og virðingu síns fyrirtækis. En þetta hugsa fjölmiðlafantar aldrei um. Það er engin mannúðarstefna til hjá því pakki). Já, hann semsagt lenti í bílslysi, ég held það hafi verið í fyrra. Og ég minni líka á það að Helgarpósturinn var fyrstur með fréttina, það sóðablað. En Ragnar, hann lagði semsagt út af þessu á sinn heimspekilega hátt má ég segja. Hann sagði í viðtal; v^ þennan misskilning sem er kallaður Alþýðublaðið: „Ef ég hefði drepist í þessu bílslysi, þá hefði glæpnum verið stolið frá Helgarpóstinum". Þetta er náttúrlega lærð ívitnun í Laxness, þetta að stela glæpnum en Ragnar meinar auðvitað jjetta hér: Ef ég hefði drepist í bílslysi, þá hefði enginn bíll verið keyptur og Helgar- pósturinn hefði enga frétt fengið. Eða eins og ég sagði áðan: ef eitthvað gerist ekki þá gerist annað ekki heldur. Til dæmis hefði Helgarpósturinn ekki haft neitt að skrifa um ef Davíð hefði ekki skipað Ragnar til þungra skyldustarfa hjá Granda, þar sem þarf að segja fólki upp og gera ýmislegt sem tekur á hjörtu og lifur og magasár. Ekki hefði Helgarpósturinn heldur haft neitt að skrifa um ef Davíð væri ekki borgarstjóri. Hann væri alveg fréttalaus ef við sjálfstæðismenn hefðum ekki fylgi og atorku il að reka fyrirtæki með reisn. Og þá er ekki nærri allt upp talið. Ef stjórn Granda hefði ekki þröngvað bílnum upp á Ragnar sárnauðugan (hann vildi náttúrlega kaupa sinn bíl sjálf- ur eins og síðar kom á daginn), þá stæðu þessir svokallaðir fjölmiðlar auðir og gapandi og lesendur þeirra og notendur væru komnir á fyllirí út úr leiðindum eða þaðan af ver;ra. Laun heimsins eru vanþakklæti. Meira að segja mjög mikið vanþakklæti. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN / I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.