Þjóðviljinn - 15.05.1988, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 15.05.1988, Qupperneq 3
wmm Bjórstrœti og Gingata Koparstungur eftir William Hogarth Alþingi Islendinga samþykkti í vikunni að aflétta 77 ára banni á sölu bjórs hér á landi. í tilefni þessa viðburðar birtum við tvær koparstungur eftir breska málarann og svart- listarmanninn William Hog- arth, sem voru hugsaðarsem innlegg íáfengismálaum- ræðuna í Bretlandi á miðri 18. öld, en eiga greinilega ekki síður erindi inn í þá sömu um- ræðu hér á íslandi á síðari hluta tuttugustu aldar. Myndimar af Bjórstræti (for- síðan) og Gingötu eru gerðar á árunum 1750-‘51 á þeim tíma þegar ákveðið var með lögum að takmarka sölu á gini og brenn- dum vínum í Bretlandi. Myndim- ar lýsa annars vegar fögm og upp- byggilegu lífi hjá milUstéttinni í Bjórstræti og hins vegar eymdinni sem gjnið hefur leitt yfir öreigalýðiaa í Gingötu. Ef Alþingi hefði bannað brennd vía um leið og það samþykkti bjórinn þá hefðu myndimar væntanlega getað sýnt okkur ísland fyrir og eftir bjórbann! Wilham Hogarth var millistétt- armaður og innleiddi sjónarmið millistéttarinnar í breska mynd- list. Hann tilheyrði upplýsinga- öldinni og vildi gjaman að mynd- ir sínar hefðu til að bera boðskap og lærdóm fyrir alþýðuna. Eink- um átti það við um koparstung- umar sem vom fjölfaldaðar og dreifðust tiltölulega víðar. I myndum sínum boðar hann dyggðir millistéttarinnar, iðju- semi, nægjusemi og náungakær- leika. Hann spottaði aðalinn og alla hræsni yfirstéttar, klerka og menntamanna og lét sér umhug- að um kjör hinnar nýju stéttar iðnaðaröreiga sem þá var að myndast í Bretlandi. Myndirnar af Bjórstræti og Gingötu em dæmi um þetta, þar sem bjórinn er hylltur sem hinn heilbrigði drykkur millistéttar- innar. I Bjórstræti er aðeins eitt hús sem stendur illa. Það er hús veðmangarans til hægri á myndinni, sem er að hmni kom- ið. Og hér era það ekki íbúamir sem em fangar veðmangarans, heldur er hann sjálfur fangi síns húss og fær náðarsamlegast rétta ölkrús í gegnum lúgu á hurðinni. í glugganum fyrir ofan er opin og tóm músagildra og skiltið á horn- inu er að hrynja. Við borðið fremst til vinstri á myndinni sjáum við feita og sæl- lega iðnaðarmenn kætast yfir öl- krúsum sínum. Enn þeirra daðrar við föngulega stúlku sem heldur á lykli: lyklinum að hinu eftirsókn- arverða lífi. Slátrarinn hlær að skötuhjúunum en pípureykjandi járnsmiður lyftir krús sinni og kjötlæri. Á borðinu liggur blað: The Daily Advertiser, eða Auglýsingadagblaðið. Þar stend- ur: „Hin tiginmannlega ræða hans hátignar yfir báðum deildum þingsins þriðjudaginn 29. nóvember 1748.“ Og enn fremur: „Leyfið mér í fullri al- vöm að ráðleggja ykkur framfar- ir í verslun okkar og viðskiptum og að þið megið rækta með ykkur list friðarins, en þar getið þið reitt ykkur á minn heilhjartaða stuðn- ing og hvatningu.“ Fyrir ofan feitan og sællegan jámsmiðinn sjáum við tötram klæddan og horaðan skiltamálara vera að mála auglýsingu fyrir gin á staur. Hann starir hugfanginn á ginflöskuna sem hangir í spotta í staumum sem fyrirmynd að auglýsingunni. Myndin fyrir ofan á staurnum er hins vegar vel innrömmuð bjórauglýsing þar sem sællegt sveitafólkið dansar í kringum byggstakkinn og undir stendur: Skál fyrir byggsátunni! Konurnar með fiskkörfumar á miðri myndinni eru að syngja „Síldveiðisönginn", A New ball- ad on the Herring Fishery by Mr. Lockman. Og neðst til hægri sjáum við burðarkarl fá sér öl- sopa áður en hann heldur áfram með burð sinn, körfu hlaðna doðröntum sem ætlaðir em ein- hverjum bókabéusinum. í Gingötu, sem sýnd er hér á síðunni er annað uppi á teningn- um. Þar blasir eymdin og hrunið alls staðar við nema hjá veð- mangaranum. Neðst til hægri sjáum við hálf nakinn mann að dauða kominn með staup í hendi, körfu með ginbrúsa og ballöðu- blað til sölu sem ber heitið: Leið fröken Gin í göturæsið. Maður- inn er búinn að veðsetja fötin sín og á greinilega ekki langt ólifað. Ofar í tröppunni sjáum við illa hirta og ölvaða konu fá sér í nefið á meðan sonur hennar dettur ofan í ginkjallarann til vinstri þar sem auglýst er konunglegt gin, „Gin RoyaP'. Yfir dyrum gin- kjallarans stendur: „Fullur fyrir penny, dauðadrukkinn fyrir tvö pens, hálmurinn ókeypis", og gefur til kynna að hér sé um eins konar gripahús að ræða. Þar fyrir ofan sjáum við hund og mann bítast um sama beinið og má ekki á milli sjá hvor er dýrslegri. Fyrir utan hús veðmangarans sjáum við trésmiðinn veðsetja sög sína og frakka og kona stendur í bið- röðinni með eldhúsáhöld sín. Til hægri á myndinni sjáum við svo brennsluhúsið, þar sem ginið er eimað, en þessi tvö hús ásamt með kirkjuturninum í bakgmnni eru einu húsin í myndinni sem ekki em að hruni komin. Fyrir miðri mynd sjáum við hvar verið er að kistuleggja konulík, ogbarn grætur upp við kistuna. Geð- veikur fylliraftur með vindbelg á hausnum og barnslíkama stung- inn upp á eins konar spjót kemur dansandi niður götuna en húsið á bak við hann er að hrynja. Kona hellir af staupi upp í mann sinn sem ekið er um ofurölvi á hjól- börum, annar rafturinn ræðst að bækluðum manni með hækju hans, konurnar skála í brennivíni og ein hellir eitrinu upp í korna- barn sitt nauðugt. Og uppi í húsa- rústunum fyrir ofan hefur ein- hver hengt sig, trúlega rakarinn. Þessum tveimur áhrifaríku myndum fylgja síðan söngvar tveir: lofsöngur um bjórinn og níðsöngur um ginbölið. Bjór- söngurinn segir eitthvað á þá leið að ölið gefi styrk og gleðji vinnu- lúin karlmannshjörtu. List og iðja sem borin séu uppi af öli muni örugglega sækja fram, og því drekki menn þennan ljúfa mjöð með gleði en láti Frans- mönnum eftir vatnið! Síðan er bjórinn ákallaður og sagt að hann vermi sérhvert örlátt enskt hjarta með frelsisómi og ást. Hin bölvaði óvinur ginið gerir manninn að fórnarlambi, segir í ginkvæðinu, hann rænir okkur lífinu. Dyggð og sannleik rekur það á flótta en nærir við brjóst sitt þjófnaði, morð og fals. Bölvaði bikar fylltur með eldi, þú sáir sturlun í hjartað og berð hana út um líkamann með æðunum. Eins og sjá má hefði kveð- skapur þessi sómt sér vel í bjór- umræðunni á Alþingi ásamt með bjórvísum Stefáns Valgeirssonar. -élg. ..., p'/pfirf -/i-nugb/ JLi/r.i' /'tn/tti/t //(/(<• tx JWvt If t'nft’Kv /'i • tt t/t ttt//\ • /htit/o/if. Attt/.i fftt/r ttrtr 'Jéf/t' trirttw TÍJ'tffC cr/tt/ Tf'flt/j .t/rtvh fv J)cjy>tr/r, /f.rjftrt't’ Ct>//t/tr//t fn /fy. Jlt/f fJ/t'/•/>/> t\t. u'tf/j />c//ts/> ((trc . /,,,7«, J'/tc//.JÍttr(/cr.J>cr/ttrw « DctJtmW ( 'tf/f. 'f/xrJo/t f/>c n/ft/r/>rci-t. T/tif /rt/rtrt/ Ftfc co/tftrr/t.t rr't.-^t. K. ......... jr/nc/> JítJt/ttCS.r fo f/>c J/cttt /cot/r sJ/tWro//>' rf //>roJ/tc Tt’fftx Mlðvlkudagur 11. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.