Þjóðviljinn - 15.05.1988, Page 15

Þjóðviljinn - 15.05.1988, Page 15
Risaísjaki losnar frá Suðurheimskautinu Gceti ncegtmiljónaborginni Los Angeles sem neysluvatn í 675 ár Án þess nokkur yrði þess var þá hefur tröllaukinn ísjaki losnað frá Suðurskautsísnum í einu lagi og gjörbreytt lögun íssins. Jakinn er um 160 km langurog 40 km. breiðurogá stærð við Sjáland í Dan- mörku. Vatnsmagnið íjakan- um ertalið munu geta nægt miljónaborginni Los Angeles í Bandaríkjunum sem vatns- forðabúr í 675 ár. Ef jakann rekur ekki að landi ertalið hugsanlegt að sjávar- straumar muni bera hann að suðurodda Suður-Ameríku eða jafnvel alla leið til Suður- Afríku. ísjakinn er um 6400 ferkm. að flatarmáli og staðurinn þar sem hann losnaði frá meginísnum nefnist Hvalaflói við Rostungs- haf, en þaðan hafa margir leiðangtrar lagt upp á Suður- heimskautslandið. Breytingin felur í sér að endurskoða þarf öll kort af svæðinu. ísjakar brotna stöðugt af heimskautaísnum en þessi jaki sem hér um ræðir er sá langstærsti sem vitað er um að hafi losnað frá meginísnum. Hann er að rúm- máli talin samsvara öllum þeim ísjökum sem brotna frá meginísn- um á fjögurra ára tímabili við eðlilegar aðstæður. Ef jakann rekur ekki upp að ströndinni á ný er ekki talið úti- lokað að hafstraumurinn sem liggur umhverfis Suður- heimskautslandið muni taka hann og bera hann með sér í átt að Suðurodda Suður-Ameríku og hugsanlega þaðan áfram yfir til Suður-Afríku. Vísindamenn telja að það muni taka mjög langan tíma að bræða þennan stóra jaka, en hins vegar séu leikur á því að hann muni brotna upp í smærri jaka jafnvel þegar á þessu ári. En áður en það gerist er hugsanlegt að hann verði kominn langleiðina til S-Ameríku. Jakinn er nú svo stór að jafnvel miljón dráttarbátar af stærstu gerð myndu ekki geta haggað við honum. Stöðugt er fylgst með ferðum jakans í gegnum gervihnetti, því skipaumferð kann að stafa hætta af honum. Stundum hafa menn gælt við þá hugmynd að leysa mætti þurrkavandann í eyðimerkur- beltinu með aðfluttum ísjökum. Skyldi hér vera komin lausn á þeim vanda? -ólg/Illustreret videnskab Endurgera þarf kort af Hvalaflóa á Suðurskautslandinu eftir að ísjak- inn losnaði frá. Jakann rekur annað hvort til S-Afríku eða S-Ameríku. Austrauiien ^ Síramretning Dýpsta hola í heimi Vesturþjóðverjar cetla að bora 14 km djúpa rannsóknarholuíWindischeschenbach j vesturþýska bænum Wind- ischeschenbach skammt frá tékknesku landamærunum er bor með demantskrónu að grafa sig niður í jörðina. Áætl- að er að láta borinn halda áfram að bora í a.m.k. 8 ár eða allt til ársins 1996, og er áætlað að þá verði hann kom- iunn 14 km. niður í jörðina. Holan er boruð í rannsókna- skyni, og á hún að geta veitt margvíslegan fróðleik um sögu jarðarinnar, jarðskjálfta og samband jarðskorpunnar við innri kjarnajarðarinnar. Holunni var valinn þessi staður vegna þess að á þessu svæði er að finna einhverjar elstu jarðmynd- anir sem vitað er um og eru 600 miljón ára gamlar. Holan er á fellingafjallasvæði þar sem meginlönd Norður-Ameríku, Asíu og Afríku mættust í eina tíð þegar allar þessar álfur mynduðu eitt meginland. Sérstök rannsóknastöð í jarð- vísindum hefur verið byggð við holuna og er reiknað með að þar muni um 350 manns vinna á vöktum við rannsóknir og efna- greiningar. Vísindamennirnir reikna með að jarðhitinn á 14 km. dýpi á þessum stað muni vera um 2-300 gráður, og þeir gera sér vonir um að holan muni veita upplýsingar um hitaskilyrði í iðrum jarðar og hvernig málmar og steintegundir hafa myndast. Þá er þess einnig vænst að holan muni veita upp- lýsingar um eldvirkni, jarð- skjálfta og eldfjallamyndanir. Þá ætla vísindamennirnir einnig að leita upplýsinga um breytingar sem verða á afstöðu meginland- anna í jarðskorpunni og sam- bandi þeirra við innri kjarna jarð- arinnar. -ólg/Illustreret videnskab Þetta er eina Ijósmyndin sem menn vita að til sé af ekkjubrennu á Indlandi - hún er tekin árið 1972 í Uttar Pradesh. Ung ekkja var brennd á báli Heilögfórnarathöfn segja þeir sem á hagnast Rup Kanwar - dýrkun þessarar myrtu ekkju er nú aðalatvinnu- vegur heillar byggðar. Ung ekkja var brennd á báli í þorpinu Deorala í fylkinu Ra- dsjastan á Indlandi - og at- buröurþessi hefurgertþorps- búaríka. Tvennum sögum fer af því hvernig þetta átti sér stað. Ungur maður úr plássinu, 24 ára gamall stúdent, kvæntur í átta mánuði, lést skyndilega úr magasjúk- dómi. Ekkja hans, Rup Kanwar, átján ára gömul, lést samdægurs. Hin opinbera frásögn, sem flestir íbúar Deorala endurtaka stoltir, er sú, að Rup Kanwar hafi sjálf klæðst sínu brúðarskarti og til- kynnt að hún mundi ganga á bálið með eiginmanni sínum dauðum. Hefði það ekki stoðað að ættingj- ar hins látna reyndu að koma í veg fyrir þá ákvörðun hennar að verða „Sati“ - heilög kona sem ekki vill án manns síns lifa. Önnur saga En haridsjanar, hinir óhreinu í plássinu, kunna aðra sögu að segja. Þeir segja að úr húsi hins látna hafi örlagadaginn borist skammir og svívirðingar: eins og siður er þar í stétt og sveitum var ekkjunni kennt um ótímabæran dauða manns hennar. Þeir segj- ast hafa séð Rup Kanwar dregna undir augljósum áhrifum eitur- lyfja á bálið og hlaðið á hana eldi- við. Þúsundir þorpsbúa horfðu á andagtugir. Henni tókst að slíta sig lausa og kalla á hjálp, en svo var hún barin í höfuðið og dregin aftur á bálið og lét svo líf sitt með harmkvælum. Allir urðu ríkir En þetta er saga sem menn kæra sig ekki um að taka alvar- lega í plássinu og ekki í fylkinu Radsjastan. Nú streyma hundruð þúsunda pílagríma til Deorala Þar hefur risið musteri til heiðurs hinni heilögu ekkju sem vildi heldur líf sitt láta en lifa án manns síns heittelskaðs, veitingastofur sem selja pflagrímum hressingu, minjagripabúðir sem selja albúm með myndum af Rup Kanwar og spólur með söngvum um hana. Fjölskylda manns hennar er rík ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 orðin á að reka tvo bíla sem aka pflagrímum. Og svo mætti áfram telja. Undir yfirskyni trúar og hefðar Ekkkjubrennur hafa lengi tíð- kast á Indlandi, en útbreiddur mun sá siður aldrei hafa verið. Svo átti að heita að um sjálfs- morð af frjálsum vilja væri að ræða, og víst mun það hafa komið fyrir að ekkjur tækju þann kost fram yfir afar ömurlegt líf sem ekkjum var búið. En Bretar, sem á nýlendustjórnartíma sínum reyndu sitt til að uppræta þennan sið, telja sig vita, að í níu tilvikum af hverjum tíu hafi í landi eins og Bengal (þar sem ekkjubrennur voru tiltölulegaalgengar) í raun- inni verið um ekkjumorð að ræða. Eins og búast má við urðu ýms- ir Indverjar til að taka upp han- skann fyrir ekkjubrennur m.a. á þeim forsendum, að hinir hötuðu erlendu herrar væru að útrýma þjóðlegum sið (sem reyndar á sér ekki neina stoð í helgurn ritning- um Hindúa). Og svipað hefur orðið uppi á teningnum í fylkinu Rasjastan, þar sem ýmsar sögu- legar hefðir hafa orðið til þess að þar eru ekkjubrennur algengari en víðast annarsstaðar. Enda þótt dauðarefsing séð lögð við því að eiga þátt í ekkjubrennu, er vit- að um amk 28 ekkjubrennur þar í héraði eftir að Indland varð sjálf- stætt ríki. Og Radsjastanir gera sitt besta til að girða sig af fyrir afskiptum miðstjórnarinnar af máli eins og því sem fyrr var frá greint - vitnandi til þess ma að „þessir pólitíkusar ætla að taka frá okkur trú okkar, sögu og siði.“ Veldur hárlakk krabbameini? Rannsóknir hafa leitt í Ijós að efniö díklórometan, sem notað er sem leysiefni við framleiðslu á hárlakki, asmal- yfjum, lykteyðandi úða og í annarri lyfjaframleiðslu fram- kallar krabbamein í dýrum. Telja vísindamenn fulla ástæðu til að ætla að efni þetta hafi einnig í för með sér krabbameinshættu fyrir menn. Og þótt hættan sé kannski ekki nema eitt tilfelli af miljón fyrir þá sem nota efni þessi í hófi - sem ekki er vitað - þá getur hættan orðið allt að þús- undföld fyrir þá sem eru í dag- legri snertingu við efnið vegna starfs síns. Á það einkum við um þá sem vinna á hárgreiðslustof- um, þar sem shárlakk er í stöðu- gri notkun. Efnið sem hér um ræðir er lyktarlaus og mjög rokgjarn vökvi sem ekki brennur og leysist ekki upp í vatni. Við framleiðslu á hárlakki hefur þessum vökva verið blandað saman við lofttegundina freon, sem eins og kunnugt er eyðir ozonlaginu í háloftunum. Skaðsemi þessa leysiefnis varð ljós árið 1986, og hafa heilbrigð- isyfirvöld í löndum Evrópubandalagsins þegar gefið lyfjaframleiðendum frest til þess að breyta framleiðsluaðferðum á asmalyfjum og öðrum eftirlits- skyldum lyfjum sem innihalda efnið. Slíkar reglur gilda hins vegar ekki um snyrtivörur, og snyrtivöruframleiðendum er ekki skylt að greina frá efnainnihaldi framleiðslu sinnar á umbúðum, þannig að neytendur eru varnar- lausir gagnvart þessari hættu. Starfsfólki á hárgreiðslustofum er hins vegar ráðlagt að vara sig á efninu, en mesta hættan á eitrun verður við innöndun og þeir sem starfa í hárlakksgufu eru því í mestri hættunni. -ólg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.