Þjóðviljinn - 25.05.1988, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 25.05.1988, Qupperneq 6
Ölduselsskóli Foreldrar styðja Daníel 92,3% foreldra styðja Daníel Gunnarsson ístarf skólastjóra. Stjórnfélags skólastjóra ogyfirkennara mótmœlir harðlega afgreiðslu málsins ífrœðsluráði Reykjavíkur Fiskverð Vísað til yfimefndar Árangurslaus fundur var í Verðlagsráði sjávarútvegsins í gær um nýtt fiskverð og var verð- ákvörðuninni vísað til yflrnefnd- ar verðlagsráðs. Að sögn Óskars Vigfússonar formanns Sjómannasambandsins virðist allt stefna í það að hið op- inbera tilkynni útgerðarmönnum og sjómönnum í gegnum odda- mann yfirnefndar hversu há fisk- verðshækkunin verði. Sam- kvæmt nýsettum bráðabirgða- lögum er ekki heimilt að hækka laun þeirra hópa sem ósamið er við meira en 10% og sagði Óskar að úr því sem komið væri gerðu sjómenn tilkall til þeirrar hækk- unar en ekki feti neðar. Óskar sagði ennfremur að ef stjórnvöld ætluðust til þess að sjómenn einir sér tækju á sig versnandi afkomu þjóðarbúsins væri eins gott að hætta sjósókn. -grh Um 92,3% foreldra sem eiga börn í Ölduselsskóla styðja Daníel Gunnarsson yfirkennara skólans í starf skólastjóra. Af 822 nemendum tókst að ná til foreldra 801 nemanda og af þeim skrifuðu 94,8% undir stuðningsyfirlýsinguna við Daní- el Gunnarsson. Pessar upplýsingar koma fram í fréttatilkynniungu frá foreldras- amtökunum frá Ölduselsskóla, en í gær þ. 24. maí var Birgi ísleifi Gunnarsyni menntamálaráðherra afhentar undirskriftir foreidra 759 barna, þar sem lýst er yfir stuðningi við Daníel Gunnarsson í embætti skólastjóra við skólann Á fundi í fræðsluráði Reykja- víkur í sl. viku hlaut Daníel að- eins eitt atkvæði fulltrúa Alþýðu- bandalagsins en Sjöfn Sigur- björnsdóttir fyrrum borgarfull- trúi hlaut fjögur atkvæði Sjálf- stæðismanna og fulltrúa Alþýðu- flokks. Að sögn Ingibjargar Sigurvins- dóttur, en hún er formaður áð- urnefndra foreldrasamtaka, er tilgangurinn með undirskrifta- söfnuninni til stuðnings Daníel, fyrst og fremst að tryggja farsæld skólastarfsins, en að mati foreldr- asamt'akanna er staða skólans afar góð, mikil festa í öllu skóla- starfi og Daníel Gunnarsson vin- sæll sem yfirkennari bæði meðal nemenda og fore|dra þeirra. Ingibjörg kvaðst vona að ráða- menn muni taka tilit til óska for- eldrana i þessu máli. Öll rök mæltu með ráðningu Daníels í stöðuna bæði menntun, starfs- reynsla við skólann og svo ekki síst eindreginn og óskoraður stuðningur foreldra við ráðningu hans. Þá hefur stjórn skólastjóra og yfirkennara sennt frá sér harð- orða fréttatilkynningu, þar sem afgreiðslu fræðsluráðs Reykja- víkur á þessu máli er harðlega mótmælt. í fréttatilkynningu stjórnar félags skólastjóra og yfirkennara er það talið óviðun- andi að fólk með fullgilda menntun og mikla starfsreynslu sé sett hjá. Stjórnin telur aðeins Daníel uppfylla nauðsynlegar kröfur sem staða skólastjóra krefst. Að lokum er sú almenna stefna ítrekuð um nauðsyn góðr- ar fagmenntunar til handa kenn- urum og stjórnenda skóla um leið og því er treyst að menntamála- ráðherra virði þetta sjónarmið og forði starfsfólki, nemendum Ölduselsskóla og íbúum hverfis- ins frá óþarfa átökum. Miðasala hafin. í gær hófst sala miða á Listahátíð 1988 sem hefst 4. júní nk. og myndaðist strax biðröð. Til að létta fólki biðina söng kór Kársnesskóla nokkur lög í blíðviðrinu undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Mynd: E.ÓI. Efnahagsaðgerðirnar Herstöðvaandstœðingar Mótmæla víg- búnaði í höfunum Útifundur á Lœkjartorgi á morgun Amorgun verður útifundur á Lækjartorgi þar sem vígbún- aði í höfunum verður mótmælt og scndiráðum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna verður afhent áskorun um afvopnun í höfunum og brottfluttning herja stórveld- anna frá Evrópu. Krafan um afvopnun í höfun- um er sérstaklega mikilvæg fyrir íslendinga. Slys um borð í kjarn- orkukafbáti á íslandsmiðum myndi hafa óbætanleg áhrif á fiskimiðin umhverfis landið og myndi ógna öllu lífríki í hafinu um ókomna framtíð. Sovétríkin og Bandaríkin hafa mest allan sinn kjarnorkukafbátaflota stað- settan norður af landinu. Þeir bera stýriflaugar og eru uppi áætlanir um að fjölga þeim enn frekar. Þær hernaðarframkvæmdir sem hafa átt sér stað á íslandi á undanförnum misserum, olíu- höfnin í Helguvík og síðan hug- myndir um herflugvöll á norður- landi, eru hluti af vígbúnaðar- kapphlaupinu í norðurhöfum. Á útifundinum á laugardag sem hefst kl 17:30, munu Ingi Hans Jónsson verkamaður frá Grundarfirði og Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður, flytja ávörp. Fundurinn er í tengslum við aðgerðir Friðarsambands Norðurhafa. ___________________-hmp Vatnsrennibraut r Munu leiða til vaxtahækkunar Pétur Blöndal: Bindiskylda verðbréfasjóðanna minnkar framboð á peningum Eitt af markmiðum efnahags- aðgerða ríkisstjórnarinnar sem gripið var til fyrir síðustu helgi er að vextir lækki. Hinsveg- ar fela aðgerðirnar í sér að vextir muni hækka og er það einkum tvennt sem þar kemur til. Ann- Hvernig er hægt að draga úr hættu á stórslysum vegna efnanotkunar og efnafram- leiðslu? Hvernig er hægt að hamla á móti skaðlegum áhrifum sem fylgja streitu og andlegu álagi við vinnu? Þetta er meðal við- fangsefna á norrænni ráðstefnu um vinnuvernd, sem haldin verð- ur á Hótel Sögu dagana 25.-28. þ.m. Þessar ráðstefnur eru haldnar arsvegar bindiskylda verðbréfa- sjóðanna, sem nú verða skyldugir til að fjárfesta í ríkisskulda- bréfum fyrir 20% af aukningu ráðstöfunarfjár síns og hinsvegar afnám lánskjaravísitölunnar. Pétur Blöndal forstjóri annað hvert ár og er þessi sú sex- tánda í röðinni. Viðfangsefnin að þessu sinni verða m.m: Nýjar að- ferðir við vinnustaðaeftirlit, þekking og færni eftirlitsmanna, forvarnir gegn álagssjúkdómum, sálrænir áhættuþættir, fyrirtækja heilsuvernd o.fl. Umfjöllun efnisins mun fara fram með inngangserindum og vinnu í starfshópum Forstjóri Vinnueftirlits ríkis- ins, Eyjólfur Sæmundsson mun Kaupþings segir að bindiskylda verðbréfasjóðanna leiði til þess að framboð á peningum minnkar og þar með hækka vextir. Hvað afnám lánskjaravísitölunnar á skammtímalán varðar segist Pét- ur ekki skilja þá ákvörðun því reyfa efnið: „Að koma í veg fyrir stórslys", og byggir þar á athug- unum sem gerðar hafa verið á hættu frá ammoníaksgeymi Áburðarverksmiðjunnar í Guf- unesi. Þarna verður og greint frá nið- urstöðum umfangsmikillar rann- sóknar á einkennum frá stoð- og hreyfikerfi hjá íslendingum al- mennt og starfsfólki í frystihúsum sérstaklega. -GJH. lánskjaravísitala hefur þau áhrif að lækka vexti. „Dæmið er þannig að ef láns- kjaravísitalan er ekki til staðar sem trygging verða menn að gefa sér verðbólguforsendur við ákvörðun vaxta og ljóst er að þar taka menn yfirleitt mið af hæstu verðbólguspáum til að tryggja sig gegn áföllum,“ segir Pétur, en bætir því við að áhrifin af afnámi lánskjaravísitölunnar séu ekki eins mikil hvað vaxtahækkunina varðar og framangreind bindi- skylda, „Hvað bindiskylduna varðar er Ijóst að með henni er ríkið komið inn fyrir dyr hjá verðbréfasjóð- unum og það er hættulegt," segir Pétur. „Slíkt getur leitt til þess að brátt verði þeir skyldaðir til að kaupa sérstök bréf á lægri vöxt- um en almennt gerist og það get- ur rutt brautina fyrir aukna skatt- lagningu á sparifjáreigendur. Ég get út af fyrir sig samþykkt þessa bindiskyldu ef hún væri raun- veruleg bindiskylda en ekki þensluskylda, því ljóst er að þetta fé fer beint í hallarekstur ríkis- sjóðs og þaðan út í atvinnulífið með tilheyrandi þensluáhrifum." -FRI Okeypis aðgangur Afundi borgarstjórnar í fyrra- kvöld mótmæltu borgarfull- trúar Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks að sérstakur aðgangseyrir verði greiddur fyrir aðgang í vatns- rennibrautinni sem verið er að koma upp við Laugardalssund- laugina. Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins kunngerði á fundinum að hann mundi leggja fram tillögu á næsta borgarráðsfundi um að að- gangur verði ókeypis í vatnsrenn- ibrautina. Það var Guðrún Ágústdóttir borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins sem vakti athygli borgar- stjórnar á þeirri ósvinnu varðandi aðgangseyrir í vatnsrenni- brautina, sem hún sagði vera dapurlega staðreynd um að ein- ungis þeir ríku ættu að hafa for- gang að þessu vinsæla leiktæki og mótmælti hún því harðlega ef svo yrði. í sama streng tóku borgar- fulltrúar Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks. Við lok umræðunnar sagði Vil- hjálmur Vilhjálmsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks að ástæða væri til að endurskoða á- kvörðunina um greiðslufyrir- komulag í vatnsrennibrautina og lagði til að málinu yrði vísað til borgarráðs til frekari umfiöllun- ar. -grh 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. maí 1988 Vinnuvernd Þingað um eiturefni Norrœntþing um eiturefni á vinnustöðum. Hvernig drögum við úr stórslysum?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.