Þjóðviljinn - 07.06.1988, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 07.06.1988, Qupperneq 3
FRETTIR_______________________ Útvegsmenn Verðlagsráð út úr kortinu Oddamaður yfirnefndar reyndi að ginna sjómenn og útgerðarmenn með óaðgengilegufiskverðstilboði. Helgi Laxdal: Fiskvinnslan hefur hirt tvœr síðustu gengisfellingar á kostnað sjómanna og útgerðar Ríkisstjórnin Stöðugur minnihluti Af þeim sem afstöðu tóku í skoðanakönnun sem birtist í gær sögðust 56,1% vera andstæðing- ar ríkisstjórnarinnar, og hefur ríkisstjórnin aldrei notið meiri- hlutastuðnings í skoðanakönnun á þessu ári. Þótt ríkisstjórnin njóti aðeins stuðnings tæpra 44% sýnir sama könnun 57,6% fylgi stjórnar- flokkanna þriggja. Fjöldi þeirra sem ekki svarar til um flokkafylgi er mun meiri en þeirra sem ekki gefa sig upp um stjórnina, sem gæti bent til taisverðrar stjórnar- andstöðu í þeim hópi sem ekki svarar til um flokka. í skoðanakönnunum á fyrra ári voru stuðningsmenn stjórnarinn- ar í meirihluta þeirra sem svör- uðu, 54-64%, en í öllum átta könnunum á þessu ári hefur meirihluti svarenda lagst gegn stjórninni. Það hefur ekki verið rætt form- iega í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna að við ættum að draga fulltrúa okkur út úr Verðlagsráði enn sem komið er. En við stóðum með fulitrúa sjómanna í að lýsa yfir vantrausti á Verðlagsráð sjávarútvegsins í sérstakri bókun þar sem við lýst- um því yfir að ráðið væri ekki hæft til að sinna hlutverki sínu, sagði Sveinn Hjartarsson hag- fræðingur LÍU og fulltrúi útvegs- manna í yfirnefnd Verðlagsráðs við Þjóðviljann. Sveinn sagði að nú væri útgerð- in rekin með þó nokkru tapi. Að meðaltali væru togarar reknir með 5% tapi en bátarnir með 10% tapi. Að sögn Sveins Hjartarsonar voru fulltrúar sjómanna og út- gerðarmanna búnir að ná óform- legu samkomulagi við oddamann yfirnefndar Verðlagsráðs Þórð Friðjónsson forstjóra Pjóðhags- stofnunar, um 5,5% fiskverðs- hækkun strax og 7% í viðbót í október. Með því að reikna inn í verðlagsgrundvöllinn aflamagn og aflasamsetningu ársins var þetta tilboð Þórðar metið sem 9% hækkun á fiskverði. Þar sem tilboð oddamanns var bundið því skilyrði að verðákvörðunin væri uppsegjanleg frá og með 1. sept- ember nk. þótti Ijóst að þá um leið myndi fiskvinnslán segja því upp og seinni verðhækkunin mundi því aldrei koma til fram- kvæmda. Þegar þetta plott Þórð- ar gagnvart sjómönnum og út- gerðarmönnum náði ekki fram að ganga sneri hann við blaðinu og ákvað að ganga til iiðs með fulltrúum fiskvinnslunnar sem og reyndin varð. Helgi Laxdal varaforseti Farmanna- og fiskimannasamb- ands íslands og fulltrúi sjómanna í yfirnefndinni staðfesti þetta piott Þórðar í viðtali við Þjóðvilj- ann. Helgi sagði fiskverðshækk- unina lýsa vel viðhorfum stjórnvalda til sjómanna. Hann sagði að tvær síðustu gengisfell- ingar hefðu verið gerðar til að rétta við hag sjávarútvegsins en þær virtust svo til eingöngu ná aðeins til fiskvinnslunnar en ekki til sjómanna né útgerðar sem sí- fellt yrðu undir í ráðstöfunum stjórvalda en vinnslan hefði sitt alltaf á þurru. Ekki náðist í Þórð Friðjónsson forstjóra Þjóðhagsstofnunar í gær þar sem hann er staddur er- lendis í sumarfríi. -grh Þyrilvængja Gunnars Brynjólfssonar, flugmóldeláhugamanns, svífur lipurlega yfir flugbraut fyrir flugmódelavélar, sem vígður var í Hafnarfjarðarhrauni um helgina. Flugbrautin er malbikuð, og nam kostnaður við gerð „flugvallarins" um 800 þúsund krónum. Hluti félaga í Flugmódelafélaginu stóðu straum af kostnaði við framkvæmdina. Mynd E.ÓI. r Álverið I anda laganna Forsætisráðherra lœtur kanna lögmœti ál- verssamninga. Þórarinn VÞórarinsson: Jafngildir og aðrir samningar orsteinn Pálsson forsætisráð- herra hefur farið fram á við rfkislögmann að hann kanni lög- mæti nýgerðra kjarasamninga 10 verkalýðsfélaga í álverinu. Fram- kvæmdastjórn VSÍ hélt fund í gær þar sem álverssamningarnir voru samþykktir ásamt 52 öðrum samningum. Komst fundurinn að þeirri niðurstöðu að samningarn- ir við álverið stæðu þar sem þeir byggðu á undirrituðu tilboði frá 20. maí sl. Þórarinn V Þórarinsson for- maður VSÍ segir framkvæmda- stjóm VSÍ líta þannig á að samn- ingstilboðið frá 20. maí sé jafngilt og aðrir samningar gerðir þennan dag og síðustu daga fyrir bráða- birgðalög. Þó starfsmenn hefðu hafnað honum breytti það engu. „Félagsmenn hafa fullan rétt til að fjalla um sín mál,“ sagði Þór- arinn. Það væru líka fordæmi fyrir svona afgreiðslu; á Akranesi hefðu menn td. ekki treyst sér til að samþykkja samninga sem síð- an voru bornir upp seinna og samþykktir. „En við gerum okk- ur grein fyrir að menn gang'a á þunnum ís í þessum efnum öllum’," sagði Þórarinn. Viðbótin sem gerð var við til- boðið frá 20. maí og felst í ákveðnu afkastahvetjandi kerfi, snertir ekki bráðabirgðalögin að mati Þórarins. „Þetta eru sjálf- stæðar afkastatengdar greiðslur en ekki peningar sem koma í va- sann hvað sem á dynur“. Örn Friðriksson trúnaðarmað- ur í álverinu sagði hins vegar í Þjóðviljanum þann 4. júní sl. að starfsmenn væru staðráðnir að ná því marki sem sett hefði verið. Það hefði tekist áður við svipaðar aðstæður í álverinu. -hmp Flugmenn Flýta sér hægt Tafirá innanlandsflugi Flugleiða. Öryggis- reglur virtar íhvívetna. Flugmenn ósáttir við bráðabirgðalög. Árangurslausar viðræður í gœr. Búastmá viðfrekaritöfum Flugmenn hafa farið sér hægt við að koma flugvélum Flug- leiða í háloftin undanfarna daga. Mikil óánægja ríkir á með flug- manna með laun og sætta þeir sig ekki við ákvæði bráðabirgða- laga. Árangurslaus fundur var með forsvarsmönnum Flugleiða og flugmönnum í gær þar sem Flugleiðir þvertaka fyrir meiri hækkanir en bráðabirgðalögin gera ráð fyrir. í fyrradag raskaðist flug tölu- vert til ísafjarðar, Akureyrar, Vestmannaeyja og Húsavíkur vegna ísingar í lofti. Kristinn Stefánsson afgreiðslustjóri hjá Flugleiðum á Reykjavíkurflug- velli sagði að af þessum sökum hefði innanlandsflug ekki komist í eðlilegt horf fyrr en á hádegi í gær. í allan gærmorgun myndað- ist mikil örtröð í afgreiðslu Flug- leiða á Reykjavíkurflugvelli, enda margir sem áttu bókað flug. Þögult andóf flugmanna felst td. í því að þeir eru lengur að lesa yfir sk. „tékklista" og aka flug- vélunum hægar eftir flugbraut- um. Hér virðist þó ekki vera um skipulegar aðgerðir að ræða þar sem enginn þeirra flugmanna sem Þjóðviljinn hitti að máli í gær kannaðist við að aðgerðir væru í gangi. Flugmenn lögðu fram hug- mynd á lausn kjaradeilunnar á fundi með forsvarsmönnum Flugleiða í gær. Flugleiðamenn höfnuðu þeirra hugmyndum alfa- rið og bentu á bráðabirgðalögin. Samkvæmt heimildum blaðs- ins er reiknað með því að öryggis- reglumar verði í hávegum hafðar í dag, þar sem forráðamenn Flug- leiða eru fastir fyrir og segjast ekki munu skjóta sér undan ákvæðum bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar. -hmp Sjómenn Hundsa Verðlagsráð Eg reikna ekki með því að full- trúi sjómanna mæti á fund Verðlagsráðs sjávarútvegsins í dag þegar fundað verður um rækju- og hörpudisksverð. Það verður síðan endanlega gengið frá því á þingi Sjómannasam- bandsins í lok september nk. hvort sjómenn starfi yfirhöfuð nokkuð frekar f ráðinu að öllu óbreyttu, sagði Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri SSÍ við Þjóð- viljann. Mikil og megn óánægja er meðal sjómanna út um land allt vegna ákvörðunar yfirnefndar Verðlagsráðs að hækka ekki al- mennt Iágmarksfiskverð nema um tæp 5%. Sjómenn höfðu gert þá kröfu að fiskverð hækkaði minnst um 10% í samræmi við þak bráðabirgðalaganna en höfðu á undan gert kröfu um 15% hækkun til að halda í við launaþróun hjá sínum viðmiðun- arhópum. Að sögn Gísla Skarphéðins- sonar, formanns skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á ísafirði eru sjómenn vestra ras- ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 3 andi yfir þessari verðákvörðun og finnst hún vera svívirðileg aðför að launakjörum sjómanna. Gísli sagðist viija ítreka þá skoðun síns félags frá því fyrr í vetur þegar fiskverðið var fryst, að fulltrúi sjómanna ætti ekki lengur að starfa í Verðlagsráði því starf- semi þess væri hreinn og klár skrípaleikur. Þar væru allar fisk- verðsákvarðanir teknar af ríkis- valdinu hvort eð er. Sömu sögu hafði Sævar Gunnarsson formað- ur sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur að segja. Sævar sagði það eins gott að hafa aðeins einn mann starfandi í Verð- lagsráði því það væri deginum ljósara að hann réði öllu bví sem þar væri gert. -grh Fylgiskönnun Alþýðuflokkur í 8 prósent Sjálfstæðisflokkurinn nær með herkjum frammúr Kvenna- lista í skoðanakönnun sem DV birti í gær, en helstu tíðindin eru þó illt gengi Alþýðuflokks í takt við að Alþýðubandalagið réttir heldur við eftir lægð í síðustu könnunum. Af þeim sem taka afstöðu styðja 8 prósent Aiþýðuflokkinn, og er það dauflegasta frammi- staða krata í öllum könnunum frá því um kosningar í fyrravor þegar flokkurinn fékk rúm 15 prósent. Alþýðubandalagið fær mun V meira en kratar, 11,1 prósent (kosn. 13,3). Framsókn fær 18,6% og heldur sínu striki frá kosningum (18,9), bætir við sig frá síðustu könnunum. Sjálfstæð- isflokkur fær 31 prósent (27,2 í kosn.) svipað og síðustu mánuði, meira en Kvennalisti sem þó fær 28,5% (10,1 í kosn.). Borgara- flokkur virðist heillum horfinn með 1,9 prósent (kosn. 10,9). Hlutfall þeirra sem ekki vildu svara eða kváðust óákveðnir var 39,9, sem er í hærra lagi. -m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.