Þjóðviljinn - 19.06.1988, Síða 9
„Kysstu blind augu mín“
Sýning ó verkum Lenu Cronqvisthefstnú um helgina.
Framlag Norrœna hússinstil Listahátíðar
FERSTIKLA,
FERSTIKLA
Ég stiklaði að Ferstiklu og
naut þar góðra veitinga í
veitinga- og sýningarsal,
innan um dásamleg málverk
eftirsóma- og listamanninn
Magnús Guðnason frá Kirkju-
lækjarkoti, Fljótshlíð.
Magnús er nú hættur búskap
og fluttur á Akranes, þar sem
hann helgar sig eingöngu list
sinni, og er í stöðugri framför. Á
Ferstiklu sýnir hann fjölda mál-
verka, bæði fantasíur og lands-
lagsmyndir, og blöndu úr hvoru-
tveggja.
Eg ráðlegg öllum að feta í fót-
spor mín og stikla að Ferstiklu og
njóta þess er ég hef lýst. Sýningin
stendur til júníloka.
Ellert Guðmundsson,
Hveragcrði
Sunnudagur 19. júni 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Móðirin hefur hjá Lenu
Cronqvist haldið miklu af
þeirri reisn og dularfullu eðlis-
eigindum sem við öll eignum
móðurinni íbernsku. Hún
ræður hinum skapandi og líf-
magnandi öflum tilverunnar
rétt eins og hinum eyðandi
öflum. Þaðerþvíeðlilegtað
listamaðurinn beini til hennar
bænum sínum um sættir og
sjón. En listamaðurinn beinir
þeim jafnframt til skapandi
afla í sjálfum sér.
Þetta segir Maj-Britt Wadellí
ritgerð sinni um sænska málarann
Lenu Cronqvist, en sýning á
verkum hennar hefst nú um helg-
ina í Norræna húsinu og er fram-
lag þess til Listahátíðar í Reykja-
vík.
Málverk Lenu, ísinn, sem fylg-
ir þessu greinarkorni, er eitt
þriggja stórra verka sem hún mál-
aði til að lýsa afstöðu sinni til for-
eldranna við þrjú atvik í uppvext-
inum, en hin tvö nefnast Vegur-
innog Limgerðid. Myndirnar eru
séðar að utan frá sjónarmiði
barnsins óg samkvæmt hugsun og
skilningi þess.
ísinn er hin síðasta í röðinni og
sýnir Lenu um átta ára aldur.
Fjölskyldusvipurinn hefur skýrst
frá fyrri myndum; nú ríkir algjör
einangrun milli einstaklinganna,
nema milli móðurinnar og litla
barnsins. Faðirinn er orðinn tóm-
ur skuggi og Lena virðist hafa
horfið vonsvikin inn í sjálfa sig.
En þrátt fyrir þessa einangrun
fylgja allir móðurinni sem stjórn-
ar og ræður fjölskyldunni án þess
að líta við. Athugið hvernig þetta
er sýnt með því að allir fætur
stefna í sömu átt og fætur móður-
innar. En Lena snýr jafnframt
efri hluta líkamans móti áhorf-
anda. Með þessu tjáir listamað-
urinn tvískinnunginn hjá stúlk-
unni: hún fylgir móðurinni en
snýr sér jafnframt frá henni.
Hugmyndir um tengsl móður-
innar við náttúruna er að finna í
ljóði sem Lena Cronqvist orti
upp úr 1970. Þar er henni líkt við
landslag, og stundum slær henni
algjörlega saman við náttúruna:
„Mamma mamma/mamma haf/
mamma gras/mamma úr steini/
mamma græn svo græn/mamma
blástu svo hlýtt/...“ Og á vef sem
hún gerði þegar komið var fram
undir 1980 má lesa bæn sem er
ofin inn í myndina eins og áletr-
unarband frá miðöldum: „Móðir
mín/sem einnig ert/Dóttir mín/
Kysstu blind augu mín.“
Sýningin á verkum Lenu
Cronqvist stendur fram til 10.
júlí, og skyldi enginn láta þennan
myndlistarviðburð fram hjá sér
fara. Þá er áhugafólki hér með
bent á að sænski listfræðingurinn
ísinn, eitt verka Lenu Cronqvist. Sýning á verkum hennar stendur til 10. júlí í Norræna húsinu.
Nina Weibull heldur fyrirlestur
um list Lenu í fundarsal Norræna
hússins laugardaginn 18. júní, og
hefst hann klukkan hálffimm.
HS
—^ v •
••“i K'
K •;
":Í K
1
1
í'
*•?
I
':4 ■j ' *:7 I
1
. i 1 1
í - ‘i "< 1
'ví
, ;$ 1
mátá
17. júní
Heillaóskir
til íslensku þjóðarinnar
á þjóðhátíðardegi
^ SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA