Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 6
O N OIsch LANDSBANKMN ÞAGGAÐI N Afgreitt með samkomulagi innan bankans. Bankinn áttiþátt ísölu O.N. Olsen til Bjartmars hf. en neitar þeim um bankaviðskipti. Sverrir Hermannsson: „Landsbankinn tekur ekki fleiri sjávarútvegsfyrirtœki í viðskipti. “ Mikil ólga á ísafirði. Veðfyrir25 miljónum verðlaus? Sverrir Hermannsson segirað bankinn hafi ekki nein afskipti haft afsölu þrotabúsins, þó það liggi Ijóst fyrir Eins og Þjóðviljinn greindi frá í gær, rituðu fyrrum hlut- hafar í rækjuverksmiðjunni O. N. Olsen sem varð gjaldþrota í lok ágúst, skiptarétti á ísafirði bréf, þar sem þeir krefjast þess að persónulegum ábyrgðum þeirra verði aflétt. Megnið af þessum persónu- legum ábyrgðum hluthaf- anna, eða 30 miljónir af 41 miljón, voru settar vegna „mikils þrýstings viðkomandi íánastofnana, einkum Lands- banka íslands1', eins og segir í bréfinu. Það hefur hins vegar ekki komið fram fyrr að ástæða þessa eru veðsvik O. N. Olsen hf. að upphæð 30 miljónir og talið að fyrrum framkvæmdastjóri O. N. 01- sen, Theodor Norquist, muni hafa staðið að. Landsbankinn ákvað hins vegar að ganga til samninga við þáverandi hlut- hafa og stjórnarmenn O. N. Olsen, fremur en að ganga hart að þeim eða óska opin- berrar rannsóknar. Mál Vest- fjarða heyrðu þá undir Helga Bergs, bankastjóra en nú hef- ur Sverrir Hermannsson tekið við því umdæmi í bankanum. Málið heyrði þó að sjálfsögðu undir alla bankastjórnina. Mál þetta tengist því óá- nægju fyrrum hluthafa O.N. Olsen með þá sölu sem gerð var á þrotabúi fyrirtækisins sem og þeirri ákvörðun Landsbankans að taka Bjartmar hf. ekki í viðskipti, jafnvel þó bankinn hafi haft mikið um það að segja að fyrirtækið Bjartmar hf. hafi verið selt þrotabú O. N. 01- sen. 30 m.kr. veðsvik „Um leið og ég hafði veður af þessu í janúar þá tilkynnti ég Landsbankanum um þetta, það leið varla nóttin,“ sagði Arnór Sigurðsson, skipstjóri og fyrrum stjórnarformaður O.N. Olsen hf í samtali við Nýja Helgarblaðið í gær. Sagði Arnór að þessi veð- svik, þ.e. að fengin voru 30 milj- ónum króna hærri afurðalán í Landsbankanum en birgðir fyrir- tækisins gáfu tilefni til, hafi verið verk Theodors Norquist fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækins og aðrir hafi ekki vitað um þetta. Theodor hafi ekki látið þetta fé renna til sín heldur í fyrirtækið og hafi versnandi fjárhagurfyrirtæk- isins sennilega valdið því, að svona slysalega hafi tekist til. Persónulegar ábyrgðir „Það var gífurlega mikið fjár- fest í fyrirtækinu, nýjar vélar keyptar og síðan varð verðhrun á rækju og það fór með fyrirtæk- ið.“ Sagði Arnór að sú ákvörðun hafi verið tekin í Landsbankan- um að greiða úr málinu innan bankans og að hann og aðrir hlut- hafar, Óttar Yngvason, Theodor Norquist og þeir feðgar Eyjólfur Ólafsson og Ólafur Eyjólfsson gengið í persónulegar ábyrgðir fyrir þessum 30 miljónum að kröfu bankans, ef fyrirtækinu tækist ekki að endurgreiða þetta fé. 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.