Þjóðviljinn - 11.11.1988, Síða 20

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Síða 20
BARNAFRETTIR Láki og Stúfur komnir aftur á kreik Bókaútgáfan Björk hefur ný- lega sent frá sér tvær bækur fyrir lítil börn, sem verið hafa uppseld- ar í mörg ár í bókaflokknum Skemmtilegu smábarnabæk- urnar. Láki, eftir Grete Janus og Mogens Herzt í þýðingu Sigurðar Gunnarssonarfyrrv. skólastjóra. Bókin er 40 bls. á vönduðum pappir. Húnsegirfráálfinum Láka og viðskiptum hans við börnin Ivar og Elsu og foreldra þeirra. Hún segir hvernig hrekkjalómurinn, álfurinn með skottið verður mennskur, góður drengur, fyrireigin tilverknað. Skemmtileg og lærdómsrík saga. Stúfur, eftir Harald Öglænd. ísak Jónsson kennari íslenskaði bókina. Húnsegirfrátvíburunum Stúf og Stóra-Pétri og hvernig Stúfur komst til mánans og þar kynntist hann karlinum ítunglinu og dvaldi með honum góða stund. Ævintýrið heldursvo áfram og um það er bókin. í bókaflokknum Skemmtilegu smábarnabækurnar hafa alls komið út 19 titlar, sem átt hafa miklum vinsældum að fagna. Sumar bækurnar hafa komið út í áratugi en eru þó alltaf sem nýjar. Umferðar- vandamál Á laugardaginn verður haldinn útifundur í Reykjavík til að berjast fyrir bættri umferð. Bætt umferð erekki síðurbaráttumál barnaog unglinga sem eru oftast fórnar- lömb umferðaróhappa. Fullorðn- ir eru oft á tíðum þeir sem slysun- um valda með því að aka bílum sínum óvarlega og stundum ólöglega. Samt er alltaf talað um að það þurfi að kenna krökkun- um betur á umferðina en sjaldnar rætt um hvernig væri hægt að kenna þeim fullorðnu bætta um- ferð. Yngstu krakkarnirvita oft beturen þeirfullorðnu hvernig á að haga sér sem gangandi veg- farandi því ef litið er á fjölfarnar gangbrautir má sjá að þeir sem þar gera vitleysur eru ekki nem- endur í umferðarskólanum Ungir vegfarendur. En þið krakkar verðið þá bara að taka ykkur saman og reyna að hafa áhrif á þessafullorðnu lögbrjóta. Það getið þið með því að minna for- eldra og aðra fullorðna á að fara rétt að. Minntu þá fullorðnu á endurskinsmerkin sem þeir eiga líka að bera, minntu á það hvern- ig gangbrautarljós virka og yfir- leitt allt sem þú kannt en þau ekki. Hjálpum þeim fullorðnu til að bæta umferðina með okkur. Enginslys, heldurgleðilegar umferðarfréttir! BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Alltafá hún Rauðhetta jafn erfitt með að kom- ast klakklaust í hús ömmu sinnar. Getur þú fundið réttu leiðina um krákustíga skógarins? Smásagan Einu sinni var álfur sem hét Rauður Bláson. Blár Gulsson var pabbi hans. Bleika Gulsdóttir var mamma hans. Einu sinni var Rauður að leika sér við vin sinn Græna Brúnason. Þá kom stórt skrímsli. Rauðurog Grænn hlupu heim til Rauðs, fóru þar inn og sögðu við mömmu Rauðs: - Það er stórt skrímsli úti á götu. En þá sagði mamma Rauðs: - Verið þið ekki með þessa vitleysu krakkar. Þá sagði Grænn: - Jú sjáðu bara sjálf. Þá sagði Bleika: - Allt í lagi. Ég skal koma að sjá. Hún fór og sá skrímslið og sagði ha, ha, ha. Þetta er bara hann Brúnn pabbi þinn Grænn minn. Hann er að stríða ykkur. Brynja Jónsdóttir 8 ára Gleðilega umferð! Á hverjum degi er verið að segja frá Krakkarnir í 6 ára bekk A í /Efingaskól- slysum og óhöppum í umferðinni. Það anum brugðu sér í störf blaðamanna og þykjaokkur leiðinlegar fréttir. En þaðer sögðu skemmtilegar umferðarfréttir. margt gleðilegt sem kemur fyrir í um- Héreru dæmi um hvaðfréttirgetaverið ferðinni þó því sé minni gaumur gefinn. gleðilegar ef þannig er litið á málið. Hún er aö fara yfir götu á grænu Ijósi. Silja Glömmi Maðurinn keyrir yfir á grænu Ijósi. Eyrún Eggertsdóttir Bíll á götunni sem var næstum því búinn aö keyra á stelpuna en hún slapp. Valgerður Ólafsdóttir i Strákur aö bíða eftir grænum kalli. Bíllinn er á nagladekkjum þó þaö sé ekki vetur. Magnús B. Ólafss. AaaT XjyrJ Þessi bíll stoppar við gangbrautina og bílstjórinn 'er í öryggisbelti. Guðrún Th. Hrafnsdóttir Þetta var ekkert slys heldur bara plat. Atli Þór Matthíasson 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ pöstudagur 11. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.