Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 10
FOSTUDAGSFRETTIR Keflavík Sambandið keypt út? Þingmenn Reykjaneskjördœmisfunda með stjórn Hraðfrystihússins í dag. Þrátt fyrir einarðar yfirlýsing- ar stjórnar Hraðfrystihúss Keflavíkur og Sambandsins um að ekki verði hvikað frá fyrirhug- uðum skipaskiptum við Skagfírð- inga gæti svo farið að heimamenn keyptu hiut Sambandsins í fyrir- tækinu tii að haida togurunum Aðalvík og Bergvík KE í héraði. Þetta er sá kostur er gælt er við þessa dagana en gæti jafnframt reynst sá erfiðasti. Bæði vegna þess verðs sem Sambandið mun krefjast að greitt verði, ef af kaupunum verður og hins að Suðurnesjamenn virðast ekki hafa sama aðgang að opinberum lánasjóðum og aðrir landsmenn þegar kaupa á framleiðslutæki í sjávarútvegi. Þá hefur útgerð- arfélagið Valbjörn hf. í Sand- gerði í undirbúningi kauptilboð sem fyrirtækið ætlar að gera í tog- ara Hraðfrystihússins. f dag verður fundur með þing- mönnum Reykjaneskjördæmis og stjórn Hraðfrystihúss Kefla- víkur vegna áforma fyrirtækisins að skipta á tveim ísfisktogurum fyrir skagfirska frystiskipið Drangey. A fundinum verður reynt til þrautar að fá stjórn fyrir- tækisins til að falla frá fyrri ákvörðun sinni að láta togarana Aðalvík og Bergvík KE fara norður til Skagafjarðar með 6.700 tonna kvóta samtals á móti 3.350 tonna kvóta Drangeyjar en skipin eru öll á sóknarmarki. Að sögn Jóns Norðfjörðs stjórnarformanns Utgerðarfé- lagsins Eldeyjar hf. sem bæjar- og sveitarfélög, fyrirtæki og ein- staklingar stofnsettu til að rétta við hag útgerðar á Suðurnesjum, hafa fulltrúar Sambandsins í stjórn Hraðfrystihússins hafnað því að selja Eldeyjarmönnum togarana. Á undanförnum árum hefur skipastóll Suðurnesjamanna minnkað úr 18 þúsund brúttó- rúmlestum í 11 þúsund lestir jafn- Handbolti Sigurmark Páls beint úr fríkasti Einn leikur var í hinni marg- umtöluðu 1. deild í handbolta í gærkvöld. KR sigraði Stjörnuna í æsispennandi ieik í Laugardals- höll með 24 mörkum gegn 23. Sigurmark KR-inga gerði Páll Ólafsson beint úr aukakasti á síð- ustu sekúndu leiksins. Páll plataði varnarmenn Stjörnunnar, en þeir héldu að hann ætlaði að senda knöttinn til Alfreðs Gíslasonar. Stjarnan hafði jafnað metin, 23-23, aðeins 15 sekúndum fyrr og urðu von- brigði Stjörnumanna mikil að leikslokum. Staðan í leikhléi var 12-11, KR ívil. -þóm framt sem kvóti þeirra hefur skerst um 18 þúsund tonn. Jón Norðfjörð sagði að í ljósi þessar- ar þróunar væri nauðsynlegt að endurskoða lögin um fiskveiði- stjórnina og þá sérstaklega hvað það snertir að kvóti fylgir skipi sem hann sagði hættulega og vera tilræði við byggðir landsins. A það hefur verið bent af stuðningsmönnum skipaskipt- anna að frekar lítið sé að marka þann bægslagang sem þingmenn Reykjaneskjördæmis hafa sýnt í málinu vegna færslu á kvóta á milli landshluta þegar skip er keypt frá einum stað í annan. Margir þeirra hafi nefnilega ekki stutt breytingartillögu Matthías- ar Bjarnasonar sem hann flutti þegar lögin um fiskveiðistjórnun voru fyrir Alþingi sl. vetur. Hún var sú að kvóti fylgdi ekki skipum sem seld væru á milli landshluta. Tillagan náði auðvitað ekki fram að ganga og ekki ár síðan hún var flutt og felld. -grh Margeir Daníelsson stjórnarformaður Samkorts og Halldór Guðbjarnason forstjóri, sögðu að tilkoma hins nýja korts myndi draga úr kostnaði margra kaupfélaga vegna reikningsviðskipta. Mynd Jim Smart. Greiðslukort Samkort bætíst í hópinn Samvinnuhreyfingin með nýtt greiðslukort. Tvö greiðslutímabil. Minni kostnaður en við önnur kort Margeir Daníelsson stjórnar- Það nýmæli að tvö greiðslutíma- formaður Samkorts sagði að gert bil verða í gildi hjá fyrirtækinu, væri ráð fyrir að um 3 miljarðar eitt sem byrjar 18. hvers mánaðar 10 nóvember verður nýtt I O ■ greiðslukort tekið í notk- un hér á landi. Það er samvinnu- hreyfíngin sem stendur að þessu korti, en það hefur fengið nafnið Samkort. Kortið mun fyrst í stað gilda í öllum verslunum samvinnu- hreyfingarinnar, en forsvars- menn Samkorts sögðu, þegar þeir kynntu kortið fyrir blaða- mönnum, að stefnt væri að því að ná samningum við verslanir og þjónustufyrirtæki sem standi fyrir utan hreyfinguna um notkun kortsins. kr. af veltu fyrirtækja innan sam- bandsins væru greiddir með greiðslukortum, hann sagði að þeir yrðu ánægðir ef þeir næðu helmingum að þeim viðskiptum til sín. Hann sagðist vona að innan árs yrðu búið að gefa út 18.000 kort. Samkortin eru frábrugðin þeim kortum sem verið hafa á markaðnum til þessa að því leyti að ekkert útskriftargjald verður tekið af korthöfum. Einnig er eins og hjá hinum kortafyrirtækj- unum, og annað sem hefst 1. hvers mánaðar. Að sögn Halldórs Guðbjarna- sonar forstjóra Samkorts er það ætlunin í framtíðinni að bjóða þeim sem hafa Samkort sérstök kjör á ýmsum varningi og þjón- ustu, en hann sagði að ekki væri búið að ákveða hvernig það verði gert. -sg T .oðnukvótinn 700 þúsund tnnn Fiskifélagið: Vergur hagnaður loðnuskipa 1987 var 17% Á dögunum var lokið við endurmælingu á loðnustofninum og í framhaldi af þeim hefur verið ákveðið að heildarkvóti íslend- inga verði 700 þúsund tonn. Þegar loðnuvertíðin hófst í sumar var hlutur íslendinga á- kveðinn tæp 400 þúsund tonn af 500 þúsund tonna heildarkvóta og kom mismunurinn í hlut Norð- manna. Eftir endurmælingu á loðnustofninum var ákveðið að auka við hann sem nemur 360 þúsund tonnum og þar af koma í hlut íslendinga 306 þúsund tonn. Þó svo að heildarkvótinn hafi verið ákveðinn 700 þúsund tonn má jafnvel búast við, að aukið verði við hann ef farið verður í annan loðnuleiðangur um næstu áramót sem allt bendir til að verði gert. Samkvæmt riti Fiskifélags ís- lands Útgerð og afkoma 1987 gekk útgerð loðnuskipa vel á síð- asta ári. Nam vergur hagnaður þe. brúttó hagnaður fyrir fjár- magnskostnað, verðbreytingar- færslu og afskriftir um 17%. Það er nokkuð lakari afkoma en var 1986 en þá reyndist vergur hagn- aður loðnuskipa vera um 23%. —grh Þoriákshöfn Iðnaðaimenn í Meitlinum Unnið að lagfœringum á húsnœðifyrirtœkisins. Samruni Meitilsins og Glettings áfrumstigi. 77 af 100 fyrrum starfsmönnum Meitilsins á atvinnuleysisskrá Þessa dagana eru iðnaðarmenn að vinna að ýmsum lagfær- ingum í Meitlinum hf. í Þorláks- höfn og finnst mörgum staðar- manninum það skjóta skökku við á sama tíma og öllu starfsfólki fyrirtækisins hefur verið sagt upp störfum og fiskvinnslu verið hætt hjá fyrirtækinu. Að sögn Ólafs Jónssonar stjórnarformanns Meitilsins er verið að undirbúa ýmsar lagfær- ingar á húsnæði fyrirtækisins á meðan öll vinnsla liggur þar niðri. Aðspurður hvort það stæði í einhverju sambandi við fyrir- hugaðar viðræður við forráða- menn Glettings hf. um samruna þessara tveggja fyrirtækja sagði Ólafur það ekki vera neitt sér- staklega þar sem enn ætti eftir að skoða hvort það væri jafn fýsi- legur kostur og af væri látið. Hjá sveitarstjórn Ölfushrepps skráðu 77 af þeim 100 starfs- mönnum Meitilsins sem sagt var upp störfum sig á atvinnuleysis- skrá og að sögn Guðmundar Her- mannssonar sveitarstjóra eru alltaf einhverjir af þessum 77 sem fá vinnu dag og dag. Sameiningarmál Meitilsins og Glettings hafa ekki enn verið kynnt í sveitarstjórninni, og sagði Guðmundur að sér virtist þær hugmyndir vera nánast á frums- tigi. Hann sagði að ef samruni fyrirtækjanna ætti að hafa ein- hvern árangur í för með sér fyrir atvinnulíf staðarins þyrfti hann að vera gerður af myndarskap en ekki hangandi hendi. „Varðandi atvinnumálin horf- um við fyrst og fremst til komandi vertíðar þrátt fyrir að hún hafi ekki verið neitt til sérstök undan- farin ár. En þá ættu allir að hafa eitthvað að gera og það er fyrir öllu,“ sagði sveitarstjóri Ölfus- hrepps. -grh Happdrætti Dregið var í gær Vinningsnúmer eru innsigiuð og verða birt um leið og fullnaðarskil hafa borist. Greiðið heimsenda gíróseðla sem fyrst. 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. nóvember Þjóðviljans Þátttaka allra tryggirstórátak

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.