Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 21
„Meginreglan er, að hvert her- bergisérumsig." "Lotta (Anna Kristin Arngrímsdóttir) og gítarl- eikarinn (Ellert Ingimundarson). Mynd-JimSmart. Veröld Botho Strauss Hamingjan verður fyrst möguleg þegar manneskjunni hefur verið útrýmt. Stór og smár frumsýnt í Þjóðleikhúsinu eftir viku ljós að hjal þeirra er innantómt og hamingja þeirra löngu sprung- in sápukúla. Persónurnar eru dæmigerðir borgarar vestræns neysluþjóðfélags, sem svo gjarnan vilja trúa því að þeir hafi höndlað hamingjuna, sem er jú hinn opinberi sannleikur. En kannski einmitt vegna þess að þær leggja svona mikið á sig til að viðhalda lygavefnum verður blekkingin augljós, og magnleysi þeirra áberandi. Tvö fyrstu leikrit Strauss, Hin ímyndunarveiku og Bekannte Gesichter/ gemischte Gefuhle (Kunnugleg andlit/ blendnar til- finningar), kómedía frá árinu 1974, eiga það sammerkt að leggja áherslu á vonlausa stöðu manneskjunnar í fjandsamlegum heimi. Öllu er stjórnað utan frá og ofan við, og ofþeldið er aldrei langt undan. Skammbyssuskot kveða við, tvífarar birtast og rugla fórnarlömbin í ríminu, fólk gufar upp, og úti fyrir ríkir fimb- ulvetur sem dregur úr öllum sam- skiptum við umheiminn. „Lifum við þá eins og villimenn undir hælnum á þeim sem allt þykjast vita?“ spyr Nellý, ein að- alpersónan í Hinum ímyndunar- veiku. Hún fær jákvætt svar, því það kemur í ljós að allt hennar líf er risavaxinn blekkingavefur, sem tengdafaðir hennar, Jakob, hefur sett á svið til að ná henni á sitt vald. í Kunnugleg andlit/ blendnar tilfinningar reynir gjaldþrota hót- elstjóri í örvæntingu að losa sig undan valdi „vina“ sinna, losa sig við hótelið og byrja nýtt líf, en er borinn ofurliði. Hann endar á því að fremja sjálfsmorð með því að skríða ofan í löngu tæmda frysti- kistuna, og leikritið endar þannig að konan hans bíður þolinmóð eftir að hann þiðni, á meðan „gestirnir"' kæra sig kollótta um ástand hans. Hann er þá til friðs á meðan. Kapítalískur raunveruleiki í þriðja leikriti Strauss, Trio- logie des Wiedersehens (Endur- fundaþríleiknum) frá árinu 1976, er ofbeldið ennþá til staðar, en liggur í hinu talaða orði. Sam- bandsleysi persónanna er áber- andi, þær hittast, skiptast á fá- einum orðum, tala hver framhjá annarri, reika áfram í fullkom- inni einangrun. Sögusviðið er málverkasýning. Listvinafélagið hittist á sýningunni daginn áður en hún er formlega opnuð og leikritið er byggt upp eins og mál- verkasýning þar sem menn rölta um, nema staðar um hríð fyrir framan eitt og eitt málverk, halda síðan göngunni áfram. Yfirskrift sýningarinnar er Kapítalískur raunveruleiki, þema sem kalla má táknrænt fyrir Þríleikinn. „Ég get ekki ímyndað mér að þú sjáir mig. Meðal allra þinna vina, vina vina þinna og vinavina- vina þinna; okkar á milli er allt fullt af manneskjum og mann- eskjutómum manneskjum. ... Þú gefur mér enga tilfinningu fyrir sjálfri mér,“ segir Súsanna, ein persónanna við elskhuga sinn Moritz sem heyrir ekki til henn- ar. Því í Þríleiknum heyrir enginn í öðrum og allt gerist undir sléttu og felldu yfirborði sem enginn þorir að rjúfa. í bókinni Paare, Passanten (Pör og fólk sem á leið um), safni hugleiðinga um lífið og tilveruna sem Strauss skrifar um svipað leyti ogEndurfundaþrílógíuna og Stóran og smáan, bölvar hann þessari árans veröld þeirra sem leið eiga um. Besta vinkona manns í gær er í dag orðin ókunn- ug manneskja sem maður heilsar tæplega. Honum er firring nú- tímamannsins og sambandsleysi hans ofarlega í huga, og skrifar meðal annars: „Á meðan margar kynslóðir, einkum og sér í lagi sú síðasta, upplifði söguna á fleygi- ferð, bíðandi byltingarinnar ann- að hvort í sæluvímu eða sem heimsendis, - hefur maður í dag á tilfinningunni að sagan hafi dreg- ið sig í hlé og skilið eftir sig þoku áhugaleysis sem einhverjir sam- hengislausir straumar fara að vísu um af og til.“ Strauss hefur ekki mikla von um að nokkra lausn sé að finna, hann sýnir okkur sjúkan heim sem ekki er hægt að lækna því meðalið er ekki til, og tekur þar undir með þýska heimspekingn- um Adorno sem segir meðal ann- ars í hugleiðingum sínum um hið eyðilagða líf, Minima moralia, að lífið sé orðið hugmyndafræði sinnar eigin fjarveru. Að það sem heimspekingarnir kölluðu líf hér áður fyrr sé orðið einkamál, sem snúist ekki um annað en neyslu, sé orðið innantómt og laust við allan frumleika. Þessi þjónusta okkar við framleiðsluna lítillækki okkur öll, og neyði til einmana- leika sem við freistumst til að halda að við höfum valið af frjáls- um og fúsum vilja. í leit aö horfinni hamingju „Sjáið, maðurinn mun hverfa burt af jörðinni og öll spor hans munu verða afmáð. Og að hon- um gengnum mun öll mörkin roðna af blygðun og frjósemi. ... Fjötruð vonin, óháð öllum spá- mönnum, losnar úr læðingi og rætist stórfenglega í kyrrðinni," segir Lotta, aðalpersóna í Stórum og smáum, sem er fjórða leikrit Strauss, skrifað 1978. Hamingjan verður fyrst mögu- leg þegar mannkyninu hefur ver- ið útrýmt, í þeirri veröld sem Lötta lifir og hrærist í er einangr- un og tilgangsleysi ráðandi, allir á móti öllum, og hugtök eins og vinátta og ást óþekktar stærðir í öðru sólkerfi. Leikritið lýsir endalausu ferðalagi Lottu, sem fer stað úr stað í leit að tengslum við umhverfi sitt, vináttu, ást eða bara ofurlítilli hlýju, en mætir í besta falli sinnuleysi, yfirleitt kulda og andúð. Lotta er full af trúnaðartrausti, velvilja og áhuga á umhverfi sínu, boðin og búin að rétta náungan- um hjálparhönd. En einmitt vegna þess lendir hún utangarðs, hún er einmana og það er nokkuð sem ekki er til þess fallið að vekja samúð meðbræðra hennar sem í sinni eigin einsemd kæra sig ekki um að vera minntir á slíkan dóna- skap. Henni er undantekningar- laust úthýst, það getur ekki farið öðruvísi, enda þótt velviljaðir reyni stundum að leiða henni fyrir sjónir að hún eigi að reyna að breyta framkomu sinni. Ef hún skipti sér ekki svona mikið af öðrum eða ætlaðist til einhvers af þeim væri allt í lagi með hana. Og hún samþykkir. Hún gerir sitt besta. En það gengur bara ekki, hún er og verður öðruvísi. Reyndar er það spurning hvort Lottu sé meiri vorkunn en von- lausu umhverfi hennar, það væri þá ekki nema vegna þess að hún reynir að gera eitthvað í málinu. En leit hennar er vonlaus frá upp- hafi, bæði vegna þess hvað hún er framandi fyrir umhverfinu og eins vegna þess að það sem hún leitar í raun og veru er horfin hamingja, gleðistundirnar með Páli, manninum sem hefur yfir- gefið hana. Hún leggur upp í ferðalagið með vissa vongleði í vegarnesti en flýr smám saman inn í eigin heim, kveðst vera ein hinna 36 réttlátu, send af guði til að halda saman heiminum, býr um sig í símaklefa og lætur símann hljóma í yfirgefinni íbúð sinni, leitar að lokum félags- skapar á biðstofu sérfræðings, - í innanmeinum. Lotta hittir fjölda manns á ferð sinni, og allir eiga það sameigin- legt að kúra hver í sínu horni, í sinni skel með sínum einmana- leika og vúja enga árans truflun. Séð með saklausum augum Lottu er heimur þessi harla vesældar- legur og í rauninni er spurningin hver sé veikur, hún eða umhverfi hennar. Þjóöleikhúsiö Leikritið verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu laugardaginn 19. nóvember. Leikstjóri er Guðjón P. Pedersen, Anna Kristín Arn- grímsdóttir leikur Lottu, aðrir leikendur eru Árni Pétur Guð- jónsson, Guðlaug María Bjarna- dóttir, Kristbjörg Kjeld, Árni Tryggvason, Guðrún Þ. Step- hensen, Ellert Ingimundarson, Bryndís Petra Bragadóttir, María Sigurðardóttir, Arnar Jónsson, Sigurður Skúlason, Elís Péturs- son og Róbert Arnfinnsson. Þýðandi og aðstoðarleikstjóri er Hafliði Arngrímsson, tónlistin er eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Grétar Reynisson gerði leikmynd og búninga, og Ásmundur Karls- son lýsingu. -LG Um næstu helgi veröur leikritiö Stór og smár (Gross und klein), eftir þýska leik- skáldiö Botho Strauss, frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu. Strauss, sem tilheyrir yngri kynslóð vestur-výskra rithöf- unda (fæddur 1944), var einn af ritstjórum og gagnrýnend- um leikhústímaritsins Theater heute (Leikhús í dag) á árun- um 1967-70, og leiklistar- ráðunautur við Schaubuhne leikhúsið í Berlín 1970-82. Hann er afkastamikill rithöf- undur og hefur sent frá sér níu leikrit, sjö frásagnir og skáld- sögur, tvær Ijóðabækur og safn ritgerða og greina, síðan hann gaf út sitt fyrsta leikrit, Die Hypochonder, (Hin ímyndunarveiku) árið 1971. Leikrit Strauss fjalla um raun- veruleika nútímamannsins, þess- arar furðulegu, rótlausu skepnu sem ræður ekki lengur við neitt, fórnarlamb í kuldalegum heimi lögmála sem hún botnar ekkert í. Sá raunveruleiki sem blasir við persónunum er oft á tíðum held- ur nöturlegur, enda gera þær sitt besta til að gleyma honum og láta sem ekkert sé, skríða inn í sína skel og taka því illa ef einhver reynir að trufla einangrun þeirra. Menn vilja lifa í þeirri blekkingu að þeir ráði sínu lífi og sínum ör- lögum, þótt yfirleitt komi í ljós að þeir hafa álíka mikil völd og fluga í kóngulóarvef. Undir hælnum Það er ekki fagurt um að litast í veröld Strauss, og það væri synd að segja að leikrit hans ljómuðu af bjartsýni. Ekki svo að skilja; persónur hans eru yfirleitt fullar vongleði og gera sitt besta til að sýna fram á að hjá þeim sé allt í stakasta lagi, en oftast kemur í •'k Föstudagur 11. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.