Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 11
________________FOSTUDAGSFRETTIR__________________ Ríkissjóður Tekjur langt undir áætlun Tekjubrestur í október hátt í 700 miljónir. Ólafur Ragnar Grímsson: Getum ekki horft aðgerðarlaus á. Tillögur um aukna tekjuöflunþegar áþessuári Nýjar bráðabirgðatölur um októberútkomuna sýna 600- 700 miljón króna minni tekjur en áætlað var. Það eru því horfur á að sá tekjuauki sem venjulega kemur á þremur síðustu mánuð- um ársins verði mun minni í ár en á liðnum árum. Það hefur því miður reynst rétt viðvörun sem ég flutti á alþingi fyrir tveimur vik- um síðan, að rekstarhalli ríkis- sjóðs á árinu 1988 gæti orðið nær fjórum miljörðum en þeim þrem- ur sem talað var um í haust, segir Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra. í framsöguræðu við fyrstu um- ræðu fjárlaga á Alþingi í gær upp- lýsti Olafur að heildarinnheimta nkissjóðs í sl. mánuði hefði verið rétt rúmlega 5 miijarðar, eða lægri í krónum talið en í mars sl. þrátt fyrir 15% hækkun á verðlagi á þessu ári. Októberinnheimtan hefði verið nær hátt í 700 miljón krónum minni en áætlað hafði verið. Einkum hefðu tekjur af veltusköttum dregist saman. Inn- heimta af söluskatti væri nær 400 miljónum undir endurskoðaðri áætlun frá því í haust. Þá hefði innheimta beinna skatta, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum versnað upp á síðkastið. - Þessar nýju tölur eru geigvænlegar. Þær sýna að öldu- dalur samdráttarins heldur áfram að dýpka. Það er ekki hægt að horfa aðgerðarlaus á slíka þróun. Ég mun því á næstunni, ræða innan ríkisstjórnarinnar um nauðsyn þess að gripið verði til hugsanlegra tekjuöflunarað- gerða fyrr en ætlað var, sagði Ólafur Ragnar í samtali við Þjóð- viljann í gærkvöld. ->g- Útsýnishúsið Kostnaður langt fram úr áæUunum Snúningsgólfið og glerþakið 50 miljón kr. dýrara en áœtlað var. Áætlaður byggingarkostnaður nú rúmar 600 miljónir kr. Kostnaður vegna byggingar veitingahússins á Öskjuhlíð hefur aukist verulega frá því kostnaðaráætlun var gerð. Þann- ig hafa tilboð sem fengist hafa í einstaka verkþætti verið mun hærri en upphaflegar kostnaðar- áætlanir gerðu ráð fyrir. Þannig hafa tilboð í gerð glerþaksins og snúningsgólfsins hækkað bygg- ingarkostnaðinn um næstum 50 miljónir kr. Nýlega tók stjórn Hitaveitu Reykjavíkur tilboði bandarískra aðila í gerð snúningsgólfsins í veitingasal hússins, sem á að vera á efstu hæð þess. Gólf þetta á að snúast einn hring á einum og hálf- um tíma. Þannig að matargestir geti notið útsýnisins allan hring- inn. Tilboðið hljóðaði upp á 18,7 miljónir króna en það er rúmlega 7 miljónum kr. hærri upphæð en gert var ráð fyrir í kostnaðaráætl- un. Sömu sögu er að segja þegar leitað var tilboða í gerð glerþaks- ins á húsið. Áætlaður kostnaður var 146 miljónir en lægsta tilboð- ið, sem kom frá þýskum aðila hljóði upp á 182 miljónir kr. eða 36 miljónum kr. hærra en gert var ráð fyrir. Gunnar Kristinsson hitaveitu- stjóri sagði í gær að framreiknað- ur kostnaður við byggingu þessa húss hljóðaði nú upp á 610 milj- ónir. Ekki taldi hann að kostnað- ur hefði farið úr böndum þó þess- Unnið hefur verið af krafti við byggingu útsýnishússins á Öskjuhlíð. Þó framkvæmdir sé ekki langt komnar á leið er Ijóst að kostnaður við þessa byggingu verður mun meiri en gert var ráð fyrir. Mynd Jim Smart ir tveir liðir hefðu hækkað veru- lega frá því sem áður var gert ráð fyrir. Ef framkvæmdum við þessa skrautbyggingu yrði frestað og áætlaður kostnaður notaður til að lækka hitakostnað heimilanna í Reykjavík sem eru samkvæmt ár- bók Reykjavíkurborgar 22028 myndi það jafngilda 27.468 kr. til hvers heimilis. -sg Þjóðviljinn Mörður og Silja ráðin Útgáfustjórn réð Mörð Árnason og Silju Aðalsteinsdóttur til hálfs árs sem ritstjóra Pjóðviljans við hlið Árna Bergmanns Á fundi útgáfustjórnar Þjóð- viljans í gærkvöldi var samþykkt að endurráða Mörð Árnason sem ritstjóra í hálft ár og ráða jafn- framt Silju Aðalsteinsdóttur sem ritstjóra, einnig til hálfs árs. Þá var samþykkt að skipa þriggja manna nefnd til þess að fara ofan í saumana á rekstri blaðsins. Þessi þriggja manna nefnd verður skipuð þeim Helga Guðmundssyni, sem veitir henni forstöðu, og verður hann launað- ur starfsmaður nefndarinnar, Hrafni Magnússyni, vara- formanni útgáfustjórnar og Hall- dóri Guðmundssyni, útgáfu- stjóra Máls og menningar. Nefndin á að skila af sér eigi síðar en 1. mars og skal miðað við að þær breytingar, sem nefndin leggur til, komi til framkvæmda eigi síðar en 1. júní. Sá hluti tillögunnar sem fjallar um ráðningu ritstjóra hljóðar svo orðrétt: „Stjórnin fellst á uppsögn Ótt- ars Proppé og samþykkir að ráða Mörð Árnason og Silju Aðal- steinsdóttur í stöður ritstjóra til 31. maí 1989 við hlið Árna Berg- manns." 6 stjórnarmenn voru tillögunni samþykkir, 3 á móti og 2 greiddu ekki atkvæði. _Sáf Vestfirðir Fárviðri Fárviðri var í gærmorgun á ísafirði og víðar á norðanverðum Vestfjörðum. í mestu hviðunum náði vindhraðinn allt að 90 hnút- um. Víða varð rafmagnslaust og brotnuðu rafmagnsstaurar ma. í Dýrafirði. Um tíma var flugskýli á ísafjarðarflugvelli í hættu en mestur reyndist vindhraðinn vera innst í Skutulsfirði. Veðurhamurinn náði einnig inn til Patreksfjarðar og var um tíma öll umferð bönnuð í þorp- inu. Fárviðrinu fylgdi þó nokkur slydda enda hitastigið frá 0-3 gráður. Spáð er betra veðri í dag. _______________________-grh Utanríkismál Vorínu virðist vera lokið ísland greiðir ekki atkv. meðfrystingukjarnavopna. Nýr utanríkisráðherrafœrirstefnuna nokkur ár aftur í tímann. Reynir á samstarfsflokkana í ríkisstjórn Framfœrslan Verð- bólgan undir 5% Verðbólguhraðinn síðustu þrjá mánuði er 4,6% á ársgrundvelli, en vísitala framfærslukostnaðar hefur aðeins hækkað um 1,1% á þessum tíma. Nær alger verð- stöðvun hefur verið í gildi frá því í byrjun septcmber. Hækkun á vísitölu framfærslu- kostnaðar í nóvemberbyrjun mældist aðeins0,l%. Þarkom til 0,3% hækkun vöru- og þjónustu- liða en til frádráttar komu 0,2% vegna lækkunar vaxta í húsnæð- islið vísitölunnar. -lg- Idag munu fulltrúar íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna sitja hjá við atkvæðagreiðslu um stöðvun kjarnorkuvopnavígbún- aðar eða svokallaða frystingu kjarnavopna. Það verða tvær til- lögur um málið, sem koma fram á alsherjarþinginu í New York í dag, og hafa báðar verið fluttar á undanförnum árum. Annars veg- ar tillaga frá Svíþjóð og Mexíkó en hins vegar frá Indlandi og Rúmeníu. Á undanförnum árum hefur fylgi við þessar tillögur stöðugt aukist og smám saman hafa Norðurlöndin bæst í hóp þeirra sem stutt hafa þær. Það vakti at- hygli þegar fulltrúar íslands greiddu þeim atkvæði í fyrra en þá var Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra. Nú situr ís- land hjá og skipar sér á ný í flokk með fylgiríkjum Bandaríkjanna. Hið sama gerðist fyrir fáum dögum þegar greidd voru sam- kvæmt fyrirmælum Jóns Baldvins atkvæði um fordæmingu á fram- ferði ísraela gagnvart Palestínu- mönnum. Jón Baldvin Hannibalsson upplýsti um þessa stefnu- breytingu á fundi utanríkismál- anefndar alþingis í gær. Þar kom fram mjög hörð gagnrýni. Hjör- leifur Guttormsson átaldi vinnu- brögð utanríkisráðherra og minnti á að óskað hefði verið eftir að samráð væri haft við utanríkis- málanefnd um öll álitamál. Að beiðni Hjörleifs verður þetta mál tekið fyrir utan dagskrár á fundi Sameinaðs þings í dag. Jón Baldvin hefur með þessu kúvent frá þeirri stefnu sem tekin var upp í utanríkisráðherratíð Steingríms Hermannssonar en hún var í sumum veigamiklum at- riðum mun sjálfstæðari og óháð- ari Bandaríkjunum en verið hafði allt frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar. Það voru einkum íhaldsmenn á borð við Geir Ha- arde sem gagnrýndu að ísland greiddi atkvæði með frystingu kjarnavopna í fyrra. Ljóst er að bæði Framsóknar- flokkur og Alþýðubandalag hljóta að una illa afturhvarfi til utanríkisstefnu sem á alþjóða- vettvangi skildi ísland frá Norðurlöndunum og öðrum þeim ríkjum sem reyna að hafa utanríkisstefnu óháða stórveld- unum. OP Söluskattur 3 miljarðar í vanskilum Á fundi Kaupmannasamtak- anna í fyrrakvöld sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra að vanskil á söluskatti næmi allt að 3 miljörðum króna sem slagði hátt í þann halla sem væri á ríkissjóði. Þar af skuldaði heildsölu- og smáverslunin tæpa 1,3 miljarða. Magnús Finnsson fram- kvæmdastjóri Kaupmannasa takanna vefengir upphæð sö skattskuldar verslunarinnar segir það furðulegt að verslui geti komist upp með þessi vans og telur upphæðina ýkta að mi „Nema hér sé um að ræða sö skatt á skuldabréfum frá ráðhe atíma Alberts Guðmundssona sagði Magnús Finnsson. -g Föstudagur 11. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.