Þjóðviljinn - 14.12.1988, Page 4

Þjóðviljinn - 14.12.1988, Page 4
Happdrætti Þjóðviljans 1988 VINNiNGSNÚMERIN Vinningar í happdrætti Þjóðviljans komu á þessi númer: 1. Nissan Micra, frá Ingvari Helgasyni hf., að verðmæti kr. 475.000 kom á miða nr. 18135. 2. -4. Island PC tölvurfrá Aco hf„ að verðmæti kr. 70.000 hver, komu á miða nr. 2280, nr. 9662 og nr. 28577. 5.-7. Ferðavinningar frá Samvinnuferðum-Landsýn, að verðmæti 55.000 hver, komu á miða nr. 11332, nr. 22808 og nr. 27199. 8.-9. Húsbúnaður frá Borgarhúsgögnum hf„ að verðmæti 40.000 hvor, kom á miða nr. 9519 og nr. 13307. 10. Sjónvarp frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf„ að verðmæti kr. 32.000 kom á miða nr. 1472. 11. Videó frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf„ að verðmæti kr. 30.000 kom á miða nr. 17515. 12. Uppþvottavél frá E. Farestveit & Co hf„ aö verðmæti kr. 27.000 kom á miða nr. 6913. 13. Örbylgjuofn frá E. Farestveit & Co hf., að verðmæti kr. 26.000 kom á miða nr. 22044. 14. -15. Ritvélarfrá Borgarfelli hf„ að verðmæti kr. 25.000 hvor, kom á miða nr. 8674 og nr. 20897. 16.-25. Bókaúttekt frá bókaforlagi Máls og menningar, að verðmæti kr. 7.000 hver, kom á miða nr. 1589, nr. 2092, nr. 3694, nr. 4027, nr. 18492, nr. 18639, nr. 19348, nr. 20506, nr. 27534, og nr. 29622. 26.-30. BókaúttektfráSvörtu og hvítu að verðmæti kr. 6.000 hver, kom á miða nr. 7953, nr. 17644, nr. 23714, nr. 24718 og nr. 29650. 31 .-33. Vöruúttekt frá Hagkaupum að verðmæti kr. 10.000 hver, kom á miöa nr. 16117, nr. 22726 og nr. 26983. 34.-39. Vöruúttekt frá Hagkaupum að verðmæti kr. 5.000 hver, kom á miða nr. 127, nr. 3995, nr. 8834, nr. 10296 og 22056. Vinningshafar geta snúiö sér til skrifstofu Þjóðviljans, Síðumúla 6, til að vitja vinninga sinna. Þjóðviljinn þakkar stuðningsmönnum sín- um fyrir góð viðbrögð við sölu happdrættis- miðanna og umboðsmönnum happdrættis- ins um land allt fyrir þeirra framlag. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Keflavík og Njarðvík Bókmenntakynning Bókmenntakynning verður í Iðnsveinafélagshúsinu, Tjarnargötu 7, sunnudaginn 18. desember kl. 16.00. Athugið breyttan tíma. Svavar Gestsson menntamálaráðherra flytur ávarp og rithöfundar lesaúrverkum sínum. Léttar veitingar. Allirvelkomn- ir. - Stjórnin. Svavar ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Æskulýðsfylkingin Kópavogi Félagsfundur Ragnar Stefánsson Birna Þórðardóttir Æskulýðsfylkingin Kópavogi heldur fund sunnudaginn 18. desember kl. 20.00 í Þinghóli, Hamraborg 11, Kópavogi. Gestir fundarins eru þau Ragnar Stefánsson og Birna Þórðardóttir. Allir velkomnir. - Stjórnin. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiöenda skal vakin á því aö gjalddagi söluskatts fyrir nóvembermánuö er 15. desember. Ber þá aö skila skattinum til inn- heimtumanna ríkissjóös ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið j/Barn sem situr í barnabílstól U getur sloppið við meiðsl í árekstri! yUMFERÐAR RÁÐ FRETTIR ■ Hjalti Hugason, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Frosti F. Jóhannsson og Hafsteinn Guðmundsson leiða fréttamenn í allan sannleika um fimmta bindi Islenskrar þjóðmenningar, Trúarhætti, en það kom út f síðustu viku. Mynd: Jim Smart. Þjóðtrú Landvættimar bara plat Norrœn trú, kristni ogþjóðtrú til umfjöllunar í nýju bindi íslenskrar þjóðmenningar. Verurnar ískjaldarmerkinu hafa aldrei talist til land- vœtta! Trúarhættir, fimmta bindi ís- lenskrar þjóðmenningar, er komið út. í bókinni eru þrjár rit- gerðir sem fjalla um norræna trú, kristna trúarhætti og þjóðtrú og eru höfundarnir tveir, Hjalti Hugason, kirkjusagnfræðingur, og Jón Hnefill Aðalsteinsson, þjóðfræðingur. Þctta er í fyrsta sinn sem dregið er saman á einn stað yfirlit um þetta efni hér á landi, og er drjúg- ur hluti af efni bókarinnar byggð- ur á frumrannsóknum. Dr. Hjalti Hugason ritar kafl- ann um kristna trúarhætti. Fjall- að er um guðshúsin, hið opinbera trúarlíf sem kirkjuhúsinu teng- dist, trúarlegt uppeldi íslendinga og heimilisguðrækni svo stiklað sé á því stærsta. Hina kaflana tvo skrifar dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson. í hin- um fyrri er leitast við að draga upp heillega mynd af norrænum trúarbrögðum en fjallað um ís- lenska þjóðtrú í hinum seinni. Þar koma við sögu ýmiss konar yfirnáttúrlegar verur, draugar, útilegumenn, galdra- og töfra- brögð og náttúru- og forlagatrú. Hér vekur athygli sú niðurstaða að verurnar í skjaldarmerki ís- lands hafa aldrei talist til land- vætta, og hefur þessi vitneskja að vísu verið á vitorði innvígðra í fræðunum um nokkurt skeið. Bókaútgáfan Þjóðsaga á veg og vanda af bókaflokknum um íslenska þjóðmenningu. Bindin verða alls níu, og eru tvö nú kom- in út, hið fyrsta og fimmta. Rit- stjóri bókaflokksins er Frosti F. Jóhannsson, Hafsteinn Guð- mundsson hannar útlit en Oddi hf. sér um prentverkið. HS Norðurlandamenning Svavar skipar nýja fulltrúa Afundi ráðherranefndar Norð- urlanda í Kaupmannahöfn um síðustu mánaðamót var gengið frá skipan fulltrúa í nýjar nefndir á sviði lista, en fyrr á ár- inu staðfesti ráðherranefndin framkvæmdaáætlun um norrænt menningarsamstarf næstu árin og samkvæmt henni verða nokkrar breytingar á téðu samstarfi. Það voru menntamálaráðherrar að er ekki samboðið ráðherr- um í ríkisstjórn, sem kennir sig við jafnrétti og félagshyggju að boða launalækkun, þegar stór hluti launafólks býr við þröngan kost, segir í harðorðri ályktun bæjarstarfsmannaráðstefnu BSRB sem haldin var fyrir síð- nstu helgi. í ályktun ráðstefnunnar er þess krafist að ríkisstjórn og Alþingi endurskoði hug sinn til launa- fólks, því samstarf og samráð við það undir þrælalögum sé útilok- að. Þá er launafólk hvatt til að Norðurlandanna sem hér um véltu, og sat Svavar Gestsson fundinn af Islands hálfu. Nýskipanin hefur í för með sér stofnsetningu fimm nýrra nefnda sem ætlað er að bera meginá- byrgð á framkvæmd samstarfs- ins, hverri í sinni listgrein, og þar með detta upp fyrir nefndir sem • fyrir voru, en með takmarkaðra verksviði. standa saman og verja heimilin fyrir gjaldþroti, vegna rangrar efnahagsstefnu ríkstjórna liðinna ára. Haraldur Hanncsson 1. vara- forseti BSRB er sjálfskipaður formaður Bæjarstarfsmannaráðs BSRB, en aðrir í ráðið voru kjörnir: Elín Sveinsdóttir, Suður- landi. Gísli Valdimarsson, Garð- abæ. Guðbjörn Arngrímsson, Ól- afsfirði. Hreinn Pálsson, Vest- fjörðum. Hulda Harðardóttir, Akureyri og Sigþrúður Ingim- undardóttir, Reykjavík. Fjórar nefndanna taka til starfa nú um áramótin, og eru ís- lensku fulltrúarnir þessir: Silja Aðalsteinsdóttir og Þórdís Þor- valdsdóttir í bókmennta- og bókasafnanefnd; Jón Nordal og Þorkell Sigurbjörnsson í tón- listarnefnd; Stefán Baldursson og Ingibjörg Björnsdóttir í leik- og danslistarnefnd og Knútur Halls- son og Þráinn Bertelsson í kvik- myndanefnd. HS Bœkur Hrafninn flaug út Vegna smáfréttar í Nýju helg- arblaði Þjóðviljans á föstudaginn um ferð Ingva Hrafns Jónssonar til Húsavíkur skal þetta fram tekið: Ingvi Hrafn var þar á laugardaginn, áritaði bók sína í helstu bókaverslun bæjarins og seldust upp birgðir verslunarinn- ar á meðan. Með tilvísun til fræg- ra formálsorða Ara fróða biður blaðið Ingva Hrafn forláts á óvönduðu slúðri um annað en það sem hér greinir að framan. Ritstj. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN j Miðvikudagur 14. desember 1988 Bœjarstarfsmenn Launalækkunartal ekki samboðið ráðhemim

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.