Þjóðviljinn - 16.12.1988, Side 2
Mér finnst það ekki ná nokkurri átt að allir sótraftar eru á sjó dregnir í
þessu jólabókaflóði. Ég segi nú eins og postulinn: Þetta gátu Pétur og
Páll og því ekki ég? Ég ætla að vera með og setja saman stutta og
gagnorða jólabók. Hún á að vera um mig og heitir „Skæður er Skaði.
Og hún er eitthvað á þessa leið:
Fyrsti kapítuli
Ég var eftirlætisafastrákur afa míns. Ég var efitrlætisafastrákur
ömmu minnar. Faðir minn bar virðingu fyrir mér og móðir mín sá ekki
sólina fyrir mér. En það var hrekkjusvín í götunni sem skar sundur
dekkin á reiðhjólinu línu. Þetta var blátt reiðhjól, þýskt eins og svo
margt sem vandað er.
Annar kapítuli
Ég sótti sunnudagaskóla af kappi og söng fyrir séra Friðrik svo
þakið flaug af KFUM-húsinu. En stundum fannst mér mikið til um
ranglætið í heiminum og ég spuröi guð oft á kvöldin: guð, hvað ert þú
eiginlega að hugsa? Ég skal segja þér það seinna, svaraði hann og við
það situr.
Þriðji kapítuli
Við bjuggum í-iitlu húsi vestur í bæ með grænmáluðu þaki og lágum
kjallara og hænsnakofa úti á lóð og brotnum hjólbörum úti undir vegg.
Við bjuggum sex saman á fjörtíu og átta fermetrum og þótti gott. Ég er
stundum að hugsa um það að Reykjavík gæti verið sex sinnum minni
en hún nú er miðaö við meðalfermetrafjölda á hvert nef. Þá þyrftum við
ekki svona marga bíla og svona mikið bensín til að komast á milli staða
og ættum gullfjall í Seðlabankanum í staðinn fyrir að eiga kjötfjall hér
heima og skuldafjall í útlöndum. Hvernig stendur eiginlega á því að
þjóðin er gengin af göflunum? ég neita að bera ábyrgð á því
Fjórði kapítuli
Ég kynntist mörgum frægum mönnum þegar í æsku en ég vissi alltaf
hvaö ég vildi í pólitíkinni. Þegar ég sá eitt sinn Halldór Laxness missa
blýant úti á götu lét ég hann ekkert vita af því og blýantinn lét ég alveg
eiga sig. Einu sinni fór ég með pabba til Ólafs Thors til að redda
einhverju fyrir trilluna og Ólafur klappaði á kollinn á mér og gaf mér
kóngabrjóstsykur. Hann hefði vel getað sparkað í rassinn á mér eða
eitthvað því ég leit út fyrir að vera ódæll, en svona var hann mikill
öðlingur og höfðingi í lund.
Ég á kóngabrjóstsykurinn enn og geymi hann í kassa upp á vegg við
hliðina á grjóthnullungi sem var hérumbil lentur í hausnum á mér
þegar við Heimdellingar börðum niður uppsteyt kommúnista við Al-
þingishúsið 30. mars 1949.
Fimmti kapítuli
Þótt mikið sé reynt getur enginn lifað í ástlausum heimi. Sjálfur
missti ég sveindóminn af hálfgerði tilviljun á spásseringartúr í Öskju-
hlíðinni vorið sem ég var sautján ára. Við sögðum ekki neitt, enda
óþarft. Á eftir hélt ég að kannski væri ég á leið í hjónabandið og tók á
rás heim.
Ég hefi aldrei gift mig vegna þess að hjónabandið er vond fjárfest-
ing. Auk þess er svo mikið vesen af kvenfólki yfirleitt og taugaslit um
allan kroppinn.
Sjötti kapítuli
Það er rétt sem segir í helgri bók, að maður á að elska náungann
eins og sjálfan sig. Og þá er fyrst að læra að elska sjálfan sig alminni-
lega því annars er allt ónýtt. Allavega ekki vísindalegt eins og þeir
segja í Amríku þar sem hagfræðin býr. Svo er að velja sér náunga og
það getur tekið óratíma ef menn ætla sér ekki að verða fyrir herfilegum
vonbrigðum. Líður svo fram lífstíminn.
Sjöundi kapituli
Ég hefi lagt gjörfa hönd á allt. Hrært steypu og deigan hug, hamflett
lunda og komma, barið lóminn og harðfisk, lagt vegi og kollhúfur, neglt
þök og skvísur, stigið í stól og vitnað, slegið tún og nískupúka, brýnt Ijái
og sjálfan mig til stórræða. Enginn segir mér neitt um það frekar en
annað. Úr mér mætti gera hundrað menn ef ég mætti vera að vera þeir
allir.
Ég er sjálfstæður íslenskur maður. Ef ég hefi ekki rétt fyrir mér skal
veruleikinn hafa verra af. Mér þykir saltkjöt gott en síld skal ég aldrei
éta. Ég gruna sjálfan mig um mildi og gæsku innst inni.
I ROSA-
GARÐINUM
SJÁ GUÐS LAMBIÐ ER
BER SYND HEIMSINS
Það er eftirtektarvert að Þor-
steinn Pálsson er orðinn sam-
nefnari fyrir allt sem síðasta ríkis-
stjórn gerði eða gerði ekki. Það
skiptir ekki máli hver sat í viðkom-
andi ráðuneyti, það finnst ekkert
nógu breitt bak nema á Þorsteini
Pálssyni.
Morgunbla&ið
FRJÁLSIR MENN í
FRJÁLSU LANDI
Maður hefur það á tilfinning-
unni að annar hver maður sé að
flytja inn einhverja vöru.
Heildsalí í Morgunblaðinu
BOTNIHEITIR BURÐ-
UGUR SVEINN
Um daginn var kölluð hingað
fjölskylda alla leið frá London til
að taka þátt í skírnarathöfn á
brennivínstegund.
Morgunblaðið
NIÐUR MEÐ
KYNVILLUNA!
Ég tel það móðgandi þegar
þingmenn ávarpa Guðrúnu
Helgadóttur, forseta Alþingis,
herraforseti.
Morgunblaðið
MAN NÚ ENGINN EGIL
SKALLAGRÍMSSON?
Þetta er alger viðbjóður og ætti
að banna þetta helvíti, sagði
leigubílstjóri um glöggið sem
þessa dagana tíðkast að inn-
byrða í stórum stíl en að minnsta
kosti fimm leigubílar á höfuð-
borgarsvæðinu voru ældir út um
helgina.
Tíminn
HIN ÍSLENSKA
SAMSTAÐA
Eru heilu sveitarfélögin nú far-
in að segja sig til sveitar og þykir
þá sumum að skörin sé farin að
færast upp í bekkinn. En því
skyldi þeim vera betur stjórnað
en öðrum fyrirtækjum eöa stofn-
unum?
2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. desember 1988
Tíminn
MJÓR ER MIKILS
VÍSIR
Síðar sagði gömul kona síra
Gunnari (Björnssyni fríkirkju-
presti) að kirkjugestir væru svo-
lítið að kvarta yfir því að hárið á
honum hefði tilhneigingu til að
fallaframáennið. Það mætti
hinsvegar laga með briljantíni
hefði fólk sagt.
Tíminn.