Þjóðviljinn - 16.12.1988, Page 8
AÐ UTAN
Teg. Asolo
Bæsuð eik
Verð kr. 71.200, stgr.
Opið sunnudag kl. 14-16.
Reykjavíkurvegi 66 - sími 54100.
Morðingi Olofs
Palme fundinn?
Ríkissaksóknari sannfœrður um að rúmlega fertugur
síbrotamaður sé hinn seki
Þegar þetta er ritað, eru líkur
taldar á því að haft hafi verið
upp á morðingja Olofs Palme,
forsætisráðherra Svíþjóðar og
leiðtoga flokks jafnaðarmanna
þarlendis. Hann var sem kunnugt
er skotinn til bana á Sveavágen,
einni af fjölförnustu götum
Stokkhólmsborgar, síðla kvölds
28. febr. 1986. Forsætisráðherr-
ann hafði ásamt konu sinni Lis-
beth, fæddri Beck-Friis, verið í
kvikmyndahúsi við Sveavágen og
ætluðu þau að ganga heim til sín á
Vesterlnggatan í Gamla Stan,
elsta hluta borgarinnar, enda var
veður gott. En á götuhorni einu
beið morðinginn þeirra.
Svo átti aö heita að Palme væri
stöðugt undir vernd lífvarða, en
sjálfum mun honum hafa þótt
slíkt eftirlit frekar þreytandi, að
minnsta kosti kom ósjaldan fyrir
að hann brá sér á milli húsa án
þess að láta lífverðina vita eða
sendi þá frá sér. Það hafði hann
einmitt gert þetta kvöld. Raunar
er tiltölulega skammt síðan, að
farið var að telja óhjákvæmilegt
að leggja æðstu mönnum Sví-
þjóðar til lífverði. Þeir voru sem
sé vanir að fara ferða sinna ak-
andi eða gangandi um götur og
torg eins og hverjir aðrir borgar-
ar. En það er þeim ekki óhætt
lengur, eins og svo eftirminnilega
sýndi sig umrætt vetrarkvöld. í
því felst ískyggilegur vitnisburður
um þróun mála í skandinavískum
löndum, sem til skamms tíma
voru talin friðsamlegustu og ör-
uggustu samfélög í heimi.
Margar tilgátur
Morðingi Palme slapp sem
kunnugt er, og svo að segja sam-
stundis komust á kreik firn af
kviksögum um það, hver
illvirkinn væri og á hverra vegum.
Til þess voru nefnd kúrdnesk og
arabísk skæru- og hryðjuverka-
samtök, íranskir valdhafar, róm-
anskamerískar herforingjaklíkur
og leyniþjónustur, leyniþjónust-
ur risaveldanna beggja, nokkuð
sérvitringslegur pólitískur öfga-
hópur sem nefnist Evrópski
verkamannaflokkurinn og virðist
hatast sérstaklega við jafnaðar-
menn og svona mætti lengi telja.
Ekki var heldur talið útilokað að
morðinginn hefði á engra vegum
verið nema sjálfs sín.
Raunar var ekki við öðru að
búast en að óteljandi kenningar
kæmust á kreik viðvíkjandi máli
þessu. Af öllum forustumönnum
í stjórnmálum á Norðurlöndum
um sína daga lét Palme mest að
sér kveða á alþjóðavettvangi.
Framkoma hans og frammistaða
á þeim vettvangi vöktu aðdáun
margra, en andúð annarra. Þegar
Bandaríkjamenn á stjórnarárum
Nixons bombuðu Hanoi sem
harðast, líkti Palme því athæfi við
verslu glæpi nasista. Stjórnendur
Spánar á Francotímanum kallaði
hann eitt sinn „andskotans morð-
ingja“ og Husak og félaga hans,
sem Sovétmenn settu til valda í
Tékkóslóvakíu eftir að hafa bælt
Pragvorið niður, nefndi hann
skriðdýr einræðisins eða eitthvað
í þá veru.
Kúrdakenning
Holmérs
Menn eru viðkvæmir fyrir
heiðri sínum, kannski sérstaklega
þeir sem ekki hafa hann nema af
skornum skammti. Hver berst
fyrir því sem hann ekki hefur,
eins og Napóleon sagði. Það voru
sem sagt ýmsir, sem ætla mátti að
hefðu þungan hug á sænska for-
sætisráðherranum vegna hvass-
yrða hans og mikilla afskipta af
alþjóðamálum. Til greina komu í
þessu sambandi einnig ýmsir aðil-
ar, sem líklegt var að hötuðust
við sænsk stjórnvöld af öðrum
ástæðum. Hans Holmér, yfirlög-
reglustjóri Stokkhólms, sem fyrst
í stað stjórnaði rannsóknum í
morðmálinu, virðist hafa verið
því sem næst sannfærður um að
morðinginn hefði verið á vegum
Kúrdneska verkamannaflokks-
ins, róttækra samtaka Tyrk-
lands-Kúrda, sem þekktust eru
undir skammstöfuninni PPK.
Menn úr þeim samtökum höfðu
komist í kast við sænsk yfirvöld
NÝJAR
SENDINGAR
Teg. Scala
Litir: svart og hvítt
Verð aðeins kr. 66.150, stgr.
Palme - maður sem hreif marga en vakti furðumikið hatur hjá öðrum.
vegna morða á Kúrdum búsett-
um þarlendis, sem þau voru grun-
uð um, og af því tilefni haft í hót-
unum. En ekkert tókst að sanna á
samtök þessi. Rannsókn málsins
hefur í heild orðið allsöguleg, og
út frá henni hafa Holmér, Anna-
Greta Leijon dómsmálaráðherra
og tveir saksóknarar orðið að
segja af sér.
Úpp á síðkastið hafa þeir, er
hafa rannsókn málsins með
höndum, hallast að þeirri kenn-
ingu að morðið hafi verið fram-
tak eins manns, sem ekki hafi
verið á vegum neinna uppreisnar-
samtaka, ríkja eða leyniþjón-
ustustofnana. Maður sá, sem nú
er grunaður um morðið, var
handtekinn á miðvikudag í einni
af útborgunum á norðurhluta
Stokkhólmssvæðisins, þar sem
hann er búsettur. Um hann er vit-
að að hann er 41 árs gamall sí-
brotamaður, sem mikinn hluta
fullorðinsára sinna hefur setið í
fangelsum. Árið 1970 drap hann
mann með byssusting á götu í
miðborg Stokkhólms, og hafði sá
drepni það til saka unnið að reka
sig á morðíngjann í þrengslunum
á gangstéttinni. En í Svíþjóð eru
refsingar fyrir glæpi með ein-
dæmum vægar, jafnvel á vestur-
lenskan mælikvarða, og innan
þriggja ára frá byssustingsmorð-
inu var morðinginn frjáls ferða
sinna á ný. Síðan hefur hann að
sögn haldið ótrauður áfram á af-
brotabrautinni og setið inni tíma
og tíma milli glæpa.
Fjarvistarsönnun
að engu orðin
Þessi ferill vekur óhjákvæmi-
lega athygli á þeirri spurningu,
sem sífellt oftar heyrist borin
fram síðustu ár, hvort linkind
mannúðlegustu vesturlandaríkja
gagnvart afbrota- og glæpa-
mönnum sé ekki komin út í óverj-
andi öfgar. Komist hefur verið
svo að orði í því sambandi að
samfélögin hafi í raun tekið af-
stöðu með afbrotamönnunum
gegn hinum almenna borgara.
Haft er eftir Axel Morath, að-
stoðaryfirríkissaksóknara Sví-
þjóðar, að hann sé sannfærður
um sekt hins handtekna. Vitað er
að hann var staddur nálægt
morðstaðnum skömmu áður en
morðið var framið, og fjarvistar-
sönnun sem hann hafði áður var-
ið sig með reyndist við nánari at-
hugun haldlaus.
Hástéttarmaður —
sósíalisti
En þótt satt kunni að reynast
að ólukkufugl þessi sé sekur um
morðið, þá er ekki þar með sagt
að sænska samfélagið sem slíkt sé
alveg án ábyrgðar í því tilfelli.
Eitt af því sem heyrst hefur af
þeim handtekna er að hann hafi
hatað Palme. Hann var ekki einn
Svía um það. Palme var á ýmsan
hátt sérstæður af sænskum
stjórnmálamanni af vera. Faðir
hans var af ætt, sem lengi hafði
verið áhrifamikil í viðskipta-
heiminum, og móðirin var af
þýsk-baltneska aðlinum, ein-
liverri stéttvísustu yfirstétt sem
sagan kann frá að greina. Fjöl-
skyldan var hægrisinnuð, en sjálf-
ur gerðist hann vinstrisinnaður
og var jafnvel af sumum „grásoss-
um“ (eins og tiltölulega hægri-
sinnaðir jafnaðarmenn eru
gjarnan nefndir í Svíþjóð) talinn
setja fullmikinn róttæknissvip á
Jafnaðarmannaflokkinn. Jafn-
framt var hann alla tíð dæmigerð-
ur aristókrat í framkomu og stíl,
- og það var annað en menn höfðu
átt að venjast af fyrri leiðtogum
flokksins, Tage Erlander og Per
Albin Hansson. Sem slíkur talaði
Palme yfirleitt eins og sá sem
valdið hafði og ekki var laust við
að stundum þætti kenna nokkurs
hástéttarhroka af orðum hans í
kappræðum við pólitíska and-
stæðinga, t.d. Thorbjörn Fálldin,
bónda norðan úr Ingermanlandi.
Palme var dáður af mörgum, en
þessar mótsagnir viðvíkjandi
honum áttu ef til vill nokkurn
þátt í því að hann var furðumikið
hataður af skandinavískum
stjórnmálamanni að vera. Það
hatur, sem var mest meðal hægri-
manna en var einnig merkjanlegt
í röðum kjósenda flokks hans,
var einskonar blanda af hatri yfir-
stéttarfólks á liðhlaupa og lág-
stéttarfólks á hástéttarmanni.
Þegar slíkt hatur beinist að ein-
hverjum háttsettum manni í
þjóðfélaginu, er varla óhugsandi
að einhver ruglaður glæpamaður
fái það á heilann að ráða þann
hinn sama af dögum og ímyndi
sér að hann sé með því að þjóna
almennum vilja, gott ef ekki ein-
hverjum æðri tilgangi.
Dagur Þorleifsson
8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. desember 1988