Þjóðviljinn - 16.12.1988, Side 10
LEIÐARI
FYRR
Ræða Arafats
Leiðtogi PLO, Frelsissamtaka Palestínu, Jassir Arafat,
ávarpaði fund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í
Genf nú fyrr í vikunni. Þar bauð hann fulltrúum ísraels til
viðræðna um friðsamlega lausn mála í landinu helga og
sundurtætta á alþjóðlegri ráðstefnu, sem til væri stofnað
á grundvelli margfrægra samþykkta Sameinuðu þjóð-
anna um frið sem virði rétt allra þjóða á svæðinu - og þá
ísraela.
Þeir sem með völd fara í ísrael hafa sýnt eina ferðina
enn að þeir vilja með öllum ráðum koma sér hjá því að
ræða við þá menn sem óumdeilanlega fara með víðtækt
umboð Palestínuaraba, m.ö.o. forystu PLO. Shamir for-
sætisráðherra sagði að ræða Arafats væri blekkingin tóm
og á honum að heyra, að ef hann mætti ráða mundu
ísraelar aldrei við Arafat ræða - sama hvað hann segði
eða gerði. Forystumenn í Verkamannaflokknum voru
eitthvað sveigjanlegri í sínum viðbrögðum, en samt óra-
langt frá því að taka undir hugmyndir Arafats. Sem fyrr
verður ekki betur séð, en þeir sem ráða ferðinni í ísrael
vilji aðeins draga sem mest á langinn allar þær viðræður
við Palestínumenn sem byggja á öðru en valdboði frá
ísraelum í trausti yfirburða herstyrks.
Því er ekki nema von að menn hafi fylgst með skerptri
athygli með viðbrögðum Bandaríkjamanna við ræðu Ar-
afats. Bandarísk stjórnvöld höfðu gert sig að viðundri
með því að neita Arafat um vegabréfsáritun til að hann
gæti ávarpað þing Sameinuðu þjóðanna í New York. Það
var gert á þeim forsendum að PLO hefði fengist við
hryðjuverk. Og þær forsendur reynast mjög hæpnar í
hinu palestínska dæmi: málsaðilar hafa gert sig seka um
margt það sem fellur undir hryðjuverk. Auk þess má
minna á það, að minn hryðjuverkamaður er þín hetja -
m.ö.o. tveir forsætisráðherrar ísraels, þeir Begin og
Shamir, voru hryðjuverkamenn samkvæmt skilgreiningu
meðan þeir börðust gegn Bretum og aröbum í Palestínu
fyrir stofnun Ísraelsríkis.
Bandarísk stjórnvöld höfðu beðið Svía að skila því til
Arafats hvað hann ætti að segja til að þeir í Washington
væru til viðtals við hann. Fyrst brugðust þeir svo við
ræðunni að hann hefði ekki nóg gert að því er varðar
viðurkenningu á tilverurétti ísraels, en eftir blaðamanna-
fund sem Arafat hélt um málið degi síðar hafa þau tíðindi
gerst, að Bandaríkjastjórn segist nú reiðubúin til beinna
viðræðna við PLO. Þetta eru merkileg umskipti, því náin
tengsl við ísrael hafa hingað til látið Bandaríkjamenn
skjóta sér á bak við hermdarverkatalið til að forðast PLO.
En nú sýnast þeir í Washington loksins hafa áttað sig á
því, að sú frávísunarafstaða sem ísraelar hafa fylgt, leiðir
ekki til neins annars en nýrra styrjalda. Þar með er ekki
sagt að bandarísk stjórnvöld hafi tileinkað sér skilning á
málstað Arafats eða samúð með honum - en þau viður-
kenna þá væntanlega ekki síður en þeir sem helst hafa
jarðsamband í ísrael sjálfu, að margumtalað öryggi ísra-
els eflist ekki með hernámsstjórn von úr viti - heldur
verður það ótryggara með hverjum mánuði sem líður.
Auk þess er þess að vænta að bandarísk stjórnvöld
hafi í þessu máli tekið mið af vaxandi andúð og gagnrýni á
framferði ísraelska hersins á hernumdu svæðunum og
eigin einangrun í málinu.
Enn er löng leið til þess að samið verði um frið á
grundvelli jafnréttis ísraela og Palestínumanna. En samt
hefur veigamikið skref verið stigið í þá átt á þeim fundi SÞ
sem fyrir sakir fáránlegrar þvermóðsku Reaganstjórnar-
innar var fluttur til þeirrar Evrópu sem kannski á nú um
stundir rýmri möguleika en áður til að leggja virkan skerf
til friðargerðar. Undir það mat ýta síðustu fréttir sem lúta
að því, að Svíar hafi átt mikinn hlut að undirbúningi þeirra
tíðinda sem nú hafa orðið.
-ÁB
Og nú erum við stödd í Aðalstræti norðanverðu, árið 1882 eða þar um bil, og sjáum frá
Bryggjuhúsinu gamla og suður götuna, þá elstu í borginni. Koma má auga á Innréttingahúsin
vestanmegin strætisins en fyrir enda þess rís spítalinn, tvílyft hús með valmaþaki, þar sem áður
var Klúbburinn. Til voru þeir, sem nefndu Klúbbhúsið Okakerið í háðungarskyni við veitinga-
reksturinn, en það nafn var annars dregið af lögun hússins. Húsið næst til hægri, mikið hús og
myndarlegt á þeirra tíma mælikvarða, reisti Robert P. Torgesen kaupmaður, 1855. Waldimar
Fischer rak þar síðan alllengi mikla verslun, sem Jón Steffensen stjórnaði. Síðar verslaði þar
H. P. Duus en um það leyti, sem myndin var tekin, var þama verslunin Geysir. Tvílyfta húsið
vestan götunnar, fjær á myndinni er hús Valgarðs Breiðfjörðs. Austan megin strætisins er tvílyft
hús, sem snýr stafni að götu. Þar var lengi verslun Brynjólfs H. Bjarnasonar. Fáir eru áferli en þó
hefur stillt sér þarna upp prúðbúinn myndarmaður, með hvíta bringu, hatt og göngustaf. Kannski
hefur hann veður af Sigfúsi með myndavélina?
Myndin er úr Ijósmyndasafni Sigfúsar Eymundssonar, sem Almenna bókafélagið gaf út.
... OG NÚ
Já, það breytist margt á styttri tíma en 106 árum. Það er ekki margt, sem bendir til þess, að
myndin hans Jim Smart, sem við sjáum hér, sé tekin á sömu slóðum og sú fyrri. Innréttingahúsið
hans Skúla fógeta er þó þarna enn, þótt ekki sé þar lengur ofið heldur seldar veitingar.
Klúbburinn - spítalinn - hefur nú safnast til feðra sinna en Herkastalinn kominn í staðinn, og
sómir sér þarna vel. Grjótferlíkið hægra megin á myndinni er náttúrlega Morgunblaðshöllin, sem
allt í einu kom þarna eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Og verslunarhúsið hans Brynjólfs H.
Bjarnasonar hefur staðið af sér alla storma. Brynjólfur er auðvitað hættur að versla en við sjáum
ekki betur en að þarna sé nú boðið upp á gull og demamta. Og nú stöndum við ekki lengur
bísperrtir úti á miðri götu ef við viljum halda lífinu, heldur verðum að sæta lagi með að skjótastyfir
götuna á merktum gangbrautum - og dugir þó ekki alltaf til. Það eru nefnilega komnir bílar í
borgina. _mhg
Viljið þið ekki, lesendur góðir, vera nú svo vænir að senda blaðinu gamlar myndir, sem þið kunnið að eiga í fórum
ykkar? Allar 40-50 ára gamlar myndir og ekki síður þaðan af eldri, eru vel þegnar. Myndunum þurfa að fylgja
nauðsynlegar upplýsingar svo sem um aldur ef hann er kunnur o.s.frv. - Myndina skal senda til umsjónarmanns Nýs
Helgarblaðs, Pjóðviljanum, Síðumúla 6, 108 Reykjavik. - Við munum að sjálfsögðu senda myndirnar til baka, ásamt
ókeypis eftirtöku. Leitið þið nú í pokahorninu.
Síðumúla 6 - 108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.,
Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Arnason.
Umsjónarmaður Nýs Helgarbiaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson,
HeimirMár Pótursson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristófer
Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Olafur
Gíslason, Páll Hannesson, SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurOmars-
son(íþr.).
Handrita-ogprófarkalestur: ElíasMar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur ómarsson.
Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson
Framkvæmdastjóri: HallurPáll Jónsson.
Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 70 kr.
Nýtt helgarblað: 100kr.
Áskriftarverð á mánuði: 800 kr.
10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. desember 1988