Þjóðviljinn - 16.12.1988, Síða 12
Táknrænt tungumál
um mannlega eiginleika
Stjörnuspeki, - útúr kú á atómöld? Gunnlaugur Guðmundsson, höfundurfyrstu alvörubókarinnar á íslandi
umþau frœði neitar aðdróttunum um hjátrú. Stjörnuspeki svarar öðrum spurningum en venjuleg vísindi, og
miðar við aðra heimssýn, - og hver segir að sú sé verri?
Gunnlaugur
Guðmunds-
son, höfundur
nýju sfjörnu-
speki-
bókarinnar:
Meira aðsegja
páfarnirí
Róm... Mynd
JimSmart.
Stjörnuspeki? Er það ekki
eitthvað frá þeim tíma að
jörðin var flöt, og sól, tungl og
stjörnur gengu á sjö himnum
samkvæmt skipun Drottins
Allsherjar eða Ra Krossgátu-
guðs í Egyptó eða Belsebúbs í
Babýlon? Er þetta ekki bévít-
ans hjátrú og hégiljur? Og
væntanlega á hraðri útleið úr
okkar öld, - þarsem vísindin
sækja sífellt lengra fram og
auðga mannsandann æ veg-
legar með röklegu safni af
vitneskju um hið smæsta og
hið stærsta í alheiminum, -
okkar öld þarsem lifandi
menn hafa staðið tveimur fót-
um á tunglinu og eldflaugar
verið sendar í leiðangur langt
útfyrir sólkerfið?
Gunnlaugur Guðmundsson
hristir höfuðið þegar þetta er
sagt, og getur að því leyti trútt um
talað að hann er sennilega fyrsti
Islendingurinn (að minnsta kosti
frá því við iögðum af fræðaiðkun
innan klausturveggja) sem hefur
atvinnu sína af hinni fornu astro-
logiac. Oddviti Stjörnuspekimið-
stöðvarinnar á Laugaveginum í
Reykjavík og höfundur mikillar
bókar nýútkominnar um þessi
fræði. „Hver er ég?“ spyr bókin,
og síðan taka við rúmar þrjú
hundruð síður, - um stjörnu-
merki, plánetur, hús, afstöður og
annað sem við mátti búast, - og
þarna eru ennfremur hugleiðing-
ar um sögu stjörnuspekinnar, um
stefnur og strauma innan fræð-
anna, um það að þckkja sjálfan
sig, ennfremur um siðfræði í fag-
inu: „Faglegar vangaveltur fyrir
stjörnuspekinga.“ Þetta er sumsé
alltsaman í fullri alvöru og langur
vegur frá Jane Dixon og félögum.
En hvað meinar maðurinn?
Eru ekki traustir raunvísinda-
menn hvað eftir annað búnir að
sýna frammá að þetta cr meira og
minna rugl sem á sér enga stoð
nema þá að til er ruglað fólk sem
vill láta rugla sig ennþá meira?
- Stjörnuspeki er ekki hluti af
raunvísindunum, svarar Gunn-
laugur. Það væri nær að kenna
hana við innsæi, þar liggur styrk-
ur hennar. Sjáðu til: ástæðan
fyrir því til dæmis að ég er í stjörn-
uspeki er sú að ég er einsog ég er.
Ég hef áhuga á sálfræði, bý að
ákveðinni tilfinningalegri næmni
og er nokkuð góður á fólk. Ég
spyr spurninga sem hin hefð-
bundnu vísindi geta ekki svarað,
en stjörnuspekin gefur vísbend-
ingar um.
Erjur -fræðinnar
og -spekinnar
- Stjörnufræðingar og aðrir
raunvísindamenn þreytast ekki á
að reyna að vara fólk við stjörn-
uspeki. I fyrsta lagi eru þeir aðal-
lega að vara fólk við því sem þeir
halda að sé stjörnuspeki. Þeir
hafa fæstir kynnt sér þetta og
miða oft við stjörnuspárnar í
blöðunum: „Þú hittirgamlan vin í
dag. Best að vera heima í kvöld“
- í tólf tilbrigðum.
- Önnur útgáfa af þessum mis-
skilningi er líka til, sérstaklega
meðal stjörnufræöinga. Einn sá
virtasti hér, Þorsteinn Sæmunds-
son, heldur því til dæmis fram að
eitt af því sem kippir fótum
undan stjörnuspekinni sé að
stjörnumerkin hafi færst til í ald-
anna rás, - en stjörnuspekin not-
aí alls ekki þann dýrahring sem
hann talar um. Annar góður vís-
indamaður, Þorsteinn Vilhjálms-
son, segir í nýlegri bók að
þyngdarafl stjarnanna virki á
jörðunni minna en þyngdarafl
húsa og fólks og telur sig þarmeð
hafa afgreitt stjörnuspekina. En
stjörnuspekingar halda því alls
ekki fram að þyngdarkrafturinn
hafi sérstök áhrif.
- í öðru lagi er rétt að átta sig á
;því að stjörnufræði og stjörnu-
speki eru tvö gjörólík fög þrátt
fyrir sameiginlegan uppruna, og
vísindaleg aðferðafræði stjörnu-
fræðinnar kemur lítið við stjarn-
spekilegri hugsun.
- Það má kannski skýra þetta
með kenningunni um heilahvel-
in. Ég held að stjörnufræðin
stjórnist fyrst og fremst af vinstra
heilahvelinu þarsem haldið er að
rökræn hugsun búi, meðan
stjarnspekileg hugsun verður til í
hægra heilahveli sem ræður
innsæi og listrænni hugsun.
Stjörnufræðingur sem úttalar sig
um stjörnuspeki á forsendum
sinnar eigin fræðigreinar, - það
er svona einsog þaö kæmi bóndi
frá íran og færi að tala um þjóð -
málin á íslandi.
Hægra hné og
vinstri ökkli
- Raunvísindamenn hafa ein-
faldlega engan einkarétt á
sannleikanum. Þeirra aðferða-
fræði útskýrir ekki allt lífið. Og
það er skrítin árátta hjá þeim að
standa í sífelldum árásum á
stjörnuspekina meðan þeir þegja
um vísindi einsog sálfræði eða
guðfræði.
Þeirra aðferðafræði, þeirra
sýn, segirðu, - en hver er þá þín
sýn og ykkar aðferðafræði?
-Grunnhugmynd stjörnuspek-
innar er að heimurinn sé ein líf-
ræn heild. Samanber sköpunar-
söguna í biblíunni þarsem guð
skapaði manninn í sinni mynd.
Maðurinn er spegilmynd
heimsins. Það er enginn aðskiln-
aður til í náttúrunni, aðskilnaður
og flokkun er meira og minna
blekking. Öll hreyfing er sama
hreyfingin og lýtur sömu lögmál-
unt. í skammtafræðinni, þarsem
atómið er klofið og eindir þess
athugaðar, - þar finna vísinda-
menn engan aðskilnað. Og hver
maður er ein heild, það er ekki til
í dæminu að hægra hnéð verði
fyrir slysi sem vinstri ökkli veit
ekkert af.
- Pláneturnar - stjörnurnar -
hafa sjálfar engin áhrif. Þær segja
hinsvegar ákveðna sögu, og það
er mjög hentugt að fylgjast með
gangi þeirra. Við miðum við
pláneturnar sem hluta fyrir heild.
Það má líkja þessu við það þegar
læknir tekur sýni úr litlafingri,
ekki til að rannsaka iitlafingur
heldur það sem sýnið segir um
líkamann allan. Mars eða Venus
hafa engan sérstakan vilja eða
áhrif í sjálfu sér, en þær hafa
táknlegt gildi og eru ómetanlegar
vegna þess að við vitum hvernig
þær hafa gengið og hvernig þær
munu ganga.
Það vekur athygli að þú lætur
þér ekki nægja að tala um merkin
og stjörnurnar og húsin og svo
framvegis í bókinni, heldur hefur
þar ýmsan annan fróðleik, til
dæmis töluverðan texta um sögu
stjörnuspckinnar. Skiptir sú saga
þig máli?
- Bæði mig og þig. Að fornu
skynjuðu menn heiminn á annan
hátt en við gerum flest núna.
Fyrir þeim var allt lifandi, fjöll og
tré og vötn, og maðurinn var
miklu meiri hluti af umheiminum
en nú. Úr þessu andrúmslofti,
þessari heimsmynd, er stjörnu-
spekin upprunnin, og hún var á
löngum tíma mannkynssögunnar
mjög sterkt afl.
Sporðdrekinn
Makbeð
- Og stundum verður maður
mjög undrandi á því hvað sagn-
fræðingar vanrækja stjörnuspek-
ina. Flestir af helstu vísinda-
mönnum frammá nýöld voru
stjörnuspekingar og vitað er að
keisarar og konungar studdust
við stjörnuspekina, og meira að
segja páfarnir í Róm.
- Þetta á reyndar við fleiri
fræðigreinar. Ég held til dæmis
að menn verði að vita hitt og
þetta um stjörnuspeki til að skilja
Shakespeare, þannig er leikritið
um Makbeð á sinn hátt stúdía í
ákveðinni tegund af sporðdreka.
Það þyrfti eiginlega að vera fast
stjörnuspekinámskeið í heim-
spekideildinni í háskólanum.
Eða kannski sérstök stjörnu-
spekideild...
Þú talar í bókinni um stefnur
innan stjörnuspekinnar eða ýms-
ar gerðir, segist sjálfur leggja
stund á „sálfræðilega stjörnu-
speki“, og þverneitar að segja
mér hvað gerist í mínu lífí á morg-
un...?
- Já. Stjörnuspeki er ekki það
sama og stjörnuspá. Slíkar spár í
dagblöðum hófust árið 1930 í
Bretlandi og koma stjörnuspek-
inni afskaplega lítið við.
- Raunveruleg stjörnuspeki er
einskonar tæki til að skilgreina
sálarlíf mannsins, til að auka
sjálfsþekkingu hans, og þarmeð
til að auka frelsi hans. Þar er ekki
gert ráð fyrir fastbundnum ör-
lögum, - frjáls vilji er viður-
kenndu, líka uppeldis- og um-
hverfisáhrif, og erfðir. En þar er
spurt um upplag mannsins, um
persónuleika hans.
Börn á heimili
stjörnukortsins
-Hver ertu? spyr stjörnuspek-
in, og í því framhaldi hvernig
hver og einn getur best nýtt þá
orku sem honum er eiginleg og
sérstök, - og hvar hann þarf að
fara vaijega.
- Hver maður á sér mörg
stjörnumerki, og nokkur sterkust
sem móta persónuleikann. Ein-
hver er til dæmis hrútur, ljón og
meyja í ákveðnum skömmtum, -
því mætti þá líkja við það að
stjörnukortið sé heimili og þar
þrjú börn sem þarf að ala upp í
sem allra mestri sátt, - það þarf
að finna rétta málamiðlun.
- Menn eru samsettir úr
ákveðnum persónuleikaþáttum,
hafa ólíka hæfileika. Þá er hægt
að tákna með því að segja ljón,
hrútur eða meyja. Stjörnuspekin
er í rauninni táknrænt tungumál
sem ætlað er að túlka persónu-
eiginleika mannsins, hugmynda-
kerfi yfir mannlega eiginleika, og
ekkert annað.
- Stjörnuspekin getur hjálpað
mönnum að átta sig á eiginleikum
sínum, að bæla þá ekki niður, að
lifa lífinu með tilliti til 'þeirra
allra. Með því að hjálpa mönnum
að þekkja sjálfa sig getur stjörn-
uspekin gert persónuleikann fjöl-
þættari og heilsteyptari.
- Og ég vona að nýja bókin
leggi lóð á þessa vogarskál, segir
Gunnlaugur Guðmundsson
stjörnuspekingur', - naut með
tungl f fiskum og rísandi ljón.
-m
12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. desember 1988