Þjóðviljinn - 16.12.1988, Side 13

Þjóðviljinn - 16.12.1988, Side 13
Borgarstjórinn áttundi? Stjórnarandstaöan í borgar- stjórn hugleiðir sameiginlegt framboð gegn Davíð og dvergunum sjö vorið 1990, einsog menn vita. Samstarf borgarfulltrúa andstöðunnar hefur gengið óvenju vel og ák- veðin stemmning fyrir því í öllum flokkum og samtökum að fara fram saman, þótt enn sé alls óvíst hvað verður. Eitt af því sem stendur í eðlilega í mönnum er skipan hugsan- legs framboðslista. Fréttir herma að nýjasta hugmyndin hafi kviknað hjá Sigurjóni Péturssyni, Nestor borgar- stjórnar, og þyki forvitnileg. Samkvæmt henni fengi hver flokkanna - Allaballar, Fram- sókn, Kvennó og Kratar - tvo menn í fyrstu átta sætin, og síðan tækju þeir mesta áhættu sem mest legðu undir. Sá sem menn ætluðu að gera að forseta borgarstjórnar yrði í sjöunda sætinu og borgar- stjóraefnið sjálft í baráttusæt- inu, því áttunda. í það sæti er oftast hvíslað um Ingibjörgu Sólrúnu Gísl- adóttur, þótt hún hafi nú vikið úr borgarstjórninni fyrir næsta manni á listanum.B Líf og dauði mmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmn fréttabréfs Á fréttabréfið að lifa? heitir fyrsta greinin í Fréttabréfi Há- skóla Islands nýkomnu, og veltir annar umsjónarmanna Fréttabréfsins, jarðfræðingur- inn Sigurður Steinþórsson, fyrir sér hinstu rökum um til- veru fréttabréfa. Sigurður segir háskólamenn lata til skrifta í fréttabréfið: „liggi mönnum eitthvað á hjarta skrifa þeir frekar í dagblöðin eða lýsa því yfir í heyranda hljóði í gufubaðinu eða á kaffi- stofu verkfræðideildar - en þar eru sagðar vera mjög stórar skoðanir á flestum hlutum." Umsjónarmaðurinn segist hafa heyrt um það hugmyndir að eina leiðin til að halda út fréttabréfinu sé að feta í fót- spor glanstímaritanna. Því er Sigurður ekki hrifinn af, breytingar verði að koma að innan: „Enda er það ein höfuðmeinsemd íslendinga að velja jafnan dýrustu en jafnframt gagnslausustu lausnina á hverju vandamáli, sem sæmilega menntaðir menn ættu að berjast gegn, eða a.m.k. ekki taka þátt í: Vanti menn lífsfyllingu kaupa þeir sér dýran bíl eða byggja óviðráðanlega stórt hús, þyki þeim Fréttabréfið leiðinlegtog efnisrýrt gera þeir tillögu um að prenta það í lit á glans- pappír. Hvort tveggja eru sýnilega gervilausnir, eins og hver maður getur séð.“ Uppí háskóla hafa menn hinsvegar litlar áhyggjur af fréttabréfinu meðan Sigurður Steinþórsson heldur áfram að skrifa í það.B Ný ör nýjatestamentii Fyrir nokkrum dögum kom út nýja testamentið sem Oddur Gottskálksson þýddi ífjósinu í Skálholti án þess biskup vissi, þýðingin sem var prentuð 1540 fyrst þeirra rita á ís- lensku sem vitað er af. Nýja útgáfan er öll hin vandaðasta, þrír virtir málfræðingar hafa lagt saman við að búa textann í nútímabúning og reynt að leggja alúð í prentvinnuna. Það er Sverrir Kristinsson fasteignasali og bókavinur sem gefur út um fyrirtæki sitt Lögberg, - og brá verulega þegar í Ijós kom að í fyrstu eintökum höfðu ruglast skrautmyndir af elstu utgáf- unni, þannig að síða úr Lúkas- arguðspjalli var þar komin sem átti að vera síða úr fyrri pistli Páls til Kórintumanna, og Kórintubréfs síðan svo á Lúkasarguðspjallsstaðnum. Sverrir brá skjótt við, lét stöðva framleiðsluna, prenta nýja fyrstu örk bókarinnar, og breyta öllum þeim eintökum sem til voru. Skörulega gert hjá Sverri enda er Nýja test- amenti Odds með merkustu ritum. Kenjar bókamanna gætu hinsvegar orðiö til þess að einmitt þau fáu eintök sem farin voru út með ruglsíðunum verði feykidýrmæt síðar...B MYNDARLEG JÚLAGJÖF STÆKKUM MYNDIR i ALLT AÐ 60x90 60x90 kr. 2.800,- 50x60 kr. 1.600,- 30x40 kr. 980,- 20x30 kr. 290,- Gæði og þjónusta Jp®fgndsgn í fyrirrúmi. S. 77755 ■V'' i atteV- 1|§Str íSsSS rrCV0^ S\g0^sS° \s\a^s- Bókaúfgc Góð bók er gersemi álHffS nr m-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.