Þjóðviljinn - 16.12.1988, Side 15
Gaman
að sjá
heiminn
með
augum
unglings
Rætt við Ólaf Hauk Símonarson um
bók hans Gauragangur
Ólafur Haukur Símonarson
er ekki við eina fjölina felldur
sem rithöfundur. Frá hans
hendi hafa komið Ijóð, smá-
sögur, raunsæjar skáldsögur,
sönglög, barnaþættir í sjón-
varpi, leikhúsverk, heimilda-
myndir og nú haslar Ólafur
Haukur sér völl á unglinga-
bókamarkaðinum með bók-
inni Gauragangur. Nýja Helg-
arblaðið leit við hjá Ólafi
Hauki og ræddi við hann um
þessa nýju bók hans.
Bókin Gauragangur er auglýst
sem unglingabók en engu að
síður hafa fullorðnir gaman af
henni. Telurðu rétt að flokka
þessa skáldsögu á þennan hátt og
miða hana þannig við ákveðinn
lesendahóp?
„Þetta er fyrst og fremst bók
um ungling. Sem slík höfðar hún
væntanlega til unglinga. Það er
að minnsta kosti mat útgefandans
að svo sé. En hafa ekki allar góð-
ar unglingabækur verið lesnar af
fólki á öllum aldri? Hvað með
bækur einsog Róbinson Krúsó,
Palli var einn í heiminum og Litla
prinsinn? Eru þetta bókmenntir
fyrir fullorðna eða fyrir börn?“
Ég skemmti mér
Það er meira frelsi í texta þess-
arar bókar en öðrum bókum þín-
um. Það er einsog þú gefir þér
lausari tauminn.
„Það er sennilega einhver þró-
un sem á sér stað núna í því sem
ég skrifa. Að því leytinu til þótti
mér afskaplega skemmtilegt að
skrifa þessa bók. Ég hef aldrei
skemmt mér eins vel við að skrifa
einsog í þetta sinn. Sjónarhorn
þessa stráks sem er á mörkum
þess að vera barn og fullorðinn er
ansi skemmtilegt. Mér fannst
mjög gaman að sjá heiminn í
gegnum hann.“
Notarðu eigin upplifanir frá
unglingsárunum við samningu
bókarinnar?
„Það er óhjákvæmilegt þegar
maður skrifar sögu af einstaklingi
á þessu aldursskeiði að drjúgur
partur af eigin lífsreynslu fljóti
með.“
Margir rithöfundar af þinni
kynslóð og yngri hafa skrifað
bækur byggðar á eigin uppvaxtar-
árum en þetta er í fyrsta skipti
sem þú gerir það.
„Ég hef ekki samið slíkar
bækur um unglingsárin en smá-
sögurnar mínar fjalla margar um
börn og unglinga."
En það hefur ekki hvarflað að
þér að láta Gauragang gerast á
þeim árum sem þú varst sjálfur
unglingur.
„Ég íhugaði það reyndar en
mér finnst vera búið að gera því
tímabili all þokkaleg skil hvað
varðar að tína fram það sem ein-
kennirtímabilið. EinarMár, Ein-
ar Kárason og Pétur Gunnarsson
hafa verið að skrifa sögur um
krakka og unglinga frá þessum
árum og byggt þær mikið á and-
rúmslofti liðins tíma. Mér finnst
það eiginlega afgreitt mál í bili.
Hinsvegar er þetta að vera ung-
lingur; að standa á þessum mörk-
um að vera barn og fullorðinn;
það er sitthvað í því sem er óum-
breytanlegt. Tíminn skiptir því
ekki öllu máli.“
Ytri skilyrði
breytt
Það hlýtur samt ýmislegt að
hafa breyst á þessum árum?
„Jú. Ytri skilyrði unglinganna í
dag eru náttúrlega að mörgu leyti
önnur en þau voru. Það vitum við
sem eitt sinn vorum unglingar og
erum nú að ala upp unglinga. Það
er margt sem unglingunum stend-
ur til boða í dag og líka ýmislegt
sem glepur þá sem ekki glapti
okkur á sínum tíma. Markmið
mitt með þessari bók var einfald-
lega að segja skemmtilega sögu af
þessum umbrotatíma en ekki
endilega að reyna að koma ein-
hverjum sannleika til skila um
umhverfið, samfélagið, skóla-
kerfið og eitthvað slíkt. Þetta er
bara saga af manneskjum og ekk-
ert reitt hærra til höggs heldur en
það.“
Fyrri skáldsögur þínar eru
mjög raunsæjar frásagnir en í
Gauragangi ríkir hálfgert ofur-
raunsæi, einsog Ormur, sögu-
hetja bókarinnar, segist sjálfur
fylgja?
„Ég skrifaði þrjár skáldsögur
sem voru tengdar á vissum horn-
um. Á sínum tíma voru þær til-
raun til þess að segja ákveðna
hluti um okkar samfélag. Þær eru
Ólafur Haukur Símonarson; Ég hef aldrei skemmt mér eins vel við að skrifa einsog við að skrifa Gauragang
Mynd Jim Smart.
kapítuli sem er afgreiddur í bili.
Ég held að að vinna mín fyrir
leikhúsið hafi verið holl og frjó
tilbreyting fyrir mig frá skáld-
sagnagerð. Ég hef miklu meira
gaman af að skrifa sögur núna
heldur en ég hafði og væntanlega
sjást þess einhver merki í þessari
bók að hún sé skrifuð í góðri
stemmu."
Ekki hefur þú snúið baki við
leikhúsinu fyrir fullt og allt?
„Nei það held ég ekki. Ég held
ég eigi ýmislegt ógert þar. Það er
ágætt að hafa þetta hvað með
öðru. Þetta er mjög lítill heimur
sem menn snúast í hér í Reykja-
vík. Mér finnst það á vissan hátt
létta mér andardráttinn að fást
við þetta jöfnum höndum.“
Hver er munurinn á því að
vinna að skáldverki og leikhús-
verki?
„Auðvitað er þetta allt af sömu
rót en grundvallarhandverkið er
ólíkt. Skáldsagnahöfundur
gengur ekki beint inn í leikhús og
tekur þar til starfa undirbúnings-
laust. Hann þarf að læra þar til
verka og sama máli gildir um
leikritaskáldið sem ætlar að
skrifa skáldsögu. Það er ýmislegt
sem hægt er að sviðsetja og láta
persónur sínar aðhafast í skáld-
sögum sem yrði nokkuð dýrt
spaug í leikhúsi. Leikhúsið hefur
hinsvegar þann galdur að þú get-
ur teflt fram leikara og látið hann
dáleiða fólk.“
Kvikmyndirnar
Nú ert þú að vinna kvikmynda-
handrit í sam vinnu við Lárus Y mi
Óskarsson, sem byggt er á leikriti
þínu Bílaverkstæði Badda. Þarna
ertu að fást við enn eitt formið.
„Ég get nú ekki séð að það sé
svo afskaplega mikill munur á því
að skrifa fyrir leikhús og að skrifa
fyrir kvikmyndir. Vandinn er
helstur sá að taka verk sem er
búið að fullgera fyrir leikhús og
brjóta það upp fyrir kvikmynd-
un. Ég get ekki séð að það sé nein
sértök kúnst fyrir fólk sem kann
að segja sögur, að skrifa kvik-
myndahandrit.“
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
þú kemur nálægt kvikmyndum?
„Nei ég varð fyrir því láni í
æsku að fá alla þjóðina upp á
móti mér fyrir gerð nokkurra
kvikmynda sem við Þorsteinn
Jónsson, kvikmyndagerðarmað-
ur gerðum. Það er svo langt um
liðið að ég er búinn að gleyma
því.“
Hefur hvarflað að þér að skrifa
beint fyrir kvikmyndina?
„Það getur vel komið að því ef
þessi tilraun tekst. Við einsettum
okkur að gera mynd í þeim
fjárhags- og framkvæmdaramma
sem við teljum raunsæjan fyrir ís-
lenska kviicmyndagerð. Ef þetta
dæmi gengi upp myndi ég gj arnan
vilja skrifa kvikmyndir, sem yrðu
um íslenskt fólk fyrir íslenska
áhorfendur.“
Unglirtgar
fyrirferðamiklir
Ef við snúum okkur aftur að
nýju bókinni. Umgekkstu ung-
linga mikið á meðan þú varst að
skrifa hana?
„Þeir hafa verið mikið hér í
húsinu. Það er fullt af unglingum
að sniglast hérna; svo eru þeir
orðnir svo fyrirferðarmiklir í fjöl-
miðlum.“
Ef þú mættir velja, vildirðu þá
frekar vera unglingur í dag heldur
en þegar þú varst sjálfur ung-
lingur?
„Helst hefði ég viljað vera uppi
á blómatíma grísku menningar-
innar, miklu frekar en að yngja
mig um 20-30 ár. Það er svolítið
töff að vera unglingur í dag. Það
er mikill þrýstingur á unglinga.
Þeir þurfa að taka þátt í ansi
mörgu og þeir eru mjög dýrir í
rekstri. Það er ábyggilega voða
gaman að vera unglingur og fá að
gera allt það sem unglingar í dag
fá að gera, t.d. að ferðast. For-
eldrarnir nánast brjóta sig í mola
til þess að veita þeim öll tækifæri
til þess að mennta sig og eignast
hluti. Það er mjög ólíkt því sem
gerðist fyrir 20-30 árum. En á
móti kemur að þeir eru greinilega
undir miklum þrýstingi frá þeim
sem eru að reyna að hafa út úr
þeim aura. Mér finnst ég sjá á-
kveðna þróun í þá veru að þessi
kynslóð vilji láta gera hlutina
fyrir sig. Hún vilji t.d. láta
skemmta sér í staðinn fyrir að
skemmta sér sjálf. Þetta verður
ábyggilega að ágætis fólki þegar
að fram í sækir, enda hefur
heimurinn alltaf verið að versna.
Við sjáum nú bara hvernig við
erum.“
-Sáf
Föstudagur 16. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15