Þjóðviljinn - 16.12.1988, Qupperneq 22
Bruckner í Langholtskirkju
Eru ekki neinir nævistar í mús-
ík eins og myndlistinni t.d. Ro-
usseau hinn franski og ísleifur
Konráðsson hjá okkur?
Þannig spurði kunningi minn
sem er listmálari. Þessu gat ég nú
ekki svarað. Hvað með Bruc-
kner? spurði maðurinn. Bruc-
kner var reyndar sagður mjög
næv og hallærislegur. En hann
varekki nævisti í list sinni. Þvert á
móti. Fáir meistarar hafa búið
yfir öðrum eins lærdómi og kunn-
áttu. Bruckner var akademiker
fram í fimgurgóma þó hann væri
einnig frumlegur snillingur. En
hann var skrýtinn kall. Sagan
segir, og mun vera sönn, að eitt
sinn er hann heyrði frægan
hljómsveitarstjóra stjórna einu
verka sinna með óvanalegum
glæsibrag, tók hann krónu upp úr
buddunni og gaf honum með
kæru þakklæti fyrir frammistöð-
un. Brucknervareinnighálfgerð-
ur nebrófíll og setti sig aldrei úr
færi að glápa á lík. Hann var við-
staddur er Beethoven og Schu-
bert voru grafnir upp og fluttir í
heiðursgrafreitinn í Vínarborg.
Þá var þessi mikli tónsmejstari
allur í smástelpum. Og það var
hið mesta þjóðráð til að aldrei
yrði neitt úr neinu í alvöru. Þegar
Bruckner í allri sinni heilögu og
grandvöru alvöru bar upp bónorð
sín: En góði Bruckner. Þú ert
bara alltof gamall. Þá fór gamli
maðurinn í ástarsorg og lofaði
sinn guð í kompósisjón. Margir
litu á Bruckner sem hreinan
kjána meðan hann lifði. Það er
auðvitað fjarstæða. Allir eru
álitnir kjánar sem hugsa ekki og
finna til eins og leiðinlegustu
smáborgarar. Bruckner var
vissulega ekki eins og fólk er flest
og er það hrós en ekki last. Ekk-
ert er eins ómögulegt og fólk
flest. Því geggjaðari sem menn
eru því meira vit er í þeim.
Kór Langholtskirkju hélt
Brucknertónleika á laugardag og
sunnudag. Þar var flutt e-moll
messan og nokkrar mótettur. Ég
þekkti aðeins eina þeirra: Locus
iste. Annars vissi ég lítið hvað var
sungið því ég hafði enga efnis-
skrá. Ég var rukkaður um hana
með harðri hendi. Þá spurði ég
auðmjúklega hvort ég ætti að
borga þar eð ég væri krítiker frá
Þjóðviljanum. Ég veit það ekki,
svaraði miðasölufrúin sem bar tíu
þúsund króna hatt á sínu vitlausa
höfði. Þá lét ég þetta eiga sig. Það
var ekki af nísku eða peningaleysi
heldur göfugum prínsípástæðum.
Mér finnst það ekki ná nokkurri
átt að gagnrýnendur borgi með
sér. Engir vinnandi menn borga
með sér nú á dögum. Og eru ekki
prógrömmin mikilvægustu vinn-
uplögg gagnrýnenda? En þetta er
ekki í fyrsta sinn sem ég lendi í
vandræðum út af efnisskrám á
konsertum. En vonandi síðasta.
Jón Stefánsson stjórnaði tón-
leikunum með sprota sem var í
eigu gamla Bruckners. Það var
sniðugt. Og hver veit nema það
hafi átt sinn þátt í því hve þetta
voru góðir tónleikar. Það er fleira
milli himins og jarðar en
heimspekina dreymir um. Og því
SiGURÐUR ÞÓR
GUÐJÓNSSON
geta ekki myndast einhverjir
straumar milli anda Bruckners og
Jóns vegna þessa tónsprota?
Það er erfitt að syngja Bruc-
kner, ekki aðeins tæknilega held-
ur miklu fremur „innihaldslega".
Tæknilega söng kórinn með mikl-
um ágætum. Hann hefur það
þrek og þol sem til þarf. Líka
hreinan og öruggan tón. En mér
fannst hann skorta herslumuninn
að ná þessum sérkennilega „kar-
akter“ sem er í músíkinni hans
Bruckners, ná „innihaldi" þess-
arar tónlistar hundraðprósent.
Og hvert er þá „innihaldið"? Það
er fyrst og fremst persónuleiki
meistarans: endurspeglun mátt-
ugrar trúar í hæsta máta óvenju-
legri sál, sem er bæði dýpri og
víðfeðmari en flestra annarra en
einnig á ýmsa lund takmarkaðri.
Á tónleikunum sá ég Sigurð
Hauk Guðjónsson sóknarprest
Langholtssafnaðar. Ég hef verið
að glugga í ævisögu hans. Hún
virðist skemmtileg og áhugaverð.
Frásegjarinn er líka merkur mað-
ur og með betri prestum á
landinu. En auðvitað er hann
ekki hafinn yfir gagnrýni. Hann
segir margt af þessum Einari á
Einarsstöðum. Éins og fyrri dag-
inn útmálar Sigurður Haukur
„hugiækninn" sem eins konar of-
urmenni og dýrling, sem fór létt-
ara með að fremja kraftaverk en
undirritaður að skrifa krítikk.
Það er mikill ábyrgðarhlut'i að
gera sig út fyrir að vera verkfæri
andlegra afla og geta læknað og
huggað fólk. Oft leituðu menn til
Einars þegar allt annað hafði
brugðist. Og menn fóru til hans
að sjálfsögðu fyrst og fremst
vegna þess að hann sjálfur og um-
boðsmenn hans höfðu látið þær
sögur út ganga að þar færi mikið
kraftaverkséní. En ég veit um
fólk sem varð engu bættara með
Einar. Það gerðist ekkert. Alls
ekkert. Fólkið hefði alveg eins
getað talað við næsta ljósastaur.
Og út af þessum svikum og lodd-
araskap missti það endanlega
vonina og jafnvel trú á líflð. En
þeir segja ekki frá svona í lof-
gerðabókunum. Þar lýsa aðeins
„kraftaverkin" ljósum logum á
blaðsíðunum. í mínum augum er
það glæpur að spila á þjáningu og
örvæntingu fólks með dulfræði-
gaspri og kraftaverkaþvælu. Það
mætti segja mér að slíkir herrar
fari ekki á góða staði þegar yfir
lýkur. Það er ekkert guði ands-
Hugmyndabarátta í brennidepli
Ólafur Ásgeirsson:
Iðnbylting hugarfarsins
Atök um atvinnuþróun á íslandi 1900-
1940
Sagnfræðirannsóknir-Studia Hist-
orica
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1988
168 bls.
Þessi nýútkomna bók finnst
mér áhugaverð af mörgum ástæð-
um. í henni er rakin hugmynda-
saga sem ekki hefur verið skoðuð
sérstaklega í fræðiriti fyrr. Þau
átök, sem þar eru rakin, tengjast
með ýmsum hætti hugmyndabar-
áttu sem stendur enn. Margt, sem
þarna er greint frá, skýrir viðhorf
sem ríkja í íslenskri þjóðmála-
umræðu enn í dag. Og minnir að
sínu leyti á hve langan tíma tekur
að breyta rótgrónum viðhorfum.
Bókin geymir í raun nokkra
greiningu á rótum hinna sigur-
sælu framfarahugmynda, sem
tengjast iðnvæðingu, tæknilegum
lausnum og því sem nú á dögum
kallast markaðssókn. En höfund-
ur er þó einkum að athuga hvern-
ig stjórnmalaleiðtogar og ýmsir
álitsgjafar umrædds tímabils
skiptust í fylkingar eftir afstöðu
sinni til atvinnuþróunar og
hvernig ríkisvaldinu skyldi beitt
til að hafa áhrif á hana. Það sem
hann festir á blað afmarkast ekki
síst við að sýna hvernig hugmynd-
ir manna og afstaða til rísandi
iðnaðar og sjávarútvegs, fram-
leiðsluhátta í landbúnaði og vaxt-
ar Reykjavíkur voru ekki endi-
lega bundnar við afstöðu sem
kennd er við vinstri-hægri.
í lok inngangs víkur höfundur
að spurningum sem átökin snúast
um: „Hvernig átti að varðveita
ríkjandi byggðamynstur í landinu
gegn segulmagni Reykjavíkur?
Átti að ráðast í stórvirkjanir og
stóriðju? Var ástæða til að
styrkja einstakar atvinnugreinar,
svo sem landbúnað, eða áttu hag-
kvæmnissjónarmið að ráða þró-
un atvinnulífsins?" Þetta sýnir
glöggt skyldleikann við þjóðmál-
aumræðu vorra daga.
HÖRÐUR
BERGMANN
Lífsseigla hugmynda, sem
móta stefnu stjórnmálaflokka og
löggjöf í landinu, löngu eftir að
forsendur þeirra eru brostnar
birtast okkur nú á dögum m.a. í
tilraunum sem enn standa til að
selja íslenskar landbúnaðaraf-
urðir á erlendum mörkuðum. Og
láta ríkið styrkja útflutninginn. I
hugmyndasögu Ólafs Ásgeirs-
sonar fáum við fleiri en eina skýr-
ingu á því hve hægt hefur gengið
að endurmeta stöðuna. Þar er
greint frá því hve sterk og út-
breidd trú ríkti á bæði efnahags-
legt og menningarlegt gildi land-
búnaðarins og sveitanna. En efa-
semdir um efnahags- og
menningaráhrif togaraútgerðar,
iðnaðar, stóriðju, þéttbýlis og
stórbúskapar mótuðu ekki ein-
ungis viðhorf dreifbýlisfulltrúa á
Alþingi, heldur einnig verkalýðs-
fulltrúa eins og Jóns Baldvins-
sonar og fleiri Alþýðuflokks-
manna. Tekin eru mörg dæmi af
því hvernig vald þessar hugmynd-
ir höfðu - og af því hvernig áhrif
þær höfðu á stefnu þeirra sem
ætla mætti að hugsuðu öðruvísi.
Allt frá kommúnistum til stórút-
gerðarmanna. Greint er frá því
að Brynjólfur Bjarnason skrifaði
greinaflokk í „Rétt“ um kom-
múnismann og bændur og sér
fyrir sér framtíðarsýn sem minnir
á það sem Thor Jensen fram-
kvæmdi á Korpúlfsstöðum á
þriðja áratugnum sé horft fram-
hjá eignarforminu. 1927 lýsir
Brynjólfur markmiði kommún-
ista þannig að uppræta þurfi smá-
býlin og koma á „...öflugum at-
vinnusamtökum meðal bænda,
rækta landið, beisla fossana og
breyta kotungsbúskapnum í stór-
framleiðslu, sem stendur stóriðn-
aði nútímans á sporði.“
Draumar manna um framtíð
landbúnaðarins hafa flogið hærra
en nútímafólk rennir grun í. í
greinargerð Búnaðarfélags ís-
lands með jarðræktarlögum, sem
samþykkt voru á Alþingi 1923,
var gert ráð fyrir að íslensk
bændabýli gætu orðið 50.000 tals-
ins í framtíðinni og meðalj örð um
40 hektarar og að meðaltali 6
manns á hverjum bæ. Á Alþingi
ríkti það viðhorf að fjárfesting í
landbúnaði væri trygg og ætti að
njóta betri lánskjara en áhættu-
rekstur eins og togaraútgerð og
síldarútvegur. Islenskur jarðveg-
ur var af ýmsum talinn alveg sér-
stakur og því tilvalið að sjá
heimsmarkaðnum fyrir landbún-
aðarvörum með ræktun hans. Sá
sem skyggnist með Ólafi Ás-
geirssyni inn í þann undarlega
hugmyndaheim, sem þarna er
lýst, verður sem fyrr segir margs
vísari um hvar við erum stödd nú
á dögum. Verður ekki hissa á því
að menn skyldu fram til þessa
telja að ekki væri búið að ná eðli-
legum markmiðum í landbúnaði
á íslandi og nýta almennilega
möguleika hans.
Hér er ekki rúm til að fjalla
frekar um efni bókarinnar eða
skírskotanir sem þar er að finna
til nútímans. Síðustu hlutarnir
fjalla um hvörfin sem urðu á
fjórða áratugnum, m.a. vegna
áhrifa kreppunnar. „Varð land-
búnaðurinn einna harðast úti og
iðjusinnar til hægri og vinstri
hófu gagnsókn á efnahagslega og
pólitíska sviðinu..."
Undir sjónhorni höfundar
kemur margt áhugavert í ljós. En
stundum veldur það heldur
þröngri túlkun. Þannig er t.d.
vikið að klofningi Alþýðuflokks
við lok tímabilsins: „Vaxandi
óþreyju gætti meðal iðjusinna í
Alþýðuflokki vegna tregðu
Framsóknar og að lokum gerðu
hinir fyrrnefndujcröfu um þjóðn-
ýtingu stærsta togarafélags lands-
ins og um stóraukið rikisframlag
til útgerðarmála. Þegar í ljós kom
að Framsóknarmenn héldu fast
við andstöðu sína vildu róttækir
jafnaðarmenn hætta samstarfi
við þá en varðveislumennirnir
halda því áfram. Niðurstaðan
varð klofningur Alþýðuflok-
ksins.“
Þessi saga er lipurlega skrifuð
og ég býst við að mörgum sem
hafa áhuga á sögu og þjóðmálum
þyki fróðlegt og skemmtilegt að
skoða fyrstu fjóra áratugi aldar-
innar frá því sjónhorni sem þar er
notað. Ritið er fallega gefið út og
í því eru ítarlegar heimilda-,
nafna- og atriðaorðaskrár. Hins
vegar er engin myndaskrá og vek-
ur það bæði spurningar um
hvernig á því standi - og hvaðan
hinar ýmsu myndir eru komnar.
Beðið eftir kaffinu
Loksins teiknimyndasögur fyrir Fulloröna
Fyndin jólagjöf handa þér og mér.
Hörður Bergmann
22 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. desember 1988