Þjóðviljinn - 16.12.1988, Side 30

Þjóðviljinn - 16.12.1988, Side 30
Hvað á að gera um helgina Ingólfur Hannesson íþróttafréttamaður Það er nú svo með mig eins og fleira ungt fólk að ég stend á kafi í lagfæringum á íbúð minni. Þannig að mínir aðal félagar um helgina vera spaslspaðinn og málningarpensillinn. Nú, svo er það vinnan, ég kem til með að líta hingað upp í Sjónvarp á laugardaginn og fylgjast með því, að allt gangi eins og það á að gera. Alþýðubankinn, Akureyri, Ijós- myndir Harðar Geirssonar til 6. jan. Bókasafn Kópavogs, verk Svavars Ólafssonar lýkur í dag. Biblíusýning til áramóta, virka daga 9-21, laugard. 11-14. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, sýn. á verkum félagsmanna, 12- 18 virka daga, 14-18 helgar. Galleri Borg, jólaupphengi; verk gömlu meistaranna. Grafíkgall. Austurstr. myndir, gler- og leir- munir, Kringlan, 3. hæð, myndir og leirmunir. Opnunartími versl. Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg 1, árleg jólasýn- ing gangskörunga opnuð kl. 14 laugard. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 A, jólasýning þeirra sem að gall- eríinu standa, 12-18 virkadaga, 10-22 laugard. Gallerí List, nýjar myndir og ker- amik, 10-18virkadaga, 10:30-14 laugard. Gal er í Sál, T ryggvagötu 18, sýning T ryggva Gunnars Hans- en, 17-21 daglega. íslenska óperan, málverk Tolla til 18. des. 15-19daglega. Kjarvalsstaðir, ný verk I Listas. Rvíkurtil 18. des. Fjórarárstíðir II, málverkasýning Harðar Karls- sonar til 24. des. Opið 14-22 daglega. Listasafn ASÍ, verk Jóns Engil- berts til 18. des. virka daga 16- 20,14-20um helgar. Listasafn Einars Jónssonar, lokað desember og janúar. Höggmyndagarðurinn opinn daglega11-17. FJOLMIÐLAR ÞROSTUR HARALDSSON arsöng undir stjórn Harðar Áskelssonar, Bernard Wilkinson leikur áflautu, prestursr. Ragnar FjalarLárusson. Þátttakendum boðið að þiggja léttar veitingar á heimili breskasendiherrans Marks Chapmans að lokinni messu. Ferðafélag íslands, Esja-Ker- hólakambur, dagsferð á sunnud. kl. 10:30. Verð 500 kr. Hana nú, lagt upp í laugardags- gönguna í fyrramálið kl. 10 frá Digranesvegi 12. Nýlagaðmol- akaffi, allirvelkomnir. Útivist, dagsferð á sunnud. Hressingarganga um gömlu þjóðleiðina til Rvíkur, brottför með rútu frá Grófartorgi (milli Vesturgötu 2 og 4) kl. 13, frá BSÍ, bensínsölu kl. 13:10. Gangan verðurviðBústaðikí. 14:30, við Öskjuhlíð 15:30, í Arnhólströðum 16:30. Kakó, piparkökurogjólaöl að göngunni lokinni. ____________________________________I Bing Crosby og Megas settir í bann Það varð á dögunum nokkur umræða um tónlistarflutning í út- varpi. Nánar tiltekið hófst þessi umræða á því að Helgi Hálfdan- arson beindi þeim tilmælum til Ríkisútvarpsins að það hlífði hlustendum við jólasálmum fyrir jól. Helgi mælti hins vegar með flutningi þartilgerðra jólalaga, utan hvað hann vildi færa lagið Hvít jól í bann, einkum ef það væri sungið af Bing Crosby. Þetta var í sjálfu sér afar skiljanleg beiðni hjá Helga enda varð stjórn útvarpsins við þessu svo til samdægurs. Héðan í frá er bannað að leika jólasálma í Ríkisútvarpið nema yfir blájólin, þe. eftir kl. 18 á aðfangadag. í reglunum sem Ævar Kjartansson las upp var þó hvergi minnst á Hvít jól eða Crosby kallinn svo væntanlega er útvarpsmönnum heimilt að spila hann, þótt „væm- inn“ sé að mati Helga. Síðustu víkurnar fyrir jól kem- ur út obbinn af ársútgáfu ís- lenskra hljómlistarmanna. Hljómplötur, diskar og spólur hrúgast upp í verslunum og útgef- endur eyða miklum fjármunum í að fá okkur til að kaupa varning- inn. Einn liður í auglýsingastarf- semi útgefenda og ekki sá veiga- minnsti er að senda útvarpsstöðv- unum eintök af útgáfuefninu og tryggja að það sé leikið á ljósvak- anum. Tónlistarmennirnir eru svo sendir á eftir í viðtöl og allra handa „spjöll“ þar sem rætt er um nýju plöturnar og ekki gleymt að geta þess hvar og hvenær útgáfu- tónleikarnir verða haldnir. Oft er greinilega herjað á marga út- varpsmenn í senn því ég hef heyrt viðtöl við sama tónlistarmanninn í allt að fjórum þáttum á Rás 2 í sömu vikunni. Allt er þetta samt í stakasta lagi og að flestu leyti sambærilegt við blöðin og bókmenntirnar. Þar er algengt að blað birti fréttatil- kynningu frá forlaginu, síðan kemur viðtal við höfundinn, þá kafli úr bókinni (að vísu hafa dag- blöðin hætt að keppast um að fá að birta slíka kafla að undan- förnu) og loks er birt gagnrýni um verkið. I þessu litla þjóðfélagi er leikurinn yfirleitt auðveldur fyrir rithöfunda og útgefendur sem eiga góðkunningja á hverri rit- stjórn. En stundum fer þetta að lykta af hagsmunaárekstrum hjá út- Varpsstöðvunum. Þar háttar sums staðar svo til að hljómlistar- mennirnir vinna sjálfir við þátta- gerð, ýmist sem íhlaupantenn eða fastráðnir dagskrárgerðarmenn. Og þá getur jafnvægiskúnstin orðið erfið. Því oft er það í sjálfu sér eðlilegt að leika tiltekið lag sem mikilla vinsælda nýtur í ein- hverjum tónlistarþætti. En hvað ef stjórnandi þáttarins leikur á bassann? Þá finnst mér einsýnt að hann verði að sleppa því að spila lagið. Þessi staða er vissulega erf- Stórsöngvararnir Megas og Bing Crosby munu vera í banni hjá einka- stöðvunum. ið tónlistarroanninum/þáttagerð- armanninunt og þess eru nokkur dæmi um að þeir hafi ekki allir staðist prófið. Svo er það hin hliðin á stöðvun- um, þe. að gefnar séu út tilskip- anir um að lög með vissum flytj- endum séu bönnuð. Þetta var nokkuð algengt hér áður fyrr hjá Ríkisútvarpinu og þess jafnvel dæmi að yfirmenn tónlistar- deildar færu eigin hendi með skærum ofan í óæskileg lög á plötum eða jafnvel heilar plötu- hliðar og helltu svo signetlakki í sárið. Þetta er liðin tíð hjá hinu opin- bera útvarpi. En þá taka frjálsu stöðvarnar upp þráðinn. Mér er sagt að plötur nteð Megasi seu bannaðar bæði á Bylgjunni og Stjörnunni og á síðarnefndu stöð- inni hafi Bubbi einnig verið settur út af sakramentinu eftir að hann söng neikvæðan texta um stöðina inn á plötu í sumar. Að vísu er bannið að þessu sinni ekki réttlætt með því að ver- ið sé að vernda viðkvæmar sálir. Nú eru það hrein og klár bísnis- sjónarmið sem ráða: til þess að tryggja sem mesta hlustun má ekki leika neina tónlist sem hugs- anlega gæti stuðað einhvern. Einhver sagði ntér að svo hart væri gengið eftir þessu á annarri stöðinni að útvarpsstjórinn hafi horft yfir öxlina á þáttagerðar- manni og vinsað úr þær plötur sem viku frá kúlutyggjópopplínu stöðvarinnar. Þegar úrvalið var kontið niður í 20 plötur sem þóttu gjaldgengar gafst maöurinn upp og leitaði sér að annarri vinnu. Kór Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar flytur helgileikinn Hljóðu kirkjuklukkurnar í Fríkirkjunni í Hafnarf. sunnud. í tilefni af 75 ára afmæli hennar. Úr námum íslensku hljóm- sveitarinnar, Námur III, að Gerðubergi sunnud. kl. 16.15. öldin: JóhannaV. Þórhallsdóttir, Viðar Gunnarsson og íslenska hljómsveitin frumflytja Klukku- kvæði eftir John Speight við sam- nefnt og frumort kvæði Hannesar Péturssonar. Stjórnandi Guð- mundur Emilsson. Á undan tón- listarflutningi verður málverkið Við klukkukvæði eftir Einar Há- konarson afhjúpað. HITT OG ÞETTA Árleg jólasaia Myndlista- og handíðaskóla íslands er í turnin- um, Lækjartorgi mánu- til fimmtud. 16-18,föstud. 16-19, laugard. 10-18. Kringlukast, hlutavelta í Kringl- unni til styrktar byggingu tónlist- arhúss, í dag og á morgun á með- an húsiðeropið. Kórsöngurog hljóðfærasláttur, miðinn 50 kr. Hlaðvarpinn, Vesturgötu 3, kvennabókakaffi á morgun 13- 17. Lesið úr nýútkomnum bókum. Kvennalistinn, kaffi að Lauga- vegi 17 á morgun, Dagskrá um þingstörfin frá kl. 14. Félag eldri borgara, opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 kl. 14 sunnud. Frjálst spil og tafl.mynd- asýning úr Færeyjaferð fyrri áfangikl. 15:30. Lokaðvegna jólaleyfis í Sigtúni 19/12-8/1, í tónabæ 17/12-7/1. Kór Átthagafélags Stranda- manna heldur aðventukvöld í Sóknarsalnum, Skipholti 50 a kl. 20:30íkvöld. Ensk jólamessa í Hallgríms- kirkjusunnud. kl. 16, messafyrir enskumælandi fólk og fjölskyldur þeirra, jólasagan rakin, Mótettu- kór Hallgrímskirkju leiðir safnað- MYNDLIST Listasaf n íslands, lokað til 15. jan. Skrifstofa og kortasala opnar 8-16 virkadaga. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar á Laugarnesi, 50 verk Sig- urjóns, 14-18umhelgar. Tekiðá móti hópum e/ samkomul. Mokka v/Skólavörðustíg, Ríkey Ingimundardóttir sýnir um óákv. tíma. Norræna húsið, kjallari, Spor- rækt, Örn Þorsteinsson og Thor Vilhjálmsson opna sýningu mynda/ljóðaámorgunkl. 14.14- 19daglegatil31.des. Nýhöfn, Kátterumjólin, koma þau senn! Jólasýning á verkum ísl. listamanna, 10-18 virka daga, opnunartími versl. laugard. 14- 18sunnud.til24. des. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, þjóðsagna- og ævintýramyndir Ásgríms til fe- brúarloka, sunnu-, þriðju-, fimmtu- og laugard. 13:10-16. SparisjóðurReykjavikurog nágrennis, Álfabakka 14, Breiðholti, damaskmyndvefnað- ur Sigríðar Jóhannsdóttur og Leifs Breiðfjörð til 27. jan. mánu- tilfimmtud. 9:15-16, föstud. 9:15- Tunglið, Sissú (Sigþrúður Páls- dóttir) sýnir myndlist frá þessu ári fram yfir hátíðar. TONLIST Heiti potturinn Duus-húsi, sunnud. 21:30, Ellen Kristjáns og MM kvartettinn. Kammersveit Reykjavíkur, barokktónleikar í Áskirkju á sunn- ud. kl. 17. Verk eftir Lully, Rame- au, Marais, Campraog Leclair, einsöngvari Sigrún Hjálmtýsdóttir, leiðari Ann Wall- ström. Kór Langholtskirkju og barna- •kórÁrbæjarskólaflytjajólasöng- va í Langholtskirkju kl. 231 kvöld. Stjórnandi Jón Stefánsson, mið- ar við innganginn, ókeypis fyrir börn. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.