Þjóðviljinn - 10.03.1989, Síða 3
Finnur P. Fróðason innan-
húshönnuður, er sennilega
fyrsti íslendingurinn sem hef-
ur hannað eldhús og bað-
innréttingar. Hingað til hefur
alfarið verið farið eftir er-
lendum fyrirmyndum við
hönnun eldhúsa og baðher-
bergja. Við ræddum við Finn
um stöðu húsgagnaiðnaðar
hér á landi og íslenskrar
hönnunar í tilefni af Hönnun-
ardegi í Reykjavík sem hald-
inn var í gær.
„Menn eru loksins að vakna til
vitundar um það að ef íslenskur
húsgagnaiðnaður á að vera sam-
keppnishæfur við innfluttar vörur
þá verða framleiðendur að leggja
áherslu á hönnun. Þetta er seint í
rassinn gripið og kannski of seint
hjá mörgum. íslenskur húsgagn-
aiðnaður og innréttingaiðnaður
er ekki upp á marga fiska lengur.
Bæði er það að fáir aðilar eru í
framleiðslu húsgagna og innrétt-
inga og framleiðslan hefur dregist
mikið saman, sérstaklega í hús-
gagnaiðnaðinum. Það er algengt
að menn láti smíða fyrir sig hús-
gögn erlendis og flytji þau svo til
landsins ósamsett. Það er ódýr-
ara heldur en að láta smíða þau
frá grunni hér. Þetta segir tölu-
vert um stöðu iðnaðarins í dag.“
Steinsteypa
í stað véla
Hver er ástæðan fyrir þessari
stöðu?
„Það eru margar samverkandi
ástæður að baki þessari stöðu.
Peningastjórnunin í landinu
undanfarna áratugi hefur haft
mikil áhrif á þetta. Það hefur
borgað sig betur að fjárfesta í
steinsteypu heldur en í fram-
leiðslutækjum. Þeir sem á sínum
tíma fengu lán t.d. úr Norræna
iðnlánasjóðnum og Iðnþróunar-
sjóðnum, Víðir og fleiri, sem nú
eru farnir á hausinn, þeir fjár-
festu frekar í steinsteypu en í
vélakosti, sem hefði verið full
þörf á.“
Er vélakosturinn í húsgagna-
iðnaðinum mjög ófullkominn?
„Hann er mjög misjafn eftir
fyrirtækjum. Sum fyrirtækin eru
mjög vel vélvædd. Þá komum við
að stærð markaðarins. Sumar
vélar eru ekki nógu litlar fyrir
þennan smáa markað. Önnur fyr-
irtæki hafa svo einfaldlega ekki
efni á að vélvæða sig einsog þau
þyrftu.“
Sofiö á verðinum
Hafa framleiðendur verið nógu
vakandi fyrir hönnunarþættin-
um?
„Nei. Það er enn eitt vanda-
málið. Menn sváfu alltof lengi á
verðinum. Lengi vel var þetta
hálfgert tómstundagaman hjá
mönnum nema hjá einstaka
hönnuðum, einsog t.d Pétri Lút-
herssyni. Hann er einn af fáum
hönnuðum sem hefur getað lifað
af hönnjm. Hjá öðrum hefur
þetta verið hálfgerð píslarganga á
milli framleiðenda og ekkert hef-
ur gerst.“
Þannig að eina lausnin hefur
verið að leita utan með sína
hönnun?
„Stundum einsog hjá Valdimar
Harðarsyni með Sóleyjar-
stólinn, hefur það verið eina
lausnin. Ein ástæðan fyrir þessu
er að hönnuðir og framleiðendur
hafa ekki talað sama málið. Þeir
hafa verið hræddir hvorir við
annan. Þetta hefur þó breyst til
hins betra núna. Áður fyrr
teiknuðu hönnuðir fyrir skúff-
una. Menn reyndu að fara með
hugmyndir sínar til framleiðenda
en það kom ekkert út úr því svo
hugmyndirnar lentu niðrí skúffu.
Hönnuðirnir áttu líka sinn hluta
af sökinni því hönnunin var ekki
hnitmiðuð og enginn raunveru-
legur markaður fyrir þessa
hönnun. í dag leitar hinsvegar
framleiðandinn til hönnuðar með
ákveðið verkefni og spyr hvort
hann geti leyst það. Það held ég
að sé réttur gangur á málum.“
Píslargöngunni
að Ijúka
Rætt við Finn P. Fróðason innanhúshönnuð um samskipti
hönnuða og framleiðenda: „Hönnuðir og framleiðendur
töluðu ekki sama málið“
Stöndumst
samkeppni
heima
Islensk hönnun sem er fram-
leidd hér á landi stenst hún sam-
keppni við innfluttar vörur í
verði?
„Hún stenst samkeppni á
heimamarkaði. Það horfir kann-
ski öðruvísi við hvað varðar út-
flutning en þó hefur Axis t.d.
staðist slíka samkeppni."
Er samvinna á milli fram-
leiðenda um að vinna markaði er-
lendis?
„Menn potast mikið hver í sínu
horni. Útflutningsráð og útflutn-
ingslánasjóður og fleiri sjóðir
hafa styrkt þátttöku til sýninga-
halds erlendis. í fyrra var hygg ég
bara eitt fyrirtæki sem var raun-
hæft í útflutningi, en það var
Axis. Epal hefur farið öðruvísi
að. Þeir létu hanna sófa í Dan-
mörku, sem er framleiddur hér
og síðan fluttur út.“
Skrifstofu-
markaðurinn
Nú virðist húsgagnaiðnaður-
inn hafa náð góðri hlutdcild í
skrifstofumarkaðinum, eða um
90%.
„Á þeim markaði er eiginlega
engin samkeppni. Opinberir aðil-
ar kaupa nær eingöngu íslensk
húsgögn. Útlendingar eru yfir-
leitt ekki með í baráttunni um
það, heldur bítast innlendir fram-
leiðendur um þann markað."
Hönnuðir og framleiðendur töluðu ekki sama mál, segir Finnur P.
Fróðason, innanhúshönnuður. Mynd Jim Smart.
Tekst íslendingum að yfirvinna
þessa minnimáttarkennd í
hönnun heimilishúsgagna? Við
megum ekki bara horfa á Island.
Verðum við ekki að framleiða
vöru sem er samkeppnisfær jafnt
á innlendum sem erlendum mark-
aði?
„Jú.Ef vara er ekki samkeppn-
isfær á erlendum markaði þá er
hún ekki samkeppnisfær á inn-
lendum markaði.“
Tískusveiflur
Nú eru miklar tískusveiflur í
húsgögnum. Óttast framleiðend-
ur ekki þessar sveiflur?
„Hvað varðar skrifstofuhús-
gögn þá hefur þróun þeirra verið
mjög hæg. Þar þarf því ekki að
óttast tískusveiflur. Ef við lítum á
innréttingaiðnaðinn, þá má
breyta útliti mjög auðveldlega.
Ef við tökum eldhúsinnréttingar
sem dæmi, þá er lítið mál að
breyta útliti með öðrum lit eða
nýjum hurðum. Uppistaðan
breytist ekki. Hvað varðar hús-
gögn einsog hægindastóla og sófa
og annað slíkt þá held ég að við
eigurn langt í land á því sviði,
fyrst og fremst tækninnar vegna.
Flest öll hönnun á sér rætur að
rekja til tæknilegrar þróunar. Ný
efni skapa nýja möguleika. Þegar
plastefnin komu fylgdi bylgja af
nýjum húsgögnum, sem notuðu
plastefnin annaðhvort sýnilega
eða þá sem innri byrði. Allt í einu
opnuðust möguleikar um form.
Sömu sögu er að segja um stálið.
í húsgagnaiðnaðinum í dag er al-
menn niðursveifla í heiminum.
Það vantar nýja möguleika.
Menn hafa þegar reynt þau efni
sem eru til.“
Hvaða stefna er ríkjandi í hús-
gagnaiðnaðinum núna?
„Það er mjög margt í gangi
núna. Þetta er miklu afslappaðra
í dag. Hefðbundin skartdinavísk
húsgögn, modern klassísk frá ít-
alíu og Skandinavíu er enn í fullu
gildi, síðan hafa komið fram tísk-
ufyrirbæri einsog Memphis. Það
virðist líka vera tilhneiging til að
leita í klassískari hluti, ekki beint
í stílhúsgögn, en dekkri viðarteg-
undir einsog mahoní eru að koma
aftur og það er lagt meira upp úr
gæðum og handverki en áður.
Það kemur kannski með krepp-
unni að menn vilja fá eitthvað
sem endist."
-Sáf
geröiraf LADA
helgina 11. og 12. mars
frá kl. 10-17.
Mikið úrval skrásettra bíla
til afhendingar strax.
Tökum gamla LADA bílinn upp í nýjan
og semjum um eftirstöðvar.
jíiiiíiam
Veitingar verða á boðstólum.
I.APA nCT BIFREIDAR & LANDBÚNADARVÉLAR HF II
- góður kostur . bilakaupum imto 13 - 1M RvH** - * ma* JA
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3