Þjóðviljinn - 10.03.1989, Síða 4
Atlantshaf sbandalagið hef ur enn ekki
samþykkt að greiða kostnað vegna vara-
flugvallarins úr sameiginlegum
Mannvirkjasjóði NATO. Hernaðarleg rétt-
læting Bandaríkjamanna á varaflugvelli
gagnvart Mannvirkjasjóði N ATÓ er að
Kef lavíkurf lugvöllur fullnægi ekki lengur
kröfum um hernaðarlegt öryggi, „aðallega
hvað varðar rekstur orrustuf lugsveitarinn-
ar.“ Jóni Baldvini er f ullkunnugt um það
mál. 11 miljarða kostnaðartalan er hrein
ágiskunartala sem hvergi hefur fengist
staðfest. Verktakasamningar milli Banda-
ríkjanna og íslands látnir gilda þótt það
brjóti í bága við reglur Mannvirkjasjóðsins.
Þorsteinn
Ingólfsson
Á BEININU
Bandaríkjaher
þarf varaflugvöll
vegna þess að...“
Mikil umræða hefur spunnist
að undanförnu um varaflugvöll
sem reistur yrði fyrir fjárframlög
úr Mannvirkjasjóði Nató og
hvort slíkur völlur yrði skil-
greindur sem hernaðarmannvirki
og jafnframt hvort slíkar fram-
kvæmdir brjóti ekki í bága við
stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar. Varnarmálaskrifstofa ut-
anríkisráðuneytisins er í raun
sjálfstætt ráðuneyti þar sem yfir-
maðurhennar, Þorsteinn Ingólfs-
son skrifstofustjóri, heyrir beint
undir utanríkisráðherra sjálfan.
Varnarmálaskrifstofan fer með
samninga og almenn samskipti
við bandarísk hernaðaryfirvöld.
Þorsteinn er á beininu.
Á upplýsingablaði sem utan-
ríkisráðuneytið gaf út vegna
blaðamannafundar Jóns Bald-
vins Hannibalssonar utanríkis-
ráðherra fyrir nokkru, er tekið
fram að Mannvirkjasjóður Atl-
antshafsbandalagsins muni kosta
margumrædda forkönnun?
„Já, ef af framkvæmd könnun-
arinnar verður ...“
Hefur Norður-Atlantshafsráð-
ið eða varnaráætlunarnefnd Nató
þá formlega samþykkt þessa
framkvæmd? Er hún komin inn á
Qárhagsáætlun Mannvirkja-
sjóðsins?
„Nei, hún hefur formlega að-
eins útvegað fé til forkönnunar."
Og þýðir það að hún hafi mælt
með þessari framkvæmd?
„Já, það liggur ljóst fyrir. Ég
verð að segja alveg eins og er að
ég er ekki svo inni í starfsháttum
sjóðsins að ég geti fullyrt ná-
kvæmlega á hvaða stigi þetta er í
afgreiðslu, en það liggur fyrir að
fé hefur verið eyrnamerkt og út-
hlutað til framkvæmdar á for-
könnun. Formlega hefur annað
ekki verið ákveðið. Forkönnun
er reyndar forsenda ákvörðun-
ar.“
Liggur fyrir hvað þessi for-
könnun felur nákvæmiega í sér?
Þið hafið nefnt að kanna þurfi
staðsetningu en nú er svo komið
að menn tala fyrst og fremst um
Aðaldal hér á landi og svo
Meistaravík á Grænlandi. Eru
einhverjir fleiri þættir í þessari
könnun en staðsetning?
„Ég held nú kannski að það sé
of langt gengið að líta einungis á
Aðaldal. Þetta eru kannski frek-
ar niðurstöður þeirra manna sem
eru að fjalla um þessi mál hér
heima og það eru vissulega menn
sem vit hafa á mörgum hlutum.
Sjálfsagt er þar byggt á þessari
innlendu könnun sem fór fram á
vegum Flugmálastjórnar þar sem
minnst er á Aðaldal sem æski-
legan stað ef þessi brautarlengd á
að vera á nýjum flugvelli. En mér
vitanlega er ekki um að ræða
neinar óskir um ákveðinn stað
heldur, ef af þessari könnun yrði,
þá yrðu þær uplýsingar sem fyrir
liggja dregnar fram. En staðarval
hér á landi hefur ekki farið fram
svo mér sé kunnugt um.“
Sem sagt, sú nefnd sem starfaði
á vegum samgönguráðuneytisins
og utanríkisráðuneytisins og
skipuð var fjórum mönnum, hún
var ekki í samstarfi við Nató eða
bandarísk hernaðaryfirvöld eða
hvað?
„Hún var það á ákveðnu tíma-
bili. Það fóru fram viðræður í árs-
lok 1986 og ársbyrjun 1987. í
framhaldi af því var ákveðið að
þessi innlenda könnun - sem
frumkönnun - færi fram og
Flugmálastjórn var falið að
standa fyrir henni. Síðan, eins og
ég sé það, breyttist kannski svo-
lítið hlutverk þessarar nefndar í
meðförum Flugráðs, þannig að
sú skýrsla var unnin og afhent
samgönguráðuneytinu, eða drög
að skýrslu eins og ég held að hún
hafi heitið þegar hún kom fram.“
Nú hafa heyrst tölur frá Dan-
mörku um kostnað við þessa
forkönnun. Hafið þið tölur um
það hvað áætlað er að hún muni
kosta?
„Nei, ég hef það ekki og ég
held ég geti fullyrt að umfang
slíkrar könnunar er auðvitað
samningamál milli íslenskra
stjórnvalda og Mannvirkjasjóðs-
ins og hvernig slíkri könnun yrði
hagað í smáatriðum.“
,J£n er það ekki gróf bráða-
birgðaáætlun þegar talað er um
11 miljarða íslenskra króna
kostnað við byggingu varaflug-
vallar?
„Ég myndi frekar segja að það
væri hæsta tala sem nefnd hefur
verið, kannski þak á það sem ein-
hverjir menn hafa ímyndað sér að
þetta gæti kostað ef það yrði
byggt einhvers staðar á Græn-
landi eða á íslandi. Þetta er alger
ágiskun."
En nú eru ákveðnar reglur sem
gilda um þessi mál. Er þetta sú
upphæð sem talað er um að
Mannvirkjasjóðurinn greiddi eða
er þetta heildartalan yfir kostnað
við þessa framkvæmd?
„Þetta er óskilgreind tala og
hún hefur ekki verið krufin niður
og hvergi komið formlega fram,
né hef ég fengið hana staðfesta
nokkurs staðar."
Engin sundurliðun hvað kæmi
í hlut Bandaríkjanna annars veg-
ar sem viðtökuríkis og hins vegar
sem notkunarríkis, er ekki vitað
um þá kostnaðarliði?
„Nei, um þá gilda væntanlega
almennar reglur sjóðsins."
í mikilli skýrslu sem breska
varnarmálaráðuneytið hefur gef-
ið út og heitir Infrastructure Gui-
de for Defence Equipment Cont-
ractors segir að eingöngu við-
tökuríki eða aðildarríki Mann-
virkjasjóðsins megi taka þátt í
samkeppni um tilboð. Nú er fs-
land ekki aðili að Mannvirkja-
sjóðnum og Bandaríkin fara
formlega með umboð viðtökurík-
is í þessu máli. Hvaða samningar
gera það að verkum að íslensk
fyrirtæki koma þarna til greina;
við skulum segja Aðalverktakar,
sem samkvæmt ströngustu skil-
greiningu ættu ekki að hafa þenn-
an rétt?
„Þetta eru almennar reglur
sem þú ert að vitna í og gilda í
reynd um allar framkvæmdir alls
staðar í Natóríkjum. Hins vegar
hefur verið sett frá upphafi það
skilyrði af hálfu íslenskra
stjórnvalda varðandi mann-
virkjagerð hér á landi að hún
skuli framkvæmast af innlendum
aðilum að því marki sem unnt
er.“
Kemur það þá inn í samninga
íslands og Bandaríkjanna um
verktakastarfsemi?
„Nákvæmlega, já.“
En á þeim tíma var fyrst og
fremst um að ræða kostnað
Bandaríkjanna sjálfra af mann-
virkjagerð?
„Jú, en það gilda sömu al-
mennu reglurnar í samskiptum
okkar við Mannvirkjasjóðinn og
við Bandaríkin að því er varðar
byggingaframkvæmdir hér á
landi, þannig að ég þekki ekki
dæmi þess að erlendir aðilar hafi
fengið að bjóða í byggingafram-
kvæmdir á Islandi. Það hefur
alltaf verið skilyrði af okkar
hálfu.“
Þannig að þú gerir ráð fyrir því
að sama gildi um þessa fram-
kvæmd, þ.e. að aðrir viður-
kenndir hernaðarverktakar frá
öðrum Nató-ríkjum fái ekki að
bjóða í þetta verkefni hér á landi?
„Ég get ekki séð fyrir neina
breytingu á þessum málum en
þetta er auðvitað alls ekki komið
á dagskrá í þeim mæli.“
Hafið þið fengið skýringu
Bandaríkjahers á þörflnni fyrir
þetta mannvirki?
„Þetta hefur verið skýrt mjög
ýtarlega fyrir okkur og fyrir okk-
ar ráðherra."
Er það trúnaðarmál eða get-
urðu í örfáum orðum sagt frá
henni?
„í örfáum orðum eru þetta
fyrst og fremst öryggishagsmun-
ir, þ.e.a.s. að sérstaklega rekstur
þessarar orrustuflugsveitar, sem
staðsett er á Keflavíkurflugvelli,
uppfyllir ekki þá staðla sem al-
mennt eru settir um öryggis-
mál ...“
vg/phh
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. mars 1989