Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 8
ERLENDAR FRÉTTIR Pálland Líkur á þjóðarsátt Lögleidd Samstaða, sterktforsetavald ogfrjálsar kosningar til öldungadeildar Pólskir stúdentar á kröfugöngu í Varsjá í fyrradag, þeirri fyrstu er stjórnvöld leyfðu síðan 1981 - nú kvað víðtækt samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu hafa náðst. Kosovo Verkföll hafináný Haft er eftir heimildum innan pólsku stjórnarandstöð- unnar, að samkomulag hafi nú næstum því náðst í viðræðum þeim, sem staðið hafa yfir í Var- sjá síðan 6. febr. um framtíð Pól- lands. í viðræðunum taka þátt Háttsettur lögmaður sovéskur, Aleksandr Súkharev, fullyrti í gær á alþjóðlegri ráðstefnu lög- fræðinga í París að engir pólitísk- ir fangar væru nú í sovéskum fangelsum. Hann staðfesti einnig, að Sovétríkin hefðu viðurkennt rétt Alþjóðadómstólsins í Haag til að dæma í vissum mannréttinda- málum. Það hafði þegar verið tilkynnt af hálfu sovéskra stjórnvalda í fyrradag. Súkharev sagði enn- fulltrúar stjórnvalda og stjórnar- andstöðu, þar á meðal verkalýðs- sambandsins Samstöðu. Viðræðurnar gengu lengi treg- lega, en á þriðjudaginn kváðu þeir Lech Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, og Czeslaw Kiszczak, fremur á ráðstefnunni, að lagt hefði verið fram uppkast að nýj- um sovéskum refsilögum, og væri gert ráð fyrir því í uppkastinu að um 4000 lagagreinum og yfir 12.000 ráðherratilskipunum yrði breytt. Væri meðal annars fyrir- hugað að dómar upp á fangelsi- svist yrðu að jafnaði helmingi væ- gari en nú tíðkaðist og að dauðar- efsing yrði afnumin hvað viðvéki konum og öldruðum karl- mönnum. Reuter/-dþ. innanríkisráðherra, hafa hist og náð samkomulagi um viss megin- atriði, sem heimildarmenn innan stjórnarandstöðunnar gera ráð fyrir að allsherjarsamkomulag náist um. Meðal þeirra atriða er að stjórnvöld veiti Samstöðu, hliðstæðum samtökum í sveitum og óháðum stúdentasamtökum fulla viðurkenningu. Þá hefur að sögn samist um að Póllandsforseti skuli vera allvaldamikill, hliðstætt Frakk- landsforseta, og að við þingið verði bætt efri deild eða öldunga- deild, er að vísu fái ekki mikil völd, en hafi þó visst neitunar- vald gagnvart neðri deildinni, sejm. Ennþá er þó eftir að á- kveða nánar um það, hvernig því neitunarvaldi verður háttað. Öldungadeildarþingmenn verða kosnir í fullkomlega frjálsum kosningum. Hinsvegar verður svo um hnútana búið áfram að kommúnistaflokkur landsins og flokkar og samtök honum tengd hafa tögl og hagldir í neðri deild, en að vísu á stjórnarandstaðan að fá þar ítök nokkur, eða 35 af hundraði þingsæta. Forsetinn verður kosinn af báðum þingdeildum, en þær kosningar verða ekki beinar og er ýmislegt á huldu um þær enn. Stjórnarandstæðingar þeir, sem fréttamaður Reuters ræddi við, sögðust vera sæmilega ánægðir með útkomuna, sem þeir kölluðu „65% sigur“ fyrir sig. Það fylgir sögunni að þjóðarsátt þessi verði opinberlega birt í heild sinni 3. apr. n.k., eftir að lokafundur við- ræðnanna hefur verið haldinn, ef ekkert nýtt babb kemur í bátinn þangað til. Reuter/-dþ. Um 600 námumenn, sem vinna í magnesítnámu að Goles á júg- óslavneska sjálfstjórnarsvæðinu Kosovo, sem að mestu er byggt fólki af albönsku þjóðerni, hófu verkfall I gær, þrátt fyrir hálfgild- ings herlög á svæðinu í tæpar tvær vikur og návist júgóslavn- eska hersins. Segjast námumenn ekki vera til viðtals fyrr en Azem Vlasi, fyrrum leiðtogi kommún- istaflokksins í Kosovo, hafi verið látinn laus. Azem Vlasi er einn þeirra framámanna Kosovo-Albana, sem handteknir hafa verið síð- astu tvær vikurnar, sakaðir um að standa á bak við verkföll og ó- spektir. Námumennirnir í Goles krefjast þess einnig, að þrír hátt- settir menn í Kosovo, sem þeir telja að séu leppar Serba, segi af sér. Þeirra á meðal er Rahman Morina, núverandi leiðtogi kommúnistaflokksins á svæðinu. Þessir þrír sögðu af sér fyrir tíu dögum vegna yfirstandandi mót- mæla þá, en forusta serbneska kommúnistaflokksins neitaði að taka afsagnirnar til greina. Reuter/-dþ. Tékkóslóvakía Andófsmenn dæmdir Tveir pólitískir andófsmenn, tékkóslóvakískir, voru í gær dæmdir til fangelsisvistar fyrir að skipuleggja undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að fá pólitíska fanga látna lausa og að rannsókn yrði látin fara fram á dauða eins slíks fanga, sem lést s.l. ár. Annar mannanna var dæmdur til 16 mánaða fangelsisvistar og hinn fékk sex mánaða fangelsisdóm. Reuter/-dþ. EFTA-EB Tollabandalag á döfinni? Sovétríkin Engir pólrtískir fangar lengur Brundtland í viðtali: kemur tilgreina, sem og sameiginlegur dómstóll. Svíar meðmœltir tollabandalagi en Finnar og Svisslendingar á móti. EFTA-aðild Ungverjalands hugsanleg Brundtland - samstaða EFTA-ríkja gagnvart Evrópubandalagi gæti orðið til þess að Norðmenn gerðust alfarið fráhveriir aðild að því. Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs, sagði á þriðjudag í viðtali við breska blaðið Financial Times að hún teldi að til greina kæmi að Frí- verslunarbandalag Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagið gerðu með sér tollabandalag. Leiðtogar EFTA-ríkja koma saman á ráðstefnu í Osló í næstu viku og verður meginverkefni ráðstefnunnar væntanlega að samræma afstöðu þeirra gagnvart Evrópubandaiaginu. Undan þvf verður varla vikist, ef marka má orð Jacques Delors, forseta stjórnarnefndar Evrópu- bandalagsins, á þá leið að ætli EFTA-ríkin sér aukna hlutdeild á innri markaði Evrópubandalags- ins, sé þeim eins gott að tala ein- um munni, en ekki sex. Brundt- land sagði í viðtalinu að ef slík samstaða tækist, væri hugsanlegt að Norðmenn gerðust því með öllu fráhverfir að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Þeir hafa þegar hafnað aðild að því einu sinni, með þjóðaratkvæða- greiðslu 1972. Norski forsætis- ráðherrann virðist vera þeirrar skoðunar, að með því að standa saman í samskiptum við Evrópu- bandalagið geti EFTA-ríkin náð svo góðum kjörum í viðskiptum Kosið verður til þings í Noregi í haust, en ekki telur Brundtland að hugsanleg EB-aðild verði þá mikið kosningamál. Reyndin gæti hinsvegar orðið önnur eftir við það að bein aðild að því verði ekki lengur freistandi. hálfan áratug eða rúmlega það. Ljóst virðist að hugsanlegt tolla- bandalag við EB sé nokkuð við- kvæmt mál innan EFTA. Svíar vilja að slíkt tollabandalag sé gert, en Finnar og Svisslendingar eru því mótfallnir og Norðmenn nokkuð beggja blands. Brundt- land segir það persónulegt álit sitt að tollabandalag gæti verið góð lausn, þó yrði ýmislegt að vera þar fyrir utan, svo sem landbún- aðarafurðir. Hún segist einnig telja, að bandalögin tvö ættu að geta komið sér upp sameigin- legum dómstól til að skera úr í deilum milli þeirra. Nú er við því búist að eitt EFTA-ríkjanna sex, Austurríki, muni innan skamms sækja um að- ild að Evrópubandalaginu. Við- víkjandi því sagði Brundtland í viðtalinu að áhrif þessa á önnur EFTA-ríki færu eftir því, hvenær Austurríki legði inn umsókn sína og hvenær það fengi inngöngu; það gæti dregist í eitt eða tvö ár. Norski forsætisráðherrann sagði og, að hraðbatnandi samskipti austur- og vesturblakkar gerðu að verkum, að hugsanlegt væri að Austur-Evrópuríki, einkum Ungverjaland, gengju í EFTA á komandi áratug. Júgóslavía væri þegar tekin að þreifa fyrir sér með „einhver tengsl“ við EFTA fyrir augum, sagði Brundtland, og hún telur að þessa muni verða getið í yfirlýsingu EFTA- leiðtoganna eftir í hönd farandi ráðstefnu. dþ. Nöfn eyðni- sjúklinga gefin upp írska heilbrigðisráðið, samtök lækna þarlendis, kvað upp þann úrskurð í gær að læknum væri skylt að gefa starfsmönnum heilsugæslukerfisins upp nöfn eyðnisjúklinga, ef hætta væri tal- in á að þeir smituðu aðra, jafnvel þótt sjúklingarnir sjálfir væru því mótfallnir. Einnig bæri læknum að aðvara það fólk, sem líklegt væri að eyðnisjúklingar hefðu kynmök við. 85 manns hafa veikst af eyðni í írlandi og eru 36 þeirra látnir. Reuter/-dþ. Herútgjöld standi í stað Danska stjórnin ákvað í gær að útgjöld til hersins skyldu standa í stað frá því sem nú er til 1991, að því ári meðtöldu, með þeirri undantekningu að herinn fái við- bót til að mæta verðbólgu. Ákvörðun þessi vekur að líkind- um gremju af hálfu Atlantshafs- bandalagsins, sem lítur svo á að Danir séu of sparir á fjárframlög til hersins og hefur oft ámælt þeim af því tilefni. Reuter/-dþ. 8 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.