Þjóðviljinn - 10.03.1989, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 10.03.1989, Qupperneq 11
Bjór aðeinsfyrir trúaða Lilian heitir kona í Trenton á Englandi sem fyrir skömmu gifti sig Michael Walter. Michael er annar maður hennar. Petta væri ekki í frásögur færandi ef að Li- lian væri ekki 84 ára en Michael 34ára að aldri. „Viö höfum verið trúlofuð í fimm ár, sagði gamla konan í við- tali við Trenton Times, og okkur fannst tími til þess kominn að láta verða afþessu. Ég spurði dætur mínar, Evelyn sem er sextug og Jean (58 ára) hvort þær vildu vera brúðarmeyj- ar. En Evelyn sagði að henni litist ekki á Michael og Jean var í sinni síðustu brúðkaupsferð. Hún er búin að vera gift sex sinnum og hún sendi mér í brúð- akaupsgjöf eintak af bókinni „Dáleiðsla í heimahúsum. “ Eigandi krárinnarThe Old Globe, hr. Tully, hefurgreintfrá því í skiptarétti að hann hafi selt krána vegna þess að kona hans, Betty, hafi verið gripin trúardellu eftir að hún heyrði höfuðklerk kalvínista á Norður-írlandi, Ian Paisley, prédika ísjónvarpi. „Betty tók upp á því að stöðva fólk á leiðinni inn á krána og spyrja það að því hvort það tryði á guð. Ef menn neituðu var þeim vísað frá. Viðskiptin drógust saman og eftir að hún tók að krefjast þess að fastagestir krypu á kné og bæðu faðirvor við lokun hættu svotil allir að koma. Svo seldi ég krána fyrir greiðslu út í hönd eiganda íþrótt- abúðar sem kom að fá sér í glas meðan Betty var að heimsækja móðursína.“ (Scottish Sunday Mail) Ekkert má maður fyrir börnunum Páll Óskar Hjálmtýsson og Rúnar Páll Gestsson í Nashyrningum. Mynd: Jim Ragnheiður Guðmundsdóttir er nunna í Nashyrningum lonescos. Mynd: Jim Leikur hins frjálsa sannleika Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð ræðst í það spennandi verk að setja á svið Nashyrninga eftir Eugene Ioncsco og er frum- sýning á laugardagskvöld. Leik- stjóri er hinn hugumstóri Andrés Sigurvinsson sem setti upp Hcimkomu Pinters í íslensku óperunni í fyrra. Ionesco er einn frægasti fulltrúi absúrdleikhússins ásamt Samuel Beckett. Fyrsta leikritið sem var sett á svið eftir hann var Sköllótta söngkonan sem Nemendaleik- húsið endurvakti í haust. Leikrit- in hans hæfa reyndar merkilega vel ungum áhugahópum og at- vinnuhópum því þau eru óvænt og fyndin og bjóða upp á ærsl og gleði þó að þau „segi“ einkum frá firringu, angist og takmarkalítilli heimsku og talhlýðni mannanna. Leikarar í sýningunni eru á þriðja tug menntaskólanema sem hafa lagt nótt við dag undir harð- stjórn Andrésar undanfarnar vik- ur. Aðalhlutverkið, Bérenger skrifstofublók, leikur Sigurður H. Pálsson. „Ég veit ekki hvort þið hafið kynnst því,“ er haft eftir Ionesco í leikskrá, „en þegar fólk er ekki lengur sammála og þú getur ekki lengur gert þig skiljanlegan þá færðu það á tilfinninguna að í kringum þig séu tóm skrímsli, til dæmis nashyrningar...“ SA FLÖSKUSKEYTI Föstudagur 10. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.