Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 16
Aldarafmæli Þórbergs Þórðarsonar - Aldarafmæli Þórbergs Þórðarsonar-Aldarafr
Sagt
Hann var sérfræðíngur allrar
þeirrar speki sem liggur til grund-
vallar formálanum um verkið
verksins vegna, verkið án tillits til
launa, starfið sem takmark
fullkomnunar án tillits til þess
hvort það er kallað hátt eða lágt:
ef þú ert slátrari áttu að vera
fullkominn slátrari, ef þú ert rit-
höfundur átt þú að vera fullkom-
inn rithöfundur, þú vinnur verk
þitt eins vel og rétt og þú hefur
skyn og getu til, lof eða last ann-
arra kemur ekki því máli við...
Það er leitun á höfundi sem
gengur betur frá verki sínu en
Þórbergur, fáir jafn reiðubúnir
og hann að takast á hendur ótak-
markað erfiði til að leysa jafnvel
smátt viðfángsefni.
Halldór Laxness (1949)
Ég er svo hrifinn af Þórbergi
Þórðarsyni að því fá engin orð
lýst, og ég verð æ óánægðari með
allt hans framferði eftir því sem
árunum fjölgar. Ég sé eftir tíma
og kröftum þessa ómetanlega og
óviðjafnanlega snillings í safnanir
andlausra og hversdagslegra
hindurvitnasagna sem aldrei geta
haft annað andlegt gildi en að
og skrifað um Þórberc
tjóðra anda mannanna við mörg
þúsund ára gamla tjóðurhæla
kukls og bábilja.
Gunnar Benediktsson
(1949)
Enn í dag neitar þú því að til
nokkurs sé að vera að skrifa og
setja fólki fyrir sjónir hvað sé
skynsamlegt og rétt, en heldur þó
áfram baráttu þinni fyrir sann-
leika, réttlæti, fjötralausum stíl,
skynsamlegri alþjóðatungu og -
eilífðarmálum, alveg eins og þeg-
ar þú fyrst tvíhentir penna þinn
og ritaðir Láru bréfið góða.
Halldór Stefánsson (1954)
Heimska samtíðar þinnar hef-
ur mætt þungt á þér, en ein-
hverntíma rennur sú stund upp
að friðelskandi, sannleiksleitandi
fegurðardýrkendur geta litið hér
kringum sig með velþóknun. Þá
verður það normalt að vera eins
og þú og lifa fyrir þá hugsjón eina
að verða vitrari og betri maður.
Björn Þorsteinsson (1954)
En í allri okkar smæð erum við
hluti af mikilli heild, sjálfri eilífð-
inni. Þessvegna verður hið smáa
stórt og líf okkar hvers og eins
mikið alvörumál, sem leggur
okkur miklar skyldur á herðar.
Lffsspeki Þórbergs felst í því að
hann hefur skilið þetta. Þess
vegna eru bókmenntir út af fyrir
sig eitur í hans beinum. „Ekkert
leiðist mér eins mikið og þetta
bókmenntasnakk" hefi ég oft
heyrt hann segja. Þórbergur
skrifar aldrei til þess að skapa
bókmenntir og þessi mikli
stílsnillingur fyrirlítur í rauninni
þann munað að hugsa um form
og stfl. Honum er miklu meiri al-
vara í hug þegar hann skrifar. í
hvert skipti sem hann tekur sér
penna í hönd þá er það í þjónustu
lífsins og sannleikans. Og einmitt
þess vegna verða verk hans lista-
verk.
Brynjólfur Bjarnason
(1959)
Það er einmitt hin síferska
barnslega skynjun sem gerir
meistara Þórberg svo látlausan í
háttum, svo háan í mennt, að
honum verður eiginlegt að líta á
sjálfan sig sem tákn mannleg-
leikans: dýrmætt og vandmeðfar-
ið ker á róstusömu sölutorgi. Það
er líka hún sem slær hinu óræða,
síhverfa gliti á hugsun hans og
stfl. Það er hún sem leggur hinn
mikla ábyrgðarþunga í boðskap
hans til þjóðar og mannkyns um
nýja siðmenningu, nýja öld. Það
er hún sem hefur gert hann að
óþreytandi málsvara sósíalism-
ans sem aldrei hefur látið bilbug á
sér finna, hvað sem öllum asnast-
rikum og fólskuverkum hvort
heldur andstæðinga eða sam-
herja hefur liðið. Honum er kunn
tragedía ófullkomleikans jafnvel
á vegum hins göfugasta málstað-
ar.
Jóhannes úr Kötlum
Þórbergur Þórðarson kom eins
og engill af himni sendur einmitt
þegar mest reið á og ekki sást
annað en bókmenntimar væru að
verða til í grátljóðum og vellu-
legu orðfæri, þá kom hann að
austan, fátækur en skýr í hugan-
um, sjálft látleysið íklætt holdi,
óumbreytanlega eðlilegur og
samkvæmur sjálfum sér, styrkur í
rómi, skrifaði sama sem ekki
neitt, en við fundum að hann var
rithöfundur samt, og uppgötvuð-
um hann því nær áður en við
sáum hann og heyrðum.
Málfríöur Einarsdóttir
(1959)
Þórbergur Þórðarson skrifar
að jafnaði engan stfl, en getur
hinsvegar brugðið fyrir sig hvaða
stíltegund sem er.. .„Det som er
meget moderne bliver snart
meget gammeldags" segir dansk-
urinn og mér þykir sennilegt að
þegar ýmsar stfltiktúrur nútím-
ahöfunda liggja grafnar í
gleymdum bókum þá lifi hið afl-
mikla tungutak Þórbergs Þórðar-
sonar enn góðu lífi, ásamt trausti
hans á mætti orðsins, fremur en
sefjun stflsins.
Bjarni Benediktsson
frá Hofteigif1959)
Verðum við að játa fyrir Þór-
bergi sjötugum að hann sé yngs-
tur Islendinga, eigi víðastar hug-
sýnir, sé heitastur fyrir hugsjón-
um vorrar aldar? Eitt sinn skír-
skotaði Einar Benediktsson til
Egils Skallagrímssonar með þess-
um orðum: Ó, gæti hann kveðið
upp, blað fyrir blað, vora bragð-
Þórbergur Þórðarson á
aldarafmæli þann tólfta mars:
í því tilefni er hér birtur kafli úr
óprentuðu handriti eftir Þór-
berg, sem varðveitt er á
Landsbókasafninu. Handrit
þetta segir frá ýmsum þeim
persónum sem einnig koma
við sögu í íslenskum aðli, frá
Unuhúsi og Þórbergi sjálfum
á árunum 1912-1915. Kaflinn
er birtur með góðfúslegu leyfi
Máls og menningar.
Eitt kvöld seint í októbermán-
uði haustið 1912 (?), kom ung
stúlka, ljóshærð með söðulbakað
nef, upp í Unuhús til þess að
biðja Svein Jónsson að yrkja fyrir
sig eftirmæli eftir vinkonu sína,
sem þá var nýdáin. Þá hafði um
skeið allt gengið vel um ástir
Sveins, svo að stúlkunni var ráðið
frá því að biðja hann um þetta.
Hún skyldi heldur snúa sér til
Tryggva því að hann væri miklu
meira ljóðskáld en Sveinn. Stúlk-
an gerði þetta. Og Tryggvi orti
fyrir hana ljómandi hjartnæm eft-
irmæli um hina köldu hönd
dauðans sem slítur vorrós lífsins
upp úr víngarði heimsins.
Upp úr því fór stúlkan að fjölga
komum sínum upp í Unuhús.
Hún kom stundum í eldhúsið og
hvískraði í lágahljóðum við hús-
freyjuna, en oftast lágu þó leiðir
hennar upp í suðausturherbergið
á loftinu. Um vorið var það al-
mannarómur í Unuhúsi að
Tryggvi væri trúlofaður stúlk-
unni. Og ástir Sveins höfðu þenn-
an vetur gengið svo hrukkulaust
að hann var talinn heitbundinn
ástmey sinni. Og seint í júní um
vorið sigldu tveir ungir herrar í
sfld norður til Akureyrar úr Unu-
húsi.
Haustið eftir var farið að setja
mjólkurglas upp til Tryggva á
Úr óbirtu handriti Þórbergs Þórðarsonar
7tj?Aeu&-
kcuMca, hn&')
ý UaaaaCuáo CvC, J
c*aT if-rUfu Ývé
'4C<Ma-\ éhMsx* t'Oksuv, \&é íAaa^ 'pé
'hUAU CUAJ~ ^a fúC wé. 'VUaa,
CViMé Sx/Uuaa, Suv
frC Xé CuýfL auw .
9Ua-/-/\' ýLuJV-C éhtéctr úéc-
jtAsisu, UévioC cCcuJÍotJ,
SCiXtJ Wf'ii'0 éféuu MfyfO CA-r (UUAfraXJ
^Upy» Uvr fhA SVoMJUx
JíaaOVU, jVfyy \ HJaAAa IáAAA , éCvuuí é<SAn—
gtwn Jw, / suXaaulX Cfr y
-tJMpeqVMua j-vl* cyfoAr
ÍCL'frA C>v^r~ 1' S CXACtsuhÁ-S'—
JJrÖAjqSJ é . 'Vvuui ci/innLÍÍ r[fv-r
/ftoJ oUaaA Zaaa-cO. 'YlTVUt 'iAT 1 'ÍAAAAA 0COCÆA eJ)
, \Á l/Se-Tn ~CYujFof-JlA-j XaJMwaaaa. C&f
''mJaJ SlSCaaaa éc/fJút \Qcaaa-i c-a-, 1/vCiA-r- 'fCAA yScí'
ivo (ÍA'xaAoua, 2.ía-c-c-iJ'/ Jé 'l/hr
CuoL/t’ C/wa Luai-i CVyCúvt nSooAA-,,
Jvi-ui-t' / ^Taaaa. 'Íaaaa 'IZisyÍaJ LS rp/t
S-óyt-flA ÍVAA-r <AAA'yó-r f SJmL 'lA-rrJZr
(ft TttocA, CA-frT-r lÁ/ ÍAaaaa. CtaaaZ ,
c/CcaaaaVaJ (/f/Ur ýf-f-r—MrffqfVr rjr asZv PcAa)
cJ) stéýl 'iuJhJu/fCfA) jUffO ú
olaaM '\/<aa;}aa£ífr=í -IaaJlCaJi. ■
-fu-fxj- EcaaH t&UAA ct ■XhotiA-MA-c^A flrv -BrotAAA., J
■fr,1 £Aa\a I&Maaaa uFjt-y AAj-Er'Toé' /. CAAAc£-€£-VtAÍ, ^VcAaaa-.
£j.AAFaJ\' 4-P-r £&(Maa C-0 . PwU-v, (aCÚa-a p-ÍCM-
J-iKrtM- StxApK'pf fnMS Xaa(<J\' 'IAaaAoLUa
4a\sía\a\
FhZiAA -OAAa-, (Ícxaaa-, cÍAZt' -V Za/2. U CK-uU-txjfúS'
Æý/CL Sct-U Jyc^AyU a-Oka' cÚWi Wúa' CuÁaaa<T
1 * ÍAaAAA ÚCAA'iA. <Aa ruú-é £\A/X'fi Cy-YÍAXAA-t rx-f
u OlA-t cLUÁJ'H-XAÍ ,
C^ézc-f\ (LuXa VcJ-ZOaÁia 'iqi'-l \hr-r JfJxZotO-OíijMaf-
Handritið er bersýnilega hvergi nærri með þeim frágangi sem Þórbergur tamdi sér. Það geymir efni til þeirrar Unuhússögu, sem aldrei
var við lokið, en oftar en ekki er á minnst hjá Þórbergi.
hverju kvöldi, auk venjulegra
máltíða. Þegar leið fram á vetur-
inn fór hann að fá einkennileg
útbrot í andlitið. Hann leitaði sér
læknis. Læknirinn sagði, að þetta
stafaði af of mikilli áreynslu á
taugakerfið og fékk honum hvítt
duft, sem hann átti að bera á and-
litið. Eftir það sást Tryggvi aldrei
öðruvísi heima í Unuhúsi en með
hvíta grímu af dufti í andlitinu.
Síðari hluti vetrarins 1914 var
hretviðrasamur, loftið sígrátt af
rengskýjum og tíðar austanþjótt-
ur. Þá gekk lungnabólgufaraldur
í bænum og margir dóu. Einn
leigjandinn í Unuhúsi hafði feng-
ið lungnabólgu og var fluttur á
Landakotsspítala og var nýdáinn.
Þetta veðurfar hafði óheppileg
áhrif á ástalífið. Fólk var orðið
vítamínlaust eftir hinn langa vet-
ur, lífsfjörið þvarr og mörgum
var farið að leiðast lífið. Ástir
Sveins höfðu nú aftur gengið með
lakara móti. Hann var stundum
ölvaður, orti þunglyndisljóð um
tilgangsleysi lffdaganna. Og
ástmey hans sást stundum á
kvöldin á sveimi í sundinu milli
húsanna í leit eftir elskhuga sín-
um.
Einn dag í aprílmánuði kemur
Sveinn inn til Kjartans Ólafs-
sonar, nú augnlæknis, sem þá bjó
í norðurherberginu uppi, og
kunngerir honum með mjög há-
tíðlegum orðum, að hann geti
með engu móti lifað lengur og
ætli því að fyrirfara sér í dag.
Hann sagðist ætla að drekkja sér
út af bryggju Björns Kristjáns-
sonar.
Kjartan svaraði að það væri
ekkert við því að gera. Þetta yrði
að hafa sinn gang, þó að það væri
leiðinlegt, - „en má ég horfa á þig
deyja“.
Jú, það hafði einmitt verið
meining Sveins með því að segja
honum þetta, að hann vildi verða
(svo í handriti) vitni að burtför
hans úr heiminum.
Svo gengu þeir báðir niður stig-
ann og út úr húsinu, niður Fisc-
16 SáDA - NÝTT HCLOARSLAÐ
10.
II