Þjóðviljinn - 10.03.1989, Síða 17
næli Þórbergs Þórðarsonar
I Þórðarson
lausu, máttvana söngva. Og
hversu meiri væri ástæða til þessa
hróps í dag. Það hlaðast ísalög nú
með hverjum degi yfir íslenska
hugdirfð og íslenskar bók-
menntir. Ég kem með þetta sem
áminningu á sjötugsafmæli Þór-
bergs því að fordæmi hans er
ströng krafa. Hver tekur upp
merki Þórbergs? Hver slítur af
oss hlekki sjálfbyrgingsskapar og
lágkúru og opnar að nýju hliðin
út í þá heiðu veröld þeirrar
draumsýnar sem framtíðin gerir
að veruleik? Megum við biðja um
nýja rómantík, nýja eldvígslu
hugans. Þórbergur hefur endur-
fæðst sjö sinnum eða oftar.
Megum við í afmælisgjöf til hans
biðja um endurfæðingu þjóðar-
innar.
Krístinn E. Andrésson
(1959)
við baráttuglaðan fjöldann að við
munum hafa gengið undir fánum
allra félaga (þar á meðal hár-
greiðslukvenna vona ég) í þeirri
streymandi fylkingu og ranglað
undir alla vígorðaborða og kröfu-
spjöld einsog við bærum sérper-
sónulega ábyrgð á þeim öllum,
sem við kannski gerðum einsog
allir hinir á þessu rölti.
Thor Vilhjálmsson (1969)
Fegin vildi þig finna
firði í Hrúta
hönd mína geyma
í hendi þinni.
Reikar þá rökkrið
regn sefur.
Víst er og víst er
vakir þú Þórbergur.
Nína Björk Árnadóttir
(1969)
Svo ætla ég að mælast til þess
að fá að ganga aftur með þér
fyrsta maí einsog um árið þegar
þú sagðir mér sögur og söngst
fyrir mig og fórst með kvæði alla
leiðina, og við vorum svo utan við"
okkur og innblásnir og ósamstíga
(Allar ívitnanir eru úr Þjóðvilj-
anum nema ein, í ræðu Kristins
E. Andréssonar til heiðurs Þór-
bergi sjötugum - hún birtist fyrst í
Tímariti Máls og menningar. ÁB
tók saman.)
hersund og norður með Liverpo-
ol. Úti var austanþrassi og regn-
hraglandi og kalt í veðri. Þeir fé-
lagar gengu norður yfir Vestur-
götu. Þar nam Kjartan staðar á
malarkambinum austan við bryg-
gjuna, en Sveinn þrammaði fram
bryggjuna, mjög þungbúinn og
alvarlegur yfirlitum eins og títt er
um menn sem ætla að fara að
deyja. Framan til á bryggjunni
nam hann snöggvast staðar,
sviptir sér úr jakkanum og leggur
hann á bryggjuna sem lítilfjör-
lega minningu um tilveru sína í
þessum heimi. Að því búnu
skálmar hannn út og fram á vest-
urbrún bryggjunnar og dembir
sér á bólakaf í sjóinn. En Sveinn
var syndur og gekk því ekki rétt
vel að halda sér við botninn, gerir
sér því lítið fyrir og buslar upp í
fjöruna vestan undir bryggjunni.
Stekkur upp á malarkambinn og
fram bryggjuna og tekur þar
jakkann og gengur hröðum skref-
um aftur upp bryggjuna. Þar
kemur hann auga á Kjartan
standa grínandi á malarkambin-
um með hendur í vösum. Sveini
fannst hann hafa sýnt sér heldur
litla hluttekningu í þessum
mannraunum og segir:
Hvað var þetta, manndjöfull?
Ætlaðirðu að sjá mig drepast
þarna í sjónum?
Síðan hljóp Sveinn heim í Unu-
hús. Una kom fram í eldhúsdyrn-
ar þegar hann skreppur inn úr
dyrunum og segir undrandi:
Hvað er þetta, blessaður
auminginn? Því ertu svona hold-
votur?
Sveinn fór ekki mörgum orð-
um um ástæðuna til þessa ásig-
komulags síns, heldur sveiflar sér
þegjandi upp stigann og háttar
niður í rúm. Una fór upp á eftir
honum.
Hvað er að þér maður?
En Sveinn skalf eins og hrísla í
rúminu. Una varð dauðhrædd
um að hann fengi lungnabólgu og
flýtir sér niður í eldhús og hitar
vatn í potti. Síðan hellti hún vatn-
inu í flöskur, sem hún raðaði
kringum Svein í rúminu. Hann
hrestist fljótt og náði heilsu sinni
aftur.
Svo kom vorið með rauðar sól-
eyjar út um allt Geirstún og þýð-
an lóusöng um vellina kringum
Landakot. Þá var það einn dag að
þeir Sveinn og Tryggvi komu
neðan sundið f smóking með
ingjusemi í húsinu í þrettán mán-
uði. Sveinn var farinn að stunda
málfræði og bókmenntir við há-
skólann í Kaupmannahöfn og
Tryggvi var byrjaður á fagur-
fræðinámi. Svo ætluðu þeir að
koma heim og giftast ástmeyjum
sínum. Þeir höfðu heitið þeim
ævarandi tryggðum og það var
fremur sjaldgæfur drengskapur í
Grjótaþorpinu á þessum árum.
En í ágúst sumarið eftir sátu tvær
aldraðar konur einn sólskins-
bjartan dag á ráðstefnu í eldhús-
inu í Unuhúsi. Þær töluðu hljótt
og oft í hálfkveðnum orðum, eins
og þær þyrðu ekki að segja skýrt
hvor við aðra það sem þeim bjó í
brjósti. Þær voru daprar ásýnd-
um. Það var auðsætt að það hafði
eitthvað ógurlegt komið fyrir,
kannski eitthvað sem var miklu
ógurlegra en dauðinn. Þessar
konur voru Una og tilvonandi
tengdamóðir Sveins.
Hann Sveinn var þó góður pilt-
ur, segir Una. Ég er viss um að
það var ekkert illt til í þeim ung-
lingi.
Já, ég þekkti hann aldrei að
neinu misjöfnu. Og svo er það
munur að eiga menntaðan mann.
Ég skil ekkert í veslings stúlk-
unni að fara að taka upp á þessu.
Það er eins og þessum aumingj-
um sé ekki sjálfrátt.
Og nokkrum mánuðum síðar
var hún gift manni í bænum, sem
ekki hét Sveinn og var ekki Jóns-
son.
Enn liðu fjórir mánuðir. Það
var komið fram í desember. Yfir
herbergi Tryggva lék sami ljóm-
inn. Svalir austanþræsingar með
rigningum öðru hvoru. Þá var
það eitt vætufullt kvöld að í eld-
húsinu hjá Unu stóð ung stúlka
ljóshærð með mikil brjóst og
augu sem voru einhvernveginn
hinsegin. Um eldhúsið sló
daufum bjarma af gömlum olíu-
lampa, sem hékk á eldhúsveggn-
um úti við gluggann. Úti var niða-
myrkur með skúraveðri. Gamla
konan sat á stóli úti við þilið
gegnt eldavélinni, en stúlkan þus-
aðist til og frá um gólfið eins og
hún ætti bágt með að standa í
sömu sporum. Og hún segir við
gömlu konuna:
Svona eru þessir helvítis djöfl-
ar, ekkert annað en svik og lygi.
Hann má reyndar fara til fjand-
ans fyrir mér. Ég sé ekki eftir
honum, helvítis asnanum þeim
arna.
Við skulum ekki tala illa um
piltinn. Hann getur ekki að þessu
gert. Þetta eru aumingjar. Þetta
eru blessaðir fáráðlingar. Þetta
stafar af vöntun á hugsun.
Getur ekki að þessu gert, hel-
vítis asninn sá arna. Þeir eru
svona þessir andskotans djöfuls
karlmenn. Ekkert annað en svik
og lygi.
Nokkru síðar var það öllum
kunnugt í Unuhúsi, að Tryggvi
hafði farið á söngskemmtun í
stórum sal í Kaupmannahöfn
með gylltum turni. Á senunni í
salnum söng hávaxin ljóshærð
stúlka. En hve rödd hennar var
yndisleg, augu hennar töfrandi,
mjaðmir hennar fagurlega form-
aðar, kálfar hennar ávalir. Og
skáldið þaut upp úr sæti sínu og
henti upp á senuna til hennar
stórum blómvendi. Nokkrum
dögum síðar voru þau trúlofuð.
blóm í hnappagatinu. Þeir voru
orðnir stúdentar. Svo var slegið
upp veislu inni í herbergi
Tryggva. Úti á miðju gólfi gerðu
þeir altari, sem þeir breiddu yfir
rautt klæði og á klæðinu stóðu
tvær fullar brennivínsflöskur sín
hvoru megin á altarinu. Svo
krupu þeir fyrir framan altarið og
við hlið Sveins kraup hávaxin
dökkhærð kona með augu, sem
glönsuðu eins og spegill móti tæk-
ifærum veraldarinnar. En við
síðu Tryggva féll fram fremur lág-
vaxin ljóshærð stúlka með mikil
brjóst, augu sem voru ein-
hvernvegin hinsegin. Að bæninni
lokinni voru flöskurnar tæmdar.
Svo gekk Sveinn út úr herberginu
með ástmey sína.
Eftir þetta ríkti almenn ham-
Sveinn Jónsson sá sem stakk sér í sjóinn og annar þeirra sem kraup
við altarið með ástmey sinni. Það var hann sem orti:
Hryggur ég alltaf hugsa um það kvöid
er hittumst og skildum við tvö
og ógæfan lagði okkar á milli
ókleifu fjöllin sjö...
RMwtagnr 10. man 1MS NÝTT HELQATOLAO - SfOA 17