Þjóðviljinn - 10.03.1989, Síða 21

Þjóðviljinn - 10.03.1989, Síða 21
H ELGARMENNINGIN „Ég get ekki verið fjarri heitmannimínum.ég myndi ekki geta lifað fyrirþrá." Ástríðufullur þrákálfur Haustbrúður frumsýnd í kvöld. María Sigurðardóttir: Appolonía tefldi ekki skynsamlega í lífinu þótt hún væri góður skákmaður, en svona er að hugsa með tilfinningunum... Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt leikrit eftir Þórunni Sig- urðardóttur í kvöld. Það heitir Haustbrúður og fjallar um ör- lagaríka atburði sem gerðust á Islandi fyrir um það bil 250 árum þegar ung útlend kona lést á tortryggilegan hátt á Bessastöðum. Þórunn stýrir verki sínu sjálf, en aðstoðarleikstjóri er Viðar Eggertsson. Þórunn hefur áður skrifað tvö leikrit, Guðrúnu (LR 1983) og í smásjá (Litla svið Þjóðl. 1986). Það má minna á að Árni Bergmann hafði ítarlegt viðtal við Þórunni um heimildar- vinnuna fyrir þetta leikrit í Þjóð- viljanum 28. febrúar í fyrra. Um tuttugu leikarar taka þátt í sýningunni, en aðalhlutverkin eru í höndum Jóhanns Sigurðar- sonar sem leikur Níels Fuhrmann amtmann yfir fslandi, Maríu Sig- urðardóttur sem leikur heitkon- una Appoloníu Schwartzkopf og Bríetar Héðinsdóttur sem leikur Katharinu Holm ráðskonu hans. Appolonía Efni leikritsins er af því tagi sem æsir upp áhuga hjá íslend- ingum: átjánda öldin, ástríður, harmar og dauði. Mesta forvitni vekur Appolonía, konan unga sem enginn vissi úr hverju dó og enn kvað eigra um Bessastaði. María Sigurðardóttir gefur henni mikla persónu á sviði - úr hverju er hún unnin? „Appolonía var norsk þrátt fyrir þýska nafnið,“ svarar Mar- ía, „en faðir hennar kann að hafa verið silfursmiður af þýskum ætt- um í Björgvin. Það er ekkert vit- að um ættir hennar og engin út- litslýsing er til á henni. Hins veg- ar eru til orðmargar lýsingar á heitmanni hennar, Níels Fuhr- mann, hann á að hafa verið glæsi- menni, hár og fyrirmannlegur, komið vel fyrir og verið vinsæll bæði í Danmörku og hér heima. Við gefum okkur að hún sé um það bil 25 ára þegar þau koma frá Björgvin til Kaupmannahafnar 1716, þá hafa þau verið saman í sjö ár. Hann var líka norskur og þau voru bæði af svipuðum milli- stéttaruppruna eftir því sem næst verður komist. Fjölskylda hans er ekki aðalborin og þess vegna er það stórt skref fyrir hann að fá amtmannsembættið á íslandi. En hann er gáfaður, metnaðargjarn og trúr yfir litlu framan af, fyrir það er honum launað." Sér hana frá nútímanum „Þegar ég vissi að ég fengi hlut- verkið las ég skáldsöguna Hrafn- hettu eftir Guðmund Daníelsson, en þó að hún sé ágæt er Appolon- ía allt öðruvísi þar en í leikritinu, eiginlega hálfgerð norn. Sú App- olonía sem Þórunn skapar í leikritinu finnst mér aftur á móti alveg heillandi. Ég sé hana dálítið fyrir mér út frá nútímanum þó að aðstæður hennar séu auðvitað aðrar. Það er ekki eins mikið mál núna að verða ólétt utan hjóna- bands. Það er ekki lengur hægt að láta dæma mann til að giftast sér. En hvernig málin æxlast að öðru leyti er afskaplega kunnuglegt. Hann svíkur hana aldrei gagn- gert, en þau tímasetja svo margt illa sem þau gera og segja hvort við annað, kannski vegna þess að þau tala aldrei almennilega sam- an. Hún er fljótfær og afdráttar- laus, svo mikil tilfinningavera, hugsar með hjartanu. Þó að það komi fram í heimildum að hún sé góður skákmaður þá teflir hún ekki skynsamlega í einkalífinu. En henni er sama um allt annað en hann, embætti, frama, hvar þau eru á hnettinum - allt nema það að þennan mann vill hún eiga. Hann hugsar hins vegar um I frama sinn og auðvitað skilur maður hann vel. Það er verið að gera hann nokkurs konar konung yfir íslandi, og þá er framtíðin allt í einu í stórhættu. Hvað á hann að gera? Jafningjar Þau tala sífellt framhjá hvort María Sigurðardóttir öðru, hún ætlar sér eitt og hann annað, en það sem gerir tog- streitu þeirra spennandi í verkinu er að þau eru jafningjar. Hún er ekki veikari en hann eða undir hann gefin. Þau standa líka jafnfætis andlega. Hún er víðsýn og greind, lítur á alla með sömu virðingu. En hún er líka haldin þráhyggju. Hún lætur sér ekki segjast þegar hann er svona treg- ur í taumi heldur siglir yfir úthaf- ið, mætir bara á staðinn og segir hér er ég! Enda veit hún áreiðan- lega hvert vald hún hefur yfir honum. Eins og ég sé þetta fyrir mér er hann ekki búinn að glata tilfinn- ingunum til hennar, hún vekur honum enn ástríðu, en nú gengur hún á stolt hans. Aldrei skal dóm- stóll neyða hann til að kvænast nokkurri konu þó að hann þurfi að greiða henni tvo þriðju af launum sínum þangað til þau gift- ast.“ En af hverju voru þau ekki löngu gift? „Fyrst er hann í námi, svo er hann í illa launuðu embætti. Hann ætlar sjálfsagt að koma undir sig fótunum áður en hann gengur í hjónaband. Hann er maður sem ýtir hlutunum dálítið frá sér í einkalífinu, en í embætti vann hann mjög gott verk og þótti afburða yfirvald. Appolonía vill afgerandi svör, en þau hliðrar hann sér hjá að gefa. Er þetta ekki kunnuglegt í sambúð kynjanna á okkar tím- um? Karlmenn eru svo oft snjallir í stöðum sínum á daginn en allt aðrir heima á kvöldin. Níels veit aldrei hver næsti leikur verður í taflinu við Appoloníu og það er spennandi - en erfitt! Karlmenn eru skíthræddir við svona konur enn í dag. Það er makalaust að fá að leika í svona magnaðri sögu og skapa svona stórfenglega persónu á sviði. Ég hef fundið hana búa um sig í mér og ég veit að hún vill láta segja þessa sögu. Appolonía var hrifin af íslandi og þótti vænt um þessa þjóð. Hún var líka vel látin hér þótt ýmislegt hafi verið sagt um hana fyrr og síðar.“ Silfurmen um háls Segja má að leikritið byrji þar sem heimildirnar hætta, inni í stofum og svefnherbergjum. Leikritið er fyrst og fremst túlkun höfundar á atburðum og persón- um þó að Þórunn hafi víða aflað fanga og unnið mikla heimilda- vinnu. Unnu leikararnir líka ein- hverja forvinnu? „ Við gerðum vettvangskönnun á Bessastöðum, skoðuðum kirkj- una þar sem þau liggja undir gólf- inu Níels Fuhrmann, Appolonía Schwartzkopf og Karen Holm, og gengum fjöruna. Svo er til á Þjóðminjasafninu stórt silfur- hálsmen sem alltaf hefur verið talið að Appolonía hafi átt, en það virðist ekki hafa verið notað. Kannski hefur hún ætlað að bera það við brúðkaupið sem aldrei var haldið. Ég hef oft leikið konur sem hafa gripið mig, en aldrei jafn sterkt og nú. Og samvinna allra, leikara, leikstjóra og allra ann- arra starfsmanna við sýninguna hefur verið yndisleg. Sérstaklega hefur samvinna okkar Þórunnar verið gefandi, og það er auðvitað hennar sýn á persónuna sem ég túlka. Ég veit ekki hvar hennar endar og mín byrjar. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtileg vinna.“ Leikhóparnir gefa tækifæri María Sigurðardóttir útskrif- aðist úr Leiklistarskólanum vorið 1983 og hafði fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína í Nemendaleikhúsinu. Hvað hefur gerst síðan? „Ég hef leikið að meðaltali eitt hlutverk á ári síðan ég lauk skól- anum. Þar er maður í fjögur ár og temur sér ákveðinn hugsana- gang. Við vitum ekkert hvað tekur við að loknu námi og mað- ur reynir að verja sig með því að eiginlega hafi maður áhuga á ýmsu öðru en að leika. Ég ákvað að mig langaði að leikstýra og hef reynt það svolítið. Það er líka mjög gefandi. Frá stóru leikhúsunum bárust fá boð fyrr en í vetur, en Alþýðu- leikhúsið hélt mér við. Með seiglu hefur það komið sér upp stórum áhorfendahópi þótt það eigi í engin örugg hús að venda og þar lék ég fín hlutverk, meðal annars Petru í Beiskum tárum Fassbinders, Louise í Tom og Viv og Deborah í Eins konar Alaska eftir Pinter. Alþýðuleikhúsið og nýju leikhóparnir hafa sprottið upp þegar stóru húsin hafa lítið að bjóða ungum leikurum. Það er svo lítil hreyfing á starfsliði þeirra og svo margir leikarar sem út- skrifast. Þeir verða að búa sér til verkefni vegna þess að sköpunar- þráin deyr ekki þegar maður út- skrifast þó að atvinnuleysið í greininni sé mikið. Það er ekkert markmið að vinna í ákveðnu húsi. Mitt mark- mið er að fá að leika góð hlutverk með góðu fólki, sama hvar það er sett upp.“ Hvað er brýnast f íslensku leikhúsi núna? „Það þarf að veita meira fé til þess. Fjárskortur ræður alltof oft ferðinni. Alþýðuleikhúsið og leikhóparnir þyrftu að fá betri að- stöðu fyrir sýningar sínar. Svo finnst mér stundum að það vanti meiri eldmóð í leikhúslffíð. En ég er svo full af Appoloníu að ég er ekki (skapi til að ræða um annað þessa dagana!" SA Níels Fuhrman veit aldrei hver næsti leikur Apolloníu er í lífsskák þeirra. 10. 19M NÝTT HELQARBLA0-SáBA 21

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.