Þjóðviljinn - 10.03.1989, Side 23
Meðan skynsemin blundar.
Óreiðan í veröldinni
Sigurður Örlygsson: málverkasýning
í FIM-salnum, opið til 13. mars
Sigurður Örlygsson fjallar um
óreiðuna í veröldinni í verkum
sínum. Maðurinn með tól sín og
tæki er hjálparvana andspænis
yfirþyrmandi óreiðu náttúrunn-
ar, og vélarnar og tækin, sem eru
eins og tákn skynseminnar, verða
fáránleg andspænis þeirri óreiðu
sem þeim er ætlað að beisla. Og
maðurinn svífur í lausu lofti,
kannski með keilu fyrir vitum
sér, eins og til þess að undirstrika
að það er þetta form skynsem-
innar sem byrgir honum sýn.
Þetta er þekkt viðfangsefni úr
bókmenntum og myndlist. Mér
kemur í hug saga ítalska 19. aldar
skáldsins Giacomo Leopardi,
sem hann kallaði „Samtal íslend-
ingsins og náttúrunnar“, og fjall-
ar um íslendinginn, sem hafði
ferðast heiminn á enda til þess að
finna stað þar sem hann gæti búið
í sátt og samræmi við umhverfi
sitt. í Afríku miðri verður móðir
náttúra á vegi hans í líki tröll-
aukinnar konu sem studdi oln-
boga á fjall og hafði andlit er lýsti
af samblandi hryllings og fegurð-
ar. Pegar íslendingurinn kemst
að því að þessi ógnvekjandi kona
er náttúran sjálf ræðst hann að
henni með ásökunum fyrir allar
þær kárínur sem hún hafði veitt
honum: eldgos, hungur og kuldi á
íslandi, styrjaldir og pestir í Evr-
ópu, skorkvikindi og villidýr í
Afríku, stöðugir þurrkar eða fell-
ibyljir: hvergi gat hann um frjálst
höfuð strokið.
Svar náttúrunnar var einfalt og
miskunnarlaust: heldur þú að
náttúran sé sköpuð fyrir þig?
Svar íslendingsins var þá að
ekki hefði hann beðið um að fæð-
ast í þennan heim. Það hefði hins
vegar gerst fyrir tilverknað og
vilja náttúrunnar, og ber henni
þá ekki skylda til þess að koma í
veg fyrir kvalir og tortímingu síns
sköpunarverks á sama hátt og
gestgjafinn ber ábyrgð á velferð
sinna gesta? Eða hver er ábyrgð
mannsins? Hverjum er þetta líf
þóknanlegt, sem merkt er þján-
ingu, tortímingu, hnignun og
dauða? Á meðan íslendingurinn
var að koma þessum kvörtunum
á framfæri við móður náttúru
komu Ijónin og átu hann. Aðrir
segja að sandstormur hafi blásið
hann í kaf og gert hann að múm-
íu, sem seinna fannst við upp-
gröft og hafnaði á vísindasafni
einhvers staðar í Evrópu.
Ástæðan fyrir því að Leopardi
nefndi persónu sína íslending var
sú, að hann hafði lesið í „Sögunni
af Jenni“ eftir Voltaire að fáir
staðir á jörðinni byðu upp áöm -
urlegri tilvist fyrir manninn en
ÓLAFUR GÍSLASON
einmitt ísland.
Þetta þema, sem reyndar kem-
ur einnig fyrir í Birtingi Voltair-
es, er einnig þekkt úr myndlist-
inni. Og koma þá í hugann tveir
myndlistarmenn sem Sigurður
Örlygsson hefur greinilega sótt
hugmyndir til: danski svartlistar-
maðurinn Palle Nielsen og þýski
dadaistinn og súrrealistinn Max
Ernst. Óreiðan í verkum Palla
Nielsen er reyndar ekki komin
frá móður náttúru, heldur eru
verk hans eins og martraðar-
kennd ganga í gegnum myrkviði
stórborgar og tækni þar sem
manneskjan er máttvana fórnar-
lamb ómennskra afla. í sam-
klippimyndum Max Ernst, sem
minna um margt á málverk Sig-
urðar, er hins vegar dýpra kafað í
sálarlíf mannsins, og ógnin sem
að honum steðjar á sér ekki síst
rætur í hans eigin sálarlífi. Þess
vegna eru myndir Max Ernst
bæði meira sannfærandi og
hrollvekjandi, auk þess sem þær
bjóða upp á fjölbreytilega túlk-
un. En þar sem við sjáum mann-
inn svífa um hjálparvana með tól
sín og tæki í óreiðu náttúrunnar í
myndum Sigurðar Örlygssonar,
þá er ekki nema eðlilegt að spurt
sé með íslendingnum í sögu Le-
opardis: hver ber ábyrgðina á
þessum ósköpum, hvaða
grimmdarvilji liggur hér að baki?
Eða þá að við tökum undir með
Náttúrunni og spyrjum: heldur
þessi hjálparvana íslendingur
með sín hjákátlegu tól kannski að
veröldin hafi verið sköpuð fyrir
hann?
Myndlist
Andlits-
myndir
Ragnar Lár opnar sýningu á
andlitsmyndum í Innrömmun
Sigurjóns, Ármúla 22, á mánu-
daginn. Sýningin er opin á venju-
legum verslunartíma alla vikuna.
Myndirnar eru af þekktum pers-
ónum, þar á meðal helstu
stjórnmálahöfðingjum landsins,
svo og Bryndísi Schram, Halldóri
Laxness og Hófí.
Ein af myndum Ragnars Lár.
Gettu hver hann er?
EPTA
Píanótónleikar
Á mánudagsvöldið 13. mars
verða píanótónleikar á vegum
EPTA, Evrópusambands píanó-
kennara. Það er Guðmundur
Magnússon sem leikur Sónötu
op. 22 eftir Beethoven, Barcar-
olle og Ballöðu nr.l eftir Chopin,
Estampes og L‘Ile joyeuse eftir
Debussy, Pavane og Alborada
del Graziozo eftir Ravel.
Tónleikarnir verða í íslensku
óperunni og hefjast kl. 20.30.
Steinunn
Sigurðardóttir
Tímasóunar-
verksmiðjan
íslendingar eru mikiö fyrir
aö fjárfesta, bæöi sem þjóð
og sem einstaklingar. Ein af
ástæðunum til þess að jafnvel
blómlegustu fyrirtæki eru sí-
fellt aö fara á hausinn er of-
fjárfesting og það er jafnframt
ein af skýringunum á því aö
þjóðarbúið stendur svo tæpt.
En eitt er það sem íslend-
ingar hafa ekki vit á að fjár-
festa nógu mikið í, og það er
æska landsins, menntun
hennar og uppeldi, og sá
skortur á fjárfestingu kann að
verða þjóðinni dýr áður en yfir
lýkur.
Eftir því að dæma sem ég
hef séð tilsýndar á síðustu
árum þá er stór hluti af ung-
viðinu- í landinu í reiðuleysi,
bæði innan skóla og utan.
Foreldrar eru oft svo upptekn-
ir af vinnu sinni, að þeir hafa
lítinn tíma til þess að sinna
börnunum. Og ekki verður
betur séð en allt of margir ís-
lenskir grunnskólar séu tíma-
sóunarverksmiðjur þar sem
börn og unglingar læra ekki
að læra heldur að slæpast og
svíkjast um. Kennari sem ég
hef átt tal um þetta við segir
að agavandamálið í efri bekkj-
um grunnskóla sé slíkt að í
' mörgum bekkjum náist at-
hygli nemenda ekki lengur en
í fimm mínútur í senn. „Þarftu
þá að segja sama hlutinn tvö-
hundruð sinnum?" spurði ég.
„Ég gefst stundum upp eftir
fimmtugasta skipti," sagði
hann og bætti við að ef hann
væri með réttu ráði væri hann
fyrir löngu búin að fá sér aðra
vinnu.
Það þarf ekki mikið ímynd-
unarafl til þess að skilja að
það er óþolandi andrúmsloft á
vinnustað þar sem enginn
vinnufriður er, og þannig eru
skólastofur þar sem hver
kjaftar upp í annan og enginn
gerir það sem ætlast er til af
honum. Enda sagði þessi við-
mælandi minn að það leiddist
öllum óendanlega í tímum,
bæði kennurum og nemend-
um. Og hann sagði að sig
furðaði mest á því að skólafé-
lagarnir næðu ekki einu sinni
athygli þegar þeir kæmu inn í
bekkina til þess að tala um
félagsmál.
Það er að sjálfsögðu ekki
hægt að kenna skólakerfinu
alfarið um hvernig komið er.
Það sem skólarnir fá í hendur
eru meira og minna óuppalin
börn sem hafa verið í reiðu-
leysi frá því þau muna eftir
sér. Þessi saga er kunnari en
frá þurfi að segja: Þróunin hef-
ur orðið sú að báðir foreldrar
vinna úti allan daginn. Skólinn
stendur hins vegar ekki yfir
nema í nokkra klukkutíma, og
útkoman er sú að börnin eru á
eigin vegum hálfan daginn.
Það hlýtur að vera skylda
þjóðfélagsins að búa betur en
þetta að börnunum. Þegar
börnin eldast er algengt að
foreldrarnir fá ekki að skipta
sér af því sem þau hafast að,
og reyna það kannski ekki
einu sinni. Það er því ekki von
að hægt sé að tjónka við börn-
in í skólanum, svo vön sem
mörg þeirra eru agaleysi
heima fyrir.
Viðmælandi minn, sem ég
Vitnaði í hér áðan, var á þeirri
skoðun, að vandinn væri svip-
aður í skólunum hvar sem
borið væri niður og hann
sagði að ástandið hefði hríð-
versnað á síðustu tíu árum.
Þó virðist svo sem það takist
sums staðar að haida uppi
sæmilegum aga og nýta tím-
ann til þess að læra. Kunn-
ingjakona mín sem var í
kennslufræði í háskólanum
heimsótti einn af grunnskól-
unum á höfuðborgarsvæðinu
nokkrum sinnum í tengslum
við það nám, og hún talaði um
þann góða anda sem í skólan-
um ríkti. Þar virtu nemendur
aga- og umgengnisreglur og
sérstakur myndarbragur var
yfir öllu innan stokks. Þá
gaukaði hún að mér þeim
fróðleik að þarna væru með-
aleinkunnir hærri en í öðrum
skólum, en bætti við að það
mætti ekki tala of mikið um
það.
Úr því að þetta er hægt í
einum skóla, þá hlýtur að vera
hægt að bæta ástandið ann-
ars staðar. Börnin eiga
heimtingu á því, framtíðar
sinnar vegna, að skólarnir
séu góðar stofnanir, og þjóðin
á heimtingu á því, framtíðar
sinnar vegna, að börnin fái
góða menntun. Ég hef ekki
svarið við því hvernig á að
bæta skólana, en það hljóta
þeir að vita sem starfa í
menntunargeiranum. Því mið-
ur nær mitt innlegg í um-
ræðuna ekki mikið lengra en
að hrópa upp: Það er eitthvað
mikið að! í guðs bænum geriði
eitthvað í þessu!
Föstudagur 10. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23