Þjóðviljinn - 10.03.1989, Page 29
MEÐ GESTS AUGUM
GESTUR
GUÐMUNDSSON
Tvöfaldur tariskinnungur hvalveiðiumræöunnar
Ég hef nú um eins árs skeið
skrifað vikuleg innlegg í íslenska
þjóðmálaumræðu hér í Blaðið
Okkar án þess að víkja nokkurn
tímann að hvalamálinu, og ég hef
verið spurður að því hvernig það
sé hægt. í íslenskum fjölmiðlum
finnst varla sá skriffinnur sem
ekki hefur á takteinum Hin
Endanlegu og Afgerandi Rök
með eða móti núverandi hval-
veiðum íslendinga. Þeir eru jafn-
an ákaflega vissir í sinni sök. f
skrifum þeirra kemst enginn efi
að og andstæðir pólar umræð-
unnar stunda þá íslensku um-
ræðulist að tala ævinlega framhjá
rökum andstæðinganna.
Umræðan er öll með þeim
hætti, að það er erfitt að mynda
sér skoðun í málinu þ.e.a.s. ef
maður hefur ekki einhverja rök-
helda fyrirframskoðun, svo sem
að öll spendýr séu heilög, að allt
sem útlendingar segi sé rugl eða
að Halldór Ásgrímsson sé annað
hvort heilagur maður eða tuddi
sem engum rökum taki.
Þegar tekist var á um hval-
veiðibannið í Alþjóða hvalveiði-
ráðinu, stóðu fslendingar al-
mennt að baki stjórnvöldum sín-
um um þau sjónarmið að ekki
stafaði útrýmingarhætta af hval-
veiðum íslendinga. Þegar Al-
þjóða hvalveiðiráðið samþykkti
árið 1982 að setja tímabundið
bann við hvalveiðum 1986-90,
samþykkti Alþingi að sætta sig
við þá ákvörðun en hleypa um
leið af stokkunum umfangsmikl-
um hvalarannsóknum. Rann-
sóknaáætlunin var unnin í skyndi
og mörgum til furðu var þar gert
ráð fyrir miklum hvalveiðum „í
vísindaskyni". Engin haldbær
rök voru flutt fyrir því að veiðarn-
ar þyrftu að vera jafn umfangs-
miklar og raun bar vitni, heldur
benti flest til þess að markmiðið
væri að halda Hval hf. gangandi
og afla um leið fjár til
rannsóknanna. Þótt í þessu hafi
falist auðsær tvískinnungur yppti
meirihluti þjóðarinnar og Ál-
þingis öxlum og lét gott heita.
Tvískinnungur íslenskra
stjórnvalda vakti mun meiri reiði
erlendis þar sem fyrir var mikil
tilfinningaleg og siðferðileg and-
staða gegn hvalveiðum. Af ein-
hverjum ástæðum hefur mennta-
mönnum í stórborgum Vestur-
landa orðið meira umhugað um
sjávarspendýr en önnur dýr og
vilja helst að þau séu alfriðuð.
Þar við bætist að rányrkja hefur
sannanlega verið stunduð á
hvölum á mörgum hafsvæðum
heims. Hvalveiðibannið naut
þess vegna víðtæks alþjóðlegs
stuðnings, og flestum sem hafa
látið sig þessi mál varða hefur
sýnst sem íslendingar séu einung-
is að sniðganga bann Alþjóða
hvalveiðiráðsins með vísinda-
veiðum sínum. í þessu athæfi fel-
ist forkastanleg lítilsvirðing á al-
þjóðasamþykktum og hættulegt
fordæmi, séu veiðarnar látnar
óáreittar.
Hvalfriðunarsinnar blönduðu
sem sé saman tvenns konar rök-
um af ólíkum toga, almennri and-
stöðu gegn hvalveiðum og
meintu broti íslendinga á alþjóð-
asamþykktum. í mótrökum
þeirra íslendinga sem styðja
rannsóknaáætlunina er líka ýmsu
blandað saman. Annars vegar er
lögð á það áhersla að hval-
veiðarnar séu einungis lítill hluti
samræmdrar rannsóknaáætlun-
ar, ekki sé réttlátt að taka þennan
eina þátt út úr og stöðvun hval-
veiða geti eyðilagt áætlunina í
heild. Hins vegar eru flutt ýmis
rök fyrir hvalveiðum íslendinga;
bent er á að þeir stofnar sem
veiddir eru, séu ekki í útrýming-
arhættu og að hvalir séu svo
hættulegur samkeppnisaðili um
íslenska fiskinn að hvalastofnin-
um verði að halda niðri. í áróðr-
inum hér innanlands er því æ oft-
ar haldið fram, að láti íslendingar
undan í hvalveiðum, sé hætta
búin fyrir fiskveiðar, því að ann-
ars vegar muni hvalurinn éta
meira frá okkur og hins vegar
muni umhverfisverndarsinnar
láta kné fylgja kviði með því að
hefja baráttu gegn ýmsum fisk-
veiðum okkar.
Innlendir andstæðingar veið-
anna hafa einnig flutt sig um set í
málflutningi sínum. Það heyrist
að vísu enn að rannsóknaáætlun-
in hafi falið í sér óþarflega miklar
hvalveiðar, en nú heyrast þau rök
oftast, að áróðursstríðið erlendis
sé tapað. Hvaða augum sem
menn líti málstað fslendinga, sé
augljóst að áframhaldandi hval-
veiðar muni leiða að sér áfram-
haldandi álitshnekki og markað-
stap erlendis og af þessum takt-
ísku ástæðum verði íslendingar
að hætta hvalveiðum strax.
Ég hef alls ekki tínt til öll þau
rök sem beitt er í hvalveiði-
deilunni, heldur einungis þau fyr-
irferðarmestu. Það hefur ein-
kennt þessa umræðu að menn
hafa sjaldnast haft fyrir því að
reyna að hrekja rök andstæðing-
anna. Andstæðingurinn hefur
svarað með því að setja málið
fram á nýjan hátt, og svo koll af
kolli. Ekki hefur verið samkomu-
lag um það um hvað deilan snýst
heldur skýrgreinir hver hana með
sínum hætti. Hin ytri atburðarás
hvaladeilunnar, viðbrögð er-
lendis og sívaxandi vandi við sölu
íslenskra sjávarafurða, hefur átt
þátt í því að flytja umræðuna til.
Nú er svo komið að menn geta
valið um ótal stöður í þessari
flóknu deilu, þótt einungis sé um
tvenns konar afstöðu að velja -
með eða móti. Enginn þarf
lengur að svara rökum andstæð-
ingsins heldur einungis að velja
úr þeim vaxandi sarpi raka sem
eru réttu megin víglínunnar.
Eins og svo oft gerist í íslenskri
þjóðmálaumræðu hleypur allt í
hnút. Forsenda þess að úr honum
rakni er að þátttakendur í um-
ræðunni temji sér að halda hinum
ýmsu þráðum aðskildum. Einn
þáttur snýst um það hvort hval-
veiðar séu almennt æskilegar.
Þar er annars vegar um að ræða
siðferðilega umræðu um það
hvaða dýrategundir ber að veiða
og með hvaða aðferðum, og hins
vegar umræða um ástand hvala-
stofnsins og hlutverk hvala í líf-
keðjunni. Annar þáttur umræð-
unnar snýst um hvalveiðar í vís-
indaskyni. f stað stóryrtra yfirlýs-
inga þarf að fara fram umræða,
sem er aðgengileg og skiljanleg
almenningi, um það hvort rann-
sóknaáætlunin sé forsvaranleg
vísindi eða skálkaskjól áfram-
haldandi hvalveiða. Þriðji þáttur
umræðunnar snýst um markaðs-
mál og andlit íslendinga út á við.
Hér er um það að ræða hvort ís-
lendingar hafi tapað áróðurs-
stríði sínu, hvað sem segja má um
réttmæti þess að öðru leyti, og
beri því að hætta hvalveiðum hið
snarasta og leita leiða til að bæta
stórskaddaða ímynd sína meðal
umhverfisfólks.
Að mínu mati verða rann-
sóknaþarfir einar - ekki spurn-
ingin um fjármögnun þeirra - að
skera úr um það hvort hval-
veiðum verður hætt í sumar. Þótt
málstaður íslands standi höllum
fæti á alþjóðavettvangi, geta þau
rök ekki leitt tii þess að hætt verði
rannsóknaáætluninni, heldur
einungis til þess að gerðar verði
strangari vísindalegar kröfur til
hennar. Slíkum rannsóknum þarf
að halda áfram þar til hægt er að
skera úr um hvort það sé vist-
fræðilega rétt að halda hér uppi
hvalveiðum. Ef niðurstaðan
verður sú, er engin ástæða til að
láta alþjóðlegt almenningsálit
grænfriðunga stöðva veiðarnar,
en þangað til sú niðurstaða er
fengin, ber einungis að halda
uppi þeim veiðum sem eru
stranglega nauðsynlegar fyrir
rannsóknirnar.
Það fæst aldrei neinn botn í
umræðuna á meðan rnehn blanda
saman rökum af ólíkum toga, og
hvalveiðistefna íslendinga bíður
skipbrot ef hún er búin til af tví-
skinnungi. Þar gildir einu hvort
sá tvískinnungur er samsettur úr
samþykkt hvalveiðibanns og
skálkaskjóli vísindaveiða eða
hvort menn telja hvalveiðar rétt-
lætanlegar en vilja fella þær niður
vegna þrýstings grænfriðunga.
KVIKMYNDIR________________
Nauðsynlegur klúbbur
Áhugamenn um góðar
kvikmyndir sjá loks fram á arf-
taka Fjalarkattarins en viðlíka
klúbbur var stofnsettur fyrir
skömmu. Níu klassískar
myndir voru áformaðar fram
eftir vori en þráðurinn verður
síðan tekinn upp að nýju í
haust. Þrjár myndanna hafa
þegar lokið sér af, ein datt út
og þær fimm sem eftir eru
þykja jafnvel enn vænlegri en
þær fyrri.
Að sögn Guðmundar Karls
Björnssonar hjá Kvikmyndasafni
ísiands hefur aðsókn verið nokk-
uð góð hingað til og tók hún kipp
með þýsku myndinni Manner
eftir Doris Dörrie. Nú hafa um
450 manns keypt sér klúbbsskír -
teini en það kostar 500 krónur.
Síðan kostar 200 krónur á hverja
mynd sem ekki þykir mikið hafi
menn áhuga á sönnum kvik-
myndum.
Godard og
von Trotta
Helgarmynd Kvikmynda-
klúbbsins að þessu sinni heitir Pi-
errot le Fou, eða Tryllti Pierrot,
eftir sjálfan Jean-Luc Godard.
Hann er án efa einn áhrifamesti
kvikmyndagerðarmaður fyrr og
síðar og var einn upphafsmanna
frönsku nýbylgjunnar, Nouvelle
Vague, upp úr 1960. Að sama
skapi eru fáir jafn umdeildir og
Godard enda hefur hann ávailt
farið ótroðnar slóðir við gerð
sinna mynda.
Godard gerði Pierrot árið
1965, eða sama ár og Alphaville
sem sýnd var hér á landi fyrir
nokkrum árum. Hann skrifaði
handritið upp úr skáldsögunni
Obsession, eftir Lionel White og
segir sagan frá Ferdinand Pierrot
og fyrrum ástkonu hans, Mari-
anne, sem flýja bæði lögreglu og
glæpamenn vegna morðmáis.
Það eru Jean-Paul Belmondo og
Anna Karina sem leika skötuhjú-
in.
í næstu viku verður boðið upp
á eitt af meistaraverkum þýska
kvikmyndastjórans Margarethe
von Trotta. Hún hóf feril sinn
sem leikari undir handleiðslu
manna eins og Rainers Werners
Fassbinders og Volkers Schlön-
dorffs, og gekk hún einmitt í það
heilaga með þeim síðarnefnda.
Saman gerðu þau nokkrar mynd-
ir þarsem von Trotta reit handrit-
ið auk þess að leika en hún sneri
sér síðan alfarið að leikstjóm-
inni.
Þeir sem fylgjast með evrópsk-
um kvikmyndum ættu að þekkja
myndir von Trotta því þær hafa
nær allar verið sýndar hér á landi,
ýmist á kvikmyndahátíðum eða í
sjónvarpi. Rosa Luxemburg er
þeirra nýjust, gerð árið 1986, og
segir myndin frá Rósu sem hafði
sem kunnugt er varanleg áhrif á
stjórnmálasögu aldarinnar. Hún
er leikin af Barböru Sukovu sem
fékk verðlaun í Cannes fyrir frá-
bæran leik sinn í myndinni. Pól-
verjinn góðkunni Daniel Olbryc-
hki leikur einnig í myndinni en
við þekkjum hann ma. úr Tin -
trommu Schlöndorffs,og nokkr-
um Wajda-myndum og nú síðast í
smáu hlutverki í Obærilegum
léttleika tilverunnar. Það var
fyrrnefndur Fassbinder sem ætl-
aði uppfaflega að gera mynd um
Rosu Luxemburg en Margarethe
von Trotta tók að sé verkefnið
eftir dauða hans.
Meira franskt
23. og 25. mars verður sýnd
nýjasta mynd Frakkans Jacques
Doillon, L‘Amoureuse (Ást-
fangna konan). Doillon er ein-
hver athyglisverðasti leikstjóri
Frakka í seinni tíð og gerir
gjarnan „litlar“ myndir, með
fáum persónum líkt og á
leiksviði. Ástfangna konan er
einmitt gerð í samvinnu við
leikhóp innan Amandier-
leikhússins og byggir á stuttu
leikriti 18. aldar skáldsins Mari-
vaux. Verkið er heimfært á nú-
tímann og segir frá unglingum
sem eru í þann veginn að uppgö-
tva mátt ástarinnar. Persónur
myndarinnar voru mótaðar á
meðan á tökum stóð og gefur það
myndinni mjög ferskan og ný-
stárlegan blæ.
Ásamt Godard og Claude Cha-
brol hafði Francois Truffaut mest
áhrif á frönsku nýbylgjuna, en
Jules og Jim er sennilega þekkt-
asta afsprengi þeirrar stefnu.
Hún verður sýnd um næstu mán-
aðamót og er ómissandi fyrir
kvikmyndaáhugamenn. Truffaut
var án efa sá mannlegasti og ró-
mantískasti þremenninganna
fyrrnefndra og er sagan af Jules
og Jim að mínu viti besta kvik-
mynd sem gerð hefur verið um
hinn klassíska ástarþríhyrning.
Truffaut sagði að eftir að hann las
bókina um Jules ogJim árið 1953,
þá 21 árs, hafi hann ákveðið að
gerast kvikmyndagerðarmaður.
Sagan spannar um 15 ár og
hefst hún rétt fyrir fyrra stríð.
Hún segir frá félögunum Jules og
Jim sem verða ástfangnir af sömu
konunni. Annar gisftist henni en
síðar gerist hinn elskuhugi henn-
ar. Vandamálin í myndinni eru
því tvenns konar; vináttan er í
húfi og ennfremur að ekki er ger-
legt að lifa í þríhyrningssam-
bandi.
Trompið
í lokin
Síðasta mynd klúbbsins í vor er
eitt mesta meistaraverk kvik-
myndasögunnar, Bardagafleytan
Potemkin eftir Sovétmanninn
Sergei Eisenstein. Það er varla
ofsögum sagt að myndin hafi haft
meiri áhrif á kvikmyndir aldar-
innar en nokkur önnur og auk
þess má segja að list- og kvik-
myndafræðingurinn Eisenstein
hafi markað dýpri spor en flestir
aðrir. Hann lagði grunninn að
allri uppbyggingu kvikmynDa
eins og við þekkjum þær í dag og
var snillingur í að skeyta saman
myndskeið á sem áhrifamestan
hátt.
Potemkin var eitt öflugasta
bardagaskip Rússa árið 1905 þeg-
ar uppreisn var gerð gegn ógnar-
stjórn Zarsins. Hermenn á
skipinu risu einnig upp og tóku
skipið í sínar hendur og sigldu til
borgarinnar Odessa við Svarta-
haf. Þar tók Eisenstein upp eina
frægustu senu kvikmyndanna,
tröppuatriðið í Odessa, sem Bri-
an De Palma fékk svo snyrtilega
að láni í mynd sinni um Hina
vammlausu.
Auk þess að vera eitt mest not-
aða kennslubókardæmi kvik-
myndaskóla víðs vegar um heim
hefur Bardagafleytan Potemkin
oft verið viðurkennd sem ein
besta mynd allra tíma. Nýjasta
dæmið er úr bók sem undirritað-
ur festi kaup á fyrir skömmu þar-
sem kvikmyndagagnrýnandinn
John Kobal kynnir 100 bestu
myndir allra tíma. Hann fær 80
kunna kollega sína til liðs við sig
og eftir að hver þeirra hefur valið
sér sínar 10 uppáhaldsmyndir
fæst úr skorið hverjar séu (að
þeirra mati) 100 bestu myndir
sögunnar. Þegar stigin voru lögð
saman kom í ljós að aðeins tvær
myndir, Citizen Kane (Orson
Welles) og La Rgle du Jeu (Jean
Renoir), skutu Potemkin aftur
fyrir sig. Myndin er því jafn
ómissandi kvikmyndaáhuga-
mönnum og blómin eru býflug-
unum. Jules og Jim eftir Truffaut
komst einnig á „topp 100“ og gott
betur því hún hafnaði í 21. sæti.
Kannski fjalla ég nánar um þessa
bók síðar.
Annað starfsár Kvikmynda-
klúbbsins hefst í ágúst mánuði og
er ráðgert að skipta vetrinum í
tvö tímabil. Tilkoma klúbbsins
gerir biðina eftir hinum ýmsu
kvikmyndahátíðum að engu. Fyl-
kjum liði um sterkan og góðan
kvikmyndaklúbb.
Þorfinnur Ómarsson
Föstudagur 10. mars 1989NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 29