Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 4
Benedikt Bogason er á beininu Albert yfirgaf stefnu Borgara flokksins Benedikt Bogason tók í upphaf i vikunnar sæti á Alþingi í stað Alberts Guðmunds- sonar sem er á förum til Frakklands til að gegna sendiherrastöðu í París. í kjölfar stjórnarmyndunarviðræðnanna í upphafi ársins hefur komið fram klof ningur í þing- f lokki Borgaraf lokksins og hafa þrír þing- menn flokksins ekki sótt þingflokksfundi. Hversvegna? Hvað gerist nú þegar Albert hverfur af vettvangi? Hver er skoðun Bene- dikts Bogasonar? Hverju breytir það fyrir Borg- araflokkinn að þú kemur í stað Alberts á þingi? „Það breytir heilmiklu fyrir Borgaraflokkinn að Albert dreg- ur sig í hlé. Borgaraflokkurinn var myndaður undir forystu Al- berts fyrir síðustu kosningar og stefnan og öll uppbyggingin byggðist á honum sem foringja og í kringum hann. Þetta er því tals- vert mikil breyting. í stað eins foringja, sem er gamall í hettunni og reyndur, dreifist forystan á nokkrar hendur.“ Ert þú sjálfur persónulega sátt- ur við það hvernig Albert stýrði Borgaraflokknum? „Eg er mjög sáttur við það hvernig hann stóð að því að leiða uppbygginguna og fyrstu sporin en núna síðasta árið hef ég ekki verið ánægður." Hvað er það helst sem þér hefur ekki fallið við í stjórn hans á flokknum? „Einkum sú stefnubreyting sem kom fram í haust og alveg til þessa dags, sem hann kallaði í fjölmiðlum að við hefðum breytt um stefnu. En það var alveg öfugt; það var hann sem breytti uin stefnu.“ I hverju var þessi stefnu- breyting hans fólgin? „Til liðs við okkur kom fólk sem hafði kosið eða verið hlynnt öllum flokkum, þótt flestir kæmu frá Sjálfstæðisflokknum og þá margir sem tengdust Albert náið þar. Þessvegna var það mjög brýnt hjá okkur að við skil- greindum okkur hvorki til hægri né vinstri upp á gamla móðinn og teljum að sú skilgreining sé orðin úrelt þótt hún ætti vel við þegar þessir fjórir gömlu flokkar voru á sínum duggarabandsárum. Þessi gömlu hugtök eru nú gjörsam- lega meiningarlaus. Hjá okkur voru hlið við hlið atvinnurekend- ur og launþegar, menntamenn og verkamenn og allir gátu talað sömu tungu.“ Finnst þér Albert hafa svikið þetta? „Ég vil ekki tala um nein svik. Við erum nýr flokkur með nýjar hugmyndir og okkar aðal óvinur er fastheldni hugmyndanna sem ríkir hjá gömlu flokkunum, sem okkur finnst vera orðnir trénaðir og fylgja ekki nútímalegri þróun í uppbyggingu. Til að verja sig hef- ur verið tilhneiging hjá þessum flokkum - ég vil ekki nefna neinn sérstakan flokk, en ég þekki best Sjálfstæðisflokkinn - til gerræðis- legra vinnubragða til þess að fela málefnafátækt og að þeir hafa ekki getað fylgst með þróuninni, bæði menningarlega, atvinnulega og ekki síður í breytingu á gildis- mati á síðustu árum.“ Hefur Albert þá víljað taka aft- ur upp vinnubrögð gömlu flokk- anna? „Borgaraflokkurinn myndast vegna aðfararinnar að Albert í Sjálfstæðisflokknum. Fólk vill ekki svona vinnubrögð en fólk hefur líka hrifist að okkar hug- myndafræði, lýðræðislegri upp- byggingu flokksins þannig að allir taka þátt í stefnumótun flokks- ins. Grundvallaratriðið hjá okk- ur er að við erum lýðræðislegur stjórnmálaflokkur sem er tilbú- inn að ræða við og vinna með hverjum sem er á málefnalegum grundvelli án tillits til flokksskír - teina.í fyrrahaust vorum við svo kallaðir til viðræðna, annarsveg- ar við aðstandendur núverandi ríkisstjórnar áður en hún var mynduð, og hinsvegar óskuðu Sjálfstæðismenn eftir viðræðum við okkur.Ég þarf ekkert að lýsa því ástandi sem hafði skapast frá kosningum. Við héldum því fram að Sjálfstæðisflokkurinn væri á rangri leið. Það sýndi sig svo að á 14 mánuðum höfðu þeir keyrt alla atvinnuvegi hér í kaf. Á grundvelli þess tekur svo Albert forystu í þessum viðræðum. Síð- an kemur það í ljós að það næst ekki samstaða þrátt fyrir að má- lefnalegur grundvöllur hafi verið fyrir hendi. Það var skoðun mín og margra annarra að málefnas- amningur og þær lausnir sem þessi ríkisstjórn var með á fin- gurgómunum var að verulegu Ieyti í samræmi við okkar stefnu. Síðan verður ákveðin stefnu- breyting hjá Albert, sem hefur sýnt sig og sannað núna síðustu daga. Við það að hann nær aftur sambandi við Sjálfstæðisflokks- mennina, Þorstein Pálsson og fleiri, fer hann að hallast að sín- um fornu hugsjónum um Sjálfs- tæðisflokkinn aftur og þar með vill hann teyma Borgaraflokkinn inn í einhver tengsl við Sjálfstæð- isflokkinn. Meirihluti þing- flokksins hélt áfram og fór í stjórnarmyndunarviðræður í jan- úar með vitund Alberts. Þær við- ræður voru framhald á þeim við- ræðum sem féllu á tíma í sept- ember. Þá er það sem Albert heldur því fram opinberlega að flokkurinn hafi breytt um stefnu, en staðreyndin er sú að það var hann sem breytti um stefnu. Fæst af þessú fólki í Borgaraflokknum er tilbúið að skríða undir pilsfald frj álshyggj u Sj álfstæðisliðsins. “ Þeir Ingi Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson hafa ekki sótt þingflokksfundi að undan- förnu. Áttu von á því að þeir verði utan þingflokksins og jafnvel að þeir gangi til liðs við Sjálfstæðis- flokkinn? „Ég get ekki svarað fyrir þá. í fyrra og hitteðfyrra hefði ég svar- að hiklaust nei, þeir halda áfram á þeim grundvelli sem við vorum búnir að byggja upp. En hafi þeir tekið sömu sinnaskiptum og Al- bert og telji sér og þjóðinni best borgið undirleiðsögn Sjálfstæðis- forystunnar sex mánuðum eftir að sú stefna beið skipbrot, þá er mjög eðlilegt að þeir hverfi til síns uppruna.“ Þannig að þetta gæti verið var- anlegur klofningur í þingflokki Borgaraflokksins? „Eg hef ekki trú á því í dag en það getur allt hugsast. Það að þeir hættu að sækja þingflokks- fundi 7. febrúar eftir að stjórn- armyndunarviðræður okkar féllu á tíma aftur held ég að hafi verið vegna hollustu við Albert.“ Ymsir flokksmenn Borgara- flokksins hafa verið orðaðir við aðra flokka, jafnvel framboð fyrir t.d. Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn. „Gömlu flokkarnir eiga eitt sameiginlegt en það er að vinna sameiginlega gegn öllu nýju, þessvegna er togað í Borgara - flokkinn úr öllum áttum. Það hefur verið talað um að vissir menn í stjórnarflokkunum vildu sjá flokkinn klofna og vinna með hluta þingflokksins. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn í stað þess að naflaskoða sjálfan sig og reyna að finna meinsemdina hjá sjálf- um sér, eytt óhemju mikilli orku í maður á mann aðferð við að tína einn og einn frá Borgaraflokkn- um til sín. Það hafa margir hjá okk.ur kvartað undan óþægindum af þessu." Skoðanakannanir gefa ekki til- efni til bjartsýni um framtíð Borgaraflokksins. Óttast menn ekki að þegar AJbert hverfur af sjónarsviðinu þá muni flokkurinn liðast í sundur? „Ef við erum trú þeim mál- efnagrundvelli sem við höfum unnið eftir, sem tekur mið af hug- myndum Alberts einsog þær voru, efast ég ekki um að Borg- araflokkurinn á sinn sess í þjóðfé- laginu." Þrátt fyrir að skoðanakannan- ir sýni annað? „Þrátt fyrir að skoðanakann- anir sýni annað. Ef hann sund- rast, þá þýðir það að flokkurinn verður veikari." Nú þegar Albert hverfur til Frakklands hefur þá myndast grundvöllur til þess að taka upp þráðinn aftur þar sem frá var horfið í stjórnarmyndunarvið- ræðunum? „Við erum í pólitík til þess að hafa áhrif og mín skoðun er því sú að ekkert er útilokað í þeim efn- um. Hinsvegar eru forsendurnar í dag öðruvísi en í janúar og á- standið þannig að það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir hvort stjórnin er búin að missa öll tök eða hvort hún hefur burði í sér til þess að ná saman um einhverja stefnu sem gæti rétt af skútuna sem var komin á hliðina í fyrra- sumar.“ Hafa einhverjar þreiflngar far- ið fram núna? „Engar.“ Hvaða skilyrði myndir þú setja fyrir slíkri þátttöku? Á sínum tíma var matarskatturinn aðal hindrunin. Og hvað með ráðu- neytin? „Varðandi ráðuneytin er það grundvallaratriði við ríkis- stjórnarmyndun á íslandi að samningar um þau séu geymdir þar til ljóst er orðið hvort menn eiga málefnagrundvöll eða ekki. Þegar það liggur fyrir er hægt að skipta ráðuneytum. Við viljum sitja við sama borð og aðrir og að ráðuneytum sé skipt eftir fylgi flokkanna í kosningum en ekki eftir fylgi skoðanakannana. Varðandi önnur skilyrði get ég bara sagt mína persónulegu skoðun. Eg vil að það liggi ljóst fyrir að þær aðgerðir sem samið verður um stefni að ákveðnu jafnvægi í þjóðfélaginu þannig að það verði vinnufriður. Við lögðum mikla áherslu á matar- skattinn. Það liggur fyrir viður- kenning á því frá stjórninni að með virðisaukaskattinum, sem kemur um áramótin, verði ma- tvæli og nauðþurftir á lægri virð- isaukaskattsprósentu. En það verður að leiðrétta þannig stöðu fólks að það geti skrimt. Það er alltof mikill uppsafnaður vandi hjá fólki. Það er búið að höggva svo oft í sama knérunn allt frá 1983. Hvað eftir annað hefur mér fundist verkalýðshreyfingin sýna mikinn siðferðisstyrk, öfugt við það sem mér fannst í gamla daga. Aftur á móti hefur mér fundist að vinnuveitendur hafi snúið aftur til uppruna síns fyrir fimmtíu árum. Við hverja samninga kem- ur blaðafulltrúi þeirra í sjónvarp- ið til þess að spila sömu gömlu plötuna um að það sé taprekstur og að það sé ekkert til skiptanna og að það þurfi að lækka launin. En hann gleymir því sem hefur gerst. Það er okurvaxtakerfið sem hefur gleypt svo stóran hlut af því sem annars hefði átt að ganga til launþega. Það verður að hætta þessum skrípaleik og kjaftæði. Vextirnir voru hækkaðir með handafli og því á að lækka þá með handafli en hlusta ekki á þetta kjaftæði um frjálsa vexti vegna þess að okkar efnahagskerfi er mjög lokað og lítið. Það verður að lækka leiguna fyrir notkun fjármagns og standa við það.“ Mun Borgaraflokkurinn bjóða fram í næstu borgarstjórnarkosn- ingum? „Já, við höfum lýst því yfir.“ Áð lokum, Benedikt, fannst þér Albert halda óeðlilega lengi í þingsæti sitt eftir að ákveðið var að hann yrði sendiherra í Frakk- landi? „Ég veit ekki hvað ég á að segj a um það. Albert er að mörgu leyti mjög sérstæður maður. Við ræddum saman um jólaleytið og þá taldi hann sig þurfa að ljúka ákveðnum þáttum í þessu. Þetta þróaðist svo þannig að það dróst fram á síðasta dag. Hann taldi sig þurfa að hafa afskipti af fram- vindu mála. Hann er kjörinn þingmaður og ræður því sjálfur hvenær hann sleppir hendinni af þingsætinu. Það æxlaðist svo þannig að hann gerði það á el- leftu stundu miðað við það nýja verkefni sem hann hefur tekist á hendur. Ég held að hæfileikar Al- berts geti nýst þjóðinni mjög vel í þessu nýja starfi hans.“ Kannski betur en þeir nýttust í Borgaraflokknum? „Betur en þeir nýttust í Borg- araflokknum, að minnsta kosti síðustu misserin.“ -Sáf 4 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.