Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 13
Kohl stendur tæpt Sókn græningja og hœgriöfgamanna ógnarþriggja flokka kerfinu vesturþýska. Óánœgja vegna atvinnuleysis og fólksinnflutnings Kohl - er tími hans sem leiðtoga senn útrunninn? AÐ UTAN Helmut Kohl, sambandskansl- ari Vestur-Þýskalands, er leiðtogi fjölmennasta ríkis Vestur-Evrópu, sem þar að auki er öflugasta iðnríki þess. I Evr- ópu vestantjalds er hann því að líkindum áhrifamestur forustu- manna í stjórnmálum. Hann er einn þeirra manna, sem mestan svip hafa sett á sögu álfunnar á þessum áratug. Nú á Kohl við vaxandi pólitisk vandkvæði að stríða heimafyrir og margra mál er að hann eigi skammt eftir sem kanslari og leiðtogi flokks síns, kristilegra demókrata. Fyrir þann flokk er útlitið ekki sérlega bjart í pólitíkinni nú um stundir. I kosningum í sex fylkj- um í röð hefur hann tapað fylgi og mestar hafa hrakfarirnar orðið síðustu tíu mánuðina eða svo. Það byrjaði með því að jafnaðar- menn, helsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, fengu meirihluta í fylkisþingkosningum í Slés- vík-Holtsetalandi, þar sem kristi- legir demókratar höfðu farið með völd lengst af frá því að vestur- þýska ríkið var stofnað. Sjálfur kosningaósigurinn var því nógu slæmt áfall, en ofan á hann bættist álitshnekkir út af miður prúðmannlegum aðferðum kristilegra demókrata í kosninga- baráttunni. Miðjusækið þríflokkakerfi Svo voru það kosningarnar í Vestur-Berlín og Hessen nú fyrir skömmu. í báðum fylkjum hrundi fylgið af kristilegum dem- ókrötum og í Vestur-Berlín og Frankfurt am Main, höfuðborg fjármála landsins, féllu borgar- stjórnarmeirihlutar þeirra og bandamanna þeirra frjálsdemó- krata. í fyrmefndu borginni mynduðu jafnaðarmenn og græn- ingjar stjóm í staðinn. Jafnaðarmenn unnu sem sagt mikinn sigúr í Slésvík- Holtsetalandi og unnu einnig á í Vestur-Berlín og Hessen, en þeim líst þó ekki allskostar vel á ganginn í stjómmálunum. Þessi kosningaúrslit boða sem sé ekk- ert gott fyrir vesturþýska flokk- akerfið í heild sinni, eins og það lengst af hefur verið. Þar hefur kveðið langmest að tveimur stór- um flokkum, kristilegum dem- ókrötum og jafnaðarmönnum, og einum flokki miklu minni á milli þeirra, frjálsdemókrötum, sem stjórnað hafa með þeim stóra til skiptis. í áróðri sínum og ráðstöfunum hafa flokkar þessir gerst æ miðjusæknari, með það fyrir augum að ná fylgi meðal- þjóðverjans, það er að segja sem flestra kjósenda. Samevrópsk þróun Þetta hefur leitt til þess að flokkar þessir þrír era orðnir svo líkir hver öðram að kjósendur eiga sífellt erfiðara með að sjá teíjandi mun á þeim. Mikill meirihluti íbúa landsins býr við lífskjör, sem eru meðal þeirra bestu í heimi, og það er fyrst og fremst þetta fólk, sem flokkarnir þrír biðla til. Þetta er ein af ástæðunum tii þess að vesturþýska flokkakerf- ið, eins og menn þekkja það best, er tekið að trosna á jöðrum. Úr- slit kosninganna í Vestur-Berlín og Hessen eru greinileg ábending um það. Það sem mesta athygli vakti eftir þær var mikil fylgis- aukning græningja og hægriöfga- manna. Hér er raunar um að ræða þróun, sem er ekki bundin við Vestur-Þýskaland eitt, heldur nær að meira eða minna leyti til margra annarra Vestur- Evrópulanda, eins og best sýndi sig í kosningum í Austurríki og Frakklandi nýverið. í síðar- nefnda landinu náðu græningjar í fyrsta sinn umtalsverðum árangri og þar vilja sumir þýða úrslitin svo, að gamla flokkakerfið (sem byggðist á tveimur breiðfylking- um, annarri til hægri, hinni til vinstri) sé úr sögunni. í Austur- riki er og litið á kosningaúrslitin í þremur fylkjum sem ógnun við þarlent flokkakerfi. Fólksflutningar austantjalds frá Græningjar eiga fylgis- aukningu sína vitaskuld að miklu leyti að þakka auknum áhuga fyrir umhverfisvernd og hægri- öfgamenn græða á vaxandi andúð á miklum fjölda innflytjenda í umræddum löndum, en saman við þetta blandast önnur mál. Þótt mikill meirihluti íbúa Vestur-Þýskalands hafi það gott, þá er atvinnuleysi þar verulegt og þeim fjölgar er búa við versnandi lífskjör. Þessu fólki finnst mörgu að gömlu flokkamir þrír skeyti lítið um það og það hefur því gjaman eyran opin fyrir áróðri bæði græningja og hægriöfga- manna. Andúðina á innflytjendum er ekki hægt að skilgreina sem fyrst og fremst kynþáttaandúð, a. m.k. ekki í venjulegum nútíma skilningi orðsins. Svo er að heyra að innfæddir séu litlu síður óá- nægðir með innflutning fólks frá Austur-Evrópu og Sovétríkjun- um en frá þriðja heiminum, og er það fyrmefnda þó vart þekkjan- legt frá Þjóðverjum í útliti. Nú standa sem sé yfir mestu fólks- flutningar frá Austur- til Vestur- Evrópu frá því árin fyrir 1961, er Berlínarmúrinn var hlaðinn. Undanfarið hafa ráðamenn sumra austantjaldsríkja gerst eftirlátari við þá þegna sína, sem vilja flytjast úr landi, og flestir þeirra vilja komast til Vestur- Þýskalands, vegna góðra lífs- kjara þar og af því að margir Walter Momper og Michaele Schreyer, leiðtogar jafnaðarmanna og græningja í Vestur-Berlín, sem nú stjóma þar saman - boðar það samstarf þessara f lokka víðar? bítast eftirmenn hans um völdin. Strauss lét við ýmis tækifæri í ljós fyrirlitningu á Kohl og var honum óþægilegur bandamaður, en hér kemur fram sem oftar að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Frjálsdemó- kratar ókyrrast Kosningaósigrum stjórnar- flokkanna fylgir að frjálsdemó- kratar gerast órólegir í banda- laginu við flokk Kohls. Þeir hafa gert það stórgott í stjórnmálum þarlendis miðað við stærð, þar eð miðjustaða þeirra hefur gert þeim auðvelt um vik að vinna með stóru flokkunum á víxl. En langri setu í stjórn með öðrum þeirra stóru, sama hvoram er, fylgir sú hætta að kjósendur hætti að sjá nokkurn mun á þeim flokki og frjálsdemókrötum. Því er viss- ara að skipta um samstarfsflokk af og til, og þetta hefur átt sinn þátt í stjórnarskiptum vestur- þýskrar sögu. Frjálsdemókratar hafa farið illa út úr kosningunum undanfarið, ekki síður en sam- starfsflokkurinn, og duttu út úr borgarstjórnum bæði í Vestur- Berlín og Frankfurt. Þetta eykur líkumar á að þeir fari að hyggja á samstarf við jafnaðarmenn að nýju. Hinsvegar er spuming, hvort myndun samsteypustjórnar jafnaðarmanna og græningja í Vestur-Berlín verði ekki upphaf samstarfs þessara flokka á breiðum grundvelli. Margir framámanna kristilegra demókrata era nú farnir gefa í skyn meira eða minna opinskátt, að undanhald flokksins sýni að forasta Kohls sé ekki nógu góð og verði því að skipta um leiðtoga. Sem líklegur eftirmaður hans hefur einna helst verið tilnefndur Lothar Spath, forsætisráðherra í Baden-Wurttemberg. 18. júní verður kosið til Evrópuþings og sama dag fara fram byggðarst- jómakosningar í Saar og Rheinland-Pfalz, en í síðar- nefnda fylkinu er Kohl upprann- inn. Haldi hrakfarir kristilegra demókrata áfram þar, stóraukast líkurnar á því að flokksbræður Kohls geri hann að blóraböggli og skipti um mann í sætum for- manns og sambandskanslara. Schönhuber, foringi Lýðveldisf lokks svokallaðs - kosningaúrslit og niðurstöðurskoðanakannana undanfarið sýna að hægriöfgamenn hafa mikið fylgi í Bæjaralandi, Vestur-Berlín og Hessen. að láta það standa á götunni, svo að það er gjarnan látið ganga fyrir þegar nýju íbúðarhúsnæði er úthlutað. Þetta gremst þeim fá- tækustu af þeim innfæddu, sem telja félagshjálp hins opinbera við sig óríflega og eiga margir í bágindum vegna skorts á hús- næði. Þeir óttast líka að þeir inn- fluttu verði ráðnir í störf, sem atvinnulausir innfæddir annars fengju. í kjarabaráttu atvinnu- lausra og ýmissa starfsstétta hafa stjórnvöld verið sökuð um að stuðla að innflutningi fólks í þeim tilgangi að fá vinnukraft, sem geri litlar kröfur. Ekkert bendir enn til annars en að þróun sú í vesturþýskum stjórnmálum, sem hér um ræðir, haldi áfram. í skoðanakönnun sem gerð var í Munchen í febrúar lýstu 10 af hundraði aðspurðra yfir fylgi sínu við Lýðveldisflokk svokallaðan, sem er á hægri kant- inum og vann óvæntan sigur í Vestur-Berlín, þar sem menn höfðu haldið að hann væri varla til. Á Kristilega sósíalbanda- laginu, bróðurflokki kristilegra demókrata sem lengi hefur stjórnað Bæjaralandi og gnæft þar hátt yfir alla aðra flokka, er nú los eftir að leiðtoginn Franz Josef Strauss hvarf héðan, og þeirra era af þýskum ættum. Meginregla hjá vesturþýskum stjórnvöldum er að allt fólk þýskrar ættar eigi að vera velk- omið til Vestur-Þýskalands, og þau era svo frjálslynd í þeim efn- um að geti menn rakið ættir sínar til þýskra forfeðra og/eða -mæðra allt að tveimur öldum aftur í tím- ann, era þeir taldir til Þjóðverja. í Austur-Evrópu og Rússlandi var mikil byggð þeirrar þjóðar frá því á síðari hluta miðaldá til loka heimsstyrjaldarinnar síðari, svo að það segir sig sjálft að í þeim löndum eru margir, sem geta haft upp á þýskum áum einhversstað- ar í ættinni, ef þeir leita vel. Gremja illa haldna minni- hlutans S.l. ár komu um 200.000 inn- flytjendur austantjalds frá til Vesiur-Þýskalands, og líkur eru á að í ár verði þeir um 300.000. Margt af þessu fólki fær ekki at- vinnu þegar í stað og verður að lifa af félagshjálp. Ekki er hægt DAGUR ÞORLEIFSSON Föstudagur 7. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.