Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina? Ragnar Stefánsson j arðskj álftafræðingur Að vanda mun ég sjá um þáttinn „Af vettvangi baráttunnar" í útvarpi Rót á laugardaginn kl. 14. í þættinum verður fjallað sérstak- lega um heræfingarnar sem hér eiga að vera í sumar og þá miklu hemaðaruppbyggingu á íslandi undanfarin ár og markmið hennar. Svo verður haldið áfram að endurtaka viðtai Einars Ólafssonar við Brynjólf Bjarnason sem var útvarpað sl. sumar. Þetta er annar hluti þess viðtals. Að lokum verður svo væntanlega fjallað um stöðuna í kjaramálum með viðtölum við fólk. Ef gefur langar mig á skíði, sennilega í Jósefsdal, og síðan gefur maður sér smá stund til þess að taka því rólega og slappa af. SPRON, Álfabakka 14, Breiðholti, verk eftir Benedikt Gunnarsson, opið virka 9.15-16 nema föd. 9.15- 18, Iýkur26.5. SÚM á Kjarvalsstöðum, 100 verk e. 15listamenn,opiðdagl. 11-18, síð- asta sýningarhelgi. ingibjörg Jónsdóttir (lágmyndir) í Nýhöfn Hafnarstræti, hefst ld., opið virka 10-18, helgar 14-18, lýkur 26.4. Matthea Jónsdóttir (olía og vatns- litir) í FÍM-salnum Garðastræti, hefst ld., opið virka 13-18, helgar 14-18, Iýkur25.4. Verk Jóhannesar Geirs Jónssonar f Gallerí Borg Austurstræti, opin virka 10-18, lýkur 11.4. Llstasafn Einars Jónssonar, opið Id. sd. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn dagl. 11-17. Listasafn Islands. Salur 1: Jón Stef- ánsson, Jóhannes Kjarval, Gunn- laugur Scheving. Salur 2: Júlíana Sveinsdóttir, síðasta sýningarhelgi, leiðsögn sd. 15.00. Salur 3 og 4: Hilma af Klint, farandsýning frá Sví- þjóð, hefst ld., fyrirlesturdr. Áke Fant um Hilmu Id. 17.00. Opið 11-17 nemamánud. Mynd mánaðarins: Mosi við Vífilsfell e. Kjarval, kynnt fid. 13.30. Listasafn Slgurjóns Ólafssonar á Laugarnesi, opið helgar 14-17, tón- leikarld. 17.00. Slgrld Valtingojer sýnir grafík og teikningar í Gallerí Borg Pósthús- stræti, opið virka 10-18, helgar 14- 18, Iýkur18.4. „Frá Hornströndum til Havana". Elríkur Guðjónsson (Ijósmyndir) á Mokka Skólavörðustíg. Björn H. Jóhannesson sýnir í Ás- mundarsal, opið virka 15-22, helgar 14-22, lýkur 17.4. Gallerí Gangskör, opið virka nema mád. 12-18, verkgangskörungatil sýnisogsölu. Gallerí Grjót, Sigurður Þórir Sigurðs- son og Kristbergur Pétursson hafa bæst í hóp þeirra sem sýna þar. Opið 12-18 virka daga. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, vatnslitamyndirÁs- gríms til maíloka, dagl. 13.30-16 nemamád., mid. Tuml Magnússon sýnir í Slúnkaríki Isafirði, hefst ld., opið 16-18, lýkur 29.4. Edwin Kaaber sýnir málverk í Bóka- safni Kópavogs, opið virka 10-21, Id. 11-14. Sýning á verkum úr safni bæjarins í Hafnarborg, Hafnarfirði, opið dagl. 14-19 nema þd. Síðasta sýnh. Prójektíl-hópurinn sýnir í Nýlista- safninu Vatnsstíg: Björn Roth, Daði Guðbjörnsson, Eggert Einarsson, Ómar Stefánsson, og gestirnir Jón GunnarÁrnason, Kristján Guð- mundsson og Dieter Roth. Hefst föd., opið virka 16-20, helgar 14-20. Gerningar ld., sd. 20.00. LEIKLIST Hvað gerðlst í gær? e. Isabellu Leitner, leikstj. Gerla, hlutv. Guðlaug María Bjarnadóttir, leikm. Viðar Egg- ertsson, í Hlaðvarpanum sd. 20.00 (frumsýning). Haustbrúður í Þjlh. föd., Id. 20.00. Ingveldur á Iðavöllum hjá Hugleik á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9, föd„ Id. 20.30. ÓvltaríÞjlh.ld. 14.00, sd. 14.00og 17.00. Brúðkaup Fígarós föd., Id. 20.00 í Óperunni. Sveitasinfónían í Iðnó Id. 20.30. Sjang og Eng í Iðnó föd., sd. 20.00. Ferðin á heimsenda í Iðnó Id. sd. 14.00. Sál mín er hirðfífl í kvöld, Egg- leikhúsið Hlaðvarpanum Vesturgötu, Id. 20.00. TÓNLIST Ruth Slenczynska (píanó) leikur et- ýður nr. 10 e. Chopin og talar um þær í Gerðubergi mád. 21.00. Musica nova í Bústaðakirkju föd. 20.30, ungversktónlistfrá20. öld. Agnes, Mikloos og Balazs Szekely flytja. Háskólakórinn í Hafnarborg Hfirði Id. 15.00, verk e. Áskel Másson, HjálmarH. Ragnarsson, Árna Harð- arson, Hróðmar Inga Sigurbjörns- son, Ingunni Bjarnadóttur. Stj. Árni Harðarson. Selma Guðmundsdóttlr (píanó) að Logalandi í Borgarfirði Id. 16.00, verk e. Jón Leifs, Pál ísólfsson, Liszt, Chopin, Janacek. Lúðrasveit verkalýðsins í Lang- holtskirkju Id. 17.00, stj. Jóhann Ing- ólfsson, innlend og erlend tónlist við allrahæfi. Karlakór Reykjavlkur í Langholts- kirkju sd. 16.00, mád. 20.30, stj. Cat- herine Williams og Oddur Björnsson, eins. Kristinn Sigmundsson. Kammer- og einleiksverk Hjálmars H. Ragnarssonar i Listasafni Sig- urjóns Id. 17.00: Anna Áslaug Ragn- arsdóttir, Snorri Sigfús Birgisson, Óskar Ingólfsson, Nora Kornblueh, Martial Nardeau, Jóhanna Þórhalls- dóttir, Hlíf Sigurjónsdóttir, Sean Bra- dley, Helga Þórarinsdóttir, Sigurður I. Snorrason, Kjartan Óskarsson. Kvartett Árna Scheving í Heita pottin- um Duushúsi sdkvöld frá 21.30. HITT OG ÞETTA Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi 10.00 frá Digranesv. Jörðin iðjagræn undan ísum, molakaffi. Útivist. Sd. 13.00 landnámsganga Saurbær-Hvalfjarðareyri, brottför vestan Umfmst. Ferðafélagið. Sd. 10.30 skíðaganga yfir Reynivallaháls, verð 900 kr„ 13.00 Fjöruganga I Hvalfirði, við Fossá, verð 900. Brottför austan Umfmst, frítt f. börn m. full. Félag eldri borgara. Opið hús í Tónabæ fellur niður Id. Síðasti dan- stími Id. í Armúla 1714.30-16. Göngu-Hrólfs-hópurinn mætir Id. 10.00 v. Kjarvalsst. Opið hús sd. í Goðheimum, Sigtúni 3, spjall, spil og tafl frá 14, dansað 20-23.30. Opið hús Tónabæ md. frá 13.30, félagsvist frá 14.00. MÍR-bíó Vatnsstíg 10 sd. 16.00. „Fulltrúinn frá Eystrasalti" frá ‘37, leikstj. Zarkhí og Heifits, aðall. Nikolaj Tsérkasov. Sígilt verk: Menntamað- urinn gengur til liðs við verkalýðsby It- inguna. Ókeypis. „Æskan og hesturlnn“ - Fákshátíð í Reiðhölilnni sd. 14.00, leikir og íþróttir á hestum, börn fá að fara á hestbak á eftir. 500 kr. f. full., 100 f. börn. Félagsvist Húnvetningafélagslns Id. 14.00 í Húnabúð Skeifunni 17. Ath. Sumarfagnaður22.4. ÍFélh. Seltjn. „Bláfjalladagurá skiðum" ld„ ókeypis kennsla á svig- og göngu- skíði, barnagæsla. Morgunkaffi Kvennallstans í Hlað- varpanum Id. 11.00, Helga Sigur- jónsdóttir talar: „Allt mömmu að kenna- Móðirin í veldi feðra“. Árshátíð Borgfirðingafélagsins í Goðheimum Sigtúni 3 Id. frá 19.30. FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Þjóðviljinn og mavkaðslögmálin Nokkrar umræður hafa orðið hér á síðum blaðsins og ekki síður annars staðar um framtíð Þjóð- viljans. í þeim umræðum hefur sú skoðun verið fyrirferðarmikil að meginástæðan fyrir margaug- lýstri fjárhagskreppu Þjóðviljans sé kreppa flokksins og hreyfingar íslenskra sósíalista. Þessu er ég hjartanlega sammála enda í fullu samræmi við grein sem ég skrif- aði um vanda blaðsins á sl. hausti. Að sjálfsögðu er helsta ástæð- an fyrir kreppu blaðsins breyting- in sem orðið hefur á viðhorfum, ekki bara íslenskra vinstrimanna heldur sósíalista úm allan heim. Þeim hefur ekki tekist að finna svar við frjálshyggjunni sem tók að blómstra í upphafi þessa ára- tugar. Undan þessu ráðleysi hafa þeir forðað sér út af vettvangi hreyfingarinnar og margir hverjir hætt afskiptum af pólitík. Hinn mikli pólitíski áhugi sem ein- kenndi áttunda áratuginn hefur á vinstri kantinum snúist upp í andstæðu sína á þeim níunda. í þessum sviptingum fór hlutverk og staða Þjóðviljans á flot og hef- ur ekki alveg verið hægt að festa hönd á henni síðan. En auk þessa vanda hreyfing- arinnar vil ég benda á að ýmsar aðrar ástæður eru fyrir núverandi stöðu Þjóðviljans. Þar á ég við beinar markaðsaðstæður því jafnvel Þjóðviljinn verður að lúta lögmálum markaðarins. Góðærið sem ríkti á flestum sviðum íslensks efnahagslífs þangað til um mitt síðasta ár gerði sig einnig gildandi á fjöl- miðlum landsins. Ný útvarpslög sem tóku gildi fyrir þremur árum leiddu til þess að íslenskum fjöl- miðlum fjölgaði verulega á skömmum tíma og var þó nóg fyrir að margra dómi; þegar út- varpsstöðvarnar spruttu upp var tímaritabylgjan varla farin að hníga. Lengi vel leit út fyrir að auglýsingamarkaðurinn tæki þessari fjölgun opnum örmum og allt fram á síðasta ár var nóg af auglýsingum til að halda nýju miðlunum uppi. Það var hins vegar sérvandi Þjóðviljans sem olli því að blaðið gat ekki hagnýtt sér þessa upp-' sveiflu í efnahagslífinu. í stétt fjölmiðlafólks varð mikil útþen- sla, störfum fjölgaði og laun hækkuðu. Þjóðviljinn varð úti í þessari þenslu, blaðið gat ekki greitt nógu há laun til að halda í við þróunina á markaðnum og fyrir vikið missti blaðið ýmsa góða starfskrafta á aðra miðla. Stjórnendur blaðsins máttu lengi vel gera sér að góðu að ráða ein- göngu byrjendur sem reyndust misjafnlega eins og gengur, sumir urðu dugandi blaðamenn en aðrir reyndust ekki hafa það sem til þurfti. Og að sjálfsögðu hafði þetta sín áhrif á efni blaðsins. Þegar við bættist skotgrafahemaðurinn sem haldið var uppi milli stjómar Útgáfufélags Þjóðviljans og stjórnenda blaðsins var ekki von á góðu. Þetta hjálpaðist að við að grafa undan faglegum gæðum blaðsins og rústa alla skipulagn- ingu sem hefði megnað að koma blaðinu út úr vítahringnum. Auk þess er ég þeirrar skoðunar að um langt skeið, þegar sæmilega gekk í rekstrinum, hafi ekki verið rek- in rétt pólitík á skrifstofu fram- kvæmdastjóra, þess ekki gætt að nýta færiri sem gáfust tilað styrkj- a innviðina. Það er af sú tíð að hægt sé að reka dagblað á hug- sjóninni einni saman og fómfýsi starfsfólksins. Á tímum verðtryg- gingar fórnar fólk ekki eignum Áranqur óskast Þ'OOI/ fUlNN s'ðumu/a6_ín — fl a" Jónsson 333 ■«aas** sínum og afkomu fyrir útkomu blaðsins. Við eðlilegar aðstæður hefði blaðið kannski getað rúllað svona áfram talsvert lengur en raunin varð. En þegar auglýsingamark- aðurinn hrundi og fjármagns- kostnaðurinn rauk upp úr öllu valdi varð vandinn óviðráðan- legur. Við þessu verður víst lítið gert úr þessu. Vonandi tekst að létta af blaðinu þeim fjárhagsböggum sem em að ríða því á slig. Mér finnst ástæða til að beina því til íslenskra vinstrimanna að þeir hugleiði í fullri alvöm hvort þeir geti verið án Þjóðviljans. Hvort það er ekki meiri ástæða til þess að koma honum aftur á sæmi- legan rekstrargrundvöll heldur en að sífra stöðugt um hversu lé- legt blaðið sé orðið, það sé nú eitthvað annað en þegar ég var ungur. Eg get hins vegar alveg tekið undir með Einari Má Sigurðssyni í Neskaupstað að það er ekkert sjálfgefið að það form sem nú er á blaðinu og útgáfu þess sé hið eina rétta. Um það þurfum við að ræða - en ekki í nöldurtóni. 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.