Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 5
Forystuhollir Allaballar á átakafundi Blásið út óánægju og gefnar viðvaranir á sjö klukkutíma miðstjórnarfundi Alþýðubandalagsins. Ólafi Ragnari aldrei hætt. Litlar breytingar á afstöðu og bandalögum frá haustinu Sjö klukkutíma miðstjórnar- fundi Alþýðubandalagsins í fyrrakvöld lauk án meiriháttar tíðinda, og lagðist mikill meiri- hluti gegn ályktunartillögum þar- sem spjótum var beint að „launastefnu ríkisstjórnarinnar“ og lýst „eindreginni andstöðu“ við ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar flokksformanns og Qármálaráðherra um að borga BHMR-mönnum ekki laun nema frammí verkfall. Miðað við það veður sem fundarkrafan kom af stað í flokknum í miðjum kjarasamn- ingum og viðkvæma stöðu fjár- málaráðherrans með verkfall yf- irvofandi hjá ríkinu verða úrslit miðstjórnarfundarins að teljast honum nokkur ávinningur. Rúm- lega tveir þriðju af miðstjórninni vísuðu frá tilögunum tveimur. Eðlilegt er að túlka það sem vilja meirihlutans til að láta frekar reyna á stjórnarsamstarfið og sem óbeinan stuðning við for- mann flokksins, þrátt fyrir að flestir hinna rúmlega þrjátíu ræðumanna gagnrýndu ríkis- stjórnina og fjármálaráðherrann á ýmsa vegu. Einkum lýstu marg- ir óánægju með þá ákvörðun um BHMR-laun sem varð kveikjan að fundinum. Þá dró þróunin í kjarasamning- unum frá því fundarins var krafist úr líkum á raunverulegri hörku þar. Miðstjórnarmenn vildu ein- faldlega heldur spyrja að leikslokum en vopnaviðskiptum og allra síst veikja forystumenn sína meðan útlit var fyrir að samningsaðilar væru að munda penna til undirritunar. Eftirá telja ýmsir - óháð deildaskiptingum - að fundurinn hafi þrátt fyrir sérkennilegar að- stæður og hvassan umræðutón verið flokknum hollur, þarsem ekki hefur lengi gefist færi á að slíkt fjölmenni mæti stöðuna eftir að reynsla er komin á stjórnar - samstarfið. En þeir sömu benda einnig á að tónninn í þeirri um- ræðu dragi mjög dám af fomum væringum, hvöss armaskipting spilli andrúmslofti og samanvið röksemdafærslu blandist tilfinn- ingar úr síðasta stríði og því næstsíðasta. Gróinn Alþýðubandalagsmað- ur úr flokksmiðjunni sagði þann- ig í gær að fundurinn hefði sýnt nákvæmlega sömu hlutföll og bandalög og mynduðust við stjórnarskiptin í haust, og það eina sem hefði komið sér á óvart væri hvað lengst hefði í bandinu milli „Svavarsmanna“ sem styðja stjórnarsamstarfið og þess hóps sem allajafna hefur fylkt sér bak- við Svavar en lenti í minnihluta gegn honum og „Ólafsliðinu" við stjórnarmyndunina. Er þá meðal annars tekið til þess að af hálfu fundarkröfu- manna var keyrt fram með til- lögur sem fyrirfram gat verið ljóst að féllu lítt í geð hins forystuholla meirihluta miðstjómar í stað þess að reyna að ná meirihlutastuðn- ingi við tillögur með vægari gagnrýni, og einnig bent á að gömlu Fylkingarfélagamir Birna Þórðardóttir og Ragnar Stefáns- son hafi haft verulegt framkvæði um þennan málatilbúnað. Miðstjórnarmenn nálægt Ólafi Ragnari telja flestir að formann- inum og félögum hans hafi tekist að snúa vöm í sókn, en margir telja fundinn og aðdraganda hans hoila lexíu fyrir Ólaf, bæði um samráð við landstjómina og hvað varðar stjórn hans á flokknum. „Áminning“ sagði einn, „síðasta viðvörun" annár. Þessar raddir heyrast víðar en frá vinum Ólafs ög eiga við alla flokksforystuna og ráðherratríóið sérstaklega. Þeim hefur enn ekki gengið betur en svo með stjórnarsamstarfið að næstum þriðjungur virkra mið- stjórnarmanna reynist reiðubú- inn að setja þátttöku í landstjóm- inni í voða vegna óánægju með stjórnarathafnir og flokksfor- ystu. í lokaályktun fundarins segir meðal annars að eitt „af megin- markmiðum flokksins felist í því að efla baráttu verkalýðshreyf- ingarinnar og styðja samtök launafólks“. Þar er bent á þings- ályktunartillögu flokksins um lögbindingu 45-50 þúsund króna lágmarkslauna, og samþykktir verkalýðsmálaráðs um endur- heimt kaupmáttar síðustu samn- inga, fullar verðbætur og trygga atvinnu. Lögð er áhersla á að flokkurinn standi við hlið launa- fólks í baráttu fyrir launajöfnuði og hækkun lægstu launa, og sagt að sú lækkun raunvaxta sem ríkisstjórnin lofaði þoli ekki lengri bið og gæti orðið verulegur þáttur í kjarabótum. Þessi tillaga var borin upp gegn tillögu Bimu Þórðardóttur, Álfheiðar Inga- dóttur, Gísla Þórs Guðmunds- sonar, Jóhanns Geirdals og fleiri í skoðanakönnun, fékk þar rúm- lega tvo þriðju og var síðan sam- þykkt gegn tveimur atkvæðum. Á miðstjómarfundinum var einnig samþykkt ályktun gegn heræfíngum og öðra stríðsbrölti á íslandi, en um þær og önnur hermál var nokkuð rætt meðfram kjaramálum og ríkisstjórnarþátt- töku. -m Röng en taktísk Álfheiður Ingadóttir: Hefði mátt komast hjá erfiðri stöðu flokksins í kjaramálunum -Mér fannst þetta mjög góður fundur. Hann var fjölsóttur og greinilega kominn tími til að menn ræddust við. Ráðherrar og þingmenn reyndar líka þurfa að fá tækifæri til að hlusta á flokks- mennina, einmitt á tímum einsog núna eru, þegar óvissa ríkir um framhaldið í efnahags-, atvinnu og kjaramálum, sagði Álfheiður Ingadóttir, ein þeirra sem krafð- ist miðstjórnarfundarins. -Ég er sannfærð um að ef þetta hefði verið gert fyrr þá hefði mátt komast hjá þeirri erfiðu stöðu sem flokkurinn er í í dag vegna kjaramálanna. Það hefur verið sambandsleysi og það hefur haft sínar afleiðingar og ég vænti þess að menn gæti þess framvegis að hafa meira samráð við flokks- menn. -Það þýðir ekki að drakkna í verkum uppi í ráðuneytum og missa öll tengsl við það sem fyrir utan þau eru. Þetta er sá lærdóm- ur sem menn mega draga af þess- um fundi miðstjórnar. -Miðstjórn er afskaplega merkileg stofnun, stór og lifandi stofnun þar sem menn tala saman af hreinskilni. En miðstjórnin er líka mjög íhaldssöm að því leyti að hún er mjög taktísk og öguð í sínum samþykktum. Menn líta alvarlega á hlutverk miðstjórnar og lendingin á þessum fundi var taktísk. Ég tel hana að vísu ranga en það var mat manna á fundin- um að það væri ekki taktískt rétt að miðstjómin segði í ályktun það sem miðstjómarmenn sögðu í ræðum. Þessi niðurstaða á ekki að þurfa að koma Alþýðubanda- lagsmönnum á óvart, sagði Álf- heiður. Ig Styrkur að opinskáum umræðum Ólafur Ragnar Grímsson: Gott að minna á langtímamarkmið flokksins í kjaramálum -Þetta var ánægjulegur og gagnlegur fundur og sýndi styrk lýðræðislegrar og opinskárrar umræðu í okkar flokki. Vona að umræðurnar verði til þess að menn geti betur stillt saman strengina við það verk okkar að bæta lífskjörin í landinu og stuðla að auknum kjarajöfnuði, sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra og formaður Al- þýðubandalagsins um miðstjórn- arfundinn. -í tillögunni sem þarna var samþykkt er ítrekuð stefna Al- þýðubandalagsins í kjaramálum, þau viðhorf sem við höfum sett fram sem langtímamarkmið. Það er þarft verk að minna á þau á þessum kjarasamningatímum, ekki síst vegna þess að í ríkis- stjórn okkar koma saman þrír flokkar og rúmlega það. Hins- vegar eru ærin rök fyrir því að nú er ekki hægt annað en að gera skammtímasamning frammá haustið, og við það hefur vinna okkar í ríkisstjórninni miðast að undanförnu. Á fundinum kom fram mikil óánægja með ákvörðun þína um launagreiðslur til verkfalls- manna? -Vissulega kvöddu ýmsir sér hljóðs til að láta í ljósi óánægju með það mál. En það kom líka fram að skoðanir eru skiptar í því efni, og það var til dæmis athygl- isvert að heyra í miðstjómarfull - trúaúr Norðurlandi vestra sem lýsti umræðu þar og athugun á skoðunum flokksfélaga um þetta. Þar kom í ljós að af fé- lögum í tveimur sýslum vora ein- ungis tveir ósammála þessari ákvörðun. Um þetta era deildar meiningar. En það er eðlilegt að þeir sem óánægðastir eru hafi látið mest í sér heyra. Telurðu að þessi fundur hafi í einhverju breytt stöðu þinni innan flokksins? -Ég merki það ekki, hvorki á einn veg né annan. Hinsvegar held ég tvímælalaust að fundur- inn hafi styrkt mig í þjóðfélaginu, sagði Ólafur Ragnar. Eindregin gagnrýni Ragnar Stefánsson: Allir gagnrýndu en ekki mátti gera samþykktir -Það kom fram mjög eindregin gagnrýni á launastefnu ríkis- stjórnarinnar og hvernig ráðherr- ar Alþýðubandalagsins og þá sér- staklega fjármálaráðherra hafa komið fram í þessum málum, sagði Ragnar Stefánsson eftir miðstjórnarfundinn sem hann átti þátt í að koma á. -Af fjöratíu ræðum vora þrjá- tíu og fímm inni á þessari línu. Tillaga þar sem fjármálaráðherra var gagnrýndur fyrir að greiða ekki út laun til BHMR-félaga í verkfalli fékk nánast enga gagnrýni á fundinum, nema þá eina að það væri atlaga að for- manninum að samþykkja slíka tillögu. -Állir ráðherrar, þingmenn og forystumenn flokksins úr báðum gömlu örmunum sameinuðust um að vísa þessari tillögu frá og að draga úr tillögu um kjaramál- astefnu flokksins, þannig að þar væri hvergi nefnt að ríkisstjórnin hafi starfað í andstöðu við stefnu Alþýðubandalagsins. Þessi fund- ur einkenndist af gagnrýni á launastefnu ríkisstjórnarinnar að öllu leyti, en hins vegar mátti ekki gera um hana samþykktir, sagði Ragnar. |g Aðeins flokkurinn sem Svavar Gestsson: Málefnasamstaða um kjarastefnuna. Fundurinn holl lexía fyrir forystusveitina -Ég vil fyrst þakka því fólki sem hafði frumkvæði að því að kalla til fundarins. Það kom í ljós á fundinum sjálfum að þetta var nauðsynlegt. í rauninni kom fram mikil málefnaleg samstaða um þessi kjara- og launamál, hvað sem einstökum ályktunum líður. Það tel ég mjög mikilvægt, sagði Svavar Gestsson menntamálaráðherra og fyrrver- andi flokksformaður um mið- stjórnarfundinn. -Einnig er mikilvægt það ákall sem þarna kom fram um betra starf í flokknum, meðal annars að stefnumótun. Mitt álit er þannig að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur. -Ég tel hann hinsvegar ekki hafa verið sigur eins eða neins, annars en flokksins sjálfs, og mér ■gremst það jafnan þegar fundir í Alþýðubandalaginu era settir upp sem átök á milli arma, sem sigur eins og tap annars. Fundur- inn var góður, og holl lexía fyrir okkur sem gegnum forystustörf- um í flokknum. í fjölmiðlum hefur fundurinn verið túlkaður sem átök um bæði flokksformanninn og um ríkis- tjórnarþátttökuna? -Fyrst og fremst fólst fundur- inn í umræðu um launa- og kjara- mál. Auðvitað getur verið að rnismunandi afstaða manna til ríkisstjórnarinnar og formanns- ins blandist inní málið, en það voru heildarhagsmunir flokksins sem réðu úrslitum, sagði Svavar. -m Stuöningur við flokks- forystuna Össur Skarphéðinsson: Ljóst að flokkurinn býr enn við alvarlegan innri vanda -Það blésu hvassir vindar á fundinum og menn notuðu hann bersýnilega til aö lofta út, enda var kominn tími á miðstjórnar- fund í flokknum til að ræða ríkis- stjórnina og kjaramálin. Frum- kvæði þeirra sem kölluðu eftir fundinum er því skiljanlegt og að' sumu leyti lofsvert, sagði Össur Skarphéðinsson um miðstjórn- arfundinn. -Menn vora hreinskilnir á fundinum og skirrtust ekki við að segja forystunni, ráðherranum og formanni flokksins til synd- anna, og lýsa áhyggjum sínum af atburðarás síðustu daga og vikna. Úrslit fundarins túlka ég þó sem stuðning við forystu flokksins og formann hans, og sem viljayfir - lýsinguum áframhaldandi ríkis- stjórnarsamslarf. -Línurnar lágu þannig á fund-' inum að þeir sem vora á móti stjórnarsamvinnunni í haust era enn á móti stjórninni, og stjórnarsinnar þá hafa ekki látið af stuðningi sínum. -Það er eðlilegt í lýðræðis- legum flokki að skoðanir séu skiptar um svo mikilvægt mál, ekki síst þarsem ríkisstjómin hef- ur enn ekki efnt það sem hún lof- aði í upphafi. -Hitt leiddi fundurinn svo í ljós líka, því miður, að flokkurinn býr enn við alvarleg innri vandamál, og ekki hefur linnt skiptingu hans í tiltölulega skýra arma. Mér finnst hvorki forystumenn flokksins né almennir flokks- menn gera sér nógu vel grein fyrir því hvað þetta hefur slæm áhrif, og hvað það getur spillt fyrir flokknum að menn leggja sig ekki nægilega fram við að bræða hann saman. Þátttakan í ríkisstjóminni breiðir yfir þennan vanda, en fundurinn sýndi vel að lítið hefur þokast. -Ég tel alveg bráðnauðsynlegt að við förum að læsa saman klón- um. Éghef áðuríviðtali við Þjóð- viljann lýst mig reiðubúin til þess arna og er enn sama sinnis, sagði Össur. -m Föstudagur 7. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.