Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 22
styrk vann hann upp með gáska- fullum sjarma. Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur Rósínu greifynju. Þessi persóna er í óperunni sú heilsteyptasta frá Mozarts hendi, en jafnvel í blekkingarleiknum í garðinum bregður hún á leik og sýnir á sér óvænta hlið. Ólöf Kol- brún brást ekki óperugestum freklar en endranær og söng af innlifun og þokka sem henni er lagið. Almavíva greifi er skúrkurinn og hrokagikkurinn í þessari kóm- edíu. En um leið og Mozart hefur hann að spotti með tónlist sinni er hann fullur samúðar gagnvart breiskleika hans. Kristinn Sig- mundsson fer með þetta hlut- verk, sem gefur möguleika á fjöl- breytilegri persónutúlkun, og kemst frá því með prýði. Þó fannst mér undarlegt að sjá Kristin koma inn hárkollulausan og með blautt hárið í fyrsta þætti, og veit ég ekki hvort þar var um slys að ræða. Viðar Gunnarsson söng bass- arödd Bartólós læknis af miklu öryggi svo unun var á að heyra. Þau Hrönn Hafliðadóttir, Sig- urður Björnsson og Sigríður Gröndal fóru einnig vel með sín hlutverk. Veigamikill þáttur í óperunni eru samsöngsatriðin þar sem ein- söngvararnir syngja saman og er það í þessum atriðum þar sem tónlistin rís hvað hæst. Sam- söngsatriðin voru unaðsleg eins og við var að búast af þessu fólki. Sama gilti um hljómsveitarflutn- inginn, hann var líflegur og hnökralaus undir öruggri stjórn Anthony Hose. Sviðsmyndin þótti mér nokkuð fyrirferðarmikil miðað við stærð sviðsins, en það bætti þó úr skák að hún var í dempuðum litatón- um. Sviðsframkoma og hreyfing- ar leikaranna voru hnitmiðaðar og í fullkomnum takti við tónlist- ina og báru vitni um örugga leik- stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Eitt af því sem gerir óperusýn- ingu í íslensku óperunni sérstaka er nálægð áhorfendanna við það sem fram fer á sviðinu. Það er tvímælalaus kostur og gerir verk- ið líka áreynsluminna fyrir söngvarana: þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að radd- styrkurinn nái ekki út í salinn. Óperuhúsið í Gamla bíói er trú- lega alveg af réttri stærð fyrir okkur íslendinga, og það er ekki verra að það býður upp á kosti sem eru sjaldgæfir meðal óperu- húsa erlendis. Og er þá ekki ann- að eftir en að óska íslensku ópe- runni til hamingju á þessu 10. af- mælisári hennar og óska henni langra lífdaga. Hrafnhildur Guðmundsdóttir og John Speight sem Kerúbínó og Fígaró. Mynd Jim Smart. Gleðigjafi í óperunni a íslenska óperan: Brúðkaup Fígarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart við texta eftir Lorenzo da Ponte. Hljóm- sveitarstjóri: Anthony Hose. Leik- stjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- mynd: Nicolai Dragan, búningar: Al- exander Vassiliev, kór og hljómsveit íslensku óperunnar, kórstjóri og æf- ingastjóri Catherine Williams, kons- ertmeistari Laufey Sigurðardóttir. Hvílíkur gleðigjafi er Mozart! Það mátti ekki á milli sjá, hvor- ir skemmtu sér betur á frumsýn- ingu íslensku óperunnar á Brúð- kaupi Fígarós um síðustu helgi, áhorfendurnir eða flytjendurnir. Og allt út af sáraeinfaldri sögu: kvensamur greifi er truflaður í ástarbralli sínu af þjónustuliði sínu og eiginkonu. Þjónninn, Fí- garó, og þjónustustúlkan Sús- anna ætla að kvænast, en greifinn getur ekki unnað þeim ástar nema að hann fái sjálfur sinn hlut. Greifinn er konu sinni ótrúr og afbrýðisamur út í ástarlíf undirsátanna. Fígaró og Súsanna eru hetjur hinna borgaralegu dyggða, en vikapilturinn Kerú- bínó, sem einnig er í þjónustu greifans, er ástsjúkur unglingur sem daðrar við allar konur sem hann kemur nálægt og verður í þessu hlutverki hinnar sætu synd- ar lágstéttanna til þess að auka enn á afbrýðisemi valdsmanns- ins. Út frá þessu valdatafli er, spunnin leikflétta misskilnings og saklausrar græsku þar sem allt fer vel að lokum og allir sem unnast ná saman. Hvað gerir það að verkum að við getum enn hrifist af þessari sögu? Ekki er þarna um neina djúpa greiningu á stéttabaráttu og þjóðfélagsátökum að ræða, ekki eru þarna nein djúpstæð sið- ferðisleg vandamál krufin. Átökin eru ekki upp á líf og dauða, heldur frekar út af smá- munum. Það að sjá aðalsmann hindraðan af undirsátunum í því að ná fram hégómlegum vilja sín- um og hafðan að spotti hefur ekki lengur þann brodd sem það kann að hafa haft á tímum Mozarts. Engu að síður hrifumst við enn í dag. Það er tónlist Mozarts sem gef- ur þessari sögu gildi fyrir nútím- ann, þannig að persónurnar stíga fram og verða annað og meira en þátttakendur í leikritinu um hús- bændur og hjú: greifínn hroka- fullur, afbrýðisamur og tvflráður eiginhagsmunaseggur, Súsanna sposk og kotroskin, Fígaró fullur af sjálfsbjargarviðleitni og Galdralofti verksins" þar sem tíundaðar eru allar hugsanlegar túlkanir á sjón- leiknum, þannig hafa aðstand- endur sýningarinnar tekið ómak- ið af gagnrýnendum og eru þeim hérmeð færðar þakkir fyrir. Hvað er svona merkilegt við Ingveldi á Iðavöllum? Bráðfynd- inn texti, smellnar hugmyndir, smitandi leikgleði og lífsfjör. Þarna situr maður í vinsamlegu og óhátíðlegu andrúmslofti og skellihlær að sjálfum sér og klisj- unum sem maður er alinn upp við. Það var góð og gagnmerk hugmynd að stofna áhugamanna- leikfélag í Reykjavík. Hugleikur hefur það líica fram yfir sum önnur áhugamannaleikfélög að sjónleikirnir eru heimatilbúnir, það hlýtur að auka gildi þeirra og gera starfið enn skemmtilegra, sem er aðalatriðið einsog segir í leikskrá („Aðalatriðið hjá okkur Hugleikurum er nefnilega að við skemmtum okkur sjálf“). Ekki varð annað séð á frumsýningu en að þetta markmið hefði náðst, og það sem meira var - áhorfendur skemmtu sér líka. Ingibjörg Haraldsdóttir finnur sig líka berskjaldaðan gagnvart tónlistinni því hún endurspeglar einhverja ljúfsára hamingjutilfinningu sem allir þekkja og er samt jafn hverful og tónlistin sjálf: um leið og við ósk- um þess að hún vari er hún horfin og skilur ekki annað eftir en eftir- sjána. Flutningur íslensku óperunnar á þessu verki tókst með prýði. Á það einkum við um söng, leik og hljómflutning allan. Að öðrum ólöstuðum var það Sigrún Hjálmtýsdóttir sem vann hug og hjörtu óperugestanna í hlutverki Súsönnu. Hún virtist bókstaflega fædd fyrir þetta hlutverk, þar sem hún sameinaði gáskafullan leik með öruggri raddbeitingu og næmri tilfinningu fyrir tvíræðn- inni í tónlist Mozarts. Hrafn- hildur Guðmundsdóttir kom líka á óvart sem Kerúbínó og söng hinar undursamlegu aríur hans af næmri tilfinningu. John Speight var kánkvís Fí- garó, eins og vera ber, en átti stundum í erfiðleikum með fram- burðinn á ítölskum texta óper- unnar. Það sem á vantaði í radd- Sjónleikur bjartsýni vaxandi millistéttar, greifynjan svikin af spilltum eiginmanni og Kerúbínó ástsjúk- ur siðspillir og gleðigjafí í senn. Þessi saga verður með tónlist Mozarts sagan um hina mannlegu kómedíu sem vekur með okkur ljúfsáran hlátur yfir okkur sjálf- um. Og hláturinn berskjaldar ÓLAFUR GÍSLASON okkur öll. Það magnaða við tón- list Mozarts er ekki fólgið í dram- atískum átökum, heldur í tví- ræðninni: ekkert er eins og það sýnist vera. Og ekkert er eins og það á að vera. Maðurinn er berskjaldaður í óstöðuglyndi sínu og breyskleika. Áhorfandinn Hugleikur sýnir: Ingveidur á Iðavöllum eftir Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Óskarsdóttur Á þessum voðalegu, for- heimskandi fjölmiðlatímum er stundum spurt um íslenska al- þýðumenningu - hvar hún muni fela sig. En hún er því miður týnd og tröllum gefín einsog Búkolla forðum. Þó kemur fyrir að hún bauli einhversstaðar. Um þessar mundir baular hún undir súð á Galdraloftinu í Hafnarstræti 9. Þar frumsýndi áhugamanna- leikfélagið Hugleikur sjónleik í þjóðlegum stfl um síðustu helgi, nánar tiltekið fyrsta april. Af einhverjum furðulegum ástæðum hef ég aldrei áður lagt leið mína á þetta fræga loft að sjá sjónleiki Hugleiks - mér er nú ljóst að ég hlýt að hafa misst af miklu og hér eftir ætla ég ekki að láta mig vanta. Satt að segja er langt síðan ég hef skemmt mér jafnvel. Sjónleikurinn heitir Ingveldur á Iðavöllum og gerist í „rammís- lensku aldamótaumhverfí“ eins- og segir í leikskrá. Höfundar eru Guðrún Hólmgeirsdóttir og Gísli Sigurðsson eru ástfangna parið. Ingibjörg Hjartardóttir og Sigrún Óskarsdóttir, leikstjóri Hanna María Karlsdóttir. Tónlistina samdi Árni Hjartarson og leik- mynd gerði Hanna Hallgríms- dóttir. I leikskrá má fínna merka grein „Um hina dýpri innviðu Lágmynd eftir Ingibjörgu Jóns- dóttur Lágmyndir í Nýhöfn Ingibjörg Jónsdóttir opnar sýningu á lágmyndum, ofnum úr bronsþræði, hrosshári og líni, í, Listasalnum Nýhöfn við Hafnar- stræti á morgun kl. 14. Þetta er fyrsta einkasýning Ingibjargar, en hún hefur verið við nám hér heima, í Mexíkó og Danmörku. Draumar í lit Aristofanes, leiklistarklúbbur Fjölbrautaskólans í Breiðholti, frumsýndi í vikunni nýtt leikrit eftir Valgelr Skagfjörð: Draumar í lit. Hetja þess er ljóðskáldið Kjartan Hlöðversson sem líka er lagahöfundur hljómsveitarinnar „Sighvatur brá sér bæjarleið“. Hann á erfitt með að rata rétta leið í straumkasti lífsins, eins og segir í frétt frá aðstandendum, og á í óræðum útistöðum við menn og vætti. Ástin er einnig með í spilinu. Hjálmar Hjálmarsson leikstýrir verkinu. Hringið í síma 78795 til að fá nánari upplýsing- ar. Þýsk innrás Fjögur þekkt ljóðskáld frá Vestur-Þýskalandi eru væntanleg til íslands í dag og munu lesa úr verkum sínum í Norræna húsinu á morgun, laugardag, kl. 14.00. Eins og áhugamenn um ljóðlist muna kom út í Þýskalandi árið 1986 sérhefti af tímaritinu Die Horen um íslenskar bókmenntir sem Franz Gíslason, Sigurður A. Magnússon og íslandsvinurinn og ljóðskáldið Wolfgang Schiffer sáu um. Nú hafa íslendingar launað greiðann með því að kynna í íslenskri þýðingu í ný- útkominni bók, Og trén brunnu, sjö frumkvöðla þýskrar nútíma- ljóðagerðar og tuttugu núlifandi skáld. Ritstjóri er Wolfgang Schiffer og naut aðstoðar Franz Gíslasonar, en þýðendur eru Art- hur Björgvin Bollason, Eysteinn Þorvaldsson, Franz Gíslason, Guðbergur Bergsson, Hannes Pétursson, Kristján Árnason, Pétur Gunnarsson, Sigfús Daða- son, Sigurður A. Magnússon og Steinunn Sigurðardóttir. Það er Mál og menning sem gefur bók- ina út og listamennirnir koma hingað á vegum forlagsins og Go- ethe stofnunarinnar. Skáldin sem sækja okkur heim og lesa úr ljóðum sínum á morg- un eru Ulla Hahn, Jurgen Beck- er, Guntram Vesper og Gunter Kunert. Þýðendur þeirra, Krist- ján Árnason, Sigurður A. Magnússon og Franz Gíslason lesa með þeim. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.