Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 07.04.1989, Blaðsíða 25
Lou Reed Véfrétt í New York „Þegar ég var að semja þessi lög tók ég eftir því að þau stefndu öll í sömu áttina og ég spurði sjálfan mig: Lou, viltu raunveru- lega fara þangað? Lou vissi það ekki svo ég hélt bara áfram,“ segir Lou Reed um nýjustu breið- skífu sína „New York.“ En hvað sem glímu Lou Reed við samvisk- una líður þá er óhætt að fagna því að kallinn hætti ekki í miðjum klíðum. „New York“ er nefnilega ein allra besta rokkplata seinni tíma, þar sem Lou Reed kemur fram ferskur sem nýr. Á þessari plötu er að finna rokk eins og það gerist best. Án efa ræður viðfangsefni textanna miklu um þá tilfinningu sem er í lögunum og þannig fæst fram fágaður hráleiki. Eins og tit- ill plötunnar, „New York“, gefur til kynna er viðfangsefnið stór- borgin í skugga Frelsisstyttunnar. Og Lou Reed er sannarlega ekki með neina silkihanska í tökum sínum á stórborginni og því landi sem hún er í. Hann er ekki einu sinni í gúmmíhönskum þegar hann veður með hendumar inn í bandarískan þjóðarlíkama. Lou Reed stingur vægðarlaust á sykurhúðuðu glimmerkýlinu og kreistir óhugnaðinn út. Lýsingar hans á borginni og samfélagi hennar eru í véfréttarstíl, hann lýsir henni eins og myndavél jafn hlutlaus og hún getur verið. Þeg- ar hann setur fram meiningar ger- ir hann það síðan með írónískum hætti. Það er sungið um tímann sem er útrunninn í „There is no time“: Nú er ekki tími til fagnað- ar, nú er ekki tími til að vera með nokkra bjartsýni... nú er ekki tími til að spyrja sig hver maður er þegar barist er fyrir réttinum að fá að vera... nú er ekki tími til að kyngja reiðinni né gleyma hatrinu... Nú er kominn tími til að safna liði.“ Þetta em glefsur úr einum text- anna. Boðskapurinn er fram- reiddur í þéttum og fantagóðum takti, þannig að maður er ósjálf- rátt genginn til liðs við hinn óþreyjufulla Lou Reed. Hann segir að einn vina sinna hafi sagt eftir að hafa hlustað á plötuna; „að svona fæm átta ár undir stjórn Reagans með mann“. Það hafí fært honum sönnur á að hann væri ekki einn um að líða svona, sérstaklega í New York. Svipað er uppi á teningnum í „Busload of Faith“. Þar talar Lou Reed um hvemig fólk geti hvorki treyst á fjölskyldu sína, vini né uppruna. Þar sem maður getur nokkum veginn reitt sig á að það versta gerist alltaf. „Ef maður nauðgar konu er ekkert vanda- mál að eiga bamið og vertu viss að ef hún ákveður að láta eyða fóstrinu, kemur „Lífsvon“ og ræðst á HANA með heift,“ segir meðal annars í textanum þeim. „Þér veitir ekki af bflhlassi af trú til að komast í gegnum lífið“. Þá er líka sungið um Jankann sem sefur með basúkku undir rúminu. Sjálfur er Lou Reed hæst- ánægður með þessa plötu sem konan hans gaf honum að eigin sögn hugmyndina að. „Á New York er stöff sem þú verður að hlusta á og ég segi þetta ekki af sjálfsbirgingshætti heldur sann- færingu. Og ef þú virkilega hlust- ar færðu þín laun.“ Ég tek algerlega undir þessi orð Lou Reed. Skynsemin gerir hann reiðan og gefur honum kraft til að gera sterka plötu sem greypist inn í hugann. Hljóðfæra- leikur og útsetqiqgar em með einfaldasta móti an þess að nokk- ursstaðar sé hægt að greina gluf- una. Tveir gítarar, bassi, tromm- ur og söngur, er allt sem þarf til að framkvæma rock'n roll og stundum ekki einu sinni það. Lou Reed er ekki með neitt óþarfa föndur við rokksmíðamar sem þýðir þó ekki að hann föndri ekk- ert. Það er greinilega mikið lagt í að finna rétt jafnvægi á milli hljóðfæra og söngs og þrátt fyrir einfaldleikann gerast hlutimir aldrei af tilviljun. Hljóðverið sem „New York“ er tekin upp í er heldur ekki eitt af glæsihljóðverunum. Platan var fínu hverfin, en fólk ætti að gefa þeim hræðilegu hlutum sem em að eiga sér stað gaum, áður en það hefur þá beinlínis við dymar hjá sér. Það er meira í uppsigl- ingu, árás á veikustu hliðar sam- félagsins.“ Þrátt fyrir svartar lýsingar er enginn uppgjafartónn í þeim gamla, heldur þvert á móti bar- áttuhugur. Andinn sem hér svífur yfír vötnum er svipaður þeim sem er að finna á „Geislavirkir“, plötu Lftangarðsmanna, bara miklu þroskaðri og betri. Einn af fjölmörgum rokkurum sem ætti að geta slegið í gegn hvar sem er, er „Good moming Mr. Waldheim“. Lou Reed kallast hér á við tvo erkiskúrka og þann þriðja minni, þá Waldheim fors- eta Austurríkis, einhvern afar- vondan Pontiff og Jesse Jackson og virðist eitthvað súr út í blökku- mannaleiðtogann. Hræsni stjóm- málanna er rauði þráðurinn og Lou Reed segir engan vettvang geta verið sameiginlegan þeim Pontiff, Waldheim og sér. „New York er HRYLLI- LEGA góð plata. - hmp tekin upp í litlu hljóðveri og mörg laganna vom tekin upp „live“. Hjálparkokkar vom Fred Maher á trommur, Rob Wasserman á sexstrengja bassa og gamall félagi úr Velvet Underground, trommuleikarinn Maureen Tuck- er, spilar í tveimur lögum. „Ég reyndi að hafa hlutina ein- falda," segir Lou Reed. „Með því að nota mikið af orðum en á ein- faldan hátt þannig að fólk geti hlustað á plötuna í þessar 58 mín- útur eins og hún væri bók eða plata.“ Og það er sannarlega ekki miklu við að bæta þegar síðasta lagið rennur út. „Platan er um New York... eiturlyf urðu ekki vandamál í New York fyrr en þau komu út í Breiðholtsbúgí Langa Þeir em Kommi, Axel, Steingrímur og Jón, þeir em Langi Seli og skuggamir. Breiðholtsbúgí er það nýjasta sem fyrirtæki þeirra Hálfur heimur sendir frá sér í samvinnu við alþjóðafyrirtækið Smekk- leysu. „Breiðholtsbúgí“ er plata, 45 snúninga, sem hefur að geyma fjögur rífandi rokklög. „Þetta em lög á óræðum aldri sem hafa feng- ið sína meðferð,“ segja þeir og þeir eiga helling af lögum sem þeir tímdu ekki að setja á plöt- una. Kannski fer eitthvert þeirra á stóra plötu sem þeir fullyrða að sé á prjónunum. Langi Seli og skuggarnir komu fyrst fram árið 1986 og þá vom þeir þrír. Á miðju síðasta ári bættist gítarleikarinn Steingrím- ur í hópinn, en þá hafði tekið eitt og hálft ár að hafa uppi á honum í Hollandi. Þegar hann var fund- inn var hengdur á hann gítar og honum sleppt lausum, eitthvað sem fyrri meðlimir segja að hafi borgað sig. Á blaðamannafundi sem hald- inn var í vikunni til kynningar á „Breiðholtsbúgí" vom staddir ftilltrúar fyrirtækjanna Hálfur heimur og Smekkleysu. Einar Öm, einn af aðalframkvæmda- stjórum Smekkleysu, spurði full- trúa Hálfs heims, hvar Langi Seli væri stystur, í framhaldi af spum- ingunni um hvað hann væri langur. Langi Seli er samkvæmt upplýsingum Hálfs heims 1,91 metri og hann er stystur eftir á. Sérstök athygli var vakin á því á fundinum, að ákveðin kafla- skipti væm í einu lagi plötunnar, nánar tiltekið „Haldið suður“. Og er þessi kaflaskipting í miklu uppáhaldi hjá hljómsveitinni en meðlimir hennar segja þau vera eins og þegar Willis-jeppi er gír- aður úr þriðja gír í þann fyrsta. Eitt lag á plötunni heitir „Hálf- HEIMIR 7ÉTURSSON ur heimur“. Þeir félagar fullyrða að ekkert samband sé á milli lags og fyrirtækis. Fóm menn þá að tala um það að allar hljómsveitir væm að breytast í fyrirtæki og varpaði Sjón fram þeirri spum- ingu hvort Amarflug væri ekki að breytast í rokkhljómsveit. Þór Eldon áleit það vera það eina rétta fyrir Amarflug. Steingrímur segir það til marks um hve öflugt fyrirtæki Hálfur heimur sé, að hann sjálfur eigi ekki gítarinn sem hann spilar á, heldur fyrirtækið. „Ég spila á DÆGURMAL Sela fyrirtækisbassann,“ segir hann stoltur. En Jón á bassann þótt hann spili í gegnum fyrirtækiss- amstæðuna. Svo getur farið að Langi Seli fari til Sovétríkjanna og komi fram á tónleikum sem eiga að bera yfirskriftina „Next stop So- vet“. Þá hefur einnig verið haft samband við hljómsveitina frá Grænlandi og kannaður áhugi hennar á að spila þara. Það mál er í athugun. Einnig kom fram á fundinum að til stæði að halda nokkur Smekkleysukvöld í New York í sumar í samvinnu við fyrir- tæki Dead Kennedys. Breiðholtsbúgí er hressilegt innlegg í þessa annars drangalegu vetrardaga og ekki ólíklegt að hún verði kosin plata árstíðarinn- ar hjá tímaritinu Gróandanum og plata árshátíðarinnar hjá nokkr- um skólum og félagasamtökum í Breiðholti. Langi Seli og skuggamir vom með tónleika á Hótel Borg í gær en ég veit ekki hvort ég var þar. Þegar ég skrifa þetta er nefnilega þriðjudagur. Ég vona hins vegar að ég hafi verið þar því fáar hljómsveitir em hressari á tón- leikum en þeir. Þá vona ég einnig að ég hafi ekki misst af Risaeðl- unum sem spiluðu á undan, en síðast heyrði ég ekki í þeim á tón- leikum The Band of Holy Joy, vegna þess að þær spiluðu ekki þar út af rafmagnsleysi. -hmp Föstudagur 7. apríl 1989 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.