Þjóðviljinn - 28.04.1989, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Qupperneq 13
Hægriöfgaflokkur með sterka stöðu í frönskum stjórnmálum. Græðir á hnignun og sundrung innan eldri flokka, óánægju út af atvinnuleysi og innflytjendum og ótta við glæpi og eiturlyf Einn sá þáttur, sem hvað mest áberandi hefur verið í stjórn- máiaþróun Vestur-Evrópu síð- ustu árin er framsókn annarsveg- ar umhverfisverndarsinna, sem oft eru kallaðir græningjar, og hinsvegar harðlínuflokka hægra megin. Þessir tveir aðilar eru vissulega ólíkir um flest, en þeim er sameiginlegt að þeir græða á útbreiddum leiða á eldri og hefð- bundnum flokkum. Að þessum nýrri stjórnmálahreyfingum dregst fólk, sem lítur svo á að gömlu flokkarnir séu „allir sama tóbakið“, vanræki aðkallandi og viðkvæm vandamál og einbeiti sér fyrst og fremst að því að kom- ast á valdastóla og tolla á þeim. lausn, sem svo mjög einkenni þjóðfélög okkar tíma. í öðru lagi sé hugmyndafræðilegur grund- völlur floicksins einskonar félags- darwinismi. í samræmi við það er dýrkun á því sterka og fyrirlitning á því sem minni máttar er. Hér er ekki laust við að eitt rekist á annars horn; annarsvegar er áherslan á samstöðu og sam- ræmi en hinsvegar á dýrkun á of- ríki og ofbeldi, „rétti“ þess sterka til að fótumtroða hinn veika. En heimspekilegar bollaleggingar eru líklega ekkert stóratriði hjá meginþorra fylgismanna flokks- ins, sem dregist hefur að honum fremur af óánægju með eldri flokka og samfélagsástandið eins Le Pen - fékk 14 af hundraði atkvæði í síðustu forsetakosningum. Þjóðfylking Le Pens Eins og sakir standa bendir flest til þess að báðir umræddir aðilar, græningjar og hægriöfga- menn, séu komnir til að vera í vesturevrópskum stjórnmálum. Af ástæðum, sem varla þarf að taka fram hverjar eru, vekur framsókn hægriöfgamanna öllu meiri ugg en hinna. Af for- sprökkum þessa nýja harðlínu- hægris er áreiðanlega þekktastur Frakkinn Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingar svokall- aðrar, eða Front National, eins og hún heitir á landsins tungu. Þar ægði ýmsu saman Að stofnun flokks þessa 1972 stóðu hópar nokkrir á hægri kant- inum. Þar ægði ýmsu saman: ný- fasistum, fyrrverandi fylgis- mönnum Poujades þess, er á sjötta áratugnum náði um skamma hríð miklu fylgi út á gremju smákaupmanna út af mikilli verðbólgu og mótmæli gegn skattlagningu, fjand- mönnum de Gaulle vegna meintra svika hans í Alsírmálinu, þjóðernissinnum ýmiskonar, gyðingahöturum, konungssinn- um og mannskap sem á sínum tíma hafði stutt Vichystjórnina. Frá því um miðjan yfirstand- andi áratug var Front National um skeið í hraðri framsókn, sem náði hámarki í forsetakosningun- um í apríl s.l. ár, er Le Pen, sem þá bauð sig fram fyrir fiokkinn, fékk yfir 14 af hundraði gildra at- kvæða. í borgar- og bæjar- stjórnakosningunum í mars s.l. vegnaði flokknum ekki eins vel, en stjórnmálafræðingar og skoð- anakönnuðir telja að hann hafi eigi að síður stuðning um 8-10 af hundraði kjósenda. Óánægja með eldri flokka Fræðimenn ýmiskonar, sem leitast hafa við að skilgreina flokk Le Pens (og þeir eru ófáir), hafa m.a. haldið því fram að hjá hon- um megi merkja tvær undiröldur heimspekilegs eðlis, eins og það er orðað. í fyrsta lagi sé gengið út frá þjóðfélaginu sem lífrænni ein- ingu, hverrar vellíðan sé tryggð með valdapýramída, samstöðu og samræmi. Menn eigi að auðsýna fjölskyldu og föðurlandi hollustu í orði og verki og tileinka sér iðjusemi. Þetta muni best duga gegn eirðarleysi og upp- AÐ UTAN Á þessum áróðursskiltum Front National er því haldið fram að líkur séu á því að Frakkland verði orðið íslamskt lýðveldi eftir 20 ár. Óánægja og uggur út af miklum innflutningi fólks frá þriðja heiminum, einkum Norður-Afríku, hefur orðið flokknum mikil lyftistöng. og það er en beinlínis átrúnaði á flokkinn sem slíkan. Le Pen sjálf- ur á og áreiðanlega drjúgan þátt í velgengni flokksins, þar eð hann hefur reynst snjall áróðursmað- ur. Eins og sjá má af ofanskráðu er margt líkt með honum og flokki hans og fasistaflokkum fyrri tíma, en gagnstætt þeim leggur Le Pen áherslu á hollustu við lýðræði. í öðru lagi hefur hann verið duglegur við að vekja athygli fjölmiðla á sér og flokkn- um og oft notað til þess ummæli, er mönnum hafa blöskrað, en í framhaldi af þeim hefur hann verið furðu laginn við að snúa umræðunni sér í vil. Jafnrétti kynjanna vísar Front National á bug. Flokkurinn boð- ar að konan skuli vera karlmann- inum undirgefin og að meginhlut- verk hennar eigi að vera að fæða börn til að tryggja framtíð þjóð- arinnar. Til að bera af sér ákærur um kynþáttahyggju hliðrar flokk- urinn sér yfirleitt (þó ekki alltaf) hjá því að gera beinlínis lítið úr öðrum kynþáttum, en leggur á hinn bóginn áherslu á að í Frakk- landi eigi Frakkar að ganga fyrir öðrum og kemst í framhaldi af því að þeirri niðurstöðu að útlend- ingar, sem samkvæmt skilningi flokksins eru ólíklegir til að að- lagast innfæddum, eigi að fara úr landi. f stefnuskrá flokksins ber mest á andúð á sósíalisma, varðstöðu um eignarréttinn og einskonar al- þýðukapítalisma, sem virðist eiga að grundvallast á eignarhlutdeild almennings í fyrirtækjum. Þá er lögð áhersla á stranglega fram- fylgd „laga og reglu“ hinum al- menna borgara til varnar gegn glæpum og afbrotum, þjóðernis- hyggju og meira af „milliliða- lausu lýðræði“, sem á að byggjast á þjóðaratkvæðagreiðslum um ýmis mál. Ljóst er að áróðurs- hæfileikar Le Pens, óánægja út af atvinnuleysi og andúð á innflytj- endum, einkum þeim er upp- runnir eru í þriðja heiminum, og ótti við glæpi og eiturlyf eru atriði sem flokkurinn hefur gert sér mat úr, en þar að auki hefur sundrung innan hægri flokkanna og komm- únistaflokksins undanfarið og undanhald þeirra í viðureigninni við sósíalistaflokkinn orðið þeim til álitshnekkis, er orðið hefur vatn á myllu Front National. Taka mest af eldri hægrif lokk- um Meirihluta fylgis síns hefur DAGUR ÞORLEIFSSON flokkurinn tekið frá hinum hægri- flokkunum, en lítið hefur verið um að kjósendur hafi farið beint frá kommúnistum yfir til Le Pens. Hinsvegar hefur hann und- anfarin ár náð til sín mörgum ungum verkamönnum, atvinnu- leysingjum og fleirum, sem af ýmsum ástæðum eru óánægðir með ástandið og kommúnistar hefðu átt að geta náð til sín, ef Front National hefði ekki verið til staðar. Niðurstöður skoðanakannana benda ekki til þess að kjósendur Front National séu upp til hópa mjög meðvitaðir hægriöfga- menn. Almenn óánægja þeirra með ástandið eins og það er virð- ist vera helsta sameiningaraflið. Þetta er fólk, sem lítur svo á að gömlu flokkarnir séu „allir eins,“ allir hafi þeir sýnt og sannað að þeir séu spilltir og ófærir um að leysa aðkallandi vandamál. Kjós- endum Front National finnst mörgum að þjóðfélagið hafi brugðist þeim, útilokað þá frá möguleikum til betra lífs. Tvær hefðir Ofan á þetta þykjast margir kaþólskir og íhaldssamir Frakkar sjá að siðirnir séu orðnir allmjög spilltir með vaxandi veraldar- hyggju og frjálshyggju af ýmsu tagi. Því hefur verið haldið fram, að allt fram á þessa öld hafi franska þjóðin skipst í lífsvið- horfum í tvær meginfylkingar eftir afstöðunni til byltingarinnar frægu þarlendis, sem hófst fyrir 200 árum. í annarri fylkingunni voru frjálslyndir, vinstrisinnar, veraldarhyggjumenn, sem höfðu byltinguna og arfleifð hennar í hávegum. Hinsvegar var trúað kaþólskt fólk og íhaldssamt, er leit til byltingarinnar með ands- tyggð og hélt þeim mun meira upp á forna frægð föðurlandsins allt ofan frá Karlamagnúsi. Af þeim anda var de Gaulle. Margt af þessu fólki telur að líkindum að hefðbundnu hægriflokkarnir hafi brugðist í varðstöðu sinni um þennan arf, og það gæti hafa leitt til þess að sumt af því hafi farið að líta Front National hýru auga. Eins og nærri má geta, líst hefðbundnu hægriflokkunum, gaulleistum og Franska lýðræðis- bandalaginu, ekki á blikuna, en hingað til hefur þeim ekki tekist vel tii við að hemja Le Pen. Stundum hafa þeir unnið með honum og þá tapað miðjukjós- endum til sósíalista, en þegar þeir hafa hafnað samvinnu við hann hefur það í staðinn leitt til þess að þeir hafa misst til hans hægrikjós- endur. Zenith 12xPreflex 35 mm, kr. 5.900,- Linsur! margar gerðir. Föstudagur 28. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.