Þjóðviljinn - 28.04.1989, Side 14
úr vist 1818
í nýgerðum BSRB-
samningum er ákvæði um að
ekki megi segja óléttum kon-
um upp vinnu. Úrþví verið er
að setja slíkt í samningá núna,
hvað eigum við að halda um
réttarstöðu vanfærra kvenna
fyrr á öldum? Gátu húsbænd-
ur ef til vill sparkað óléttum
vinnukonum út í blindbyl og
frosthörkur? Gerðu þeir það?
Orðalagið á spurningunni er
kannski fullgróft og reyndar
getum við ekki svarað henni
almennt frekar en flestum
spurningum sem einhverju
máli skipta. Það voru til harð-
úðugir bændur sem gerðu sitt
ítrasta til að losa sig við vinnu-
konur sem urðu óléttar, en
það voru líka til hjartagóðir
menn sem datt það ekki í hug.
Við ættum að átta okkur betur
á þessu með því að skoða
dæmi úr Skagafirði árið 1818
sem talsverðar heimildir eru til
um vegna þess að upp kom
ágreiningur á milli hreppa um
framfæri móður og barns.
í byrjun 19. aldar átti óskilget-
ið barn rétt á framfæri í þeim
hreppi þar sem móðirin átti
lögheimili þegar það fæddist. Það
breytti engu þó móðirin væri á
ferð eða í heimsókn í öðrum
sveitum þegar hún átti barnið. í
riti sínu Handbók fyrir hvern
mann frá árinu 1812 taldi Magnús
Stephensen að þetta væri eðlileg
regla vegna þess að ef fæðingar-
staður yrði látinn ráða myndi það
leiða til þess að óráðvandir hús-
bændur og ágjarnir hreppstjórar
sendu óléttar konur í aðra hreppa
„til að fæða þar börn á þessara
skaut, sem væri mjög svo rang-
látt.“
En hvernig áttu bændur að
bregðast við ef stúlka kom ólétt í
vist að vori? Magnús hafði líka
skoðanir á því og til þess að út-
skýra þær fyrir ráðamönnum í
Kaupmannahöfn skrifaði hann
stutta dæmisögu handa þeim
haustið 1820. Einu sinni var fá-
tækur bóndi sem átti mörg börn.
Eiginkona hans var veikburða og
lasin, yfirkomin af þreytu vegna
uppeldis svo margra barna. Dýrt
var að halda vinnukonu og fátækt
þessa fólks leyfði þeim ekki að
ráða nema eina til sín í vist. í
október eitthvert árið samdi
bóndi við stúlku úr nálægri sókn
eða sýslu. Á fardögum vorið
eftir, 14. maí, kom hún í vistina.
Hún var þá með barni en sagði
ekki frá því. Mánuði síðar fór
bónda að gruna hið sanna í mál-
inu vegna þess hve lin hún var til
allra verka. Hann innti hana al-
varlega eftir því hvort hún væri
ólétt, en hún neitaði því staðfast-
lega að svo gæti verið. Mánuði
síðar var hún farin að þykkna svo
um munaði undir belti og eftir
ítrekaðar yfirheyrslur játaði hún
og var sagt upp vistinni. Hrepp-
stjóri sá þvínæst til þess að hún
var send heim. Þetta taldi Magn-
ús að væri eðlileg aðferð og hon-
um fannst óréttmætt að skylda
bóndann að sjá fyrir vanfærri
vinnukonu í marga mánuði eftir
að hún var orðin ófær um að
vinna fyrir sér við búfjárgæslu,
heyskap, mótöku, fiskverkun og
fleira. Atti að refsa saklausum
bónda fyrir veiklyndi vinnukonu
sem hann þekkti ekki neitt? Hún
kom ólétt í vistina og sagði ekki
orð, átti hann að gjalda sviksemi
hennar? Hað þótti Magnúsi ekki
rétt, en skoðum raunverulegt
dæmi:
Fæðing í
vændum
Ragnhildur Bjarnadóttir fædd-
ist að Stóru-Örkum í Blönduhlíð
28. ágúst 1793. Hún var dóttir
Bjarna Einarssonar bónda og
blóðtökumanns og konu hans
Ástu Björnsdóttur. Ragnhildur
var um tíma vinnukona hjá Ara
Arasyni lækni á Flugumýri,
austan Héraðsvatna. Vorið 1817
fór hún í kvennaskiptum að
Geitaskarði í Langadal, en kom
aftur í Skagafjörð vorið eftir. Þá
var hún ráðin til Skúla Guð-
mundssonar á Brekkukoti í Lýt-
ingsstaðahreppi, vestan Héraðs-
vatna. Þá var hún 24 ára. Þegar
Skúli sótti hana að Geitaskarði
mun Lilja húsmóðir hennar þar
hafa laumað því að honum að lík-
lega væri Ragnhildur með barni
og fljótlega eftir að hún var kom-
in að Brekkukoti hófst upp orð-
rómur í sveitinni um að hún væri
ólétt. Skúli spurði hana hvað eftir
annað hvort orðrómurinn væri á
rökum reistur, en hún neitaði því
statt og stöðugt. Heldur þótti
honum hún linast til verka eftir
því sem leið á sumarið og loks var
það 25. júlí að hún viðurkenndi
það fyrir honum að hún ætti von á
barni. Hann tilkynnti henni þá
umsvifalaust að hún yrði látin
fara. Um kvöldið gekk hann til
Tómasar Tómassonar hrepp-
stjóra á Nautabúi, sem síðar
sagði svo frá að Skúli hefði komið
til sín og mælt þessum orðum:
„Hvað á nú að gjöra við Ragn-
hildi? Nú er hún ekki vinnukona
mín lengur, því nú er hún búin að
meðkenna að hún sé ólétt!“ Tóm-
as sagðist ekki vita hvað ætti að
gera, en hét því að skrifa Jóni
Espólín sýslumanni og bað Skúla
að „lofa henni að vera meðan á
svarinu stæði, ekki sem hjú held-
ur sem kaupakonu.“ Skúli gegndi
því og fór heim að svo búnu.
Brottvísun lögleg
Tómas skrifaði sýslumanni, en
lítið var um að fólk færi á milli
bæja um hábjargræðistímann og
úrskurð sýslumanns fékk hann
fyrst mánuði síðar. Espólín hafði
þá ákveðið að „með því að Ragn-
liildur dóttir Bjarna á Hafgríms-
stöðum á nú hvergi lögheimili
getur hennar barn einskis hrepps
orðið í tilliti til þess fæðingarstað-
ar, svo sem og henni hefur strax
sem vitanlegt var að þunguð væri
verið útvísað úr þeirri nýju vist,
samkvæmt Intrúxins tólfta
pósti.“ Espólín var því sömu
skoðunar og Skúli húsbóndi
hennar og samþykkur því að
vegna óléttunnar hefði hún fyrir-
gert rétti sínum til að vera áfram í
vinnumennsku á Brekkukoti.
Jafnframt skipaði sýslumaður að
Ragnhildur færi á sinn fæðingar-
hrepp og það var Akrahreppur.
Tómas á Nautabúi tók þessu feg-
ins hendi og var ekki lengi að
senda hana yfir Héraðsvötn. Þar
fékk hún heldur óblíðar mót-
tökur hjá Jóni Erlendssyni
hreppstjóra á Silfrastöðum.
Hann túlkaði úrskurð sýslu-
manns á þá leið að Ragnhildur
ætti að vera hjá föður sínum, sem
þá bjó á Hafgrímsstöðum í Lýt-
ingsstaðahreppi. Bjarni var fús til
að taka við henni, en Tómas tók
það ekki í mál vegna þess að þá
fengi barnið sveitfesti í hreppn-
um.
Jón vildi hins vegar ekki una
því að barn Ragnhildar fæddist í
Akrahreppi og yrði fátækrasjóði
þar til byrði um ókomin ár og
reyndi að lauma henni að Haf-
grímsstöðum. Tómas komst að
því og stöðvaði þá fyrirætlun.
Samningar tókust 7. september,
á þá leið að Ragnhildur mætti
vera hjá föður sínum um tíma. Þó
skyldi Lýtingsstaðahreppur ekki
hafa 'nein útgjöld af þeirri dvöl,
auk þess sem Ragnhildi bar að
fara yfir í Akrahrepp aftur fá-
einum vikum áður en barnið
fæddist. Eitthvað fór úrskeiðis og
líklega fékk Ragnhildur aldrei að
fara til föður síns, því enn risu
deilur á milli hreppstjóranna og
þeir kröfðust þess báðir að sýslu-
maður dæmdi um lögmæti þess
að Ragnhildi var sagt uþp. Jón á
Silfrastöðum taldi að ekki hefði
verið rétt að málinu staðið vegna
þess að engin vitni voru að sjálfri
uppsögninni. Það var skoðun
hans að Ragnhildur hefði átt að
vera í vistinni út fardaga þareð
tveir mánuðir liðu frá því hún
kom í vistina þangað til henni var
vísað burt. Tómast taldi aftur á
móti að vegna þess að hún leyndi
óléttunni hefði mátt vísa henni
burt um leið og hún viðurkenndi
óléttuna. Sýslumaður var sam-
mála Tómasi og dæmdi að
Reykjum 31. október 1818: „svo
skal Ragnhildi með sínu sumar-
kaupi til Akrahrepps rétt vísað.“
Aðrar skoðanir
í fyrstu lotu hafði Tómas betur
og það fer ekki á milli mála að
hann hafði lögin með sér. í reglu-
gerð fyrir hreppstjóra frá árinu
1808 er nefnilega að finna ský-
laust ákvæði um að húsbóndi
mátti segja vinnukonu upp vist ef
hún kom ólétt á bæinn. Kæmi
vinnukona ólétt og húsbóndi vildi
ekki halda henni var honum
frjálst að losa sig við hana. Það
varð þó að gerast innan viku eftir
að það varð uppvíst. Væri það
ekki gert innan þess tíma gátu
þær verið í vistinni til næstu far-
daga. Bændur höfðu því aðeins
viku til að gera upp hug sinn: með
vísvitandi haldi óléttra kvenna
degi lengur höfðu þeir afsalað sér
rétti til að reka þær. Og ef hús-
bóndi rak vinnukonu vegna
óléttu var hreppstjórum stætt á
því að flæma þær í burtu úr
hreppnum, nema þær ættu
lögheimili í sama hreppi. Hefði
Ragnhildur átt sveit í Lýtings-
staðahreppi hefði Tómas ekki
getað rekið hana burt.
En það voru alls ekki allir sam-
mála þessari brottrekstrarreglu
og mikil þræta reis af máli Ragn-
hildar. Hvatamaður að því var
Stefán Þórarinsson amtmaður,
en af einhverjum ástæðum lagði
hann ofurkapp á að hnekkja úr-
skurði hálfbróður síns Jóns Espó-
líns. Þeir voru ekki miklir vinir.
Stefán byrjaði á því að vísa mál-
inu til Landsyfirréttar í Reykja-
vík. Þar var því vísað frá um
sumarið vegna þess að stefna
barst of seint. Stefán lét þó ekki
deigan síga og fékk málið tekið
fyrir í Hæstarétti og í nóvember
1821 ógilti Hæstiréttur dóm
Espólíns, án þess þó að geta þess
hvað koma ætti í staðinn. Þá
hafði Stefán líka skrifað langt og
mikið bréf til Kansellís og lýst
hræðilegum afleiðingum þess að
vinnukonur væru reknar úr vist.
Sá hreppur sem þær áttu heimili í
sagði hann að lægi oft víðs fjarri
og það leiddi til þess að hin ólán-
sama kona yrði að þvælast langar
leiðir heimilislaus og atvinnu-
laus, oft um hávetur á hinu harð-
býla íslandi. Meira að segja taldi
Stefán að þess væru dæmi að kon-
ur yrðu úti og létu lífið á píslarg-
öngu til síns heima. Til þess að
ráða bót á þessu lagði hann til að
sett yrðu lög sem bönnuðu bænd-
UPPBOÐ
Ósóttar vörur sem komu til landsins 31. desember 1986
eða fyrr verða boðnar upp á almennu uppboði þann
27. maí 1989.
í Tollhúsinu v/Tryggvagötu kl. 13:30.
FLUGLEIDIR fií
Fmkt
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKl RTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1983-2. fl. 01.05.89-01.11.89 kr. 370,85
1984-3. fl. 12.05.89-12.11.89 kr. 366,74
‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, apríl 1989
SEÐLABANKIÍSLANDS
14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. apríl 1989’