Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 20
Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON BARNAKOMPAN Einu sinni var blettatígur í skógi sem var grimmur. Hann ræðst á fólk. Hann sýnir tennurnar og þær skína. En blómin eru falleg og trén eru líka falleg. Jón Helgi 8 ára Einu sinni var vindur. Hann hafði verið lokaður inni í kistu út af því að hann gerði kalt. Og svo slapp hann út úr kistunni og hann hefur aldrei náðst. Helga Arnardóttir 8 ára Það var einu sinni Ijón sem var á veiðum. Það sá gamlan héra. Ljónið var svo svangt að það borðaði hér- ann. Elísabet Guðrún Jónsdóttir 9 ára 20 SÍÐA - NÝ iELGARBLAÐ Föstudagur 28. apríl 1989 Álfurinn Tómas Ég er álfurinn Tómas. Ég ætla að segja ykkur söguna um það þegar ég fór í göngu- ferð. 7. janúar síðastliðinn vaknaði ég klukkan 7 og klæddi mig í föt sem pabbi minn átti. Hann var nefnilega dáinn. Hann var á gangi í skóginum þegar maður steig óvart ofan á hann. Fötin eru auðvitað allt of stór á mig því að ég er aðeins 200 ára. Svo fór ég inn í eldhús og fékk mér „álfa-flex“. Síðan fékk ég mér lýsi og K-vitamín. Það eru pill- ur sem við álfar tökum til að við verðum hraustir og vitrir. Ég er alveg rosalega vitur (smá grín). Eg fór út og lokaði á eftir mér steininum. Við búum í steini sem heitir Litli Hamar. Ég labbaði framhjá húsi Hans og Grétu, húsi Mjallhvítar og dverganna sjö og húsi Elíasar og Möggu. Svo fór ég inn í skóginn og mætti þar nokkrum vinum mínum til dæmis héranum, broddgeltinum og íkornanum. Ég labbaði áfram þangað til ég kom að stórum steini. Þar ákvað ég að hvíla mig. Eftir stutta stund var ég sofnaður. Eftir ennþá styttri stund vakn- aði ég aftur við mannamál. - Júlíus minn eigum við ekki bara að tjalda hérna? - Jú, þetta er ágætur staður til að tjalda. Ég hélt heim á leið og þegar ég kom heim beið af- mælistertan eftir mér. Þá man ég að ég átti 201 árs afmæli í dag. Haukur Þ. 11 ára QQQOQO ÍSSSSXS Berðu myndirnar saman og finndu hvað vantar á neðri myndina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.