Þjóðviljinn - 28.04.1989, Side 22

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Side 22
leik. En grunnurinn stendur vel og þó að maður fái aldrei neitt að leika hefur maður lært á sjálfa sig sem manneskju. Það eru ekki margir skólar sem kenna fólki það.“ Hvað var mest gaman að gera? „Mér fannst ofsalega gaman að leika í barnaleikritinu á þriðja ári. Pað var erfiður tími en ákaf- lega lífrænn. Börn sólarinnar á öðru ári var gott verkefni, sterkur heimur sem situr í manni. Svo var mjög skemmtilegt að leika í Sköllóttu söngkonunni, en erfitt. Ég lærði mikið af því.“ Hvað langar þig mest til að gera? „Ég gæti vel hugsað mér að leika í verkum aldamótahöfund- anna. Hlutverkin til dæmis hjá Tsjekov og Gorkí eru svo vel skrifuð." Hvaðfinnst þér þú geta og ekki geta að námi loknu? „Ég veit ekki hvort það er eitthvað sem ég get ekki og ég vil ekki útiloka neitt. Sem nemandi er maður alltaf að takast á við ómögulega hluti og finnst allt mögulegt! Skólinn brýtur mann ekki niður þó að hann sé erfiður. Þetta er absolútt uppbyggjandi skóli, það sé ég á bekkjarsystkin- um mínum. Þau hafa tekið rosa- legum framförum. Það er erfið- ara að sjá sjálfan sig, en ég vona að mér hafi farið fram eins og þeim.“ Byrjaði tólf ára Elva Ósk Ólafsdóttir fer með annað aðalhlutverkið í Hund- heppinn, leikur eiginkonuna Báru. Er hún ekki býsna fjarri per- sónu leikkonunnar? „Það er einhver hluti af öllum persónum í manni sjálfum," segir Elva, „og ég skil Báru að mörgu leyti. Móðir hennar er pillusjúk- lingur, tengdamóðirin hins vegar hin fullkomna móðir og húsmóð- ir og báðar ögra henni stöðugt. Við sjáum hana með augum Ara eins og allar persónur og atburði í leikritinu og hún er ekki skemmtileg manneskja. En það er gaman að leika persónu sem fær litla samúð, og ég reyni að gera það af einlægni. Svona er Bára og hún hefur sínar ástæður til þess.“ Hvað leiddi þig út í leiklist? „Ég er frá Vestmannaeyjum og hef leikið með áhugaleikfélögum síðan ég var 12 ára. Svo lék ég í kvikmyndinni Nýju lífi og eftir það var ég ákveðin í að láta áhug- amennskuna ekki nægja. Skólinn hefur uppfyllt vonirn- ar fullkomlega. Þetta er dramat- ískur og klassískur skóli sem leggur lítið upp úr gamanleik, og það hentaði mér vel. En nú kem- ur að framhaldinu, lífinu. Skólinn var bara undirbúningur. Við höfum verið að safna í banka, nú er komið að því að nota innistæðuna. Ég er galopin fyrir öllu og vonast bara til að fá fullt að gera; það á við okkur öll í bekknum. Bekkurinn okkar hefur verið ótrúlega samrýndur. Við erum átta ólíkar persónur og höfum nánast verið í sambúð í fjögur ár. Þetta er eins og ástarsamband þar sem gengur á ýmsu, en við kom- um upp aga strax og tömdum okkur að láta smáatriðin ekki fara í taugarnar á okkur. En þó að maður elski bekkjarfélaga sína hlakkar maður til að fara að vinna með öðru fólki. Það er kominn tími á það.“ Tekur á tilfinningarnar „Þegar ég var að alast upp sá ég leikarastarfið ekki fyrir mér sem framtíðarstarf, það var svo fjar- lægt, eins og í bíómynd,“ segir Christine Carr. Hún reyndi flest- ar aðrar listgreinar áður en hún áttaði sig á að það var ekki svo fjarri lagi að læra að leika, og síð- an hefur hún einbeitt sér að því. „En skólinn var öðruvísi en ég hélt. Ég hélt að hann væri auðveldari, ekki svona mikið • grufl sem tæki svona á mann til- finningalega. Maður efast sífellt um sjálfan sig og má passa sig á að brotna ekki niður. Eftir á fattar maður að eitthvert verkefni sem maður náði alls ekki utan um kenndi manni ýmislegt sem maður getur notfært sér seinna. í grímu- leiknum skildi ég galdurinn. Ég vann með tvær grímur, og ég heilsaði þeim þegar ég kom í skólann og kvaddi þær þegar ég fór vegna þess að þær voru líka lifandi. Annars er ekkert eitt sem ég hef fallið fyrir. Það er margt í þessu öllu sem við höfum verið að gera. Mest spennandi er að fást við það sem býður upp á nýja sköpun, reynir á mann á nýjan hátt. í utanlandsferðunum sá ég hvað þetta er spennandi fag með margar ólíkar greinar, og mig langar til að fara utan og læra það sem erfitt er að læra hér, til dæmis látbragðsleik. En ég fer ekki strax. Fyrst er að átta sig og borga skuldirnar. Við erum frekar að byrja en enda. 27. maí ætti að vera inntökudágur en ekki út- skriftardagur!" Reyndist þjóðráð Steinn Ármann Magnússon leikur aðalhlutverkið í Hund- heppinn, Ara. Eru þeir eitthvað skyldir? „Ég finn sjálfan mig sterkt í þessum náunga. Hann er alltaf á miljón, tekur ekki á málum fyrr en um seinan og reddar þeim þá fyrir horn. Hann er eins og Is- lendingar ganga og gerast, mokar ekki út úr sínu fjósi fyrr en allt er komið á kaf og reynir þá að grípa til patentlausna. Kannski eru þetta vaxtarverkir kotbændason- anna?“ Af hverju fórst þú í leiklistar- nám? „Ég fann fljótt að langskóla- nám átti ekki við mig, ég gat ekki setið kyrr yfir bókum. Svo lék ég á skólasýningu í Flensborg og þegar öll sund virtust lokuð fannst mér þjóðráð að reyna við leiklistarskólann. Og það reyndist þjóðráð. ég hef lært heilmikið þótt ég sé auðvitað ekki fullnuma. Mig vantar aðallega - það hlýtur að vera til betra orð en „reynsla" - verksvit. Það öðlast maður með vinnu. Þetta er eins og læra iðn; maður lærir aðferðirnar en verð- ur að fá þjálfun til að nýta sér þær. Það urðu ansi stór hvörf hjá mér á fyrstu önn á þriðja ári. Þá lék ég Freder í Sjúkri æsku. Það gaf mér tækifæri til að opna fyrir tilfinningarnar. Ég hafði verið svolítið lokaður, fannst leiðbein- ingarnar trufla mig, en eftir þetta hætti ég að halda aftur af mér og gat bætt við mig. Leiðsögnin fór að skila sér.“ Hvað langar þig mest til að gera? „Maður veit að eitt liggur betur fyrir manni en annað, en það sem ekki virðist eiga við mann er meiri áskorun. Ég hef mikið fengist við rudda í þessum skóla og ég veit að þeir liggja nokkuð vel fyrir mér. En það væri meiri ögrun að leika til dæmis hlutverk eins og Ragga í Bílaverkstæði Badda sem Sigurður Sigurjóns- son leikur. Hann er allt annað en töff. “ Hvað er framundan? „Við eigum eftir að fara rúnt til að kynna okkur fyrir leikstjórum og láta þá hafa myndir af okkur. Ég gæti líka vel hugsað mér að bjóða mig fram sem leikstjóra hjá áhugahópi. Og svo er ég með hugmyndir um að setja upp sjálf- ur. Það væri áskorun út af fýrir sig að setja upp verk til dæmis eftir Sam Shepard sem ég held mikið upp á. Annars bíð ég bara - og spila með Kátum piltum í Hafn- arfirði á rneðan." SA Tvennir tímar oc Samsýning í Nýlistasafninu 15.04 -30.04 Sýning Listmálarafélagsins á Kjarvalsstöðum aprfl-maí 1989 Það kann að hljóða sem þver- sögn, en virðist engu að síður vera satt: það er hægt að upplifa tvenna tíma í einu. Til dæmis með því að fara á sama degi og skoða sýningar þær sem Listmálarafé- lagið heldur á Kjarvalsstöðum og sýningu þá sem aðstandendur Nýlistasafnsins standa nú fyrir í bakhúsinu við Vatnsstíginn. Andinn sem ríkir á Kjarvals- stöðum endurspeglar eftirstríðs- árin,nánartiltekið6. áratuginn. í sölum Nýlistasafnsins sjáum við hins vegar þá myndlist sem ein- kennir og endurspeglar samtím- ann. Það undarlega er hins vegar að báðar sýningarnar eru unnar af fólki sem lifir og hrærist í sama tímanum og sama umhverfinu. í báðum tilfellum er um „nýja“ listsköpun að ræða. Það ólíka yfirbragð sem þessar tvær samsýningar búa yfir vekur spurningar: Hvað kemur tíminn listinni við? Hvers vegna þarf list- in yfir höfuð að vera háð tíman- um? Er sannleikurinn ekki óháð- ur tímanum? Er fegurðin ekki óháð tímanum? Jafnvel þótt við kæmumst að þeirri niðurstöðu að tíminn komi ÓLAFUR GÍSLASON hvorki listinni, fegurðinni né sannleikanum við, þá losar það okkur ekki undan vandanum, því það skýrir ekki fyrir okkur hvers vegna Listmálarafélagið er svona háð andanum frá því á 6. áratugn- um. Þeir í Listmálarafélaginu (sýnendur eru allir karlmenn) eru nefnilega ekki síður háðir tíman- um en þau sem sýna á Nýlista- safninu. Þeir lifa bara í öðrum tíma í andanum. Á meðan myndlistin er háð sögunni, sinni eigin sögu, þá er hún einnig háð tímanum. Þróun myndlistar 20. aldarinnar hefur falist í því að listin hefur stöðugt verið að afvopna sjálfa sig, til þess að rísa upp aftur í neikvæði þess sem var. Einungis þannig hefur myndlistinni tekist að forð- ast þá yfirgengilegu áráttu síð- kapítalismans og upplýsingasam- félagsins að gera alla hluti að klisjum og skiptimynt. Einungis þannig hefur myndlistarmönnum tekist að sýna fram á að starf þeirra hafi eitthvert það samband við „sannleikann“, sem geri það í eðli sínu merkilegra eða sannara en það starf sem fólgið er í venju- legri klisjugerð og fjöldafram- leiðslu fyrir neyslusamfélagið. Sú hugmynd, að myndlistin eigi sér þróunarsögu, þar sem eitt tekur við af öðru út frá ákveðnu rökréttu samhengi við samtím- ann og fortíðina, er ekki nema 400 ára gömul. Fyrir daga Giorg- io Vasari í Flórens á síðari hluta 16. aldar var ekki til nein lista- saga. Einungis myndlist. Hug- myndin um listasöguna sem þró- unarsögu varð til um leið og ein- staklingshyggj a endurreisnartím- ans ruddi hinum algilda og óum- breytanlega sannleika skólaspek- Nýlistasafnið: Jón Sigurhjartarson: Nafnlaus skúlptúr, 1989 efni: steinn, stál, tré o.fl. Allir myrða yndi Aalborg Teater sýnir: I morfars hus eftir Per Olov Enquist Leikstjóri: Stefán Baldursson í tilefni málþings um list og listgagnrýni heimsóttu okkur leikarar frá Álaborg og sýndu leikritið Heima hjá afa eftir Per Olov Enquist. Það er engin leið að fjalla um sýningu á framandi tungumáli án þess að hafa lesið verkið eða séð sýninguna oftar en einu sinni, þess vegna flokkast það sem hér fer á eftir undir hug- leiðingar fremur en leikgagnrýni. Stund gaupunnar Eins og fram kom í viðtali við höfund verksins fyrir viku í þessu blaði heitir það á sænsku I lodjur- ets timma sem mætti þýða með Stund gaupunnar (en gaupan er tígrisdýr Vesturbotna, segir í leikskrá). Sá titill vfsar til lýsingar piltsins í leikritinu á lifnaðarhátt- um gaupunnar þar sem hann gef- ur henni 25 tíma á sólarhring. Þegar honum er bent á reiknings- skekkjuna vill hann meina að gaupan eigi viðbótartíma á sólar- hringnum, eina stund þegar allt getur gerst, tíma utan við tímann. Leikritið tekur að vísu nærri því tvo tíma, án hlés, en það sem ger- ist er eins konar tímalaust krafta- verk í huga prestsins sem segir söguna mörgum árum eftir að hún gerist. Miðaldra kvenprestur er kall- aður á geðveikrahæli eitt kvöld, líklega árið 1975, til að tala við ungan mann sem hvað eftir ann- að hefur reynt að svipta sig lífi. Ungur félagsráðgjafi sem hefur haft hann á sinni könnu er upp- gefinn á honum og vill deila ábyrgðinni. Saman reyna þær að tosa piltinn yfir á sinn vallarhelm- ing í tilverunni, til hversdags- leikans og sinnunnar, en það gengur illa. Reyndar heillast þær báðar yfir á hans hlið, þvert gegn vilja sínum. Við vitum ekki hvað verður um ungu stúlkuna en presturinn hættir prestsskap eftir þetta kvöld. Köllunin er farin og hin hefðbundna trú. Himnaríkið hjá afa Það sem gerist er samt engin ósköp. Pilturinn stillir konunum tveim bara upp frammi fyrir himnaríki og helvíti. Hans himn- aríki er ekki móðurkviður heldur húsið hans afa, einu manneskj- unnar sem sýndi honum gott at- læti í æsku. (eins konar karlkyns móðurkviður?) Svo dó afi og drengnum var varpað niður í víti ástleysisins. Síðan hefur hann freistað þess að komast aftur heim til afa með því að drepa. Fyrst fólkið sem flyst í afahús, svo köttinn sem er yndi hans í klefan- um, og næst á eftir ætlar hann að deyja sjálfur. Það mistekst, en drengurinn veit að þetta er eina leiðin „heim“. Leikritið er innlifuð dauða- hvöt, sjálfstortímingarþrá. Á okkar tímum (undir aldamót?) er hún skiljanleg þótt áhöld séu um hvort dekra eigi við hana eða ekki. Hitt er víst, Jesper Vigant sem leikur drenginn var innblás- 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.