Þjóðviljinn - 28.04.1989, Side 24
Brot úr umræðu
um gagnrýni
Um síðustu helgi var haldið í
Norræna húsinu málþing um
listog listgagnrýni. Þettavar
samnorænn málfundur um
allar listgreinar og þá allar
tegundir listgagnrýni og má
nærri geta að menn höfðu um
nóg að tala
Svo margar
spurningar
Enginn ætti að gera sér miklar
vonir með slíka ráðstefnu. Vegna
þess blátt áfram að hún hlýtur að
spyrja margra spurninga og
stórra og við mörgum þeirra fást
engin svör sem samkomulag
verður um. Hver og einn getur
snarlega komið sér upp lista og
bætt lengi við hann. Til dæmis: Er
ekki nauðsynlegt að tónlistar-
gagnrýnandi geti sjálfur spilað á
hljóðfæri? (enginn mun hinsveg-
ar spyrja hvort balletrýnir eigi að
geta dansað Dauða svansins). Er
hægt að treysta myndlistarmanni
til að skrifa um aðra myndlistar-
menn? Er gagnrýnandinn smekk-
maður eða fræðimaður eða lista-
maður fyrir sinn hatt? Eða er
hann fyrst og síðast góður blaða-
maður? Og góður blaðamaður -
er hann ekki stórhættulegur þar
sem hann veður um með glæsi-
lega og vel söluhæfa sleggjudóma
til að vekja athygli á sjálfum sér?
Og svo framvegis. Og þó held
ég enginn hafi spurt hvort
gagnrýnandinn væri ekki mis-
heppnaður listamaður sem klif-
aði á því að vínberin, sem eru
utan hans seilingar, væru súr.
Eitthvað miðar okkur þá áfram
frá því sem áður var. Svo kom-
ast menn kannski að þeirri niður-
stöðu að gagnrýni sé ómöguleg
(af því það vantar tíma, pláss,
heiðarleika, sérþekkingu, já-
kvæð viðhorf eða af því að menn
eru svo ólíkir hver öðrum). En
samt verði hún að vera. í þeirri
þverstæðu miðri ætla menn sér að
lifa. Og skrifa - meðan pappír er
til að prenta á.
Þegar kenning
gerist frek
Eitt af því sem gerir það að
verkum að erfitt er að koma
orðaböndum yfir gagnrýnina er
það, að hún stendur vitanlega
ekki í stað frekar en listirnar. Þar
rísa og hníga skólar og hver skóli
á sér gáfaða jafnt sem heimska
talsmenn. Stundum eru gagnrýn-
endur (við skulum héðan í frá
halda okkur mest við bók-
menntagagnrýnendur okkur til
hægri verka) nokkuð svo „frekir“
ef svo mætti að orði komast. Þá
hafa bókmenntarýnar fundið sér
einhverja kenningu eða einhvern
tilgang, sem þá dauðlangar til að
sveigja bókmenntirnar undir,
eða eins stóran part af þeim og
þeim er framast unnt. Einn
skólinn hefur mestan áhuga á
kúgun alþýðu til dæmis, annar á
kúgun kvenna, hinn þriðji á
manneskjunni andspænis til-
gangsleysinu, hinn fjórði segir að
engin upplifun sé sterkari en sú,
að barn þurfi að yfirgefa móður
sína og haldi út í grimman heim.
Þessi áhugamál geta verið svo
sterk, að gagnrýnandinn gæti
varla neins annars en að sjá stað-
festingu á þeim í nýjum og
gömlum skáldverkum: bók-
menntirnar breytast í dæmasafn
fyrirþjóðfélagsrýnandann, kven-
réttindakonuna, sálfræðinginn
eða þá tilvistarspekinginn.
Til ills og góðs
Á þessum brautum hafa mörg
ævintýri gerst. Hinir kappsömu
gagnrýnendur hafa sumir skotist
upp í glæsilegar hæðir með leit
sinni að samhengi í tilverunni,
aðrir hafa súnkað ofan í verstu
lágkúru eins og gengur. Með öðr-
um orðum: þetta getur verið
hættuspil. En hefur þann kost
samt, að þegar oftúlkanir gerast
mjög frekar, þegar „skólinn"
sker verkin mjög grimmt til að
þau passi inn í hans ramma, þá
verða menn gjarna reiðir og sárir
og rísa til andmæla. Upp kemur
bókmenntaumræða. Og við ætl-
um að leyfa okkur að vona að hún
sé af hinu góða í þeirri grimmu
samkeppni sem háð er um athygli
fólks út um allan fjölmiðlaheim-
inn. Þó er eitt að varast í þessu
samhengi. Það getur gerst (og'
ýmsar nýlegar tímaritsgreinar ís-
lenskar minna á þann háska), að
myrkt og tyrfið tungumál bók-
menntafræðanna (eða tónlistar-
fræða og myndlistarfræða) geri
sig mjög breitt í skrifum. Jafnvel
sjóaðir lesendur og sæmilega vel
áhugasamir klóra sér í skalla og
komast ekkert áfram. Og ef þeir
hafa brotist í gegnum um myrk-
viði sérheita af nýjustu kynslóð,
þá dæsa þeir og spyrja: var þetta
allt og sumt? Og reyna ekki aftur.
Umræðan skrúfast niður í trekt
þar sem æ færri sérfróðir komast
fyrir.
Einhvernvegin fannst mér á
þessu málþingi að menn hefðu
ekki nóg hugann við það, að það
er ein besta dyggð þess sem skrif-
ar um listir og bókmenntir að tala
skýrt.
Þeir tímar koma líka, að al-
tækar kenningar um bókmenntir
eru í ónáð yfir höfuð. Þegar svo
er komið fara menn, viljandi eða
óviljandi, að leggja áherslu á
það, að hvert listaverk sé einstakt
í sinni röð og hver viðtakandi
þess jafn sjaldgæfur fugl sjálfur.
Og svo rifja menn upp fyrir sér
einhverskonar jafnaðar-
mennsku: erum við ekki öll jöfn
fyrir guði, lögunum og kjörköss-
unum? Hví ekki andspænis lista-
verkum og bókum einnig? Með
öðrum orðum: allt er orðið að
einkamáli. Mín skoðun er
jafngóð og þín og hvers annars. Á
íslandi bæta menn sem svo hugsa
gjarna við þessu hér (með nokk-
uð ógnþrungnu fasi): enginn skal
segja MÉR hvað er gott eða lak-
legt.
En ef menn nú tækju þetta
bókstaflega þá er alveg eins gott
að gefa hugmyndir um gagnrýni
sem umræðugrundvöll, sem sam-
skiptavettvang, upp á bátinn.
Milliliðirinir eru óþarfir. Hver
maður sinn gagnrýnandi.
Hjálparkokkar
— með fyrirvara
Það er svo sem ekkert að því að
hver maður sé sinn gagnrýnandi.
Það erum við alltaf þegar við t.d.
lesum bók. En við viljum væntan-
lega hafa gagnrýnendur með í
okkar eigin menningarstússi þó
ekki væri nema til að spara okkur
tíma. Við viljum að þeir fari á
undan eins og spæjarar, lesi og
veiti okkur upplýsingar um það
hvað er á seyði. Vekji forvitni
okkar á því að lesa bók (sækja
sýningu osfrv.). Eða gefi til
kynna, að með því að enginn get-
ur lesið allt, þá skuli menn heldur
lesa þetta en hitt. Ekki úr vegi
heldur að gagnrýnandinn segi frá
einhverju sem hann hefur séð í
verki, sem ekki liggur í augtlm
uppi. Og svo framvegis. Það er
hægt að brúka andskotans
gagnrýnandann til margra hluta.
Og svo vitum við það öll af
reynslu, að hvert okkar velur sér
þá gagnrýnendur sem hann tekur
mark á, en ypptir öxlum yfir hin-
um. Málið er reyndar ekki svo
einfalt: það getur litið út til dæmis
svona: ég tek mark á X þegar
hann skrifar um A, en hann hefur
aldrei botnað neitt í B. Og svo
framvegis.
Velvild
í þágu bóka?
Ég ætla að taka það fram, að ég
er ekki með neina kenningu um
gagnrýni á boðstólum. En
kannski er ekki úr vegi að fara
með nokkur orð um praxísinn.
Bókmenntaskrif á Islandi hafa
á seinni árum (og ekki bara á
seinni árum) mótast mjög - hvað
sem einstakir rithöfundar segja -
af einhverri ekki sérlega ástríðu-
mikilli allsherjarvelvild í garð
bókmennta. Okkur var öllum
sagt fyrir nokkrum árum, að bók-
in væri í hættu og þar með var
þjóðin sjálf komin fram á hengi-
flugið og voðinn vís. Og það
stilltu allir saman krafta sína til að
lyfta Bókinni. Gagnrýnendur
líka. En kannski fór fyrir þeim
eins og fílnum, þegar hann átti að
lyfta sovéskum landbúnaði?
(Fíllinn kviðslitnaði).
Hvað á ég við með því? sjáið
til: menn hafa skrifað af velvild
um íslenskar bókmenntir í þeim
mæli að það nálgast samsæri um
að það sé gott og þakkarvert að
við höldum áfram að skrifa
bækur. Þetta þýðir að menn hafa
of sjaldan lagt á sig þá ein-
beitingu, þá ósérhlífni, sem fylgir
áleitnari skoðun verkanna - nið-
urstaðan er m.a. sú að menn sýna
full mikinn slappleika í því að
greina á milli þess sem máli
skiptir og þess sem litlu varðar.
Mögulegum lesenedum hefur
verið haldið í meiri vongleði en
efni stóðu til
Tilgangurinn
og allt hitt
Líklega hefur það og verið full-
algengt í daglegum gagnrýniprax-
ís á Islandi að menn skrifuðu í
anda „hins rauða þráðar“ sem
svo er nefndur í umræðunni.
M.ö.o.: menn hafa mjög hugann
við tilgang höfundar, hvaða
merkingu hann vill gefa verki
sínu, hvaða erindi hann vill reka.
Og missa kannski sjónar af þeim
gömlu sannindum að „góð
meining enga gerir stoð“, að
hvað sem „tilgangi" höfundar líð-
ur (og vissulega skiptir hann
máli), þá er niðurstaðan, verkið
sjálft, eitthvað annað. Verkið
gengur aldrei upp í tilganginum.
Að þessu var reyndar vikið í inn-
gangserindi Atla Kittangs að
bókmenntaþætti málþingsins í
Norræna húsinu, og þessir hlutir
voru með nokkru lífi í þeirri um-
ræðu sem á eftir fór. Verkin í
endanlegri gerði sinni skila sér til
okkar með þverstæðum margs-
konar innanstokks, með spurn-
ingum sem ekki er svarað (og
ekki er hægt að svara) og þar
fram eftir götum. Það er á þess-
um þverstæðum og mótsögnum
(t.d. milli tilgangs og þess sem
dregur réttmæti tilgangsins í efa,
brýtur hann niður) sem
gagnrýnandinn fitnar eins og
púki á fjósbita. Þar sækir hann
tilefni - til að glíma við sjálfan
sig, eða höfundinn, eða gátu
verksins - þótt það sé eins víst að
gátan hafi flutt sig um set um leið
og hann þóttist búinn að hreppa
hana.Énda eins gott.
HELGARPISTILl!
24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. apríl 1989
ÁRNI
BERGMANN