Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 25
DÆGURMÁL HEIMIR PÉTURSSON Sykurmolar undirrita sálusölu í gær undirrituðu Sykurmol- arnir samning við breska útgáfu- fyrirtækið One Little Indian og höfðu hljómsveitarmeðlimir það á orði við undirritun að þar með hefðu þeir selt sálu sína. Samn- ingur Sykurmolanna er þó, að mati lögfræðings þeirra, sérstak- ur fyrir það „listræna frelsi“ sem Sykurmolunum er tryggt. Að jafnaði fá Sykurmolarnir 21% af þeim hagnaði sem verða kann af list þeirra en til samanburðar fær Paul McCartney 15% sem þykir mjög gott. Þeir skuldbinda sig til að gefa út 6 plötur á næstu 10 árum og ekkert nema geðveiki hljómsveitarinnar eða 60 daga hvarf Dereks Birkett frá One Litle Indian, getur leyst molana undan því að vera „full time ent- ertainer“. Samskipti Sykurmolanna við Derek „Indjána“ hlýtur að teljast nokkuð gott miðað við bransann. Hann hafði til að mynda gert samning við molana áður en fyrsta 12“ plata Sykurmolanna kom út en samþykkti að rifta honum svo molarnir gætu gert hagkvæmari samning. En að sögn Þórs Eldon var gamli samningur- inn ekki mjög hagkvæmur mol- unum. Upptökum á nýjasta afkvæmi Sykurmolanna er lokið og er platan í hljóðblöndun og vinnslu erlendis um þessar mundir. Ein- stakir Sykurmolar hafa ekki komið sér saman um nafn á gripnum og liggja tillögur í nefnd, eins og margt annað hjá Smekk- leysu, að sögn molanna. En þær hugmyndir sem fram hafa komið eru: „Murder and Killing in Hell“, sem er hugmynd frá Braga. Þrátt fyrir ofsa nafnsins segja molarnir að nýja platan sé ekki þungarokksplata þó Bragi hafi ítrekað verið beðinn um að koma fram nakinn að ofan á tón- leikum. Aðrar hugmyndir eru: „Suffering Sucks“, “Time to Suffer“ og „Átök, hneyksli og nekt“, en það nafn yrði þá fengið að láni frá súríalistasýningu sem var í Gerðubergi. Björk tilkynnti að hljómsveitin hefði áhuga á að stela slagorðinu „Heimsyfirráð eða dauði“ frá Smekkleysu en það mál er í nefnd. Sykurmolarnir spiluðu af hljóðsnældu eitt nýju laganna á blaðamannafundi í gær. Að teknu tilliti til hljómflutnings- tækjanna hljómaði lagið ágæt- lega, en þar notar hljómsveitin í fyrsta skipti „brass" að sögn Braga og sá Ólafur Gaukur um útsetningu á þeim kafla, ef marka má yfirlýsingar Sigtryggs. Þór Eldon trúði undirrituðum fyrir því að sér þætti nýja platan betri en „Lifes to Good“. Einar Örn sagði samningin við One Litle Indian tryggja að Smekkleysa geti haldið áfram út- gáfustarfsemi. Þetta eru vissu- lega góðar fréttir því Smekkleysa hefur staðið að mörgum forvitni- legum útgáfum. í ár hefur útgáf- an staðið að baki útgáfu Langa Sela og skugganna. Með haustinu koma síðan út plötur með tónlist- inni úr leikriti Sjóns „Tóm ást“, plata frá Risaeðlunni, Bless og safnplata með öllu því sem Smekkleysa hefur gefið út. Þá er von á plötu frá Bootlegs sem á að heita „Klósettskrímslin" og inni- heldur 30 lög. Einnig er lofað að gefa út 12“ plötu með Ham, þar sem m.a. verður að finna gamla Abba lagið „Voulez vous“. Smekkleysa gleymir heldur ekki bókmenntunum og hefur á prjónunum að gefa út drengja- sögur eftir Jón Gnarr og ritsafn sem á að vera einhvers konar samantekt á skrifum Einars Arn- ar. Frá Tunglinu út í heim Tónleikar Sykurmolanna og ann- Sykurmolarnir við undirritun samnings við One Litle Indian. arra sem áttu að vera í Tunglinu á síðustu helgi, verða í kvöld og annað kvöld. En þeir féllu niður um síðustu helgi vegna veikinda. Með þessum tónleikum hefst heimsreisa Sykurmolanna. Hljómsveitirnar Bless og Ham munu hita upp fyrir molana og Jón Gnarr mun lesa upp úr drengjasögum sínum. Héðan halda Sykurmolarnir til Evrópu. ÞeirverðaíSovétríkjun- um í maímánuði, á tvennum tón- leikum í Kiev þann 22. og 23. maí, í Moskvu 25. og 26. maí, Leníngrad 28. og 29. maí og í Tallin þann 31. maí. í Júní halda molarnir síðan á vit hamborgara- þjóðarinnar og spila vítt og breitt um Bandaríkin. I ágúst ætla mol- arnir að vera heima á íslandi en halda svo út á leið aftur í sept- ember og byrja þá í Bretlandi um það leyti sem nýja platan kemur út. -hmp Menn halda vart vatni Gagnrýnendur erlendir halda vart vatni yfir nýju plötu hljóm- sveitarinnar Win, „Freaky Trigg- er“. Þannigbyrjareinn dómurinn á spurningunni: Hvernig lýsir maður fullkomnri plötu? Annar lýsir laginu „Truckee River" sem stórkostlegustu fjórum mínútun- um í sögu siðmenningarinnar. Undirritaður getur tekið undir með þessum erlendu skrifurum að „Freaky Trigger" sé góð plata, þó ekki sé tekið eins djúpt í árinni og flestir þeirra gera. „Freaky Trigger" er fersk og skemmtileg og það kemur ekki fyrir nema nokkrum sinnum á ári að fram komi plata sem maður hefur eins gaman að í heild og þessari. Lög eins og „Love units“ og „Taboo“ eru pottþétt og koma til með að lifa lengur en vikuna. Galdurinn á bak við „Freaky Trigger" er að lagasmiðurinn Da- vey Henderson sækir áhrif víða og er ekkert að fela það. Þannig segir einn skrifari að platan sé „ævintýri um þjófnað, brjálæði og snilligáfu". „Freaky Trigger" er að mörgu leyti eins og flóra rokksins allt frá seinni hluta sjö- unda áratugarins og fram á okkar dag. Afturgengnir á plötunni eru menn eins og Marc Bolan, David : þeirra, sem ~ í sem áhrifa- vandlætingu 'reaky Trig- iti eru slíkar Ear. í tónlist- Bowie og Prince. En það er ein- mitt þessi skemmtilega blanda af Prince og Bowie sem gerir „Fre- aky Trigger" að þeim sérkenni- lega grip sem hún er. Að margra mati kvaddi Bowie rokkheima með „Scary Monsters" sem kom út 1980. Á þeirri plötu var gítar- leikur í sérflokki sem Win grípur traustataki og blandar röddum í ætt við þær sem Prince notast mikið við. í útsetningum er raunar svo víða komið við að það er ekki einfalt mál að átta sig á öllum grautnum. Sjálfsagt hrista ein- hverjir aðdáem hér hefur verið valda, hausinn þegar þeir heyr ger“. En að mín] hausahristingart _ ___________ inni eins og öðrum listgreinum er ekkert nema gott h»gt að segja um holl áhrif þeÍFra sem hafa skaraðframúr. AhiFÍfíivaldar Win eru allir hershö^^ar í rokk- inu. Bowie átti siiiníþátt í því að áttundi áratugutfcpjimrð ekki að einu allsherjarV- mðurlægingar- tímabili í rokkinú, þó hann hafi á seinni árum hápKflfan í iðnað- armaskínuna, þaf s«'m pening- arnir eru meiii|í|*jK$ce er síðan óuppgert dæmi þó að áhrif hans séu þegar orðin mikil og frum- leiki hans sé óumdeilanlegur. „Freaky Trigger" er þunglétt plata og tilvalin undirleikur við hækkandi sól þegar við íbúar ísafoldar skríðum undan leiðin- legum vetri. Á geisladisknum eru aukalega endurblöndur (remix) á lögunum „Love units" og „Whats love if you can kill for Choco- late“. Þeir sem ekki hafa aðgang að geislaspilara geta keypt þessar endurblöndur á.lJý,1 jplötu. -hmp Föstudagur 28. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.