Þjóðviljinn - 12.05.1989, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Síða 6
Stjórnarformaður ís- lenskra aðalverktaka með 8,7 miljóna króna árslaun. Stjórnarformaðurinn á eftirlaunum sem stjórnarformaður. Aðrir stjórnarmenn með 450 þúsund. Breytingar á stjórn Aðalverktaka valda ómældum titringi í Sjálfstæðisflokki. Vilhjálmur ÁrnaSon: Ekki ólíklegt að moldviðrið í kringum launin standi í sam- bandi við breytingar í stjórn. Jón Baldvin: Fráfarandi stjórn geri opinberlega hreint fyrir sínum dyrum Vilhjálmur Árnason stjórnarformaður íslenskra aðalverktaka er með lögfræðistofu í húsi Islenskra aðalverktaka á Höfða. Ohóflegur fjárburður Launamál Vilhjálms Arnaso/i- ar, stjórnarformanns Is- lenskra aðalverktaka hafa enn á ný orðið til að beina kastljósinu að þessu fyrirtæki sem sennilega skilar mestum arði til hlutahafa sinna allra fyrirtækja á landinu. Launagreiðslur til Vilhjálms námu 8,7 miyónum síðustu 12 mánuðina. Jón Baldvin Hanni- balsson sagði í samtali við Nýtt Helgarblað að hann ætlist til að fráfarandi stjórn íslenskra aðal- verktaka sf. geri hreint fyrir sín- um dyrum og skýri opinberlega frá því hvort hún hafi samþykkt þessar launagreiðslur og ef ekki', hvort hún hyggist vefengja greiðslurnar og krefjast endur- greiðslu. Þessi mál koma upp á sama tíma og mikil endurskipulagning stendur fyrir dyrum í stjórn Aðal- verktaka þar sem ríkisstjórnin er að treysta völd sín og hafa þær hræringar valdið miklum skjálfta á ýmsum betri bæjum, ekki síst meðal Sjálfstæðismanna. Hins vegar má búast við að stjórnar- menn Aðalverktaka vísi orðum Jóns Baldvins heim til föðurhús- anna, með tilvísun til þess að Vil- hjálmur sé fulltrúi ríkisins og hæstráðandi fyrirtækisins. Ríkið hafi haft alla möguleika á að fylgjast með og grípa inn í launa- greiðslurnar hafi þær þótt óeðli- legar. Gullkistan glóandi Velta íslenskra aðalverktaka Velheppnuð sumarferð á hjólbörðum frá okkurí (g) HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ O Gúmmikaiiamir Borgartúnl 36 Slml 668220 nemur miljörðum, eigið fé er 3,3 miljarðar og tekjurnar hafa verið tryggar, enda fyrirtækið með ein- okunaraðstöðu á framkvæmdum á vegum bandaríska hersins sem sífellt hafa orðið umfangsmeiri á umliðnum árum. Vilhjálmur Árnason hefur áður setið sem stjórnarformaður í 30 ár, fyrst fyrir Regin hf., sem er pappírsfyrirtæki SÍS, og svö sem fulltrúi ríkisins. Nú stendur fyrir dyrum að skipa nýjan stjórn- arformann og sem endranær er hann skipaður af utanríkisráð- herra. Auk þess á að bæta nýjum ríkisfulltrúa í stjórn og verða þeir sennilega settir í embætti f dag eða á allra næstu dögum. Þá segir Jón Baldvin að ákveðið hafi verið að skipa nýjan framkvæmda- stjóra innan skamms. Ljóst er að miklir pólitískir og efnahagslegir hagsmunir eru í húfi og sagði Vil- hjálmur Árnason í samtali við Nýtt Helgarblað að sér kæmi ekki á óvart þótt það moldviðri sem rótað hefur verið upp í kringum launakjör hans stæði í sambandi við þessar breytingar á stjórn. Launamál og stjórnarbreyt- ingar fslenskir aðalverktakar sf. eru í eigu þriggja aðila. SÍS í gegnum fyrirtækið Regin á 25%, ríkið á 25% og Sameinaðir verktakar eiga 50%. Stjórnarmenn hafa hingað til verið fjórir og formað- urinn hefur verið fulltrúi ríkisins. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra ákvað síðan að fjölga fulltrúum ríkisins um einn og þar með breytast valdahlut- föllin, ríkið verður með tvo full- trúa af fimm. „Þú getur rétt ímyndað þér hvort því fylgi ekki mikil spenna að skipt er um full- trúa í stjórn fyrirtækis sem á svona mikla peninga. Kannski er allt þetta moldviðri um mín laun út af þeim breytingum sem eiga sér nú stað í stjórninni. Þetta gengur ekki átakalaust fyrir sig,“ sagði Vilhjálmur Árnason í sam- tali við Nýtt Helgarblað í gær. Vilhjálmur lagði áherslu á að hann hefði með störfum sínum lagt áherslu á að auka áhrif ríkis- ins innan fyrirtækisins, en vildi ekki útleggja orð sín frekar. Hvort sem túlka má þessi orð Vilhjálms sem einhvers konar samsæriskenningu eða ekki er það eflaust hárrétt hjá Vilhjálmi að mikil spenna fylgi manna- breytingum í stjórn lslenskra að- alverktaka, að ekki sé minnst á breytingar á valdahlutföllum eins og nú er verið að framkvæma. Nú verður stjórnin skipuð fimm mönnum í stað fjögurra og nýr formaður kemur í stað Vilhjálms. Utanríkisráðherra mun sam- kvæmt hefð skipa fulltrúa ríkisins og þar með formanninn. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir og hefur Nýjtt Helgarblað heimildir fyrir því að nöfn 43 vonbiðla liggi nú á borði Jóns Baldvins og hafi þeim fjölgað mjög eftir að upp- lýstist um launakjör Vilhjálms. Flestir á þeim lista eru tengdir Alþýðuflokknum á einn eða ann- an hátt og hefur t.d. nafn Stefáns Friðfinnssonar, aðstoðarmanns Jóns Baldvins verið nefnt. Tveir Alþýðuflokksmenn sem fulltrúar ríkisins styrkja eflaust stöðu ríkisins en ekki síst stöðu Alþýð- uflokksins innan íslenskra aðal- verktaka, þar sem fulltrúar Fra- msóknar og íhalds, hafa lengst af setið einir við stjórnvölinn. En þá er að því að hyggja að stjórnar- menn eru skipaðir aðeins til eins árs í senn og verði Jón Baldvin ekki utanríkisráðherra að ári, kann þessi ráðstöfun að verða skammvinn sæla fyrir krata. Framkvæmda- stjórarnir Framkvæmdastjórar íslenskra aðalverktaka hafa hins vegar ver- ið þaulsætnir og eru nú hugmynd- ir uppi um að bæta þriðja fram- kvæmdastjóranum við og eru þær runnar frá utanríkisráðuneytinu. Nafn Helga Ágústssonar sendi- herra hefur verið nefnt í því sam- bandi og kæmi hann þá við hlið Gunnars Þ. Gunnarssonar og Thors Ó. Thors. Hins vegar þarf stjórn íslenskra aðalverktaka að samþykkja slíka ráðstöfun og þá kunna að skipta sköpum ný vald- ahlutföll í stjóm. Nú sitja í stjóm þeir Halldór H. Jónsson og Ing- ólfur Finnbogason fyrir Samein- aða verktaka hf., Axel Gíslason, framkvæmdastjóri Samvinnutr- ygginga fyrir Regin hf og loks Vil- hjálmur Árnason sem fulltrúi ríkisins. Hvernig og hvort opin- berun launamála Vilhjálms Árnasonar hefur með þetta valdatafl að gera, má síðan velta vöngum yfir. Sjálfdæmi í launum Heildargreiðslur íslenskra að- alverktaka vegna Vilhjálms Árnasonar frá maí í fyrra til þessa mánaðar námu um 8,7 miljónum króna. Samkvæmt heimildum Nýjs Helgarblaðs eru árs- greiöslur til annarra stjórnar- manna 450 þúsund krónur. Stjórnarformaðurinn samdi beint við stjórnina um laun sín og stjórnarmenn bera ákvörðun sína um launagreiðslur til sjálfra sín undir aðalfund íslenskra aðal- verktaka, en á þeirri samkundu sitja þeir fjórir hinir sömu. Stjórnarmenn og stjórnarfor- maður eiga því aðeins við sjálfa sig þegar launagreiðslur til þeirra eru ákveðnar. Laun stjórnar- formannsins Vilhjálmur Árnason hefur sent frá sér greinargerð þar sem hann skýrir launagreiðslur íslenskra aðalverktaka til sín. Þar kemur fram að hann hafi setið samfellt í 30 ár í stjórn íslenskra aðalverk- taka og þar af 13 ár sem stjórnar- formaður, þegar hann lét af störf- um 1984. Hann hafi síðan tekið að sér stjórnarformennsku að beiðni Steingríms Hermanns- sonar, en í öilum tilfellum hafi hann samið um sín laun við stjórn. Hann skýrir frá því að hann hafi gert samning við stjórn félagsins um að hann nyti eftir- launagreiðslna og þegar hann tók við starfi í fyrra á nýjan Ieik hafi hann gert samning um að hann nyti þessara eftirlaunagreiðslna meðan hann væri í starfí. Sam- kvæmt þessum samningum hafi honum verið greiddar 2.821.071 krónur frá maí 1988 til maí 1989. Þá hafi hann gert samning 1984 þess efnis að hann annaðist lög- fræðiþjónustu fyrir íslenska aðal- verktaka og samkvæmt þeim samningi, sem var framlengdur í febrúar 1988, hafi hann þegið 922 þúsund krónur í laun frá því í fyrra. Þetta vill Vilhjálmur meina að séu eiginlegar greiðslur til sín og nema þær samtals 3J miljón- um króna. Þessu til viðbótar hafi verið gerð bókun á stjórnarfundi 7. júní 1988, þar sem tvennt kem- ur fram, annars vegar að hann muni halda áfram að njóta eftir- launagreiðslna sem stjórnarfor- maður þrátt fyrir að hann sé virk- ur sem slíkur og að „hann fái greitt fyrir störf stjórnarfor- manns nú eftir reikningi sem hann (Lögfræðistofan Höfða- bakka 9) sendir en sé með hlið- sjón af taxta Lögmannafélags ís- lands, enda fylgi yfirlit um þann tíma sem hann vinnur viðkom- andi hlutverki stjórnarformanns. Kostnaður, s.s. bifreiðak- ostnaður, símakostnaður, ferða- kostnaður og risna verði greidd eftir reikningi.“ Samkvæmt þessu voru greiddar til Vilhjálms tæpar fimm miljónir króna á umræddu tímabili, en Vilhjálmur vill reyndar meina að hluti þessa renni til Lögfræðistofunnar Höfðabakka 9 sf. Sú lögfræði- stofa er í sama húsi og íslenskir aðalverktakar og í eigu Vilhjálms og fjölskyldu. Þessar fimm milj- ónir eiga eftir að hækka því Vil- hjálmur tekur fram að enn hafi reikningur fyrir apríl ekki verið lagður fram. Óhóflegur fjárb urður Við þennan lestur vakna óneitanlega spurningar eins og þær hvort stjórnarformaður fyrir- tækis, sem greidd eru laun í svo ríkum mæli og er jafnframt full- trúi ríkisins, verði ekki að teljast í hættu að smitast um of af hags- munum fyrirtækisins. Er hann líklegur til að halda gagnrýnni af- stöðu til fyrirtækisins sem fulltrúi ríkisins þegar þess er þörf? Jón Baldvin sagði að greiðslur fyrir stjórnarformennsku á fjór- um næstu árum á undan hefðu verið á bilinu 160 þúsund til fimmhundruð þúsund krónur. „Eitt er víst að launakjör næsta stjórnarformanns verða ekki með þessum hætti. Spurningin er hins vegar hvort fráfarandi stjórn hyggst aðhafast eitthvað til að leiðrétta þennan óhóflega fjár- burð,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra að lok- um. phh 6 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. maí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.