Þjóðviljinn - 12.05.1989, Síða 7

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Síða 7
MINNING Katrín Viðar Fœddl. september 1895 - Dáin 27. apríl 1989 Katrín Viðar var fædd í Reykjavík, og var hún elsta barn hjónanna Jóns Norðmanns frá Barði í Fljótum og Jórunnar Ein- arsdóttur frá Hraunum í Fljótum. Systkini Katrínar voru: Jón, dó ungur og ókvæntur, Kristín kona Páls ísólfssonar tónskálds, Óskar framkvæmdastjóri og eigandi byggingavöruverslunarinnar J. Þorláksson og Norðmann, kvæntur Sigríði Benediktsdóttur Þórarinssonar kaupm. í Reykja- vík, Ásta danskennari í Reykja- vík, kona Egils Árnasonar kaup- manns, og Jórunn, gift Jóni Geirssyni lækni, þau skildu, og seinni maður hennar var Þorkell Gíslason. Foreldrar Katrínar fluttust til Akureyrar og var faðir hennar þar útgerðarmaður til dauða- dags, en hann dó ungur. Eftir lát hans fluttist Jórunn til Reykjavíkur með börnin, og Katrín hóf nám í Verslunarskóla íslands. Að því námi loknu fór hún til Þýskalands og stundaði þar nám í píanóleik í tvö ár. Þegar hún kom heim frá Þýskalandi hóf hún kennslu í píanóleik og hélt því starfi áfram framundir átt- rætt. Á fyrri árum var hún oft með 30-40 nemendur á vetri, og eru það því orðnir margir sem lært hafa hjá henni, enda var hún afburða góður kennari. Katrín giftist Einari Viðar bankaritara og söngvara í Reykjavík. Foreldrar hans voru Indriði Einarsson skrifstofustjóri og ríthöfundur, og kona hans Martha María Guðjohnsen. Þau Katrín og Einar eignuðust tvær dætur, Jórunni Viðar tónskáld, f. 07.12.1918, gift Lárusi Fjeldsted lögfræðingi. Þeirra börn eru Lár- us, Katrín og Lovísa, og Drífu Viðar rithöfund, f. 05. 03. 1920, d. 19. 05. 1971, gift Skúla Thor- oddsen lækni, börn þeirra eru: Einar, Theódóra, Guðmundur og Jón. Katrfn missti mann sinn eftir nokkurra ára sambúð. Hún giftist öðru sinni árið 1937 og var seinni maður hennar Jón Sigurðs- son skólastjóri við Laugannes- skólann. Hann var mikill menn- ingarfrömuður og hugsjónamað- ur og voru þau hjón mjög sam- hent. Jón dó árið 1977. Árið 1925 stofnsetti Katrín verslun með hljóðfæri og listmuni í Lækjargötu 2 og rak hana í mörg ár. Jón Norðmann, faðir Katrínar var móðurbróðir móður minnar, og var hún tvo vetur við nám á heimili þeirra hjón á ungdómsár- um sínum. Þá bast hún þeim vin- áttuböndum við Katrínu frænku sína sem ekki slitnuðu upp frá því. Fyrstu minningar mínar um Katrínu frænku mína eru því bréfin frá henni, sem hún skrifaði móður minni, og komu eins og fréttir úr annarri veröld inn á lítið sveitaheimilli norður í Skaga- firði, en svo langt var á milli Reykjavíkur og skagfirskrar sveitar á þessum árum. Þá var líka myndin af henni, sem stóð á kommóðunni heima. Mynd af ungri stúlku á hvítum kjól, svo fallegri að ég hugsaði mér að svona myndu englarnir á himnum líta út. En það var á sólbjörtum júlí- degi sumarið 1932, að ég sá Katr- ínu frænku mína í fyrsta sinni. Hún kom í heimsókn, ásamt Guðrúnu Sveinsdóttur vinkonu sinni, en þær voru á ferð um landið á hestum. Þá bauð Katrín mér að koma suður um haustið til náms, og dveljast á heimili sínu. Þetta var ekki lítill fengur fyrir námsþyrsta sveitastúlku, það var sannarlega að detta í lukkupott- inn. Um haustið fór ég suður og stundaði nám í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur næstu tvo vetur. Þau ár eru mér ógleymanleg. En þó skólinn væri þroskandi og þar lærði ég margt sem kom mér að gagni í lífinu, var ekki síður mik- ilsvert að verða þess láns aðnjót- andi að fá að dveljast á heimili Katrínar frænku minnar. Það var menningar- og menntaheimili, einn samofinn heimur lita og tóna, listar og fegurðar. Ég held ekki að á neinn af samferðafólki mínu sé hallað, þó mér finnist Katrín Viðar vera einhver göfug- asta manneskja sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Það var lær- dómsríkt að ræða við hana, og var þá sama um hvað var rætt, sjóndeildarhringur hennar var víður, þekking á mönnum og málefnum staðgóð, og hún horfði á heiminn hleypidómalausum augum. Eitt af því sem Katrín bar fyrir brjósti var að því yrði komið til leiðar að allar ungar stúlkur lærðu eitthvert starf, sem gæfi þeim svo afdráttarlaus réttindi, að þær gætu alltaf séð sér og sín- um farborða, hvað sem í skærist á lífsleiðinni. Hún var þannig sú manneskja sem kveikti í mér þann neista kvenréttinda sem ég hef að leiðarljósi enn í dag. Þá var Katrín mikilll íþrótta- unnandi. Hún stundaði bæði skíða- og skautaíþrótt, og það var hennar framtíðarsýn og hér yrði byggð skautahöll svo hægt væri að stunda skautaíþróttina bæði sumar og vetur og burtséð frá veðri. Þegar skautahöllin var reist var Katrín orðin 72ja ára gömul. Þá hringdi sjónvarpið til hennar og bað hana að vígja skautahöllina. Hún lét til leiðast þó hún hefði ekki stigið á skauta í fimm ár. Og þegar maður sér sjónvarpskvikmynd frá þeirri at- höfn má sjá hvar Katrín Viðar fer þar fremst í flokki, og verður ekki annað séð en þar fari ung stúlka, svo léttar voru hreyfingar hennar á svellinu. Skautahöllin var síðar gerð að - bflastæði. Þegar ég lít yfir farinn veg finnst mér heimilið á Laufásvegi 35 bera af öllum heimilum sem ég hef kynnst, ekki aðeins að fegurð og smekkvísi, heldur var það ekki síður sá andi sem ríkti þar innan veggja. Það var sannarlega heim- ili þar sem gleðin og bjartsýnin réði ríkjum. Ég held að ekki finn- ist samheldnari fjölskylda en Katrín og dætur hennar, þær Jór- unn og Drífa voru. Og heimili Katrínar stóð opið öllum okkar vinum og félögum. Þar var oft margt um manninn og glatt á hjalla. Þá var Katrín ekki síður hjálparhella allri sinni fjölskyldu og vinum, ef eitthvað bj átaði á. Á stundum gleðinnar og einnig sár- ustu sorgarinnar var Katrín jafn- an nálæg, og það var alltaf jafn gott að finna hennar styrku hönd. Ég vil ljúka þessum fátæklegu minningarorðum með djúpu þakklæti fyrir allt sem Katrín frænka mín hefur fyrir mig gert, fyrir allt sem ég á henni að þakka. Nú er hún horfin okkur en minn- ingin um góða og göfuga konu lifir í hugum okkar. Guð blessi minningu hennar. María Þorsteinsdóttir MENNTASETUR ISLENSKRA BÆNDA 1100 AR Viltu taka þátt í nýsköpun íslensks landbúnaðar? Almennt búíræðinám Viltu læra um Ferðaþjónustu • Fiskeldi • Loðdýrarækt • Skógrækt Kanínurækt eða gömlu góðu heíðbundnu kvikfjárræktina? Bændaskólinn á Hvanneyri er nútíma skóli, þar sem færustu búvísindamenn fylgjast með öllum nýjungum í landbúnaði og miðla þeim til nemenda, sem vilja takast á við heillandi verkefni. Þar er frábær aðstaða á heimavist. Auk hefðbundinnar búnaðarfræðslu eru 12 valfog: Alifugla- og svínarækt • Ferðaþjónusta • Fiskeldi Hrossarækt • Kartöílu- og grænmetisrækt • Loðdýrarækt Nautgriparækt • Rekstrarhagfræði • Sauðfjárrækt Skógrækt • Vélfræði • Vinnuvélar og verktækni. ——— ----------------:-- i Búfræðinám tekur 2 ár (4 annir) en fólk með stúdentspróf eða hliðstæða menntun getur lokið því á einu ári'. ' Helstu inntökuskilyrði eru að umsækjendur hafi lokið almennu grunnskólaprófi og að þeir hafi öðlast nokkra reynslu í landbúnaðarstörfum. HásManám í búvíáindum Innritun stendur nú yfir í Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri, sem er kennslu- og rannsóknastofnun á háskólastigi. Skilyrði til inntöku eru að viðkomandi hafi lokið almennu búfræðinámi iða öðru framhaldsnámi, með fyrstu einkunn, c sem deildarstj ■ með. Auk alhliða undirstöðumenntunar í búvísindum gefst kostur á sérhæfingu. Nemendur kjósa valgreinar síðustu tvö árin og skrifa aðalritgerð um eigin rannsóknaverkefni. Námið tekur 3 ár ogtelst 90 námseiningar (BS 90). Árlegur kennslutími við Búvísindadeild er 34 vikur á tímabilinu frá 15. september til 15. júní. Nemendur geta búið á nemendagörðum en eiga kost á fæði í mötuneyti Bændaskólans á Hvanneyri’. Þeir njóta sömu réttinda hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og aðrir háskólanemar. Umsóknir ásamt prófskírteinum þurfa að berast skólanum Nánari upplýsingar í síma 93-70000. Skólastjóri. Föstudagur 12. maí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.