Þjóðviljinn - 12.05.1989, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Qupperneq 12
BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Kíkkí pási Einu sinni var páfagaukur sem hét Kíkkí. Stelpan og strákurinn sem áttu Kíkkí hétu Árni og Helena. Kíkkí vildi vera vinur allra og láta alla vera vini sína. Eitt sinn þegar fjölskyldan var að borða þá var kjöt í karrí. Kíkkí var að fljúga og lenti hann ofan í karr- ísósunni. Þá heyrðist pafs og Kíkkí skrækti. Helena sagðist vorkenna Kíkkí. Hann hefur þó ekki níu líf. Anna Björnsdóttir 9 ára Þessi þrjú hús eiga aö fá vatn úr réttum vatnshönum. Leggðu pípurnar án þess að þær liggi yfir hvor aðra. Þú mátt ekki fara upp fyrir neinn vatnshanann. Stafurinn göldrótti Hér færðu sjónhverfingu tii að glíma við. Þú lætur göngustaf eða prik standa á milli hnjánna á þér og sleppir honum. Hann stendur og hallar sér á ýmsar hliðar þegar þú segir skip- unarorðið, sem þú semur sjálfur. Sjónhverfingin er í því fólgin að þú festir svart- an eða gráan tvinna í buxnaskálmarnar. Tvinna- spottinn verður að vera nógu langur svo þú getir gengið eðlilega. Þegar þú sest lætur þú stafinn innan við þennan spotta og lætur hann hvíla á honum. Þá hallast stafurinn örlítið en virðist standa lóðrétt án þess að nokkuð styðji hann. Síðan getur þú leikið á viðstadda með því að hreyfa hnén og þá hreyfist stafurinn jafnframt. Eldspýtur, sápa og sykur í þessa tilraun þarftu að nota 5 eldspýtur, skál með vatni í, sápubútog sykurmola. Fyrst lætur þú eldspýturnar fljóta á vatninu í skálinni. Hafðu bil, á stærð við 10 krónu pening, á milli endanna sem snúa að miðjunni. Síðan tekur þú sápubútinn og tálgar endann þannig að hann líti út einsog blýantur. Seturoddinn á sápunni í vatnið í miðjunni milli spýtnanna. Þá munu eld- spýturnar hörfa til hliðanna. Þá tekur þú sápuna í burtu og snertir vatnið á sama blettin- um með sykurmolanum. Hvað gerist þá? SAPA SYKUR 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. maí 1989 Svorfur tvfnru Kalli eignast kassabíl Það var einu sinni strákur sem hét Kalli. Kalli er 6 ára en hann er alveg að verða 7 ára. Hann verður 7 ára á morgun. Þegar Kalli á að fara að sofa þá getur hann ekki sofnað af forvitni um það hvað hann skuli fá. Loksins sofnar Kalli en þá dreymir hann um afmælið. Hann dreymir að hann fái mikið af pökkum. Hann fær sápukúlur frá Siggu frænku, bíl og hatt frá Nóa frænda, skóladót frá ömmu og afa og frá mömmu og pabba fær hann ... æ, núna vaknar Kalli. Hann þurrkar stírurnar úr augunum. Mamma og pabbi er vöknuð. Þau bjóða Kalla góðan dag og spyrja hann hvort hann vilji opna pakkann sinn núna eða bara þegar gestirnir koma. Kalli segist vilja opna hann núna strax. Hann kemur auga á ofsalega stóran pakka og á honum stendur skrifað með stórum stöfum. TIL KALLA FRÁ MÖMMU OG PABBA. Hann opnaði böggulinn og þá kom í Ijós að þetta var kassabíll. Hann þakkaði mömmu og pabba fyrir gjöfina himinlif- andi af gleði. Og svona endar svo sagan um Kalla. Svanhildur Snæbjörnsdóttir 9 ára

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.