Þjóðviljinn - 12.05.1989, Side 13

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Side 13
SIGTRYGGUR JÓNSSON FJÖLSKYLDAN Hlutverk og ábyrgð í síðustu grein minni hóf ég umræðu um hlutverk og ábyrgð. Undir lok greinarinnar ræddi ég um hlutverkarugling hjá foreldr- um varðandi skólagöngu barna þeirra, og skal nú haldið áfram þar sem frá var horfið. Hafi slíkur hlutverkaruglingur þegar átt sér stað, verða foreldr- arnir að setjast niður með barn- inu og ræða við það um þennan hlutverkarugling og hvernig þau hafa hugsað sér að breyta hon- um. Ekki er nóg að byrja bara á nýrri hegðun gagnvart barninu þegjandi og hljóðalaust. Slíkt skilur barnið ekki og bregst að- eins við í vörn. Hitt er svo annað mál, að það tekur samt sem áður tíma að breyta þessu, þar sem barnið kemur til með að láta á það reyna, hvort foreldrunum sé alvara eða ekki. Þess vegna verða foreldrarnir að vera samkvæmir sjálfum sér, þótt það reyni á þol- inmæðina. Að setjast niður á þennan hátt, er einnig merki til barnsins um að foreldrarnir séu opnir og geti rætt um mistök sín og af því getur barnið einnig lært að vera opið og tjá sig við foreld- rana um sín mistök. Annað dæmi, sem ég nefndi aðeins og ætla að fara nánar út í Tæknimenn Ratsjárstofnun óskar eftir að ráða starfsmenn vegna reksturs ratsjárstöðva hérlendis. Umsækjendur verða að hafa lokið námi í raf- eindavirkjun eða hafa sambærilega menntun. Starfsmenn þurfa að sækja námskeið hérlendis á árinu og erlendis á árinu 1990. Laun eru greidd á námstímanum. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Ratsjár- stofnun. Umsókn, ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti af því, sakavottorði og heilbrigðisvottorði, berist Ratsjárstofnun, Laugavegi 116, fyrir 26. maí n.k. Ratsjárstofnun Laugavegi 116 Pósthólf 5374 125 Reykjavík Norræni genbankinn - deildarstjóri Staða deildarstjóra við NGB er laus til umsókn- ar. Deildarstjórinn er ábyrgur fyrir söfnun erfða- efnis, varðveislu þess og dreifingu og að skipu- leggja „in situ“ varðveislu sérstæðra plöntu- samfélaga með verndun verðmætra gróðúr- lenda í samráði við genbankanefndir á Norður- löndum. Norræni genbankinn er ein stofnun Ráðherra- nefndar Norðurlanda með aðsetur á Skáni í Svíþjóð. Hlutverk genbankans er að varðveita erfðabreytileika nytjaplantna í norrænni jarð- rækt og garðrækt. Norræni genbankinn sér einnig um skráningu erfðaefnis, þjónustu við plöntu kynbótamenn og aðra sem vinna að plönturannsóknum. Umsækjendur skulu hafa háskólamenntun á sviði líffræði með aðaláherslu á landbúnað, grasafræði eða erfðafræði. Doktorspróf og reynsla af plöntukynbótum eða öðrum plöntu- rannsóknum er æskileg. Staðan er veitt til fjögurra ára og er möguleiki á framlengingu. Laun eru á bilinu 15.000 - 22.500 sænskar krónur á mánuði. Að auki fá útlendingar staðaruppbót sem nemur 2.000 - 4.000 sænskum krónum á mánuði eftir fjöl- skylduaðstæðum Nánari upplýsingar um starfið veita Ebbe Kjell- quist, forstjóri genbankans, sími +40-41 50 00, og Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, sími 8 22 30. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Nordiska Genbanken, Box 41, S-230 53 Alnarp, fyrir 15. júní n.k. nú, er að alltof oft ruglumst við á þeirri ábyrgð, sem við höfum sem makar. Alltof algengt er að við leiðumst út á þá þraut að bera ábyrgð á mökum okkar og ætl- umst til þess sama af makanum. Þetta kemur einkum fram í því að við skömmumst okkar fyrir fram- komu makans, reynum að breyta honum, siða hann til o.s.frv. og teljum að við séum fyrst og fremst að gera honum gott. Út frá þessu ætlumst við' til að makinn taki tillit til okkar og geri ekki hluti, sem okkur líður illa yfir. Þegar svona er í pottinn búið, lendum við í því að kenna makan- um um hegðun okkar. Dæmi: „Þú ert búinn að vera eins og snú- ið roð í hund í allan dag. Hvað er eiginlega að þér?“ „Það er ekkert að mér, en þú hagaðir þér eins og kvennabósi á ballinu í gær, og ég er margbúin að segja þér að ég vil ekki að þú látir svona utan í kon- um þegar við förum út.“ Eða annað svar: „Þú varst svo full á ballinu í gær, að það var ekki ver- andi nálægt þér. Hvað á ég oft að segja þér að drekka ekki svona mikið?" Hér er um það að ræða að annar aðilinn kennir maka sín- um um líðan sína og hegðun í framhaldi af henni. Vissulega getur maki manns hegðað sér þannig, eða komið þannig fram við mann, að manni líði illa, sárni, verði reiður o.s.frv. Hins vegar getum við ekki kennt öðr- um um hegðun okkar. Henni ráðum við sjálf og berum ábyrgð á henni. Einstaklingur, sem hegðar sér á þennan hátt, gerir i raun ekkert annað en að láta sjálfum sér líða illa í tilraun sinni til að koma inn sektarkennd hjá makanum svo að hann læri nú að hann eigi að breyta sér. Ef maki manns hefur gert eitthvað sem honum ætti að líða illa yfir, hvers vegna á maður þá sjálfur að láta sér líða illa? Viðkomandi ein- staklingur verður að bera ábyrgð á sjálfum sér og hegðun sinni og þeim kröfum, sem hann gerir til maka síns. Hann verður því að láta vita um kröfur sínar og gera sér grein fyrir því hvað hann ætlar að gera sjálfur, sé þeim ekki sinnt. í stað þess að reyna að breyta makanum, verður hann að gera kröfu um að makinn breyti sér sjálfur. Ef við tökum slíka af- stöðu, komumst við hjá alls kon- ar nauði og naggi um hegðan makans og látum honum sjálfum eftir að skammast sín, hafi hann þörf fyrir það, en gerum aðeins kröfur um breytingar á þeim svið- um, sem okkur sjálfum finnst stórmál og skilnaðarorsök. Þá sleppum við líka við samkeppn- ina um hvor hegðar sér „betur", hvor er „betri“ við hinn, hvor er fyrri til að fyrirgefa o.s.frv. Þessi ruglingur með að leggja ábyrgð á eigin hegðun á herðar öðrum kemur víða fram í sam- skiptum fólks. Ekki einungis miili maka eða vina og kunn- ingja. Þau eru ófá skiptin, sem ég hef lesið í spurningu dagsins hjá dagblöðunum, svör frá fólki sem segist ekki hafa vit á pólitík eða ekki ætla að kjósa í kosningum. Oft hef ég velt því fyrir mér hvort þetta sama fólk sleppi því alveg að kenna stjórnarherrunum um ótrygga afkomu og léleg laun. Að bera ábyrgð á sjálfum sér í lýð- ræðisþjóðfélagi, er að taka ábvrga pólitíska afstöðu. I grunnskólalögunum og fram- kvæmd þeirra er innbyggður ruglingur á ábyrgð, sem ég ætla að fjalla um næst, vegna þess að hann kemur niður á mörgum fjöl- skyldum og þó einkum sam- skiptum innan fjölskyldna. AÐ HÓTEL LOFTLEIÐUM ER GJALDEYRIS- AFGREIÐSLA OPIN Á ÓTRÚLEGU STU TÍMUM Já, það er ekki ofsögum sagt af þjónustu Landsbankans viö erlenda jafnt sem innlenda ferðamenn. Gjaldeyrisafgreiðslan á Hótel Loftleiðum er opin sem hér segir: Mánudaga - föstudaga kl. 8:15-16:00 og 17:00-19:15. Laugardaga og sunnudaga kl. 8:15-19:15. Á sama tíma eru afgreiddar ferðatryggingar. Að öðru leyti er almenn afgreiðsla opin á venjulegum tímum: Mánudaga-föstudaga kl. 9:15-16:00 og fimmtudaga síðdegis kl. 17:00-18:00. Verið velkomin, - hvenær sem er. L Landsbanki Islands Banki allra landsmanna NÝTT HELGARBLAÐ - SÍOA 13 AewAé&lV*' tlSVt Vvj ri rv'íöið iti

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.