Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.05.1989, Blaðsíða 14
Sjónvarp er bannað í konungsríkinu Eitt er þaö ríki sem hefur bannaö sjónvarp - eða að minnsta kosti sjónvarpsloft- net. Það er lítið og sérstætt konungríki í Himalajajöllum, Bhutan, sem hefur 1,4 miljón. íbúa sem vill með þessu móti vernda sína menningarloft- helgi fyrir annarlegum áhrif- um. Það er Kónungurinn í Bhutan, Dsjigme Singje Vangtsjúk, hefur skipað svo fyrir að loftnet öll skuli fjarlægð af húsum. Hann vill ekki láta trufla friðsæld síns búddíska samfélags með bíó- myndum í indverska sjónvarp- inu, sem eru oft hlaðnar allskon- ar ofbeldi og óskikkelsi. Bhutan rekur ekki eigin sjónVarpsstöð. Með banninu á líka að gera það lítils virði að eiga sjónvarp til að menn eigi síður tæki til að stinga í evrópskum og bandarískum klámmyndböndum, sem ind- Múnkar í höfuðborg Bhutans, Thimphu. verskir smyglarar flytja yfir Vangtsjúk konungur hefur fjallaskörðin til höfuðborgarinn- gengið á undan með góðu for- ar Thimphu. dæmi með því að byrja á að láta aíhefti komið út fjarlæga sjónvarpsloftnet af þökum hallar sinnar. Kóngurinn er enginn aukvisi í sínu landi: hann fer með mikil völd og þarf ekki að taka tillit til stjórnarskrár - aftur á móti verður hann að deila völdum að nokkru með æðsta lamamúnk landsins (en þeir eru alls sex þúsundir). Pólit- ískir flokkar eru ekki til í landinu og verkalýðsfélög eru bönnuð. INNLENT MENNING Skipulagsleysi í landbúnaði............................. 9-17 Fjallað er um niðurgreiðslukerfi, útflutningsbætur og fleira sem tengist afurðakerfi í sauðfjárbúskap hins opinbera í landinu. í ljós kemur að útgjöld ríkisins hafa farið langt fram úr áætlunum og þess eru dæmi að búvörusamningar og -lög hafi verið brotin. Á sama tíma og neysla kjöts hefur minnkað hefur framleiðslan hvergi náð að dragast saman með þeim hætti og samið hafði verið um. Kerfið er margflókið og leyndardómsfullt... Átökin í Borgaraflokknum ......................... Nýtt tölvufyrirtæki. Blað brotið í viðskiptasögunni . .. Pappír upp á ferð og krafta. Þegar farið er á vestasta odda í Evrópu eiga menn kost á því að fá viðurkenningarskjal. Á sama stað geta menn fengið staðfestingu krafta sinna. Magnús Guðmundsson frá Patrekfirði, sem stendur fyrir þessari landkynningarstarfsemi á Bjargtöngum vestra, segir frá Skák Af hamingjunnar hjóli. Áskell örn Kárason skrífar um fallvaltleika tilverunnar í skákheiminum .......... ■.. .18 .21 22 Bastillan upp er risin. Parísaróperan hefur fengið nýjan samastað við hið fræga Bastillutorg og verður nýja húsið vígt á 200 ára byltingarafmælinu 14. júlí n.k. Gunnsteinn Ólafsson segir frá. 41 Leikhúsfréttir ............................................ 43 Kvikmyndir Háskaleg kynni. Marteinn St. Þórsson skrifar um nýjar myndir og gefur sumum stjörnur ............................................ 44 „Mig hefur alltaf langað til íslands“. Viðtal við Guðrúnu Maríu Hanneck-Kloes, þýskan íslending, sem hefur m.a. þýtt íslenskar bókmenntir og gefið út bækur um ísland í Þýskalandi .............................. 46 Menningardagar í Hallgrímskirkju........................... 50 Heimsókn í Reykjanesvita............................... 51-53 Hjónin í Reykjanesvita, Valgerður Hanna Jóhannsdóttir vitavörður og óskar Aðalsteinn rithöfundur, sótt heim. Aldarminnig baráttukonu. Þórunn Magnúsdóttir sagnfræðingur skrífar um Guðrúnu Jónsdóttur, forystukonu í verkakvennafélögum í Vestmannaeyjum og I Reykjavík á fyrri hluta aldarinnar ....... 54 Bjórsaga íslands Seinni hluti. Mjöður blandinn og Maltó í kaupfélaginu. Hallgerður Gísladóttir safnvörður skrifar................................ 57 VÍSINDI .. 25 ERLENT Blómabyltingin 15 ára ....................... 27-31 Tíðindamaður Þjóðlífs, Árni Snævarr var á ferð í Portúgal og ræddi m.a; við Mario Soares forseta, de Carvalho herforingja.sem stundum er kallaður „síðasti byltingarmaðurinn" og dvelur nú í fangelsi, og Kristínu Thorberg, íslenska konu sem lent hefur í pólitískum átökum. Sagt er frá ástandinu í landinu í dag og þeim breytingum sem eru að verða vegna inngöngu Portúgals í Evrópubandalagið. Bretland Samkeppni um sjúklingana................................. 32 Ungverjaland Einar Heimisson og Gunnsteinn Ólafsson fóru til Ungverjalands og kynntu sér umbrotin í samfélaginu: Uppgjörið við uppreisnina hafið ......................... 33 Umbrot og ferskleiki í ungversku samfélagi ............. 34 Hæli fyrir bingósjúklinga................................ 38 í Svíþjóð er tekið til við að meðhöndla spilafíkn sem sjúkdóm og spilasjúklingamir fá svipaða meðferð og alkóhólistar. Sagt frá Konrad Lorenz og atferlisfræðinni. — Nýtt risaverkefni í vísindum. Bandaríkjamenn ætla að fjármagna umfangsmiklar rannsóknir á litningum, sem geta kollvarpað læknisfræðinni; hugsanlega opna möguleika á að lækna hingað tii ólæknandi sjúkdóma.' Áætlunin mun kosta 200 milljónir dollara á ári í 15 ár. — Gieðilegt kynlíf í ellinni. Rannsókn leiðir í ljós að fólk getur átt ánægjulegt kynlíf fram á grafarbakkann .........63-68 UPPELDISMÁL Einsetinn skóli er takmarkið. Viðtal við Birnu Sigurjónsdóttur kennara í Snælandsskóla ........................................... 69 Skoðanakönnun um tómstundir hjá börnum og unglingum........................................ 70 ÝMISLEGT Barnalíf .................................................. 72 Bflar...................................................... 75 Krossgáta................................................. 78 Erlendar smáfréttir ................................. 36 og 39 Smáfréttir úr viðskiptaheimi............................... 61 Ekki fúlmenni „Það er fúlmenni í hverjum karli," sagði Sigurður Hróarsson í ritdómnum Hvað eiga galdra- menn að gera í Nýju helgarblaði á föstudaginn var, en meinti það ekki. Þarna átti að standa að það væri fúrmenni í hverjum karli. Það er nýyrði og vísar beint til nafnsins á söguhetju Haustb- rúðar, Níelsar Fuhrmanns, sem fjallað var um í greininni. I..m i Samtök um útgáfu á Söngvum Satans Til að dreifa áhættunni sem fylgir því að gefa út Söngva Satans eftir Salman Rushdie ætla margir útgefendur að standa saman að þýsku þýð- ingunni og líka þeirri frönsku, sem eiga að koma út i haust. Einnig hefur komið til tals að PEN, alþjóðleg samtök rithöf- unda, verði meðútgefendur að þýðingunum sem koma út af skáldsögunni í haust - og þá einnig þeirri íslensku...^ Menningarskúrar í uppnámi Nýlistasafnið hefur sem kunnugt er verið flutt endan- lega útúr húsnæði sínu við Vatnsstíg, og eru dýrmæt listaverk safnsins nú í geymslu án nokkurrar sýning- araðstöðu meðan verið er að leita að nýju húsnæði. Skúr- arnir í portinu við Vatnsstíginn höfðu gegnt mikilvægu menn- ingarhlutverki í rúma tvo ára- tugi, því þar höfðu SÚM-arar áður aðsetur. Þegar Alþýðubankinn á- kvað að byggja álmu til norðurs utfrá húsi sínu á Laugaveginum glumdi klukk- an, og Nýló var sagt upp húsnæðinu með löngum fyrir- vara. Þegar til á að taka er hinsvegar allt komið uppí loft í byggingarmálum Alþýðuj- bankans eftir að sameiningar- hugmyndir um Verslunar- bankann og Samvinnubank- ann komust á kreik. Ljótu menningarskúrarnir í portinu standa því áfram - en nú eng- um til gagns.B

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.